Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1980. 9 Utanríkisráðuneytið mótmæfti aðgerðunum — er vamarliðsmenn framkvæmdu lögregluaðgerðir innan íslenzkrar lögsögu Vegna frélta um meinta skotárás á varðmann við skotfærageymslu varnarliðsins á svonefndum Patter- sonflugvelli og afskipti varnarliðsins af vegfarendum á Hafnar- og flug- vallarvegi, vill utanríkisráðuneytið taka fram, aðyfirmenn varnarliðsins gerðu samstundis varnarmáladeild ráðuneytisins grein fyrir þessum at- burðum. Var þeim bent á að varnar- liðinu væri óheimilt að framkvænra lögregluaðgerðir innan íslenzkrar ' lögsögu og þvi mótmælt. Skýrslur lögreglunnar á Kefla- vikurflugvelli og varnarliðsins eru nú til alhugunar hjá ráðuneylinu. Stjörnuljósin glöddu börnin ú Ramlúrsk völd. DB-mynd Höröur. Nýársnótt á Akureyri: Eins og mánudags- kvöld Akureyringar fögnuðu nýju ári á mjög friðsaman hátt að þessu sinni.Að sögn lögreglunnar voru áramótin mun rólegri en undanfarin ár og ekki einn einasti maður gisti fangageymslur lög- reglunnar þessa nótt. Dansleikir voru á fimm stöðum í bænum og þurfti lög- reglan ekki að hafa afskipti af neinum þeirra. Lögregluvarðstjóri á Akureyri sagði í samtali við DB að hjá þeim hefði verið mun rólegra en um venju- lega helgi og mætti likja áslandinu á gamlárskvöld og nýársnótt við venju- legt mánudagskvöld. - GA.I Selfoss: Eldur í húsi Eldur kom upp í húsinu að Fossheiði 44 á Selfossi um kl. 6.30 á nýársdags- morgun. íbúar hússins voru sofandi er eldur- inn kom upp og urðu þeir hans ekki varir fyrr en lögreglan bankaði upp á. Höfðu nágrannarnir þá tilkynnt um eldinn. Greiðlega gekk að ráða niður- lögum eldsins og breiddisl hann ekki út fyrir setustofu hússins. Talsverðar skemmdir urðu þó á húsinu og einkum af völdunr reyksins. Talið er að kvikn- aði hafi i úl frá kerlaljósi. - GAJ Kópavogur: Keyrðu á grindverk og flúðu af hólmi Ökumaður einn missti stjórn á bif- reið sinni á Hamraborgarbrú í Kópa- vogi laust fyrir kl. II i gærmorgun og skenrmdi grindverkið á brúnni talsvert. Tveir menn voru i bílnum og flúðu þeir af hólnri strax eftir óhappið. Lög- reglan hafði fljótlega upp á öðrum þeirra, 15 ára pilti sem að sjálfsögðu hefur ekki ökuréttindi. Hann var ölv- aður. Ekki er enn Ijóst hvort hann keyrði bilinn eða félagi hans sem lög- reglan hefur ekki enn haft upp á. - GAJ Ók á Ijósa- staur Cortina-bifreið gjöreyðilagðist er ökumaður hennar missti stjórn á henni á Reykjavikurveginum snenrma i gær- morgun. Bifreiðin lenti á ljósaslaur og feslist ökumaðurinn inni i bifreiðinni. Lögreglunni tókst þó fljótlega að losa hann og var hann flutlur á slysadeild. Hann mun ekki hafa meiðzt alvarlega. -GAJ KjiXEigna LSJmarkaðurinn Austurstræti 6 Simi 26933 Nafnsþjaldiö þitt á huröina, — og reksturinn erhafinn. Þaö sem tiiþarf erþegar á staónum. Á þriöju hæö nýja verslunarhússins á mótum Lækjartorgs og Hafnarstrætis veröa leigó út skrifstofuherbergi. Almenn afgreiösla, móttaka vióskiptavina, símavarsla og vélritunarþjónusta veröur starfrækt fyrir leigutakana sameiginlega. Allir bankar landsins og aösetur flest-allra embætta, s.s. skatts, fógeta, dómstóla og ráöuneyta eru innan 5 mín. gangs frá húsnæóinu. Sama gildirum Eimskip, Hafskip, Flugfrakt, Tollstjóra, póst, ritsíma og fleiri þjónustuaöila. Og þérer alveg óhættaö skreppa frá. Símavöróurinn svarar fyrirþig allan daginn, tekur viö skilaboðum og flyturþau réttum aóilum. ÞETTA ER RAUNHÆFUR REKSTRARSPARNAÐUR 1. Enginn fastur launakostnadur 2. Enginn tíma- og taugaeyöandi leit aö bílastæöum í miöbænum. Þú ert þarþegar. 3. Engin bensíneyösla i snatt milliþjónustuaöila. Nánari upplýsingar veittará skrifstofunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.