Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980. 11 \ manna um launahækkanir né þá kröfu þeirra um að hætt verði við að fækka starfsmönnum í stáliðnaðin- um. Hún hefur einnig algjörlega hafnað ósk um frekari stuðning rikis- ins viðstáliðnaðinn. Fyrsta skrefið til afskipta hennar af málinu var á mánudaginn var en þá hitti hún verkalýðsforustuna að máli. Foringjar verkfallsmanna voru lítt hrifnir af forsætisráðherranum og einn þeirra lét þau orð falla að vægt væri til orða tekið, þegar sagt væri að Thatcher hefði lítinn skilning á vandamáli stáliðnaðarins. Eina gagnið sem talið var af fundinum, að sögn talsmanna verkamanna, var að forsætisráðherrann hefði fengið nokkra fræðslu um málin. Ljóst er þó af fundinum á mánu- daginn að ríkisstjórn brezka íhalds- flokksins hefur ekki talið lengur stætt á því að halda fast við þá stefnu að hafa engin afskipti af verkfallinu. Báðir deiluaðilar hafa þó látið þá skoðun í ljósi að lítil líkindi séu til þess að ríkisstjórnin vilji gera nokkuð afgerandi til að lausn náist í málinu og vinna geti hafizt á ný. Bæði Keith Joseph aðstoðar- iðnaðarráðherra og James Prior at- vinnumálaráðherra hafa lagt á það á- herzlu að brezki rikissjóðurinn hafi enga aðstöðu til frekari stuðnings við stáliðnaðinn. Talsmenn hans hafa fullyrt að ef verkfallið standi mikið lengur mundi stáliðnaðurinn standa enn verr en áður. Samkvæmt frá- sögnum, er verkfall stáliðnaðar- manna hófst, var sagt að nægar birgðir af ýmiss konar hráefni úr stáli fyrir aðrar atvinnugreinar væru til ef verkfallið stæði ekki lengur en í þrjár vikur. Ef stöðvun yrði lengri mundi fljótlega fara að bera á skorti á ýmsum hráefnistegundum. Litlar horfur eru taldar á því að verk- fall brezkra stáliðnaðarmanna leysist á næstunni. * * fara meira umrót í þjóðfélaginu en margan grunar. Sennilega er þar um að ræða þess konar víxlverkanir að erfítt verði að henda nokkrar reiður á. Svo nokkur dæmi séu tekin hefur tilkomu Dagblaðsins fylgt það að a.m.k. þrjú islensk dagblöð hafa helst úr lestinni i stóraukinni sam- keppni um lesendur, aukinni sölu- mennsku og vaxandi dýrtíð. Þjóð- félags- og stjórnmálaumræða í land- inu er opnari en áður var og gagnrýni á stjórnmála- og embættismenn hefur að sama skapi vaxið. Samtimis virðist saxast mjög á fastafylgi stjórnmálaflokkanna og lausafylgi vaxa hröðum skrefum sem sýnir sig i miklum tilfærslum þingsæta milli hverra kosninga. Og samfara opnari stjórnmálaumræðu hefur auglýsinga- skrum i stjórnmálum haldið innreið sina i nokkuð rikum mæli. Hver svo sem þáttur Dagblaðsins er í öllu þessu er svo mikið vist að landsmenn hafa tekið því opnum örmum og hefðu fáir trúað að á svo undraskömmum tíma gæti nýtt dag- blað fótað sig á hálu svelli islenskra örlaga eða náð því að verða annað stærsta blað landsins. Ástæðan fyrir þessari ótrúlegu velgengni er senni- lega sú að Dagblaðið kom beint inn á stóran ónýttan markað sem fyrir var í landinu. Að selja fréttir Og þá er það spurningin, hvað það var í eða við Dagblaðið sem svaraði1 þörfum þessa markaðar. Svörin geta orðið á ýmsan veg, t.d.: ,,af þvi það var frjálst og óháð” eða ,,af því það er hressilega skrifað” (í æsifregna- stíl). En svo við komum að kjarna málsins er velgengni Dagblaðsins fyrst og fremst að þakka að það hefur betur en önnur blöð verið sér meðvitandi um að það er söluvara. Undirtitill blaðsins „frjálst og óháð dagblað” hefur að því leyti við rök að styðjast að Dagblaðið er ekki opinbert málgagn neins stjórnmála- flokks. Af því leiðir að það getur innan vissra marka lagt höfuðáhersl- una á að útbreiða sjálft sig í stað þess að þurfa sýknt og heilagt að buröast við að næra og útbreiða boðskap einhvers stjórnmálaflokks. Að Dagblaðið sé frjálst og óháð kemur einnig vel heim og saman við kennibækur og lögmál Hannesar Gissurarsonar. Hitt ber samt að hafa i huga að Dagblaðið er háð eigendum sinum, starfsmönnum og síðast en ekki sist markaðnum. Líklega mundu þó blaðamenn yfirleitt taka þessa drottnara fram yfir flokksapparötin. En hvar sem menn telja rétt að draga mörkin við frelsi og óhæði Dagblaðsins er því ekki að neita að það hefur opnaö þjóðfélagsumræð- una í landinu og jafnframt opnað þjóðfélagið með því að gera sér mat úr því sem áður var fremur látið liggja í þagnargildi. Þetta hlýtur i sjálfu sér að vera jákvætt þó því sé , ekki að neita að tína má til dæmin um hið gagnstæða og þurfa menn í því skyni ekki að leita lengra en upp í Hæstarétt þessa dagana. Vanmáttug upplýsingamiðlun En þrátt fyrir allar framfarir verður það niðurstaða mín að enn sé langur vegur frá því að blaða- mennska á íslandi geti talist bær til A „Enn er langur vegur frá því að blaða- mennska á íslandi geti talist bær til svo mikils sem meðaleinkunnar, enda þótt með þróun mála frá þvi Dagblaðið kom til hafi einkunnin hækkað örlítið.” bandamenn hafa beitt valdniðslu og vopnum til að breyta gangi landsmála harla víða síðan 1968 — í Tékkó- slóvakíu, Mongóliu, Angóla, Zaire, Eþíópíu og Eritreu, Suður-Jemen, Kampútseu, Laos og nú síðast i Afganistan. Til eru aðilar hér heima sem styðja þessi alheimslögreglustörf Sovétríkj- anna. Þau kallast barátta fyrir sósial- isma og þjóðfrelsi. Markviss stríðsundir- búningur Ég held því fram að Sovétrikin stefni á margar styrjaldir. Á þeirri leið er þeim nauðsyn að umkringja Kína og Japan. Þeim er ennfremur mikilvægt að geta haft aðflutnings- æðar Evrópu á sínu valdi — bæði að austan og vestan. Með herstöðvum sínum í Mongólíu (allt að 1 milljón hermanna), og ítökum í Víetnam, Laos og Kampútseu auk herstöðva í eigin landi eru Sovétkeisararnir langt komnir með að umkringja Kina og Japan. Með aðstöðu sinni í Eþíópiu, S-Jemen og Afganistan eru þeir langt komnir með að geta lokað meginolíu- æðinni til Evrópu. Taki þeir íran, Kjallarinn AriT. Guömundsson Pakistan eða sjólægt land í Mið- austurlöndum er keðjan lokuð. Um framhaldið skal látið ógetið i bili. Eru hernaðaraðgerðir Sovétríkj- anna tilviljanir? Nú berast fregnir um að Kúbu- menn gerist „innanhússarkitektar” æ víðar í hinu nýfrjálsa Nicaragua. Ég spái því að önnur þungamiðja Sovétmanna og þjóna þeirra verði í Mið-Ameríku og i Karabíska hafinu. Þyrlusveit, radarstöð og bryn- varðir beltabilar á Svalbarða, viðvar- andi „sérfræðingahópar” á eyjunum og 5—6 manna „vinnuhópur” á eina flugvelli eyjanna til að afgreiða eina sovéska flugvél á viku (!) — skyldu þetta vera ill merki? Lengi má reyna að gera grín að „stríðsmóðursýki” kommúnista sem uppnefndir eru maóistar. Lengi geta menn sagt að kommúnistar hljóti að hafa rangt fyrir sér úr þvi að þeir eru í mörgu sammála íhaldinu um hætt- una af Sovétrík junum. En hve lengi? Igor drepur Múhameð fyrir frelsið Fréttamiðlar kölluðu valdarán Tarakis og kó byltingu i Afganistan — í samræmi við Prövdu. Bylting er valdataka meirihluta þjóðarinnar og flokks eða flokka alþýðunnar en ekki hallarbylting litillar klíku á borð við Moskvuflokk Afganistan í skjóli sovéskra „ráðgjafa”. Það er enda skrýtin alþýðustjórn sem æsir alþýð- una upp á móti sér og þverbrýtur marxíska stefnu i málefnum trúar- bragða, þjóðernishópa og bændaal- þýðunnar. Samt bergmála íslenskir fréttamiðlar jafnt Times sem Prövdu og kalla Taraki, Amin og Karmal „marxista”. En sem betur fer taka Kjallarinn Kjartan Jönasson svo mikils sem meðaleinkunnar jenda þótt með þróun mála frá þvi Dagblaðið kom til hafl einkunnin hækkað örlítið. Skýr vottur um slæmt ástand íslenskrar blaða- mennsku eru tekjur íslenskra blaða- manna sem eru nánast hlægilega lágar miðað við það sem gerist annarsstaðar. Lágar tekjur eru líka ein orsök takmarkaðra gæða blaða- mennskunnar en hér er raunar um að ræða þéttriðið þorskanet. Að þessu langar mig að vikja hér í lokin. flestir skynsamlega afstöðu til innrás- arinnar. Það tekur út yfir allan þjófabálk að heyra menn hér taka sér í munn „skýringar” Kremlverja á innrásinni. „Erlend íhlutun” kallaði á „hern- aðaraðstoð”. Hún felst í því að skipta um ríkisstjórn, senda helmingi fleiri sovéska hermenn til landsins en her þess telur af afgönskum her- mönnum og hefja fjöldadráp á illa vopnuðum skæruliðum sem heimta þjóðfrelsi og voru ekki til fyrr en Taraki-stjórnin gerði allsherjar „vin- áttusamning” við keisarana i Kreml. Kannast menn við fnykinn? Frá Víetnam á sinum tíma, frá Tékkó- slóvakiu, fráKampútseu? Víðtæk andstaða Ríkisstjórn islands hefur lýst and- stöðu við innrásina í Afganistan. Meirihluti ríkja i SÞ gerir hið sama. Stóru íslensku stjórnmálaflokkarnir sömuleiðis. Reyndar er Alþýðu- bandalagið varkárt í sinum yfirlýs- ingum enda er þar að finna einhverja stuðningsinenn innrásarinnar. Fylk- ingin hefur tekið afstöðu gegn innrás- inni þótt hún túlki hana út i bláinn og dragi af henni rangar ályktanir. Einingarsamtök kommúnista hafa gengist fyrir myndun víðtækrar sam- fylkingar til að fordæma innrásina. Allt eru þetta merki um jákvæða og gleðilega samstöðu sem beinist gegn Sovétkeisurunum. Krampakenndar tilraunir Morgun- blaðsins til að hampa Bandarikjun- um af þessu tilefni og klifa á því að Sé blaðamennska á íslandi borin saman við það sem best gerist er- lendis kemur berlega í Ijós að frétta- flutningur á íslandi er allur á yfir- borðinu og hvorutveggja skortir dýpt og yfirlit. Séu aðstæður blaðamann- ánna bornar saman kemur i Ijós að hér rikir akkorðsvinna og rútínu- vinna á aðskiljanlegum sviðum þjóð- lífsins ásama tíma og erlendirblaða- menn eru sérhæfðir og hafa tíma til að kafa niðrí verkefnin. Akkorðið og „fjölhæfnin” í islenskri blaðamennsku er auðvitað til komin vegna þess að blöðin hafa of fáum blaðamönnum á að skipa. Þar á ofan kemur að í mörgum til- vikunt eru blaðamenn ekki nógu hæfir eða vel menntaðir og orsakast ’þaðeinkum af launakjörum þeirra. Að þessum þunga dómi uppkveðn- um er rétt að taka fram að eitt íslenskt dagblað, nefnilega Morgun- íblaðið, er betur á vegi statt en hin blöðin að þessu leyti en sennilega skortir bara viljann i þeim her- búðum. Með vaxandi Dagblaði er ekki .óhugsandi að þar skapist grund- : völlur sérhæfðari og skipulegri vinnubragða. Kannski Dagblaðið sé líka besti vettvangur alvöru-rann- isóknarblaðamennsku sé það þá nógu „frjálst og óháð”. Fari svo var vissulega betur af stað farið en heima setið. Kjartan Jónasson % ' áuðvaldsaðgerðir Sovétríkjanna séu „marxismi í framkvæmd” breyta engu um nauðsyn þess að ihaldið verði hluti af tyftunarliðinu við rassa Kremlarbænda. Sama má segja um þá sem telja innrásina „mistök verka- lýðsríkis”. Það er hins vegar fyrirlit- leg falsgerð að styðja innrásina. Breytt viðhorf Ég tel brýnt að menn opni augun fyrir raunveruleikanum og skoði aug- Ijósa þróun alþjóðamála. Sagt er um pólitík að hún sé einskis virði ef hún er ekki i samræmi við staðreyndir og veruleikann. Er ekki kominn tími til að ganga út úr áratug kalda striðsins og inn i 8. áratuginn? Baráttan fyrir sjálfræði íslensku þjóðarinnar verður að tengjast stöðu alþjóðamála. Til dæmis verða Sam- tök herstöðvaandstæðinga hvorki trúverðug né öflug og virk nema þau beini baráttu sinni gegn báðum risa- veldunum, stríðshættunni og fram- ferði Sovétrikjanna hvarvetna. Nú- verandi slagsíða samtakanna verður sífellt meira áberandi. Við megum ekki bíða eftir fleiri atburðum af því tagi sem nú gerðust í Afganistan. Við megum heldur ekki leiða hjá okkur spurningar um varnir íslands, bæði hervarnir og almannavarnir. Lesendur góðir, takið þátt í mót- mælum gegn innrásinni í Afganistan á einhverjum vettvangi! Ari T. Guðmundsson kennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.