Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 13
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980. 17 I d Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Í43 i! 1 ",j- m—pw * I Á 1R • £ * ii »'............. I ■« é f »1 . Vidbragð i skautahlaupi í Lake Placid 1932 Dr. Ingimar Jónsson 2. grein SAGA VETRAR- ÓLYMPÍULEIKA Vetrarólympíuleikarnir í St. Moritz 1928 Ferðamannabænum St. Moritz í suðurhl. Sviss var falið að halda II. vetrarólympíu- leikana 1928. Leikarnir fóru fram dagana ll.—18. febrúar. Mun fleiri þjóðir sendu nú keppendur en fjórum árum áður, eða alls 25. Keppendur voru líka talsvert fleiri, rúmlega460. Eins og í Chamonix báru keppendur frá Norðurlöndunum af öðrum keppendum og sigruðu í öllum greinum nema íshokkí, sleðabruni og parakeppni í listhlaupi á skautum. Norðmenn hlutu flest stig eins og fyrir fjórum árum en í öðru sæti urðu Bandaríkjamenn og síðan Svíar og Finnar. í skíðagöngunni skiptu Norðmenn og Svíar verðlaununum bróðurlega á milli sin. í styttri göngunni hirtu Norðmenn öll verð- laun en Svíar í þeirri lengri. Norðmaður- inn Johan Gröttumsbraaten sigraði í 18 km göngunni og einnig í norrænu tvikeppn- inni. í Chamonix hafði hann orðið annar í göngunni og þriðji í tvíkeppninni. En Johan hafði ekki þar með sagt sitt síðasta. Sterkir Norðmenn Keppnin í skíðastökki þótti afar spenn- andi og tvísýn. Norðmenn tefldu fram mjög sterkum stökkvurum en þeirra fremstur var Alf Andersen sem um síðir gekk með sigur af hólmi eftir harða keppni við landa sinn, Sigmund Ruud, einn hinna frægu Ruud-bræðra. Litlu munaði þó að sigurvegaranum frá 1924, Tullin-Thams, tækist að endurtaka sigurinn. í síðari um- ferðinni náði hann miklu stökki en stóð það ekki og féll svo illa að mörgum þótti hin mesta mildi að hann skyldi lifa fallið af. Stökkið reyndist rúmir 70 m (sumar heimildir segja 73,5 m) en lengsta stökk Andersens mældist 64 m. Sérfræðingar höfðu lýst þvi yfir að svona langt ætti ekki að vera hægt að stökkva í braulinni. Barátta Norðmanna og Finna í skautahlaupi Finnar og Norðmenn háðu marga hild- ina í skautahlaupinu. Finnanum Clas Thunberg tókst að vinna 1500 m eins og i Chamonix og auk þess silfurverðlaun i 500 m. 5000 m vann ungur Norðmaður, Ivar Ballangrud að nafni, sem síðar lét mjög að sér kveða á næstu vetrarleikum. Fyrstu gullverðlaun Sonju Henie í listskautahlaupi karla vann Sviinn Gillis Grafström gullverðlaun í þriðja sinn á ólympíuleikum en jafnframt sín siðustu því á næstu leikum hitti hann fyrir ofjarl sinn. í kvennaflokki vann Sonja Heniei yfirburðasigur. Hún var þá orðin lang- fremst allra kvenna í listskautahlaupi. Árið áður varð hún heimsmeistari en þann titil átti hún eftir að vinna oftar en nokkur önnur. Kanadamenn sigruðu enn á ný í íshokkí. í úrslitakeppninni, en i henni kepptu þrjú lið sem efst höfðu orðið í riðlakeppni ásamt Kanada (sem ekki þurfti að taka þátt í riðlakeppninni), sigruðu Kandamenn Svi- þjóð með 11 mörkum gegn engu, Sviss- lendinga með 13:0 og Breta með 14 gegn engu. Bandaríkjamenn sigruðu i bobsleða- keppninni og í sleðabruni á einsmannssleða (skeleton) unnu bandarísku bræðurnir John og Jennison Heaton sigur. Vetrarólympíuleikarnir í Lake Placid 1932 Sú ákvörðun Alþjóðaólympíunefndar- innar að láta III. vetrarólympíuleikana fara fram í Lake Piacid í Bandaríkjunumj mæltist víða illa fyrir. Staðarvalið þóttij óheppilegt vegna þess hve langt og kostnaðarsamt það var fyrir keppendur frá Evrópu að ferðast þangað. Margir óttuðust að margar þjóðir myndu af þeim sökum ekki senda keppendur á leikana. í annan stóð drógu margir í efa að Bandaríkjamenn gætu haldið leikana á viðunandi hátt þar sem vetraríþróttir nutu þar ekki mikilla vinsælda, a.m.k. ekki eins og i Evrópu. Þessar áhyggjur reyndust að sumu leyti á rökum reistar. Reyndin varð sú að aðeins 17 þjóðir sendu rúmlega 300 keppendur. Deilur daglegt brauð Það kom líka á daginn að Bandaríkja- menn. vildu hafa hlutina öðruvísi en Evrópumenn áttu að venjast. Sumt komi Evrópumönnum ærið spánskt fyrir sjónir enda fór svo að árekstrar og kærur voru daglegt brauð meðan á leikunum stóð. Mestar deilurnar urðu vegna keppnis- fyrirkomulagsins í skautahlaupinu. Bandarikjamenn höfðu fengið því fram- gengt að keppt skyldi eftir þeirra reglum sem voru í mörgu frábrugðnar þeim sem gilt höfðu í Evrópu. Keppendur voru t.d. ekki látnir hlaupa á aðskildum brautum, tveir og tveir í einu, heldur margir í hóp. Hvert hlaup hófst þvi með miklum bægsla- gangi þar sem allir reyndu að olnboga sig áfram. Tímatakan var líka fremur óvenju- leg. Tími var aðeins tekinn á fyrsta manni en þeir sem næstir komu fengu gefna upp tíma eftir því hve langt á eftir fyrsta manni þeir komu í mark. Finnanum Clas Thun- berg blöskraði svo þetta fyrirkomulag að hann hætti við að keppa. Hann var þó kominn til Lake Placid til þess að ljúka glæsilegum íþróttaferli með góðri frammi- stöðu á leikunum. Snjóleysi ógnaði leikun- um Það verður aftur á móti að segja Banda- ríkjamönnum til hróss að íþróttamann- virkin í Lake Placid voru ekki af verri endanum. Og ekki verður þeim um kennt þótt veðurblíða gerði bæði keppendum og starfsmönnum lífið leitt þá dagana sem keppnin stóð yftr. Reyndar munaði minnstu að snjóleysi kæmi í veg fyrir að leikarnir gætu hafist á tilsettum tíma. Þegar keppendur frá Evrópu komu til Lake Placid til æfinga um miðjan janúarmánuð (leikarnir fóru fram dagana 4. —13. febrúar) hafði ekki komið snjókorn úr lofti. Útlitið var því afar slæmt. En á síðustu stundu rættist þó úr öllum til mikils léttis og snjór lá yfir öllu þegar leikarnir voru settir. Norðurlandabúar beztir í skíðagreinum sem fyrr í skíðagreinunum höfðu Norðurlanda- búar mikla yfirburði eins og á undangengn- um leikum. í báðum göngugreinunum skipuðu þeir sér í 10 fyrstu sætin. í norrænu tvíkeppninni sigraði Johan Gröttumsbraaten og þrír landar hans komu næstir honum. Svíar unnu þrefaldan sigur í 18 km göngunni og Finnar bæði gull- og silfurverðlaun i 50 km göngu. Göngu- keppnin varð annars nokkuð söguleg vegna þess að rétt áður en hún hófst gerði mikið blíðviðri svo mikill snjór fór úr göngu- brautinni. Á köflum varð hún alveg snjólaus. Göngumennirnir þurftu því að' ganga á skíðunum á auðri jörðinni. Sumum gekk það illa og komu illa til reika i mark, blóðugir og rifnir. Þekktu ekki skíðastökk Skíðastökkskeppnin vakti mikla athygli áhorfenda því flestir þeirra höfðu aldrei séð skíðastökk áður. En þeir fengu að sjá tvísýna keppni milli Norðmannanna Hans Beck og Birgir Ruud. Eftir fyrra stökkið hafði Beck forustu. Hann náði bezta stökk inu og stökk 5m lengra en Ruud sem þá var talinn sigurstranglegastur enda heims- meistari frá því árið áður. í síðari umferð- inni tókst Birgi að snúa blaðinu við og sigra ■með glæsilegu stökki. Bandaríkjamenn unnu öll skautahlaupin Bandarikjamenn unnu öll skautahlaup- in. Jack Shea vann 500 m og 1500 m en Irving Jaffe 5000 m og 10000 m. Aðeins tveimur Norðurlandabúum tókst að hreppa verðlaun að þessu sinni. Annar þeirra var Ivar Ballangrud sem varð í öðru sæti í 10000 m. í listhlaupi á skautum sigraði Sonja Henie með miklum yfir- burðum í kvennaflokki en í karlaflokki mátti Grafström sjá af gullverðlaunum til Karls Schafer frá Austurríki, sem reyndar var heimsmeistari í greininni. í parakeppn- inni urðu frönsk hjón, Andrée og Pierre Brunet, hlutskörpust. Kanadamenn unnu íshokkíkeppnina i fjórða sinn frá 1920. í þetta sinn var sigur- inn naumur því þeim tókst aðeins að merja sigur á Bandaríkjamönnum (2:1). Bandaríkjamenn unnu tvöfalt í. bobsleðakeppninni. Keppt var í fyrsta sinn á fjögurra-manna sleða. Bandarikjamenn hlutu flest stig á þessum leikum og Norðmenn urðu að láta sér annað sætið lynda. Ellefu stiga sigur Njarð víkinga gegn Stúdentum — í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Hagaskóla í gærkvöld Njarðvikingar sigruðu Stúdenta með ellefu stiga mun í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í iþróttahúsi Kennara- háskólans í gærkvöld. Lokatölur 76— 65 og þar með eru Njarðvíkingar aftur komnir upp að hlið KR og Vals með 16 stig en hafa leikið einum leik meira. Leikurinn í heild var mjög slakur, Formaður For- est í fangelsi Stjórnarformaður Nottingham Forest, Stuart Dryden, var í síðustu viku dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að svindla á brezku póstþjónust- unni. Dryden, sem er vara-póststjóri í Ruddington, hafði látið greiða eiginkonu sinni 162 sterlingspund í kaup mcðan hann var í keppnisför með Nottingham Forest fyrir siðasta kcppnistimabil — en kona hans mátti ekki taka við slíkum greiðslum. Til að ná út peningunum sagði Dryden að mágkona hans hefði unnið fyrir hann. Talið er að Dryden muni áfrýja dómnum. Hann ætlaði að segja af sér formennsku hjá Forest en Brian Clough, stjóri Forest, og stjórnarmenn lögðust mjög gegn þvi. Bandariskt knattspyrnufélag bauð í gær stjóra Watford, Graham Taylor, 2000 sterlingspunda, 1,8 milljón isl. króna, vikulaun næstu þrjú árin ef hann vildi gerast þjálfari hjá því. Hinn 36 ára Taylor sagði nei takk, ætlar að vera áfram með lið Elton John. Firmakeppni Firmakeppni Aftureldingar i knatt- spyrnu verður haldin dagana 2. og 3. febrúar í iþróttahúsinu að Varmá. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt í síma 66630 eða 66155 fyrir 29. janúar. Innanhússmót lnnanhússmót íþróttabandalags Suðurnesja verður háð um helgina í íþróttahúsinu i Njarðvik. Keppni hefst kl. 12.30 báða dagana, en fyrri daginn verður keppt í eldri flokkunum en i þeim yngri á sunnudag. Úrslit úr mót inu verða birt siðar i DB. einkum af hálfu Stúdenta, sem án þjálfara síns, Trent Smock, höfðu ekkert að segja í Njarðvíkinga. Smock er meiddur og gat ekki leikið — en ekki að vita hver úrslit hefðu orðið ef hans hefði notið við. Það virðist af sem áður var hjá Njarðvíkingum — liðinu hrakarstöðugt. Stúdentar höfðu yfir fyrstu mínút- urnar í leiknum í gær en það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar náðu yfirhöndinni og höfðu 12 stig yfir í hálfleik, 42—30. Um tíma i fyrri hálfleiknum skoruðu þeir 18 stig gegn tveimur stigum Stúdenta eða á átta mínútna kafla. Framan af síðari hálfleiknum jók UMFN forskot sitt í 18 stig og þá leyfði þjálfari liðsins öllum ungu strákunum í liðinu að reyna sig. Stúdentum tókst þá að - minnka muninn — mest niður í sjö stig — en tókst aldrei að ógna sigri Njarðvíkinga, sem skoruðu fjögur síðustu stigin í leiknum. Fáir áhorf- endur voru því fegnastir, þegar þessari döpru sýningu lauk. Flest stig Stúdenta i leiknum skoruðu Jón Héðinsson með 23 stig, Gunnar Thors 16 og Bjarni Gunnar Sveinsson með II — en hjá Njarðvíkingum var Gunnar Þorvarðarson stigahæstur með HK í Kópavogi 10 ára Handknattleiksfélag Kópavogs á 10 ára afmæli laugardaginn 26. janúar. í tilefni þessa merka áfanga i sögu þessa unga félags veröur haldið kaffisamsæti fyrir alla stuðningsmenn og velunnara félagsins. Kaffisamsætið veröur haldið í félagsheimilinu Þinghól í Kópavogi (félagsheimili Alþýðu- bandalagsins) milli kl. 16.00 og 18.00. Allir velunnarar félagsins eru boðnir hjartanlega velkomnir og hvattir (il að mæta. I tilefni 10 ára afmælis félagsins hafði verið ákveöiö að halda hraðmót i handknattleik. Vegna þess að svona mól hefði þurft að halda i öðru bæjar- félagi en heimabæ félagsins hefði slíkt mótshald orðið félaginu fjárhagslega ofviða. Þar sem engin aðstaða er fyrir hendi til slíks mótshalds í Kópavogi hefur nú verið ákveðið að fresta fram- kvæmd þessa móts. Forráðamenn félagsins heila því að mótið verði haldið strax um leið og fullnægjandi aðstaða veröur fyrir hendi í heimabæ félagsins, Kópavogi. SÁ BREZKISLÓ MEISTURUNUM VID Robin CousinsEvrópumeistari í listhlaupi Brezki skautakappinn Robin Cousins sigraði með miklum yfir- burðum í lokagreininni í listhlaupi karia á Evrópumeistaramótinu í Gauta- borg í gærkvöld og tryggði sér Evrópu- meistaratitilinn. Það var í fyrsta sinn, sem hinn 22ja ára brezki meistari sigraði aðalkeppinauta sína, Vladimir Kovalev, Sovétríkjunum, og Jan Hoffman, A-Þýzkalandi. Þrátt fyrir sigurinn sagðist Cousins ekki hafa komizt nálægt sínu bezta í gærkvöld — en honum tókst þó að róa hinn skapmikla þjálfara sinn, Carlo Fassi, sem kallaði hann hugleysingja eftir keppnina í fyrrakvöld. ,,Ég var þó jafnargur út í sjálfan mig og Fassi var,” sagði Cousins í gær eftir sigurinn. ,,Ég get mun betur — og vona að mér heppnist að sýna það á óiympiuleikunum í Lake Placid,” sagði hann ennfremur. Cousins hlaut 188.70 stig í keppninni. Hoffman, sem sigrað hafði á þremur síðustu Evrópumótum, varð annar með 186.36 stig en heimsmeist- arinn Kovalev varð að láta sér nægja þriðja sætið. Hlaut 185.04 stig. Þessir þrír voru í algjörum sérflokki. Fjórði maður, Igor Bobrin, Sovétríkjunum, hlaut 177.58 stig. Valur gegn Drott í Halmstad á sunnudag — Sænska liðið er nú efst í Allsvenskan en Heim í öðru sæti Fyrri leikur Vals og sænsku meistar- anna Drott í 3ju umferð Evrópukeppn- innar í handknattleik verður í Halm- stad í Svíþjóð á sunnudag — en síðari leikurinn viku síðar hér í Laugardals- höll eða sunnudaginn 3. febrúar. Valsmenn héldu utan i gær og eru með sitt sterkasta lið. I marki leika Kambahlaup ÍRogHSK Kambaboðhlaup ÍR og HSK verður á morgun, laugardag, og hefst kl. 14.00. Sjö sveitir að minnsta kosti taka þátt í hlaupinu, sem er boðhlaup 4x10 km. Hlaupið hefst á Hellisheiði og íýkur við ÍR-húsið við Túngötu um fimm-leytiö. Þróttur vann Villa slæddist inn í úrslitin í yngri lokkunum í blaðinu. _ í 4. flokki I sigraði Þróttur FH 10—9 og hefur ví 15 stig i riölinum. FH 13. Marka- álur Þróttar 122—102. Brynjar Kvaran og Ólafur Benedikts- son. Aðrir leikmenn eru Bjarni Guðmundsson, Brynjar Harðarson, Björn Björnsson, Hörður Hilmarsson, Steindór Gunnarsson, Þorbjörn Jens- son, Stefán Gunnarsson, Jón H. Karls- son, Stefám Halldórsson og Þorbjörn Guðmundssonu Drott er nú efst ( /illsvénskan og verður því erfitt heim að sækja. Liðið tapaði þó óvænt fyrir Kristianstad i fyrri viku á heimavelli en vann síðan Lugi, 29—25, nú í vikunni eftir 15—11 í hálfleik. Leikmennirnir kunnu, Göran Bengtsson og Torbjörn Kingvall, voru þar atkvæðamestir með sjö og sex mörk. Af öðrum úrslitum má nefna úr 15. umferðinni. Kristianstad-GUIF 19—20 Stefán Halldórsson, fyrrum landsliðs- maður úr Víkingi, skoraði eitt af mörkum heimaliðsins. Hellas-Red- bergslid 21—25, Heim-AIK 24—17, H43-Frölunda 24—19, Ystad-Viking- arna 25 — 15. ’ . Staðftn er nú þannig. Drott 15 10 3 2 344—315 23 Heim 15 10 2 3 355—320 22 Yslád ■" 14 10 I 3 293—261 21 Vikingarna 14 9 1 4 293 —28Ú19 LUGI 14 9 0 5 328—286 18 Hellas 14 5 2 7 281—287 12 H 43 14 5 2 7 265—274 12 Frölunda 14 5 2 7 277—304 12 Krist. st. 15 5 2 8 307—337 12 Redbergslid 15 5 0 10 276—289 10 GUIF 14 3 0 11 289—320 6 AIK Skjaldarglíman Skjaldarglíma Ármanns verður háð sunnudaginn 3. febrúar næstkomandi kl. 15.00 í Melaskólanum. Þátttaka til- kynnist til Guðmundar Ólafssonar, Möðrufelli 7, sími 75054,fyrir 29. janúar. 18 stig. Jónas Jóhannesson var með 13: stig, Jón Matthíasson og Valur Ingimundarson 10 hvor. Þjálfarinn Ted Bee hafði sig ekki mikið í frammi — var aðeins með sex stig. Staðan í úrvalsdeildinni er nú KR Valur Njarðvík ÍR Fram ÍS 11 11 12 II 11 12 3 936—837 16 3 947—893 16 4 994—947 1 6 5 945—975 12 9 856—947 4 10 1 032-1099 4 Árni Njáls til Þórs Árni Njálsson, sem sl. sumar þjálfaði 2. deildarlið FH. með mjög góðum árangri, mun um helgina skrifa undir samning hjá 2. deildarliði Þórs á Akureyri. Árni hefur að undanförnu staðið í samningaviðræðum við Þórsarana og mun nú allt klappað og klárt nema undirskrift hans. F.kki er að efa að Þórsurum er mikill fengur í Árna, sem er gamal- reyndur þjálfari. Hann kom FH upp i 1. deildina sl. sumar og hver vcit nema hann endurtaki leikinn með Þór. Þá eru allar horfur á því að Elmar Geirsson leiki áfram með KA í sumar. Elmar hafði hugsaö sér að leggja skóna endanlega á hilluna eftir síðasta keppnistimabil en mun vænlanlega leika með KA eitt sumarið enn. Það verða KA-mönnum vafalítið gleðitiðindi þvi ekki mun af veita öllum tiltækum mannskap til að endurheimta I. 1. deildarsætið sem tapaðist sl. sumar. Firmakeppni Þróttar Eins og undanfarin ár gengst Knatt- spyrnufélagið Þróttur fyrir firma- keppni i innanhússknattspyrnu og fer keppnin fram i Vogaskóla og hefst 16. eða 17. febrúar. Nánari dagsetning verður ákveðin þegarþátttaka er Ijós. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Guðjóns Oddssonar í Litnum, Síðu- múla 15, simi 33070, fyrir þriðjudags- kvöld 5. febrúar. Þátttökugjald er kr. 30.000.00. Knattspyrnudeild Þróttar. ’tshokkí á Melavelli. DB-mynd Bjarnleifur. Sigra Reykvíkingar Akureyringa aftur? Bæjakeppni í íshokkí á Melavelli á laugardag Það verður hörkukeppni í íshokkí á Melavelli á niorgun, laugardag — bæjakeppni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Leikurinn hefst kl. 15.00 ef frost verður sem allar líkur benda til. Akureyringar hafa löngum verið fremstir i íshokkí hér á landi og það kom þvi mjög á óvart i fyrra þegar Reykjavík sigraði, 7—1 í bæjakeppni við Akureyri. Frétzt hefur, að Akureyringar hyggi nú á grimmilegar hefndir. Aðstaða til ishokkí hefur lagazt ,mjög á Melavelli, lagður þar sérvöllur syðst á vellinum með upphækkuðum áhorfendasvæðum. Vel unnið að þessum málum hjá Eiríki Tómassyni, formanni íþróttaráðs, Baldri Jónssyni vallarstjóra og mönnum hans, og borg- arstjórn. Mikill áhugi er á að hefja jshokki til vegs í Reykjavík. Reykvíkingar telja sig með gott lið í leiknum við Akureyringa á morgun. Vestur-íslenzku strákana fjóra Helga, Óðin, Atla og Dennis —Ieikna íshokkí- menn, syni, Helga Geirssonar, for- manns Skautaráðs Reykjavikur. Þá verður Svenni bakari líka á ferðinni, Mansi, Sigurjón Sigurðsson, Óli Thorarsensen og fleiri. Harðskeytt lið, sem ætlar sér að sigra á ný, í jhressilegum leik. , Keppt er u m bi kar og aðgangur fyrir áhorfendur er ókeypis. Afmælismót Fyrri hluti afmælismóts Júdósam- bands íslands vcrður nk. sunnudag, 27. janúar, í íþróttahúsi Kennaraháskólans oghefst kl. 14. í þessum fyrri hluta mótsins verður keppt í öllum þyngdarflokkum karla ef næg þátttaka veröur í þeim öllum. Hér er um að ræða 7 þyngdarflokka, og eru mörkin á milli flokka sem hér segir: — 60 kg., —65 kg. —71 kg., —78 kg., — 86 kg., —95 kg. og + 95 kg. Sveit Ármanns sigraði með nokkrum yfirburðum á Mullers- mótinu í Hveradölum sl. laugardag. Hér er sigursveitin ásamt þjálfara sinum. Frá vinstri Sigurjón Jakobs- son, þjálfari, þá Halldóra, Kristinn Helgi og Tryggvi. DB-mynd Þorri. jt»ti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.