Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1980. Mikið varskotid upp afflugeldum I Keykjavtk á gamlárskvóla, enuu var veóriófaitegt. Ragnar Th. tók þessa myndá miðnœtti yfir Stóragerðishverfið er mennfögnuðu árinu 1980 og kvöddu 1979. ROLEG ARAMOTI REYKiA VIK ,,Ég man ekki eflir jafn-rólegum ára- mótum,” sagði varðstjóri í miðbæjar- lögreglunni í Reykjavík i samtali við Dagblaðið. Mjög fáir voru á ferli i miðbænum og ekki kom til neinna óláta. Á aðal- varðslöðinni hafði verið erill en þó tals- vert minni en oft áður um áramót., Mikill fjöldi unglinga var á dansleik i Ársölum og þurfti lögreglan að hafa nokkur afskipti af þeim. AIIs var lög- reglan kölluð út um hundrað sinnunt Menntaskólaspeki Aöalsteinn Asberg Sigurðsson — Ferð undir fjögur eugu, 139 Otg.: Fjölvi, 1979 Menntaskólaárin eru sérstæður línii og eflirminnilegur þeim sem ganga í gegnum þau. Á þeim árum erum vér flest djúpvilur, gjarnan haldin rómantískum trega, uppfull af lotningu fyrir rilhöfundum sem eng- inn félaganna hefur heyrt minnsl á. Vér erum tíðum róttæk i pólitík og eigurn það til að eyða löngum vetrar- nótlum yfir flösku al'ódýru rauðvini, meðan vér leilum Sannleikans og ræðuni Lifið og Tilveruna af næstum örvæntingarfullri alvöru. En oftast nær vöxum við upp úr þessu, komum auga á uppgerð og sjálfbirgingshátt þessa æviskeiðs og hlæjurn dátt að öllum þessum dillum. Það sem máli skiptir i lífinu lærir maður kannski seinna, utan skóla. Þroskasaga Tilefni þessa formála er skáldsaga nafna míns, Aðalsleins Ásbergs Sig- urðssonar, Ferð undir fjögur augu. Þar er markið sett hátt, skrifa á þroskasögu (Bildungsróman) nteð sérstaka áherslu á hugmyndaþróun einstaklings, þ.e. sögumanns. Þar veltur talsvert á að skilningur og skýr hugsun sé fyrir hendi, — umfram allt skilningur á þvi hvernig hinn viti borni maður, hómo sapíens, viðar að sér hugmyndum, fellir þær inn í eigin þankagang, prófar þær á sjálfum sér og öðrum. í skáldsögu verður sú þróun ennfremur að vera samofin öðrum atburðum, tengd við persónu- sköpun og samskipti sögupersóna, Aðalsleinn Asberg Sigurðsson. annars hlýtur bókin að verða mest- megnis einræður á öðru astralplani en flest fólk mælist á. Ferð undir fjögur augu fellur því miður á báðunr þessum kjörsviðum. Hinn hug- myndalegi bakhjarl höfundar er menntaskólaspeki sú sem ég gat um i upphafi, þar sem hugmyndum er! kastað á milli án þess að reynt sé að kryfja þær til mcrgjar, bókmennla- verk eru nefnd (Lewis Carrol, Tómas Mann, Keller) án þess að reynl sé að skýra tilgang þeirra í sögunni og áhrifum þeirra á sögumann. „Seinni- hluta dagsins notaði é^ til að lesa Lísu í Undralandi, eða hluta al henni. Það var nokkurs konar undir- ' búningsverkefni. Mér fannst ég standa mun betur að vígi með það til grundvallar . . .” (bls. 79) Sjúk í tjáskipti Undirbúningur fyrir hvað? Og hvers vegna stendur sögumaður belur að vígi? Ekkert svar, en bókin er full af yfirlýsingum af þessu lagi. Menn sitja ennfremur yfir kaffi eða rauð- víni og segja í fúlustu alvöru: „Við' vitum að tjáningin er okkur mikil- vægari en flest annað. Við erum bein- línis sjúk í tjáskipti og þjáuntst oft þeirra vegna. En hvers vegna? Við þurfunt ekki að þjásl. Leyfum hug- sjónum okkar og sannleik að sitja í. fyrirrúmi, því án þeirra erum við einskis virði” (bls. 16). Formið á skáldsögunni er að stofni til æva- fornt, —•.lærlingur (Spons, af „re- sponse”?) hittir læriföðurinn Spak með dularfullum hætti og þeir velta á milli sín hugmyndum, væntanlega þangað til lærlingurinn er orðinn vís- ari, spakur, og þá getur lærifaðirinn gengið fyrir ætternisstapa með ró í hjarta. Bergmál á fjöllum A.m.k. held ég að þetta sé til- gangur nafna míns. En til að „tjá- skipti” megi heppnast, verða sögu- persónur að vera soldið lifandi, raun- verulegar, sérstakar. Hvorki sögu- maður né félagi hans eru gæddir þeim eiginleikum, þeir verða því ekki trúverðugir og málflutningur þeirra missir marks. Ekki fær lesandinn heldur mikla tilfinningu fyrir sögu- sviðinu, umhverfi þeirra Spaks og Spons og heimahögum. Við gætum þess vegna verið að hlýða á bergmál einhvers staðar uppi á fjöllum, eða horfa á fiðrildi sem flögra um stefnu- laust, svona eins og þau sem prýða bókarkápuna. - AI seni þykir ekki mikið á þessu kvöldi. Slökkviliðið var ekki kvatt út á nýárs- nólt. Lögreglumönnum ber saman um, að áramótahald Reykvíkinga sé á síðuslu árum mun friðsamara en áður var. Bál- kestir í höfuðborginni voru nú 20 lals- ins og hefur þeim einnig fækkað nokk- uð á siðustu árum. - GAJ Veitt úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins á gamlársdag: Ása Sólveig og Þorgeir hlutu milljón hvort Á gamlársdag var veitt viðurkenning lil tveggja rithöfunda úr Rithöfunda- sjóði ríkisútvarpsins. Viðurkenningin var tvær milljónir sem skiptist á milli Ásu Sólveigar Guðmundsdóllur og Þorgeirs Þorgeirssonar. „Þessi verðlaun eru svona sam- kvænit reglunt veitt til utanferðar fyrir rilhöfunda en það er þó ekki nein kvöð,” sagði Jónas Kristjánsson for- stöðumaður Árnastofnunar í samtali við DB. Jónas veitti verðlaunin og hélt ræðu I tilefni af viðurkenningunni. Ása Sólveig er þekkt fyrir skáldsögur sinar Einkamál Slefaníu og Treg í taunii. Þorgeir Þorgeirsson er lærður kvikniyndagerðarmaður. Hann hefur skrifað skáldsögur og Ijóð auk þess sem hann hefur gert heimildarmyndir seni sýndar hafa verið í sjónvarpi. Að sögn Jónasar er viðurkenningin ekki með neinum sérstökuni kvöðum heldur frekar ósk um að ríkisútvarpið njóti góðs af þeirra störfum. Oftast hefur verið valið fólk sem mikið hefur flutt i úlvarp en það er ekki algild regla. -ELA. Keflavík: ÞJÓFARNIR NÁÐUST ÁNÝÁRSNÓTT Aðfaranótt gamlársdags var brotizl ínn i Björgunarbálaþjónusluna í Kefla- vík, og var stolið þaðan tæplega 200 pökkum af handblysum fyrir björgunarbáta. Áætlað verðmæti þeirra var nálægt 2 milljónum króna. Lögreglan varaði þjófana við því i sjónvarpsfréttum að blysin kynnu að vera hættuleg og voru þeir hvattir til að skila þeim. Til þess kom þó ekki þvi lögreglan hafði hendur í hári þjófanna á nýársnótt. Mikið annriki var hjá lögreglunni i Keflavík á nýársnótt og var lögreglan, kölluð út 38 sinnum um nóttina. I mörgum lilfellum var unt að ræða- vandræði i heimahúsum og alls staðar var áfengi orsök vandræðanna. -GAJ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.