Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980. 5 hf. BIAÐIÐ i: Sweinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. i: Haukur Heigason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjflri ritstjómar: Jóhannes Reykdai. Iþrittr. HaRur Sknonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Asgrimur Páisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. : Anna Bjarnason, AtU Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi i Stefánsdóttir, Elín Afcertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Gsjrseon, Sfgurflur Sverrisson. Ijóamymflr Ami Pál Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- .«on,Swehm Pormóflsson. Safn: Jón Sasvar Baldvinsson. k ólafur Eyjólfsson. GjaldkeH: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- r EJM. Haldórsson. • 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11. ser 27022 (10 Ifnur). : Dagblaflffl hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: HHmir hf.* Sfflumúla 12. Prentun ÁmhurM, Sketfurmi 10. Askriftanrmfl á rtiánuflf kr. 4500. Verfl f lausasölu kr. 230 ekitakifl. Mikilmennið Sakharov Einangraður og ofsóttur af stjórn- völdum hefur vísindamaðurinn Andrei Sakharov haldið á loft merki frelsisins í rúman áratug. Ætla mætti, að ævi þess manns hafi verið dapurleg, sem þrauk- aði algerlega umkringdur einræði, eig- andi líf sitt undir því einu, að stjórnvöld höfðu nokkurn ótta af óvinsældum erlendis, ef þau gengju milli bols og höfuðs á þessum fræga andófs- manni. Ætla mætti, að barátta yrði ekki árangursrík við slíkar aðstæður. Vísindamaðurinn Sakharov hefur þvert á móti sannað, hversu miklu einn maður getur áorkað við yfirþyrmandi andstæðar aðstæður. Hann hefur skapað sér sess í sögunni sem mikilmenni. Harðræðið, sem hann hefur nú verið beittur, sýnir, hversu góðum árangri hann hafði náð og hversu hættu- legur hann var harðstjórninni í Sovétríkjunum. Sakharov átti mikinn þátt i því, að Sovétríkin komu sér upp kjarnorkuvígbúnaði. Hann varð eðlilega fyrir þær sakir margvíslega heiðraður af stjórnvöldum. Hann hlaut að launum hin góðu lífskjör hinnar ,,nýju stéttar”. Hann var sæmdur Stalíns- og Lenínorðunum. Þessi maður hefði að sjálfsögðu áfram getað notið lífs- gæða hinnar kommúnistísku yfirstéttar. En þaði sami*æmdist ekki eðli hans, þegar á manninn reyndi. Hann tók að bera brigður á uppgang kjarnorkuveldis Sovétríkjanna. Eins og komið hefur fyrir fleiri kjarn- orkuvísindamenn heimsins, stóð honum vaxandi uggurj af vígbúnaðarkapphlaupinu. Fyrst og fremst ofbauð honum einræðisskipulagið i landi sínu. Því tók hannj þann kostinn upp úr 1968 að leggja allt í sölurnar til að berjast fyrir mannréttindum. Síðan hefur Sakharov orðið að þola linnulausar of-' sóknir. Margir bundu vonir við Helsinki-sáttmálann um mannréttindi, sem undirritaður var 1975. Sakharov hlaut friðarverðlaun Nóbels það ár fyrir baráttu sína. Fljótt kom á daginn, að Helsinki-sáttmálinn var mark- laust pappírsgagn. Valdhafa í Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum skiptir engu, hvaða samn- inga þeir undirrita. Hið eina, sem þeir telja sig ein- hverju varða, er hvernig viðgangur einræðisstjórnar- innar og útþensla Sovétríkjanna verði bezt tryggð. Stalín er endurborinn í öllu sínu veldi. Sovétstjórnin hefur kastað grímunni með hertöku Afganistan með innrás og vaxandi harðýðgi gagnvart innlendum andófsmönnum. Sovétstjórnin gengur svo langt að reyna að notfæra sér ólympíuleikana sem átyllu til að herða ofsóknir sínar. Andófsmenn mega ekki verða á vegi fólks annarra þjóða, sem væntanlegt var á ólympíuleikana í Moskvu. Því skulu þeir hnepptir í harðari fjötra en fyrr. Valdhafar í Moskvu hafa með töku Afganistan og aðgerðunum gegn Sakharov og fjölmörgum öðrum andófsmönnum á þessu ári eyðilagt ólympíuleikana. Það væri hneyksli, ef lýðfrjálsar þjóðir veittu þessum ofsóknum stuðning með þátttöku í leikunum. Hið eina, sem hefur varið Sakharov í langri baráttu hans, er sú samúð, sem málstaður hans hefur notiðj utan Sovétríkjanna. Samkvæmt köldu mati Kreml- verja hefði það spillt stöðu þeirra að fyrirkoma alger- lega þessum andófsmanni. Sú er skylda frjálsra manna um allan heim að láta verkin tala í fyrirlitningu sinni á athæfi sovézkra stjórnvalda. "" ............... Stáliðnaðarverkfallið í Bretlandi: Thachertreg tíl afskipta Verkfall starfsmanna í brezkum stáliðnaði hefur nú staðið í um það bil þrjár vikur og litlar horfur virðast á því að það leysist á næstunni. Krafizt er hækkaðra launa auk þess sem einnig er mótmælt ráðagerðum hins rikisrekna fyrirtækis British Steel Corporation um að leggja niður nokkur stáliðjuver og þar með fækka starfsmönnum sínum svo tugþúsund- um skiptir. Brezkur stáliðnaður er ríkisrekinn. Við hann starfa um það bil eitt hundrað og fimmtiu þúsund manns. Verulegir rekstrarerfiðleikar hafa þjáð þessa atvinnugrein eins og svo margt annað í Bretlandi á undanförn- um árum. Hafa erfiðleikar i bifreiða- iðnaði Breta og flugvélaiðnaðinum einnig mjög komið niður á stáliðju- verunum. Forráðamenn British Steel segja að stöðugt tap sé á rekstrinum og hafi það numið meira en einum milljarði sterlingspunda síðastliðin fimm ár. Er verkfallið skall á var ljóst að báðir aðilar, forustumenn verka- manna og stjórnendur British Steel, bjuggust við langvinnu verkfalli. Margrét Thatcher forsætisráðherra Breta hefur ekki viljað hafa nein af- skipti af deilunni hingað til. Hún hefur verið trú þeirri stefnu sinni að slíkar launadeilur eigi launþegar og atvinnurekendur að leysa sín á milli án afskipta ríkisvaldsins. Thatcher, hefur ekki fengizt til þess hingað tif að styðja á neinn hátt kröfur verka- Vi Dagblaðið og íslenzk blaða mennska Það fór aldrei svo að átorítet íslensku landvættanna gripu ekki til stjörnuspekinnar og annarra fílefldra fræða til að hindra landann í því að halda upp á áratugaskipti að hætti annarra þjóða. Ég verð þvi að reyna að forðast það tabú að gera upp ára- tuginn þótt ég í því sem hér fer á eftir hyggist velta upp hugleiðingum um stöðu íslenskrar blaðamennsku um þessar mundir og þau tímamót sem orðið hafa á þessum áratug. Í sjálfu sér finnst okkur öllum blaðaútgáfa og tilheyrandi blaða- mennska svo sjálfsagður hlutur að vart þurfi um að ræða. Það sem stendur í blöðunum verður aftur leiðarvísir fyrir almenning um umtalsefni og er óhætt að fullyrða að þar sé næsta lítið skrifað um sjálf blöðin og almenn vandkvæði við útgáfu þeirra. En sé málið skoðað ætti mönnum að verða það ljóst að gæði blaðaskrifa skipta miklu máli í lýðræðisþjóðfélagi, ekki síst í Ijósi þess sem áður sagði, að blöðin eru leiðandi í umræðum manna. Þau skipta höfuðmáli í skoðanamyndun fólks og innihald þeirra ræður miklu um almenna upplýsingu alþýðunnar. Dagblaðsumrót Tímamótin í blaðaheiminum ættu allir að þekkja sem halda á þessu dagblaði, siðdegisblaðinu alræmda. Ekki skal ég þar um dæma hvort þetta blað er fremur orsök eða afleið- ing en víst er að því hefur orðið sam- Vi /■ KABULHER OGKABÚLÞAR Sjálfsákvörðunarréttur eða erlend íhlutun? Um daginn urðu deilur um innrás Víetnama í Kampútseu. Allt of fáir fordæmdu hernámið. Einhverjir gengu svo langt í blaðapistlum að réttlæta það. Þeir töldu að verið væri að koma „skárri” ríkisstjórn til valda en fyrir var. Þannig er kollvörpun rikis- stjórnar, sem er lögmæt skv. sátt- mála SÞ, orðin að geðþóttaákvörðun erlendra ríkisstjórna en ekki mál við- komandi þjóðar. Skyldu sömu menn hafa réttlætt hernám Tékkóslóvakíu 1968 ef Sovétauðherrarnir hefðu verið að bola einhverjum öðrum frá en Dubcek-stjórninni? Eða eiga Bandaríkjamenn að steypa Kho- meini-stjórninni í Iran? Ég nefni allt þetta vegna þess að sjálfsákvörðunarréttur þjóða hefur brenglast í hugum svo margra. Áróður risaveldanna er lævís og Iipur. Það er auðvelt að finna afsök- un fyrir afskiptum af innanríkismál- um annarra ríkja. Amín hér, Bókassa þar, gjöful fiskimið, olíulindir eða uppreisnarmenn. Heimurinn breytist Margir muna kalda stríðið. Ekki leikur vaft á að Bandaríkin voru þá sterkari aðilinn. Þau skiptu sér þá duglega af innri málum ríkja í öllum heimshornum, gjarnan með vopna- valdi. Það kallaðist barátta fyrir frelsi gegn útþenslu heimskommún- ismans. Til voru aðilar hér heima sem studdu alheimslögreglustörf Banda- ríkjanna. En heimurinn breytist. Bandaríkin lutu í lægra haldi fyrir alþýðu nokk- urra landa, erfiðleikarnir heima fyrir jukust og dollarinn féll stanslaust í verði. í Sovétríkjunum breyttust valda- hlutföllin á sama tima alþýðu í óhag og uppgjörið varð i herbúðum kommúnista. Framferði Sovétmanna gagnvart sumum þjóðum var rangt þegar eftir byltinguna 1917 en að- stoðin og réttsýnin líka drjúg. Eftir 1960 hófst hins vegar samfelld saga útþenslu í kjölfar þjóðfélagsbreyt- inga í landinu. Er nú svo komið að Sovétríkin hafa að mestu leyti tekið við hlutverki Bandaríkjanna. í samkeppni risaveldanna tveggja og gífurlegri þörf Sovétríkjanna fyrir matvæli, markaði, vinnuafl og hrá- efni felst mikil hætta á stórstyrjöld. Sovétkeisararnir og leppar þeirra eða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.