Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 17.01.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1980. 13 Guðni sér um þjálfim Kefl- víkinga til að byrja með —æfmgarhefjast á laugardag af fullum krafti hjá þeim Suðumesjamönnum Eins og við skýrðum frá í Dagblað- inu i gær eru Keflvíkingar sem ákafasl að leita sér að þjálfara um þessar mundir. í því sambandi minntumst við á að þeir hefðu mikinn áhuga á að ráða Gyala Nemes, sem þjálfaði Valsmenn sl. tvö sumur með ágætum árangri. Keflvikingar hafa ekki einskorðað þjálfaraleit sína við hann og hafa verið með aðra í takinu þó ekki sé unnt á þessu stigi málsins að láta uppi hverjir það eru. Einn þeirra sem Keflvíkingar hafa áhuga á er íslendingur sem hefur getið sér gott orð á knattspyrnusviðinu en tii þessa ekki mikið fengizt við þjálf- un. í gærkvöld var haldinn fundur hjá leikmönnum Keflavíkurliðsins og að Meistarar Forest duttu heldur í lukkupottinn — stefnir í v-þýzk undanúrslit í UEFA-keppninni Evrópumeistarar Nottingham Eorest duttu heldur betur í lukkupottinn i gærdag er dregið var í 8-liða úrslit í Evrópumótunum þremur. Þeir drógust gegn veikasta liðinu, sem eftir var í hópnum — a-þýzku meisturunum Dynamo Berlin. Varla verður Clough og hersveit hans vandi á höndum við að ganga frá A-Þjóðverjunum. Skozku meistararnir Celtic drógust gegn meisturum frá Spáni, Real Madrid og verður að telja allt annað óliklegt en að Celtic bíði þar lægri hlut. Jafnvel þótt liðið sé nú örugglega efst í Skotlandi er liðið engan veginn nógu sterkt til átaka i Evrópukeppninni. Hinir tveir leikirnir í 8-liða úrslitun- um eru á milii Racing Strasbourg frá Frakklandi og Ajax, Amsterdam annars vegar og Hamburger Sport Verein og Hajduk Split frá Júgósiaviu hins vegar. Það ættu því að verða Forest, Ajax, Real Madrid og Ham- burger SV í undanúrslitum. Ekki dóna- leg súpa það! Einnig var í gær dregið í 8-liða úrslitum hinna Evrópumótanna tveggja, þ.e. Evrópukeppni bikarhafa og svo UEFA-keppninni. Drátturinn í UEFA-keppninni var afar spennandi þvi í 8-liða úrslitunum voru 5-v-þýzk lið! Og eftir dráttinn bendir flest til þess að það verði 4 v-þýzk lið í undan- Tony Woodcock og Larry Lloyd hampa hér Evrópubikarnum sl. vor. Woodcock hcfur nú haldið til liðs við FC Köln en Lloyd á alla möguleika á að vinna bikarinn aftur i vor. úrslitum keppninnar og yrði það í fyrsta skipti í sögu keppninnar að sama bjóðin eigi fjögur lið í undanúrslitum. ti Kaiserlsautern og Bayern Munchen prógust saman og verður að telja Munchen-Iiðið sigurstranglegra í þeirri viðureign. Stuttgart dróst gegn Lokomotic Sofia og ættu Hansi Muller og félagar að komast áfram þar. Eintracht Frankfurt og Zbrojovka Brno drógust saman og þar verður vafalitið um hörku viðureign að ræða. Brno hefur m.a. slegið út danska liðið Esbjerg út úr keppninni, þá Keflavík og loks Standard Liege. Þykir í raun undr- un sæta hve Keflvikingar stóðu í þessu sterka liði. Fjórða viðureignin verður svo á milli Borussia Mönchengladbach og St. Etienne frá Frakklandi. Þar verður einnig barizt grimmilega ef að líkum lætur og menn minnast vafalítið enn 6—0 sigurs Frakkanna yfir PSV Eindhoven í síðustu umferð. Einna minnsta spennan var í sam- bandi við dráttinn i Evrópukeppni bikarhafa. Þar voru líka fæst stórliðin og í gegnum árin hefur verið fremur litill „sjarmi” yfir þessari keppni. Ensku bikarmeistararnir voru heppnir er þeir fengu sænsku bikarmeistarana, IFK Gautaborg, sem mótherja. Leið Arsenal í undanúrslitin ætti að vera nokkuð greið. Vafalítið verður heitt í kolunum á Spáni því Barcelona og Valencia drógust saman. Barcelona vann þessa keppni á sl. ári og ér þess vegna með núna.Valencia er hins vegar bikarmeistari Spánar. Ðynamo Moskva dróst gegn frönsku bikarmeist- urunum Nantes og Juventus frá Ítalíu lenti á móti Stahl Rijeka frá Júgó- slavíu. honum loknum hafði Dagblaðið sam- band við Friðrik Ragnarsson, einn knattspyrnuráðsmanna, og spurði hvort eitthvað markvert hefði komið fram á fundinum. „Nei, í sjálfu sér ekki,” sagði Frið- rik. ,,Við höfum ekkert endilega bundið okkur við Nemes og leitum víðar fyrir okkur þessa stundina. Það er þó ákveðið að Guðni Kjartansson sjái um þjálfun liðsins, a.m.k. til að byrja með, og við munum hefja æfing- ar af krafti á laugardaginn,” sagði Friðrik ennfremur. Keflvíkingar eru því enn án fast- ráðins þjálfara og ekki einir um slikt. Þjálfaraleit i hinum deildunum hefur gengið álíka og enn eru mörg félög þjálfaralaus. -SSv. Guðni Kjartansson mun þjálfa Kefla- víkurliðið til að byrja með. ENGLAND 0GITAUA í SAMA RIÐU — þegar dregid var í Evrópukeppni landsliða í gærdag Englendingar og ítalir drógust sam- an i riðil í gær er dregið var í riðla fyrir úrslitakepþni Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, sem fram fer í Róm í sumar. Mikil spenna var í sambandi við dráttinn enda öll beztu landslið Evrópu saman komin. í A-riðli drógust saman V-Þjóðverjar, sem við sögðum í gær vera Evrópumeistara í knattspyrnu. Það er ekki rétt. Núverandi Evrópu- meistarar eru Tékkar og þeir eru einnig í þessum riðli ásamt Hollendingum og Grikkjum, því liði sem langmest kom á óvart í undankeppninni. Grikkirnir ýttu til hliðar bæði Ungverjum og Sovétmönnum og ruddu sér leið í úrslitin. Hætt er þó við að þeim reynist róðurinn erfiður í Róm. í hipum riðlinum lentu svo saman gestgjafarnir halir, Englendingar, Belgar og Spánverjar. Þessi riðill virkar einhvern veginn ekki eins spennandi enda hafa landslið Belga og Spánverja lítið afrekað undanfarin ár. ítalir virðast vera með nokkuð staönað lið en Englendingar hafa átt góðu gengi að fagna nú um tveggja ára skeið undir stjórn Ron Greenwood. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að öll liðin leika innbyrðis í riðlunum og ræður stigatala röðinni. Fari svo að lið verði jöfn að stigum verður marka- tala látin ráða. Mikið hefur verið spáð í hugsanlega röð liðanna og til gamans ætlum við að vera með og spáum röð- inni þannig: 1. Holland, 2, England, 3. V-Þýzkaland, 4. Ítalía, 5. Tékkó- slóvakía, 6. Spánn 7, 7. Belgía og 8. Grikkland. O’Callaghan til Ipswich Bobby Robson, framkvæmdastjóri Ipswich, keypti í gær hinn unga og bráðefnilega Kevin O’Callaghan frá Millwall fyrir upphæð sem nemur um 250.000 sterlingspundum. O’Callaghan þessi var einn þriggja ungra leikmanna Millwall er voru orðaðir við bandariska félagið Tampa Bay Rowdies fyrr i vetur, en ekkert varð úr samningum þar. Björgvin og Gunnar gera það gott íslendingar í v-þýzkum hand- knattleik er í sjálfu sér ekkert nýtt fyrirbrigði. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem við komumst yfir litmyndir af þeim leikmönn- um sem i V-Þýzkalandi dvelja, hvað þá heldur liðunum sem þeir leika með. Þessa ágætu mynd af liði þeirra Gunnars Einarssonar og Björgvins Björgvinssonar, Grambke í Bremen, rákumst við á í fyrsta hefti þýzka iþróttablaðs- ins Kicker á þessu ári. Okkur fannst því alveg sjálfsagt að birla myndina og það í lit. Gunnar Einarsson hefur leikið handknattleik I mörg ár í V- Þýzkalandi við góðan orðstír. Hann hélt ungur utan og hefur náð að skapa sér nafn, sem fyrsta flokks handknattleiksmaður. Þótt Björgvin hafi ekki dvalið eins lengi úti er engum blöðum um það að fletta að þar er einn snjallasli linumaður íslendinga fyrrogsíðar. Gunnar er annar frá vinstri í fremri röð á myndinni og Björg- vin annar frá hægri í fremri röð- inni. ▼Tl ^4 VlmmohHtafí -n ▼ ■ ^ j , " - ðltlÍlAn fcíss m pj | (BunoltiUiiD M íÉ'' i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.