Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.01.1980, Blaðsíða 24
Enn póstrán í Sandgerði í morgun: — árásar- mannsins leitað ákaft Hr siarf'sslúlka Pósls og síma i Sandgerði kom lil vinnu sinnar um kl. 8,40 i morgun, lá póstmeistarinn, Unnur Þorsleinsdóltir, á skrifslofu- gólfinu i pósthúsinu slösuðeftir árás. Slúlkan gerði lögreglunni i Keflavík þegar aðvarl og var Unnur flull á sjúkrahúsið i Keflavík. Er hún nreð ákvcra á höfði en meiðsli hennar eru ekki lalin alvarleg. Á ellel'la tímanum í morgun hafði DB ekki náð tali af rannsóknar- lögreglunni í Keflavik sem var í Sand- gerði við rannsókn málsins og var óljósl hvorl einhverju var siolið eða hvorl árásarmaðurinn hef'ur náðsl. Nú er tæpt ár liðið síðan ráðizl var á Unni að morgni dags á pósl- húsinu, henni hólað öllu illu og nokkrum hundruðum þúsunda i peningum rænl. Sá verknaður er enn óupplýstur. Réll áður en DB fór í prentun var lalið að einhverju hafi verið rænl í morgun, en með öllu óljóst hversu rniklu. -DS/-GS. Skrifstofan þar sem Unnur var slegin niður í morgun. I fyrra ráninu var peningum slolið úr peningakass- anum á mvndinni. DB-mynd:H.V. Margrét og Guöjón með fyrsfa barn ársins i Reykjavík og jafnvel á landinu. Fyrsta bam ársins í Reykjavík? DB-mynd: Hörður. STATIN STULKA FYRSTA BORGARBARNID Fyrsla barnið sem fæddist í Reykja- vikurborg á árinu var lítil slúlka. Nánar lil lekið 50 sentimetra löng og 13 marka þung. Hún skauzl í heiminn klukkan 2.15 á nýársnótt og er hún fyrsta barnið sem við höfum fregnir af að l'æözt Irafi á árinu. Foreldrar hinnar ungu meyjar eru Margrét Lilliendahl nemi í tannsmíðum og Guðjón Gíslason nemi í húsasmíði. Er þetta fyrsta barn þeirra. Við litum inn til Margrétar í heimsóknartimanum í gærdag. Hún var þá hin hressasta að sjá og sagði fæðinguna hafa gengið vel eftir að hún var á annað borð komin af stað. Meyjan unga, sem allt snerist um, vildi hins vegár ekkert segja en hikstaði óspart þegar faðir hennar tók hana upp til myndatöku. Eins og áður sagði er litla stúlkan, sem ekki hefur hlotið nafn ennþá, elzta barn ársins, það við vitum um. Við hringdum á stærstu sjúkrahús landsins um miðjan daginn í gær. í Keflavík hafði Vigdísi Péturs- dóttur fæðzt dóttir klukkan 4.25 á nýársnótt. Hálftima síðar átti svo Sigurlaug Guðmundsdóttir á Akureyri son. Á öðrum stöðum sem við höfðum samband við var fyrsta barn ársins ekki fætt ennþá en víða voru konur við það að fæða. DS. „Þjóðstjóm um hvað?” spyrja alþýðubandalagsmenn: Geir ræöir möguleika á þjóö- stjóm eða nýsköpunarstjóm Geir Hallgrímsson mun í dag og á hafa verið losaralegar og lítið sem „ramma” fyrir slíkri stjórn. ætli sér ekki i stjórn. Geir hefur morgun vilja fá ákveðnari svör frá ekkert rætt um málefnagrundvöll. Gcir hefur einnig hreyft hug- síðustu daga einkum rætt vtð flokksformönnunum við þeirri „Þjóðstjórn um hvað?” spurði myndum um nýsköpunarstjórn Sjálf- forystumenn Alþýðubandalags og spurningu, hvort þeir taki í mál forystumaður í Alþýðubandalaginu í stæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks en lítið við fram- þjóðstjórn allra flokka. Viðræður morgun, þegar DB ræddi við hann. Alþýðuflokks. Margir sjálfstæðis- sóknarmenn. flokksformannanna munu hingað til Geir hefur enn ekki lagt fram neinn menn telja þó, að Alþýðubandalagið -HH. frjálst, áháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 2. JAN. 1980. Allt í bál og brand í Eyjum „Þetta er langannasamasta nótt sem við höfum átt i mörg ár,” sagði lögregluvarðstjóri í Vestmannaeyjalög- reglunni í viðtali við DB aðspurður um ástandið á nýársnótt. Dansleikir voru á fimm stöðum og þegar þeim lauk fór allt í bál og brand. Mikið var um heimilisófrið og allt logaði í slagsmálum. Var í nógu að snúast hjá lækninum í Vestmanna- eyjum og þurfti hann að gera að margs konar meiðslum, svo sem fótbroti, og kjálkabroti. Þá var ekið á gangandi vegfaranda um kl. 6 og flúði sá er slysinu olli af hólmi. Að sögn lögreglunnar var hreinasta mildi að ekki hlauzt alvarlegt slys af, slíkur var akstur ökumannsins og mjög margt fólk ágötunni. Lögréglan var kölluð út 14 sinnum frá kl. 4 um nóttina og var útilokað að hún gæti sinnt öllum þeim tilfellum sem upp komu sökum fámennis. -GAJ. Eldurítimbur- þili a Barugötu — og reyksprengja fannst í Skipholti Eldur varð laus í kjallara hússins við Bárugötu 18 á nýársdag um kl. hálftvö. Ljóst þykir að kviknað hafi i út frá eldi í arni. Komst eldurinn í timburþil að baki arinsins um sprungu í múrhúðun. Þurfti þarna að rifa talsvert til þess að komast að eldinunt, sem náð hafði i gólf milli kjallara og fyrstu hæðar. Talsverðar reykskemmdir urðu í húsinu en ekki ýkja miklar bruna- skemmdir. Slökkviliðið var auk þessa kalls kallað út til fimm annarra staða á fyrsta degi ársins. Alls staðar var um óverulegan eld að ræða nema helzt í Skipholti 49 þar sem mikinn reyk lagði frá reiðhjólageymslu. Fundu slökkviliðsmenn reyksprengju eina dularfulla í geynrslunni og fékkst þá skýring á hinum mikla reyk. -A.Sl. Fótbrotinn á báðum fótum Ungur maður liggur fótbrolinn á báðum fótum eftir umferðarslys sem varð um kl. 5 á nýársdagsmorgun. Slysið varð á . Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og var ökumaður einn i bílnum. Lenti hann á staur við veginn með fyrrgreindum afleiðingum. Grunur leikur á að Bakkus hafi verið með í spilitiu. -A.Sl. Verðhækkun Dagblaðið kostar frá og með deginum í dag kr 230 í lausasölu. lÁskriftarverð verður 4.500 kr. á mánuði, og grunnverð á auglýsingum verður 2.700 kr. á dálk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.