Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1980. fijálst, úhúð dagUoð lltgafandi: DagbiaAifl hf. Framkvaamdastjórf: Bvainn R. EyjóHasocu RKatjórt-.J^naa Kriaf|ánaaon. RKstJómarfuRtnjl: Maukur Halgason. Fréttastjórí: Ómar Valdknarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar: Jóhannas Raykdal. iþróttk: Halur Simonarson. Manning: A Aalstalnn ingólfsson. AAstoAarfréttastJórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrímur Páisson. - * Anno BJamason, Adl Rúnar HaMdórsson.Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi , Dóra Stafánadóttk, EHn Albartsdóttir, Gissur SigurAsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Qairsson, SigurAur Svarrísson. Safn: Jón Sssvar Baldvinsson. HAnnun: HUrr»*r Karísson. gósmyndk: Aml Pál Jóhannaaon, BJamiaHur BJamiaHsson, Höróur VHhJáimsson, Ragnar Th. 'Sig- urAsson, Svainn PormóAsson. Skrtf.tofu.tJÓH: ÓUfur EyJóMsrcn. OJaldkwf: Þrélnn ÞorUlfuon. Sðki.tjórt: Ingvsr Svokiuon. Dntfing- arvtjórt: Már E. M. Haldórmaon. . Rftatjóm Sfðumóla 12. AfgraJðala, áakrtftadald, aogly.lngar og akrtfatofor Þ—rhotti 11. 1 Aðataknt biaðakM ar 27022 (10 Ikuirl * : Satnktg og umbrot DagbtaóM hf„ Slðumúla 12 Mynda- og pHHugarð: H*mk hf.. SMumúla 12 Pranfein Arvakur hf., Skalfunni 10. Áakriftarvarfl á mánuði kr. «500. Varð I lauaaaólu kr. 230 alntaklfl. Bretland: Ný tilraun Breta til lausnar á N-írlandsdeilu Okkur sjálfum að kenna „Ef starfað væri af manndómi, , mundi þjóðin hlíta leiðsögn”, sagði j Eggert Haukdal alhingismaður í ára- j mótaviðtali við Dagblaðið. Auðvitað er þetta kjarni vandamála íslendinga við j upphaf níunda ár.atugs aldarinnar. Við lifum í draumaheimi, þar sem lausafé er líkþrált, sparendur hafðir að háði og spotti og brjóstvit Lúðvíks Jósepssonar dýrkað. Áramótagrein hans fjallaði um fiskifræðinga og aðra vonda fræðinga, sem ættu sök á böli íslands. Þjóðin hefur auðvitað Lúðvík Jósepsson og aðra leiðloga, sem hún á skilið. Við höfum kosið þessa menn yfir okkur og höfum raunar ekki yfir neinu að kvarta, sem er ekki sjálfum okkur eingöngu að kenna. Við höfum meira að segja gert Ólaf Jóhannesson að dýrlingi, þann mann, sem skipulegast hefur unnið að því að segja sem fæst af vili, lala í gátum og lélegum bröndurum, en mest þó hreinlega út í hött. Ekki er okkur og leiðtogum okkar þó alls varnað. Einna eftirminnilegast frá árinú 1979 er „samstarf þingmanna úr ólikum flokkum og víðsýnna dagblaða (sem) skóp nýjan tillögugrundvöll af hálfu okkar og málstað okkar íslendinga í Jan Mayen málinu var borgið, a.m.k. íbili”. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður í áramótaviðtali við Dagblaðið. Hann átti í því með Eyj- ólfi Konráð Jónssyni alþingismanni og fleiri mönnum innan og utan flokka, síðast einnig Ólafi Jóhannessyni, að uppgjafarstefna Benedikts Gröndal náði ekki fram að ganga. Við heilsuðum hinu nýja ári með því að hlusta á for- sela okkar, Kristján Eldjárn, segja almenningi frá því, sem hann sagðist vera búinn að segja ráðamönnum ,,fyrir nokkrum mánuðum”, að hann mundi ekki gefa kost á sér aftur. Dagblaðið var raunar búið að segja frá þessari ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum. Það er einmitt hlutverk Dagblaðsins á þessum erfiðu tímum að segja almenningi frá því, sem eingöngu er ætlað eyrum fínu mannanna í stjórnmálunum. Við höfum þrótt, þegar við mætum nýju ári. Við höfum möguleika á að bjarga í horn mjög góðum mál- stað okkar í Jan Mayen málinu. Við getum náð tökum á varðveizlu fiskistofna okkar, upphafs og endis nú- tímalífs í landinu. Kannski er það kostur hinna köldu og myrku veðra hér á landi, að íslendingar eru manna duglegastir, hamhleypur til allra verka. Áreiðanlega er hvergi í heiminum unnið eins mikið og hér. Á þessum dugnaði lifum við, þótt okkur séu mislagðar hendur í stjórn- málum. Eitt mega líka leiðtogar okkar eiga. Þeir hafa stuðlað að fullri atvinnu í landinu fram að þessu. Þetta afrek verður seint ofmetið. Hvað yrði líka um okkur, ef lát yrði á endalausri bjartsýni okkar og sjálfs- bjargarviðleitni? Við sitjum nú og horfum á upphafsþátt þess skrípa- leiks, sem kallaður er „tilraunir til stjórnarmyndunar” af herramönnum þeim, sem við höfum kosið yfir okkur. Sá leikur virðist ætla að standa fram eftir vetri. Sá kostur fylgir þó, að við völd er stjórn, sem engu stjórnar og ekkert má gera. Lao Tse sagði einu sinni, að sú stjórn væri bezt, sem léti þegnana í friði. Megi sá friður haldast. — ætla að beita svipuðum aðferðum og tókust svo vel í Ródesíudeilunni Efiir hinar velheppnuðu friðarað- gerðir, sem Breiar slóðu fyrir í Zimb- abwe/Ródesiu ætla peir nú að beita svipuðum aðferðunt aflur og í þella skiptið til að ná samkomulagi á milli deiluaðila í Norður-írlandi. Ákveðið er að ráðstefna allra þeirra pólitísku afla seni málið varðar hefjist hinn 7. janúar næstkomandi. í forsæti verður Humprey Alkins, sá ráðherra í ríkisstjórn Margaret That- cher sem fer með málefni Norður- írlands. Ætlunin cr að reyna að ná sam- komulagi um þau atriði sem heinra- sljórn og þing Norður-íra eigi að ákveða sjálft. Samkvæmt -áætlun ráðherrans er ætlunin að koma á all- víðtækri heimastjórn en þó eiga mikilvæg atriði að halda áfram að vera undir stjórn þings og stjórnar- innar í London. Má þar nefna alll sem varðar lögreglumál og slikt. Það er að segja ákvarðanir er varða veru brezka hersins á Norður-írlandi. Einnig verður allt sem varðar utan- rikismál og skallamál áfram i Innlegg í efnahagsumræðu: Hvemig má leysa launamálin? Varla er umdeilanlegl að efna- Fiágsmál okkar íslendinga ern um þessar mundir efsl á baugi í umfjöllun landsfeðra og r^unar alls alnrennings í landinu. Til þess málþings virðasl margir kallaðir, en fáir útvaldir. Nú, að afliðnum kosningum, eru stjórnmálamenn sestir i sin hægindi, enn á ný, við að leysa vandann. Það ætti að vísu að vera hvorki vanda- santt né tímafrekt. Eða höfðu ekki allir sljórnmálaflokkar pottþétl úr- ræði á reiðum höndum i þeim efnum í kosningabaráttunni? Aðvísu virlust- leiðir þeirra liggja nokkuð til ýmissa átta að markinu. En allir bókuðu þeir í bak og fyrir að aðferðirnar helguðust einungis af hagsmunum fjöldans, þ.e.a.s. alnrennings i landinu. En eru almennar hagsmunaleiðir i efnahagsmálum svona nmdeildanleg- ar? Eða leyfist manni að álykta að meginkjarni ntálsins sé hulinn holta- þoku meiningarlausrar mælgi, en að baki búi hagsmunastreð sérhyggju- -hópa, er eigi sér ölula málsvara? Er þá næstum óleysanleg flækja að ráða fram úr réttlátri (ekju- skiptingu og viðunandi al'- komuöryggi þessarar úmlega tvö hundruð þúsund ntannvera, sem byggja þelta auðuga land okkar? Hvar er menntun okkar í hagspeki og lölvísindum eiginlega á vegi stödd? Hefur okkur ekkerl miðað frant á leið í þeim efnum siðan þjóðin var að staula sig gegnum reikningsbók Morten Hansen unt aldamótin? Eru tölvur einkum til þess brúklegar að auka með þeim á spennu landsmanna við talningu atkvæða? Svona mætli lengi spyrja án þess að geta vænst svara. Menn ræða unr verðbólguna eins og hún sé einhver óvættur, sem allir vilji sanreinast um að ráða af dögum. F.n deill er um á hvern hátl og mcð hvaða vopnum skuli vegið. Sagl er að verðbólgan brenni upp fjármuni fjöldans, en auðgi braskara og aðra sérhyggjunrenn, að hún geri þá riku ríkari og þá fátæku fátækari. Sé það rélt ályktað, er hún aldeilis húin að færa til verðmæti í landinu á undan- förnum verðbólguárum. En liggur þá ekki heinast við að þeir, sem hennar hafa einkum notið, séu öðrum fremur látnir fórna henni til feigðar? Sé hún hins vegar kveðin niður á kostnað þeirra, sem hún hefur rúið til þessa, þá eru þeir um leið látnir tryggja í sessi illa fengin auðæft hinna, og verður það vart nietið til sanngirni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.