Dagblaðið - 14.12.1979, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979.
a .....................
Kratar unnu til hægri og vinstri:
...og viðreisnar-
draumurinn búinn
NÝ
ÞJÓNUSTA
KHppií
heimahúsum
Pantanasími 21781 eftir kl.
Á daginn áauglþj. DB. simi 27022. - H-20.
KRISTJÁN RAKARAMEISTARI.
K >Ö2 fcomfo
GERIÐ HAGKVÆM
JÚLAINNKAUP
Þetta er aðeins lítiö sýnishom
Þú færð
jólagjafirnar
hjá okkur
Mínútugrill
Margar geröir
af jólaljósa-
samstœðum.
Mislitar perur,
hagkvœmt verð
Ennfremur margar gerðir afflúorlömpum
í eldhús, ganga o.fl.
— vegna útkomu úr kosn-
ingum í efri deild
vindar úr öllum áttum og
þinghúsið hlaðið spennu
Hafi einhverja dreynrl um við-
reisnarsljórn Sjálfstæðis-, Alþýðu-
flokks og Eggerts Haukdal, endaði sá
draumur snögglega á Alþingi i gær,
þegar kosnir voru þingmenn til að
fara i Efri deild. Slík stjórnarmyndun
hefði verið nröguleg miðað við þing-
styrk, þar senr þessi sveit hefur 32
þingmenn gegn 28. Hefði þetta lið
unnið saman, hefði það getað fengið
11 þingmenn gegn 9 í El'ri deild og 21
gegn 19 í Neðri deild. En það gerði
liðið ekki.
Sjálfstæðisnrenn buðu fram lista
ásamt Eggerti Haukdal. Framsókn og
Alþýðubandalagið voru með sam-
eiginlegan lista. En Alþýðuflokkur-
inn bauð franr sér lista. Við það féll
8. maður á lista sjálfstæðisnranna og
Eggerts, Birgir Ísleifur, og komst
ekki i Efri deild. Öll mál hugsan-
legrar viðreisnarstjórnar mundu
stranda i El'ri deild, þar sem hlutföll-
in yrðu 10:10.
Alþýðubandalagið
tregðaðist við
Loftið var hlaðið spennu i þinghús-
inu frá því um hádegi. Mikið var
makkað á alla kanta. Samkomulag
náðist ekki hjá vinstri flokkunum unr
lillögu Framsóknar um að slyðja
framsóknarmann við forsetakjör i
Sameinuðu þingi. I fyrstu unrferð
buðu allir flokkarnir fram. Varð að
kjósa aflur, af þvi að ekki fékkst
hreinn meirihluti. Við aðra alkvæða-
greiðsluna studdu kralar franr-
sóknarmanninn Jón Helgason, en
Alþýðubandalagið þrjózkaðist við og
bauðenn fram Helga F. Seljan. Varð
að kjósa i þriðja sinn, og studdu þá
allir „vinslri” menn Jón Helgason
nema einn, sem skrifaði nafn Eggerts
Haukdal. Var það talinn hafa verið
Garðar Sigurðsson (AB), en það at-
kvæði var ógilt, þar sent aðeins var
kosið í 3. umferð milli þeirra tveggja,
sem llest atkvæði hlutu í 2. unrferð.
Jón Helgason varð kjörinn forseti.
Gunnar Thoroddsen (S) var kosinn
I. varaforseti nreð þorra atkvæða,
annarra en alþýðuflokksmanna. Karl
Steinar Guðnason (A) var kjörinn 2.
varaforseti með atkvæðunr vinstri
manna. Fundunr hafði þá tvisvar
verið frestað, meðan leitað var sam-
komulags i ýmsar áttir.
Við forselakjör í Efri deild stóðu
framsóknarmenn og alþýðubanda-
lagsmenn saman, en kralar buðu
franr sér í I. umferð. í annarri um-
ferð komu kratar til liðs við vinstri
nrenn, og var Helgi F. Seljan (AB)
kosinn forseti.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S)
var kosinn 1. varaforseli með at-
kvæðum annarra en alþýðuflokks-
manna. Guðmundur Bjarnason (F)
var kosinn 2. varaforseti, og varð að
kjósa þrisvar, þvi að kratar vildu
ekki slyðja hann.
Enn eitt afbrigði hjá
alþýðuflokksmönnum
Alþýðuflokksmenn komu meðenn
eitl afbrigðið, þegar kosinn var for-
seti Neðri deildar. Kosningu var
frestað um hrið, svo að hægt væri að
VIÐREISNARMENN? Jón Baldvin Hannibalsson, ritstjóri Alþýðublaósins,
hefur veríð sagður hafa áhuga á viðreisnarstjórn. Hér sést hann ræða við Albert
Guðmundsson (S), áður en fundirnir hófust, þar sem viðreisnardraumurinn
endaði.
V
Pétur „sjómaður” kann greinilega vel við sig að vera kominn aftur I setustofu þingsins. Við hlið hans eru Steinþór Gestsson
(S) til hxgri á myndinni, Egill Jónsson (S), Albert og Salóme Þorkelsdóttir (S).