Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980.
3
Alþýðubandalagsmenn:
„Ætia að kollvarpa
þjóðskipulagi okkar”
Þegar ég fyrst kom til Bandaríkj-
anna árið 1947 eða svo, fannst mér
óttalegt vesen að fá vegabréfsáritun i
ameríska sendiráðinu. Fylla þurfti út
heilmikið plagg, og m.a. að svara
heilmörgum spurningum sem mér
fannst sumar nokkuð barnalegar.
Sumum þessara spurninga þarf ekki
lengur að svara.
Eg hef skipt um skoðun um þessi
atriði, sum a.m.k. Önnur finnst mér
eiga rétt á sér, þvi hví skyldu Banda-
rikjamenn hleypa hverjum sem er inn
i land sitt? Margar þjóðir gæta þess
vel að óæskilegir borgarar annarra
þjóða fái ekki að koma inn i land
þeirra.
Ein spurning þeirra Bandaríkja-
manna var efnislega eitthvað á þessa
leið: „Eruð þér í einhverjum félags-
skap sem aðhyllist eitthvað það þjóð-
skipulag sem er andstætt því handa-
ríska?”
Raddir
lesenda
Vegheflun í Kópavogi:
Furðuleg
vinnubrögð
1294—6007 skrifar:
Mig langar að vekja athygli á veg-
heflun í Kópavogi. Ég bý við Álfhóls-
veginn á kafla þeim þar sem hús eru
aðeins öðru megin götunnar. Þegar
snjó er rutt af götunni hér er honum
alltaf rutt að og út i bilastæðin min
megin götunnar, en ekki út af þeim
megin sem húsalaust er. Þetta þykja
mér æði furðuleg vinnubrögð þar
sem ég hef alltaf haldið að heflun
þessi væri gerð m.a. fyrir ibúa göt-
unnar. Svo virðist hins vegar alls ekki
vera. Einnig hefur það vakið furðu
mina að ágætis veghefill og maður á
fullum launum geti ekki slétt úr
þessum örfáumalargötuspottum héri
Kópavoginum þegar þess þarf með,
fimm daga vikunnar þvi að þegar ég
rekst á veghefil hér i bæ er það nær
undantekningarlaust annað hvort í
nætur eða helgidagavinnu. Maðurinn
er kannski á sér næturvinnusamningi
hjá bæjarfélaginu? Já, það er nú
margt skritið í kýrhausnum eins og
þar stendur.
Áratugnum er
ekki lokið
Svava Valdimarsdóttir skrifar:
Mig langar til að fram komi leið-
rétting á fyrirsögn á lesendabréfi
ntinu sem birtist i Dagblaðinu 18.
janúar. Fyrirsögnin var Áratugnum
er lokið.
Ég meinti að áratugnum lyki 31.
desember 1980 en ekki I. janúar
1980. Það setur strik i reikninginn.
Eins lýkur hverju ári 31. desember
sem fæðist I. janúar sama ár.
Ruglingurinn er sá, að Jesús var
búinn að lifa eitt ár þegar hann varð
eins árs, 0—I.
Það er því ekki rétt að timabilið sé
miðað við fæðingu Krists nema að
því leyti, að fyrsta ár hans byrjar á 0
og afmælið er árið eftir, árið I.
Þetta fannst mér skritið, en þegar
ég fór að hugleiða þetta, fannst mér
það laukrétt. Þvi skyldu Bandarikja-
nienn hleypa kolvitlausum kommún-
istum inn í land sitt, eða einhverjum
öfgasinnum?
Mér finnst svipað einnig eiga við
þegar nýir þingmenn vinna eið að
stjórnarskránni, og þá þeir þingmenn
sem kalla sig alþýðubandalagsmenn,
sem þýðir auðvitað ekkert annað en
að þeir eru kommúnistar i hjarta
sínu. Þessir menn hafa það á stefnu-
skrá sinni að kollvarpa því þjóð-
skipulagi sem við höfum kosið okkur
og sem stjórnarskrá okkar er byggð'
á. Það er alveg sania hvað þeir kalla
sig.
Ég held að þessir menn, þcgar þeir
skrifa undir þessa yfirlýsingu, séu vis-
vitandi að skrifa undir eitthvað sem
þeir ætla sér ekki að hafa i heiðri.
Stjórnarskráin okkar gerir nefni-
lega ráð fyrir I.ÝÐRÆÐI EN F.KKI
EINRÆÐI.
Mér datt þetta (svona) i hug.
Siggi flug 7877-8083
Frá baráttufundi Alþýðubandaiags-
ins i Háskóiabíói.
Wartburg árg. 1980 er eins og sniðinn fyrir íslenskar aðstæður, ber
af öðrum bílum úti á malarvegum (þjóðvegum), dúnmjúkur,
sterkur og mjög rúmgóður. Framhjóladrifinn og sparneytinn.
Verð með útvarpi og öðrum fylgihlutum:
Fólksbíll áætlað verð kr. 2.550 þús.
Stationbíll áætlað verð kr. 2.750 þús.
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
Vonorlondi v/Sogoveg — Símor 30560-07710
Spurning
dagsins
Teflirðu?
Kalrín Eyjólfsdóttir húsmóðir: Nei. Ég
kann mannganginn svona nokkurn
veginn en nola mér það litið. Hins
vegar tefla aðrir á heimilinu mikið.
Guðmundur Karlsson verzlunarstjóri:
Það er nú lítið. Ég lærði mannganginn
fyrir löngu og tefldi nokkuð hér í gamla
daga.
Margrét Sveinsdóttir húsmóðir: Nei,
það hef ég aldrei gert. Ég kann ekki
einu sinni mannganginn.
Jón Sigurðsson ellilifeyrisþegi: Nei, ég
hef ekki gert það. Ég lærði manngang-
inn fyrir löngu en síðan ekki söguna
meir.
Björn Björnsson fv. skipsljóri: Nei,
það er nú lítið. Ég kann aðeins mann-
ganginn.
Gunnar Klængsson kennari: Nei. Ég
kann það ekki og er orðinn of gantall
til að læra það.