Dagblaðið - 14.12.1979, Page 29

Dagblaðið - 14.12.1979, Page 29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. / ' .............................—1 .....................—'.'«S SIGURDARBOK SigurAarbók Þórðaraonar, faarfl af Gunnari M. Magnúss. Útgafandi Setberg, 189 bls. Söguna hefur, þar sem dýrfirskur góðbóndi spáir Sigurði, fimm ára snáða, að hann eigi eftir að verða söngmaður, vegna þess hversu háls- langur hann sé. Síðan segir frá ýms- um atvikum í bernsku Sigurðar, sem flest þjóna þeim tilgangi að kynna farveg lífshlaups Sigurðar seinna á ævinni. Þar segir til dæmis frá sókna- skiptum séra Þórðar, föður Sigurðar, en engin tilraun er gerð til að útskýra hvers vegna hann sækir yfir Dýra- fjörð frá Gerðhömrum að Söndum. Nútíma íslendingar, sem eru vanir því að prestar vinni eftir B.H.M. taxta, eiga kannski í vandræðum með að skilja, að stórbændur, sem réðu bændakirkjum, hafi á stundum getað skammtað klerki úr hnefa og jafnvel sagt honum fyrir verkum. Skýrslugerð í metravís Eftir að frásögnum af bemsku Sigurðar lýkur kemur svo löng skýrsla um nám, starfsferil og ævigöngu Sigurðar allt til dauðadags. Skýrslan er ágæta vel samin og í bland krydduð með skemmtilegum frásögnum. Af lestri þessarar skýrslu, sem raunar var til fyrir, í efnisskrám hátíðartónleika, Sigurði til heiðurs, má ráða að ævi hans hafi verið ein óslitin sigurganga, til, næstum því, heimsfrægðar. Fer manni því smám saman að þykja sem skýrsla þessi sé hreinlega skrifuð i metravís. Þannig skýrsla, nánast tómt lof og frásagnir af listsigrum, verkar smám saman ákaflega neikvætt á les- andann og raunar væri ég ekki hissa, þótt margur legði bókina frá sér í miðjum klíðum og fýsti lítt að taka Sigurður Þórðarson tónskáld upp þráðinn aftur. En undir lokin er þó öllu bjargað við, í tveimur siðustu köfiunum, Bak við tjöldin og Samfylgdin. Þá loksins kemur í ljós að sigur- gönguskýrslan var alls ekki pottþétt. Þá loksins er fyrir þvi haft að geta lífsförunautarsins, frú Áslaugar öðruvísi en sem óhjákvæmilegs liðs í skýrslugerðinni.Égvænli þess að að skýrslugerðinni slepptri hefði þetta getað orðið ágætis minningarbók um Sigurð Þórðarson. Vonandi bíður minning þess tónskálds, sem var þess megnugt að færa ungmennafélagshugsjónina í al- þjóðlegan tónlistarbúning, ekki tjón við skýrslu þessa. Bók menntir Austfirðingar 33 Reyðfirðingar Höfum opnað verziun með fjöibreyttu úrvaiiaf fatnaði og gjafavörum. T.d.: Kápur — kjólar — buxur — úlpur — peysur — vesti — slœður — treflar — pils — blússur — barnaföt — barnavörur. Opið frá 13.30—18.00 — laugard. frá 9.00—22.00. ARTUNI Skart- gripir — mikið úrvai REYÐARFIRDI ■ SÍMÍ41U r-JOLABAÐ----, Nú sem fyrr bjöflum vifl mikifl úrval af vönim til heimilisins. Nú leggjum vifl áherzlu 6 bafl- herbergifl: Baðmottusott, verö fré kr. 9.200.- Baflvogir, verð fré kr. 3.995.- Bað- og sturtutjöld, verfl fré kr. 7.580,- Gúmmfmottur f baflker J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN H.F Skúlagötu30 -Sími 11280 /

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.