Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1980. / Af tveimur heimum Leiklist Leikfólag Reykjavltur: KIRSUBERJAGARÐURINN Sjónleikur 14 þáttum eftir Anton Tsjekof Þýðandi og leikstjóri: Ey vindur Erlendsson Leikmynd og búningar: Steindór Sigurflsson Lýsing: Daniel Williamsson. Það er oft sagt um Kirsuberja- garðinn, eins og raunar önnur leikrit Tsjekovs, að hefðarfólkið í leiknum, Ljubov Andreévna og Leonid bróðir hennar og jieirra lið, og umfram allt kannski sjálfur garðurinn hvíti í leiknum, sé einhvers lags táknmynd hins gamla Rússlands og fornrar yfir- stéttar þess sem var í rauninni undir lok liðið þegar leikurinn fyrst kom fram. Þetta er nú eflaust réttur skilningur. Ogeftir honum má mæta- vel leggja út aðrar persónur leiksins, hverjir séu talsmenn nútima og hverjir ókominnar tíðar í þeim heimi og lífi sem hann lýsir. Einhvern veginn fannst mér samt slíkur skilningur og skýring Kirsuberjagarðsins ekki mjög nær- tæk né knýjandi í sviðsetningu Eyvinds Erlendssonar í Iðnó. Hann leggur ekki til neinna muna upp úr raunsæislegum leikmáta né áferð leiks, og kom þetta, að mér fannst, strax skýrt fram á leiktextanum í þýðingu Eyvinds. Þar var harla litla tillíkingu að finna við raunverulega talað íslenskl mál. Nú hef ég auðvitað engan mælikvarða tiltækan á verðleika textans, sem þýðingar, þótt vissulega væri fróðlegt að frétta hvernig hún mældist við frum- textann, og hef ekki einu sinni lesið íslenska textann. En málfar leiksins i Iðnó fannst mér alveg merkilega frjó og fersk sviðsræða, sérkennandi um fólkið í leiknum og andrúm leiksins í heild, og í öllum meginatriðum lipur og þjál í munni leikenda. Og hvað sem hvers-dagsraunsæi liður, til- likingu við meintan ytri veruleika, heyrði ég ekki betur en í islenska lextanum tækist mætavel að sarn- eina, samhæfa látlaust og upphafið, skáldlegt og hversdagslegl málfar í samfelldri lifandi ræðu, sem einatt er haft til marks um stilfar Tsjekofs. En þetta mál og fólkið í leiknunt Óðalsfrúin (Guðrún Ásmundsdóttir) hefur misst peninga á gólfið, en þjónninn hennar (Jón Hjartarson) tinir þá upp og gerir smávegis grfn að bróður hennar (Gisla Halldórssyni) i leiðinni. En álengdar stendur nýrfki kaupmaðurinn (Jón Sigurbjörns- son), af kotkörlum kominn. Afi hans og faðir voru nánast þrælar hjá forfeðrum óðalsfrúarinnar — en nú er það hann, sem kaupir kirsuberjagarðinn hennar. Epikhodov, Dunjoshu og Jasha: Soffía Jakobsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Hanna María Karls- dóttir og Jón Hjartarson i hlut- verkunum, eða atriðin með Firs þjóni: Þorsteini Ö. Stephensen og þá ekki síst hið undurfallega lokaat- riði leiksins. Einmitt í öðrum þættinum og leikslokunum fannst mér líka leikmynd Steinþórs Sigurðssonar öll lifna sem annars var umfram allt hlutlaus og smekkleg umgerð leiksins. Það var annars einkum eftirtekt- arvert um sýninguna hversu samfelld og jafnvíg hún virtist. Ætla mætti að í raunsæislegri meðförum leiksins væru það hin stóru kvenhlutverk hans, Ljubov Andreévna og Varja fósturdóttir hennar, sem „leiddu” leikinn, ef svo má taka til orða, að i þeirn tveimur kæntu skýrast fram andstæður hugarheims og veruleikans, kappræða skynsemi og er ekki af þessum heimi, okkar heimi: það er skáldlega stílfærð ummyndun þess á leiksviðinu, mynd af horfnum heimi sem umfram allt er hugar- heimur. Hin Ijóðrænu og skáldlegu eigindi leiksins, tilfinningalíf og hug- blær hans, þurfa að vísu alla tið á námunda hins hversdagslega og verulega, mannlega og skoplega að halda til að þau verði Ijós. Ég finn ekki betur en Kirsuberjagarðurinn sé besta Tsjekof-sýning á íslensku sviði hingað til, og ég held hún takist svo vel sem raun ber vitni af því hver leikandi létt þessi sameining- önd- verðra eðlisþátta leiksins verður í meðförunum. Það væri einföldun langt um of að leggja mesta áherslu á raunsæislega, hæðnislega og ádeilna efnisþætti í Kirsuberjagarðinum, þótt slíkur leikmáti sé fullvel hugsanlegur á verkum Tsjekofs. Þessi sýning bendir hins vegar í átt til hins skáldega absúrd-leikhúss okkar tíma — ég nefni bara til marks um það einhver fallegustu atriði sýning- arinnar, eins og upphaf annars þáttarins nteð Sjarlottu Ivanovu, tilfinninga, sem leikurinn á méðal annars lýsir. Þær Guðrún Ásmunds- dóttir, Valgerður Dan sómdu sér vissulega báðar vel i hlutverkunum einkum fannst mér falleg lýsing Guðrúnar á Ljubov í þriðja þættinum — þegar óðalið er selt, öllu glatað nema einskisverðri ástinni hennar í Paris. Þar kom svo skýrt fram hvernig Ljubov er sjálf af tveimur heimum sem ekki standast saman, þar kemur sannleikur loks í Ijós í leiknum í uppgeri þeirra Trofimovs stúdents. Trofimov er oft tekinn sem boðberi framtíðar, ntál- svari lífsvonar í leiknum. En það kom svo skýrt fram sem verða mátti í meðförum Hjalta Rögnvaldssonar, að sú framtíð er einber draumur — þótt slík draumsýn, framtíðarvon, kunni að vera lífsnauðsyn í heinti leiksins. Og það var þessi undarlega áfengi heintur Tsjekofs, heimur þar sem ekkert gerist, lifið heldur bara áfram að liða, og allt verður svo fallegt, skoplegt og hrífandi um leið og það skeður, sem sýning Leikfélags Reykjavíkur leiddi í Ijós. Einmitt hinn sterki og santfelldi hugblær sýningarinnar, jafnvíga nteðferð ■leiksins í heild og hvers hlutverks af öðru, hygg ég að sýni bezt frant á vald leikstjórans á efnivið sínum. Það fer ekki á milli mála að Eyvindur Erlendsson vinnur mikilsháttar sigur með sýningunni, og á Kirsuberja- garðurinn það raunar sammerkt með ýmsum helstu leiksýningum undan- farinna ára, að það er skapandi leikstjórn sent leiðir þær frant til sigurs. í þetta sinn væri gaman að nefna hvert hlutverk og leikanda af öðrum til ntarks um verðleika leiks og sýningar. Ég nefni bara fyrir siða- sakir nöfn Gísla Halldórssonar í hlut- verki Leonids Andreévits, hins grál- broslega bill jarðsleikara og Jóns Sigurbjörnssonar: Lopakhins kaup- rnanns sem kominn er rakleitt úr rússneskri' skáldsögu, hvortveggja með þeirra fremstu verkunt að ntér virtist. Og það var ekki ntinna verl unt ýms hin ntinni hlutverk — Soffiu Jakobsdóttur, Jón Hjartarson, Hönnu Mariu Karlsdóttur, i fyrr- getnum hlulverkum sínum, sent hverl um sig leiddi hrífandi persónusköpun til Ivkta i svonefndum aukahlutverk- um, innan leikheints þar sem ekkert er aukalegt. Diskóskaup og skot í hjartastað Ég held að óhætt hljóti að vera að segja að allir hópar fólks í þjóðfélaginu hafi fundið eitthvert efni fyrir sig í ríkisfjölmiðlunum um þessa löngu áramótahelgi. Sjónvarpið var nteð venju fremur langa og góða dagskrá og útvarpið bættisínaþó ekki væri hún lengd. Væminn rigningarsöngur Helgin hjá mér hófst með sjón- varpsglápi liðlangt föstudagskvöldið. Reyndar dró ég verulega niður í tækinu þegar einhver irskur rokk- gítarleikari, sem ég hef aldrei heyrt talað um, framdi gargtónlist á hljóðfæri sitt í heila þrjá stundar- fjórðunga. Er ekki að efa að þar hefur verið á ferðinni mikil list, á bezta tíma sjónvarpsins, en því miður, smekkur minn er aðallega fyrir annars konar list. y Bíómynd ' sjónvarpsins r á fÖíAudagskvöldið var Sungið í rigningunni sem eitthvert blaðanna sagði vera beztu söngva- og dans- mynd allra tíma. Og satt er það, margar hef ég séð verri. Rigningar- söngurinn sjálfur var ákaflega skemmtileguj/6g vel hægt að hlæja að sumum-átriðum myndarinnar. En mikið skelfing var hún langdregin og væmin í endann. En svona voru víst rriyndir þessa tíma. VinarsKotið hitti beint í hjartað Laugardagurinn byrjar aldrei fyrr en um hádegi hjá mér eins og eflaust mörgum fleirum. í vikulokin er venjulega á dagskrá útvarps á meðan ég er að komast í gang. Þátturinn hefur verið ágætur þá undanförnu laugardaga sem hann hefur á annað borð komizt að fyrir auglýsingum, en mér finnst að hrekkir stjórnenda þáttarins við hlustendur séu farnir að ganga fulllangt. Svavar tók við af vikulokunum með hressandi dægurlandi en eftir það slökkti ég á útvarpinu á meðan leikin var sinfóníá eftir Bartók. Hann er ekki beinlínis í uppáhaldi hjá mér. En seinna um daginn galopnaði ég eyrun til að hlýða á kynningu Atla Heimis á 9. sinfóníu Beethoovens. A.H. er frábær kynnir og fær alla til að hlusta, hvort þeir hafa áhuga eða ekki. Og þegar um eina af mínum uppáhaldssinfónium var að ræða var ekki erfitt fyrir mig að fylgjast með. Á eftir sjónvarpsfréttum vakti athygli mína auglýsing frá Landsam- bandi hjálparsveita skáta, þar sem alið var á nábúakryt, sem sannarlega er nóg af á íslandi, til þess eins að selja flugelda. Ekki fagurt fordæmi. Á eftir fylgdi hinn hressilegi þáttur Spítalalíf og svo kom jólapopp fyrir poppunnendur. En rúsína kvöldsins var bíómyndin Vinarskot. Sú mynd er ein af þeim allra beztu sem ég hef nokkru sinni séð. Hún var það vel leikin og vel gerð að ég sat stjörf á eftir. Grátið á tveim gresjum Sunnudagurinn hófst nteð örlitlum gráti á gresjunni þeirra í Ameriku og seinna um kvöldið fylgdi grátur frá gresjum Ástralíu. Inn á milli ' komu þættirnir Framvinda Myndin Sungið i rigningunni var nokkuð góð á köflum en langdrengin og væmin einnig. þekkingarinnar, nijög vel gerður þáttur og skemmtilegur, Stundin okkar sem var með mjög nýstárlegu sniði, daufgerðar fréttir og þurr umræðuþáttur en nokkuð fróðlegur um Jan Mayen. Mest gaman þótti mér að síðasta lið dagskrárinnar, söngvadagskrá undir nafninu Hallelúja. Yndislegtir söngur í gullfallegri kirkju. Mest þótti mér gaman að verkum eldri meistaranna, og að flutningi yngstu flytjendanna. Sú þjóð sem ætti svona drengjakór. Diskóskaup Samkvæmt venju eru áramóta- skaup fjölmiðlanna það efni sem mest verður líklega deilt um í byrjun árs. Skaup sjónvarpsins var látið gerast á diskóteki og bar merki diskóæðisins, sem fróðir menn telja að sé þegar í rénun. Skaupið var ósköp bragðlaust og í flestu tilliti meinlaust þó einhverjar húsmæður í Vesturbænum fari sjálfsagt ham- förum í Velvakanda yfir söngnum ísland úr NATO. Grín að stjórn- málamönnum landsins var ögn beitt á köflum en langoftast of máttlaust. Úr þessu bætti úlvarpið rækilega i sínu skaupi því þar var veginn maður og annar. Stundum voru höggin reidd full lágt og komu að sögn sum þeirra fyrir neðan beltis- stað. En meinfyndið var skaupið, það mátti það eiga. Það er oft gott að hlæja á kostnað annarra, er það ekki? Annað í fjölmiðlunum síðasta kvöld ársins var fátt til frásagnar. En hvernig er það, er Billy Smart eini maðurinn í heiminum sem rekur sirkus? Kristján og Liv stjörnur nýársdags Nýársdagur hófst með því að Kristján Eldjárn tilkynnti það sem fiestum DB lesurum mun kunnugt, að hann gæfi ekki kost á sér oftar til UM HELGINA forsetaembættisins. Flestum finnst ugglaust eftirsjá í þeim Kristjáni og Halldóru frá Bessastöðum en jafn- framt hafa hugir manna þegar beinzt að væntanlegum forsetaframboðum. Eftir að Kristján hafði lokið máli sínu slökkti ég á sjónvarpi og hlustaði á 9. sinfóníuna í útvarpinu. Eitt árið enn flutti útvarpið eldgamla upptöku af sinfóníunni, nánar til tekið frá 1951, og eins og nærri má geta er það ekki sú albezta, sem gerð hefur verið þar eð upptökutækni hefur þróast geysilega síðan 1951. En það sem orðið er að fastri venju í úl- varpinu er svo áfram, skítt með alla þróun. Liv Ullmann var tvímælalaust stjarna kvöldsins. Hún lék aðalhlut- verkið í myndinni Konan og hafið sem var vel gerð og spennandi á köflum. Áður en sú mynd hófst var klukkutíma leikbrúðumynd unt dýrin i skóginum fyrir yngri áhorfendur sjónvarpsins. Meira af slíku innlendu efni, því þó útlent efni geti verið ágætt vill meiningin oft fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim börnum sem ekki eru því betur læs. Þannig var til dæmis ábyggilega með teikni- myndina Vefinn hennar Karloltu sem sýnd var á gamlársdag. Hefði manni þó fundizt lítið meira verk að fá íslenzka leikara til að tala og syngja inn á myndina og sleppa textanum. En í heild tel ég að flestir megi vel við una dagskrána yfir áramótin. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.