Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1980.
Kanada:
Nærrí 50 létust á
áramótahátíðinni
— logandi jólatréd lokaði aðaldyrunum — talið að aðrir fimmtíu séu særðir
Öllum íbúum þorpsins Chapais var
boðið lil áramótaveizlunnar, sem
haldin var af lionsklúbbi staðarins og
átti allur ágóði að renna til líknar-
mála. Hátíðin breyttist þóskyndilega
í hrylling er eldur braust út í veitinga-
húsinu. Þegar tekizt hafði að slökkva
eldinn seint og um síðir voru fjörutíu
og tveir látnir og fimmtíu manns
höfðu hlotið brunasár eða önnur
meiðsli. Chapaiser í Quebec fylki.
Í morgun var jafnvel óttazt að
fleiri lík mundu finnast í rústunum
við nánari leit. Vitað er að allt að
fjögur hundruð manns höfðu verið á
skemmtuninni i gærkvöldi. Ekkert er
vitað hvernig eldurinn brauzt út en
eitt vitna skýrði frá því að hann hefði
séð ungan pilt vera að sýna nýjan
vindlingakveikjara sinn rétt áður en
eldurinn braust út.
Annað vitni skýrði frá því að hann'
hefði séð nokkra menn reyna að
brjótast út um bakdyrnar á veitinga-
húsinu.
Aðalútgöngudyrnar munu hafa
lokazt algjörlega fljótlega vegna þess
að stórt jólatré sem stóð í ljósum
logum lokaði þeirri leið.
Mjög erfitt er að gera sér grein
fyrir því hverjir fórust i brunanum
þar sem enginn listi var yfir þá sem
þar voru inni. Verið er að koma þeim
börnum fyrir sem misstu foreldra
sína í brunanum en vitað er að
nokkrir dagar munu líða þar til Ijóst
er hverjir þar fórust. Þetta er
mannskæðasti bruni í Kanada síðan
árið 1938, en þá fórust 46 manns er
gagnfræðaskóli í Quebecfylki brann.
Erlendar
fréttir
ÓIAFUR
Slys og
slagsmál um
áramótin
Eitt hundrað fimmtíu og fimm
manns slösuðust i slagsmálum og
sprengingum áramótanna í Vestur-
Berlín. Á ftalíu urðu þeir tvö hundruð
og áttatíu. Engirlétustog er það í fyrsta
skipti siðan árið 1945.
Aukin vopnahlésbrot
Til átaka kont á milli sveita Ródesíu-
hers og liðs skæruliða í gær. Er þelta í
fyrsla skipti sem slíkt er tilkynnt síðan
vopnahléi var lýsl yfir fyrir firnm dög-
um i landinu.
Soames lávarður, landstjóri Breta i
Ródesiu, skoraði á skæruliða að gefa
sig fram á áður umsömdum stöðvum,.
samkvæmt ákvæðum friðarsamning-
anna.
Talsmaður brezka hersins sagði að
skæruliðar hefðu ráðizt að bóndabýli
nærri bænum Sinola, um það bil 110
kílómetra frá Salisbury. Var herlög-
regla send þangað á vettvang. Sjö
skæruliðar voru sagðir hafa fallið.
Brezkir hermenn koma til Salisbury en þeir eiga að sjá um að vopnahléið á milli skæruliða i Ródesiu og hersveita stjórnar-
innar f Salisbury sé haldið.
Ródesía:
Verstu skepn-
umar í stjóm
Argentínu
Ríkisstjórn Argentínu er talin fremst
í flokki þeirra er stunda brot á mann-
réttindum, pyntingar og morð i Suður-
Ameríku. Er þetta niðurstaða sjálf
stæðra bandarískra samtaka, sem
helgað hafa sig rannsóknum á slíku.
Sag er að engin tilraun hafi verið
gerð af stjórnvalda hálfu til að upplýsa
á hvern hátt fimmtán þúsund manns
hafi horfið sporlaust i Argenlinu frá
því herforingjar hrifsuðu þar til sín
völdin árið 1976.
— Það er sorglegt að þurfa að skýra
frá þvi að nær öruggl er að allt þetta
fólk er lálið. — Það hefur verið drepið
.eftir að hafa fallið i hendur öryggislög-
reglu ríkisins.
í skýrslunni segir ennfremur, ef svo
reynist þá er rikisstjórn Argenlínu
komin í spjöld sögunnar sem sú rikis-
stjórn sem látið hefur drepa flesta
fanga í gervallri sögu Suður-Ameríku.
Á eftir Argenlínu er ríkisstjórn
Uruguay talin verst. Hinir tvö þúsund
pólitisku fangar sem taldir eru vera
þar, munu hlutfallslega flestir i Suður-
Ameríku ef miðað er við íbúafjölda
landanna.
Portúgal:
Bátur hvalvemdar-
anna sokkinn
Brezkur togari, Sea Sheperd, i eigu
bandarískra hvalverndarmanna sökk
í höfninni í Oporto í Portúgal um
áramótin. Ekki er kunnugt urn orsak-
ir.
Togarinn hafði verið í höfninni
síðan í júli $íðastliðnum, er portú-,
galska strandgæzlan fylgdi honum
þangað eftir að til átaka kom á milli
hvalfriðunarmanna og hvalveiði-
skips, sem þeir sökuðu um að stunda
ólöglegar veiðar.
Sokkna skipið er talið í eigu banda-
rískra samtaka, sem berjast fyrir
friðun ýmissa dýralegunda. Að sögn
lalsmanna samtakanna eru félagar
þeirra tvö hundruð þúsund talsins.
Óljóst er um orsakir þess að togar-
inn sökk en sjónarvottar segja, að
mastur hans liggi yfir á flutningaskip
frá Kýpur, en þau lágu samsiða.
Afghanistan:
Ætlar líka að
biðja um að-
stoð frá Kúbu
Babrak Karmal forseti
Afghanistan, sem nýtekinn er þar við
völdum eftir byltingu, tilkynnti í gær
að hann hygðist fara fram á enn
meiri aðstoð frá Sovétríkjunum en
þegar væri fengin. Sovétríkin hafa nú
tugþúsundir manna undir vopnum í
Afghanistan og styðja stjórn Karmals
bæði beint og óbeint.
Karmal forseti sagðist meðal
annars ætla að fara fram á aðstoð frá
Kúbu við uppbyggingarstarf i
landinu, samkvæmt fregnttm í út-
varpinu í Kabúl, höfuðborg landsins.
Tilkynnt var í höfuðborginni að
afskiptum sovézka hersins yrði hætt
samstundis þegar ógnanir vegna er-
lendrar íhlutunar í byltinguna í
landinu væru liðnar hjá.
Saudi Arabíustjórn hefur hafið
aðstoð við um það bil fjögur
hundruð þúsund flóttamenn frá
Afghanistan sem flúðu til Pakistan á
meðan á átökum stóð á milli her-
manna úr ættflokkum þeirra og liðs
Karmals, sem stutt var sovézkum her-
sveitum.
Stjórnin í Moskvu hefur svarað
ástökunum stjórnarinnar í
Washington um ihlutun hinna fyrr-
nefndu í innanlandsmál Afghanistan.
Segir Sovétstjórnin að Bandaríkin
hafi stefnt að þvi að gera
Afghanistan að hreiðri fyrir árásir á
Sovétríkin. Hafi Bandaríkin ætlað
að bæta sér með því upp missi
aðstöðu í íran.
Jólapóstur bandarisku gfslanna í sendiráðsbyggingunni í Teheran var aö sögn gffurlegur. Á myndinni sést er verið er aö
koma með hluta jólakortanna f sendiráðsbygginguna. Lengst til hægri er vopnaður vörður úr liði stúdentanna.