Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR25. JANÚAR 1980. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 — Simi 15105 ÚTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í eftirfar- andi efni: 1. Háspennulinuefni, útboð 280 2. Dreifispenna, útboð 380 3. Strengi, útboð 480 4. Rafkapla fyrir kyndistöðvar, útboð 580 5. Götugreiniskápa, útboð 680 6. Effect aðskiljara, úboð 780 7. Strengmúffur, útboð 880 Útboðsgögn fást hjá Orkubúi Vestfjarða, tækni deild, ísafirði, sími 94-3900. Tilboðin verða opnuð 4. marz 1980, kl. 14.00. Washington: Kína boöin hergögn og beztu viðskiptakjör Bandarikjastjórn hefur boðið Kína ýmis hergögn til kaups og auk þess tekið þá ákvörðun að rikið skuli njóta svonefndra beztu kjara samninga i öllum verzlunar- viðskiptum framvegis. Hvort tveggja kemur þetta í kjölfar aðgerða, sem stjórnin í Washington er að gera vegna íhlutunar Sovétríkjanna í Áfganistan. Aðgerðir þessar eru studdaraf þingi Bandaríkjanna. Þar með hefur Jimmy Carter Bandarikjaforseti kastað fyrir róða þeirri stefnu að gera ekki upp á milli Kína og Sovétríkjanna i viðskiptum. I Pentagon — hermálaráðuneyti Bandaríkjanna — var boðið um að selja Kínverjum ýmiss hergögn talið lítið en mikilvægt skref í þá átt að út- vega þeim mun mikilvægari vopn i náinni framtíð. Fulltrúadeild þingsins í Washington samþykkti í gær tillögu Jimmy Carters um að bandarískt i- þróttafólk taki ekki þátt i ólympíu- leikunum í Moskvu á sumri komanda. Forseti bandarisku ólympíunefndarinnar, sem kom til viðræðna við þingmenn, sagðist and- vígur þvi að mæta ekki á leikana. Slíkt táknaði algjör endalok þeirra og til dæmis væri þá útséð með að Sovétmenn mundu koma til Los Angeles þegar leikarnir yrðu haldnir þar árið 1984. Tillaga forsetans bandaríska fer nú til afgreiðslu öldungadeildar þingsins. Tilboð Bandaríkjastjórnar til Kínverja kemur i kjölfar tilkynningar Jimmy Carters forseta í gær um að frekari ógnunum Sovétmanna í Miðausturlöndum og við Persa- flóann yrði svarað með hervaldi ef þörf krefði. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir / tjónsástandi: Fíat 128 árgerð 1975 Hillman Hunter 1970 Volvo 144 1974 Cortina (rauður) 1970 Cortina (hvítur) 1970 Lada1200 1980 Vauxhall Viva 1971 Saab 99 1974 Escort 1300 XL 1973 Datsun 1300 1973 Bifreiðirnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 26. janúar kl. 1—5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir kl. 5 mánudaginn 28. janúar nk. Tekst Indiru Gandhi að færa Indland eitthvað fram á við? Um það efast margir. Þrátt fyrir mikinn sigur hennar I nýliðnum kosningum þykir fyrri valdatimi hennar ekkert sérstaklega benda til að ástæða sé til bjartsýni um framtið þessa viðlenda og fjölmcnna lands. Suður-Kórea: »°s$&no Þorrabakkinn vinsœli, 16 tegundir á bakka á aöeins 2.900 kr. Úrvals þorramatur í minni og stœrri þorra- blót. érmHÓLAGAROUR KJÖRBÚÐ, LÓUHÓLUM 2-«, SÍMI74100. f SKÚLASKEID, SKÚLAGÖTU 54. Fymun forsetí dæmd- urí 2ja ára fangelsi Fyrrurn forseti Suður-Kóreu, Yun kvenna i höfuðborg Suður-Kóreu, fram í Suður-Kóreu i kjölfar morðsins Po-Sumn, var í morgun dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mótmælaað- gerðir er hann stóð fyrir í desember síðastliðnum. Herréttur kvað upp dóminn. Sextán aðrir fengu eins og fjögurra ára fangclsisdóma fyrir sömu sakir. Mótmælafundurinn var haldinn i samkomusál Kristilegs félags ungra Seúl. Forsetinn fyrrverandi var ákærður fyrir að hafa hvatt til fundarins og einnig styrkt hann fjárhagslega. Yun er 82 ára að aldri og gegndi embætti for- seta landsins árin 1960 til 1963. Var hann einn i hópi þeirra sem voru and- stæðir forsetakosningunum, sem fóru á Park fyrrum forseta sem féll fyrir hendi foringja leynilögreglunnar i október síðastliðnum. Þó svo að banni við stjórnmálastarf- semi hafi verið aflétt í Suður-Kóreu voru hinir dæmdu fundnir sekir um að hafa staðið fyrir slíku án þess að hafa tilkynnt það til réttra yfirvalda. Skjálfti skók Kalifomíu Að minnsta kosti fimmtiu manns slösuðust og fimm hundruð misstu heimili sín þegar jarðskjálfti skök landsvæðið nærri borginni San Francisco i Kaliforníu í gær. Nokkrar skemmdir urðu á byggingum og þá sérstaklega undirstöðúm þeirra. Rekstur kjarnorkuvers í um það bil 80 kílómetra fjarlægð frá borginni var stöðvaður að sögn lögreglunnar. Tuttugu og fjórir starfsmenn orkuversins urðu að leila Iæknis- aðstoðar vegna skurða og skráma sem þeir urðu fyrir í jarðskjálftanum. Kæliútbúnaður við kjarnorkuofn og birgðir af geislavirka efninu plutonium urðu ekki fyrir hnjaski að sögn talsmanna versins. Skjálfti þessi mældist 5,8 gráður á Richterskvarða. Kalifornía liggur á San Andreas sprungunni endilangri en það er lengsta sprunga" sinnar tegundar sem þekkt er hér á jörðu. Árið 1906 varð mikill jarðskjálfti á þessum slóðum. Þá létust sjö hundruð íbúar í San Francisco. Margir sérfræðingar spá því að miklar likur séu fyrir miklum jarðskjálfta i Kaliforníu innan tiu ára. Upptök skjálftans í gær eru sögð hafa verið rétt við bæinn Livermore. Þar varð að hætta kennslu í tveim skólum. Brú ein þar rétt hjá seig um hvorki meira né minna en 15 senti- metra við skjálftann og loka varð hraðbraut sem liggur um hana af þeim orsökum. Fregnir hafa borizt af biluðum gasleiðslum af sömu or- sökum. Neðanjarðarlestir i San Francisco stöðvuðust um stund en hófu aftur ferðir skömmu siðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.