Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 2
*—............ ....................... "—
Fagnar guðsþjónustu í Dómkirkjunni:
KRISTNIR MENN
SAMEINIZT NÚ
ÞjóAkirkjumaAur skrifar:
Ég vil fagna því að helztu kirkju-
deildir kristninnar skyldu geta
komið sér saman um guðsþjónustu i
Dómkirkjunni. Það var sannarlega
timi til kominn. „Þið skuluð allir
vera eitt,” sagði Kristur við læri-
sveina sína. Kristnum mönnum hefur
gengið ákaflega erfiðlega að fara eftir
þessu boði meistara síns.
Þess vegna ber okkur kristnum
mönnum að fagna alþjóðlegri bæna-
viku um sameiningu kristinnar
kirkju, og vonandi verður hún upp-
haf þess, að kristnum mönnum verði
það Ijóst að þeir eiga allir að vera eitt.
Á það hefur mikið vantað fram að
þessu, og dekkstf skugginn þar eru
hræðravíg kristinna mannaá írlandi.
Megi islendingar bera gæfu til að
K'ijast gegn slikunt bræðravígum.
Frá guðsþjónuslu í Dómkirkjunni.
DB-mynd Bjarnleifur.
Efnahagsstefna Alþýðubandalagsins:
„Við getum fjölgað
fiskunum í sjónum”
Alþýðubandalaginu í efnahagsmál-
um þá eru þær svo óraunsæjar að
ekki er hægt að kenna við annað en
óskhyggju.
Þar er gengið út frá framleiðni-
aukningu o.s.frv.án þess að nokkuð
bendi til að hægt sé að ná slíku fram.
Þetta er líkast því, að þeir settu í
stefnuskrá sína ósk um að fiskinum
fjölgi í sjónum. Það gæti þýtt tekju-
auka rikissjóðs upp á t.d. 20 miílj-
arða.
Ábyrgðarleysi sem þetta er auð-
vitað með öllu óþolandi þegar landið
er svo gott sem stjórnlaust. Það er
líka þingmönnum til mikillar minnk-
unar að vera vikum saman aðgerða-
lausir á háum launum. Þegar svona er
komið væri það eina rétta hjá forset-
anum að géfa þingmönnum launa-
laust frí og mynda utanþingsstjórn.
Það þarf að veita þingmönnum okk-
ar ráðningu og einkum þá þingmönn-
um Alþýðubandalagsins sem hafa
ekki viljað takast á við verðbólgu-
vandann, og alið á þeirri villukenn-
ingu að verðbólgan sé ekki svo mikil
meinsemd.
Slefanía skrifar:
Hlutur Alþýðubandalagsins i
stjórnarmyndunarviðræðunum hefur
verið hlægilegur og sýnir svo ekki
verður um villzt, að það hefur aldrei
ætlað sér i rikisstjórn. iiftir skipbrol
þeirra í síðustu kosningum telja þeir
heppilegast að vera utan ríkisstjórn-
ar. Það út af fyrir sig sýnir ábyrgðar-
Ieysi flokksins.
Hitt er þó athyglisverðara, að
þegar loksins koma tillögur frá
Svavar Ceslsson alþingismaöur gengur á fund forsela Islands lil afl skila
umboði sínu lil myndunar ríkissljórnar.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980.
Hreinn Halldórsson er sennilega eini íslendingurinn sem ælli einhverja
möguleika á að krækja í verðlaun á ólympíuleikunum.
Ólympíuleikamir í Moskvu:
Mótmælum
og sitjum
heima
S.S. hringdi:
Við eigum skilyrðislaust að hætta
við þátttöku á ólympíuleikunum i
Moskvu á sumri komanda og mót-
mæla innrás Rússa í Afganistan.
Sovétríkin eru stærsta fangelsi
heimsins. Það ætti okkur að vera
orðið Ijóst. Menn eins og Sakarov og
Kortsnoj hafa fært okkur heim sann-
inn um það. Við hjálpum hinni
kúguðu sovézku þjóð bezt með því að
mótmæla á einhvern slikan hátt.
Auðvitað er það leiðinlegt, að
menn eins og Hreinn Halldórsson fái
ekki tækifæri til að berjast um
ólympiutitil en ef mikil þátttaka
verður í þessum mótmælum þá er
eins vist að ólympíuleikarnir verði
fluttir annað. Við eigum heldur enga
samleið með atvinnuíþróttamönnum
austantjaldslandanna.
Enn um rækjuna í Öxarfirði:
„Ekki karimannlegt að
gráta sig frá ábyrgð”
— stutt svar
til Konráðs
Þórissonar
Auðunn Benediktsson, Kópaskeri,
skrifar:
j Dagblaðinu 4. janúar sl. ritar
Konráð Þórisson útibússtjóri Haf-
rannsóknar á Húsavik kjallaragrcin
um rækjuveiðar í Öxarfirði og gerir
málum þau skil að ekki verður hjá
komizt að gera þar nokkrar athuga-
semdir.
í upphafsorðum sínum reynir hann
með tilheyrandi málskrúði „að
hengja hatt sinn á skottið á tikinni,”
og kallar það hreppapólitík þar sem
farið er fram á að réttlætismálum
V
lítils byggðarlags sé sinnt af ráða-
mönnum.
Þar sem maðurinn er þekktur sem
misheppnaður brandarasmiður er
ekki ólíklegt að hér sé um einn slikan
að ræða.
Fram til þessa hefur heldur ekki
þótt karlmannlegt að hefja blaðaskrif
með þvi að reyna að gráta sig frá
ábyrgð á athöfnum sinum og orðum.
Um lokun Öxarfjarðar ætla ég
ekki að fara mörgum orðum þar sem
ég gerði það í grein í Dagblaðinu 12.
desember sl. en vil þó geta þess, að 7.
desember togaði ég á svæðum 6 og7
eða sömu svæðum og hin svokallaða
rannsókn var gerð deginum áður.
Togað var í 5 tíma. Afli var 126 kg af
rækju, 250 stk. pr. kg 147 þorsk- og
ýsuseiði og 108 síldar.
K.Þ. talar um sambandsleysi enda
virðist honum það hugleikið að það
verði sem mest í framtíðinni, þar sem
hann stimplar okkur sjómenn alla
ómerkinga og segir ekkert mark tak-
andi á okkar talningu. Sé þetta ný
stefna i samskiptum fiskifræðinga
við sjómenn, þá held ég að um veru-
lega afturför sé að ræða en kannski
er þetta bara einn misheppnaður
brandari í viðbót.
K.Þ. talar einnig um ófor-
skammaðan flskifræðing. Fitthvað
virðist honum hafa verið athuga-
vert við framkomu sína þar sem
.hann velur sér sjálfur þessi ummæli.
Það rétta er að K.Þ. hringdi ekki
sjálfur hingað til að tilkynna okkur
þessi sannindi, heldur var hringt til
hans laust fyrir kl. 15 hinn 7.
desember sl. til að spyrja hann um
ástæðurnar fyrir lokun miðanna.
K.Þ. segir enn, að það segi ekkert
þótt einhver af 60 starfsmönnum
Hafrannsóknar viti lítið um málið.
Talar hann þar á móti betri vitund,
því hann veit fullvel hver þessi
einhverer (sem hann kallar svo), því
sá hinn sami fiskifræðingurer talinn
allvel fær i sínu starfi og mjög vel
látinn. Færi nú vel á þvi ef ungur oi;
ómótaður fiskifræðingur tæki sér
eldri og reyndari starfsbróður til
fyrirmyndar og reyndi að komast
með tærnar þó ekki væri nema að
hælumhins, t.d. i samskiptum sinum
við sjómenn.