Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980. Dómsmálaráðherra um ólöglegar leigumidlanir: „VAKTIA1HYGU RÉTTRAAÐILA A MÁUNU” í framhaldi af skrífum Dagblaðsins „Dómsmálaráðuneylið hefur vakið athygli réltra aðila á málinu í framhaldi af skrifum Dagblaðsins. Það er Rannsóknarlögreglu ríkisins að ganga úr skugga um hvort hér er um einhvers konar ólöglega starfsemi að ræða. Að öðru leyti heyrir þetta undir félagsmálaráðuneytið,” sagði Vilmundur Gylfasbn dómsmálaráð- herra í gær. „Tvær ólöglegar leigumiðlanir starfandi — óheimilt samkvæmt lög- um að taka féaf fólki í húsnæðisleit” var fyrirsögn fréttar á forsíðu DB sl. miðvikudag. Þar var sagt frá ólög- legri leigumiðlun sem starfrækt hefur verið að Hverfisgötu 76. Atvinnu- miðlun mun einnig hafa verið starf- rækt á sama stað — nokkuð sem er óheimilt lögum samkvæmt. Jón frá Pálnrholti hjá Leigjenda- samtökunum sagði DB að fjöldi kvartana hafi borizt frá fólki sem leigumiðlanirnar hafa hirt af pen- inga. Leigjendasamtökin kærðu Hverfisgötumiðlunina oftar en einu sinni til lögreglu og félagsmálaráðu- neytisins. Ekkert gekk fyrr en nú, að Dagblaðið birti fréttir um hina ólög- legu starfsemi. -ARH Hluti af sporlbátum Isfirðinga. Sjórall ’80: DB-mynd JH Þrír keppnisbátar koma frá ísafirði „Það er hugsanlegt að 3 bátar héðan taki þátt í næsta sjóralli, allt bátar sem eru fyrir hendi núna og vel búnir,” sagði Jónas H. Eyjólfsson á ísafirði í viðtali við DB i morgun. Hann, ásamt Guðmundi Óla Lyngmó, er ákveðinn í að keppa á 19 feta Sheltland báti. Daði Hinriksson, núverandi eigandi Ingu, sem Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Ásgeirsson kepptu á í fyrra, hefur einnig fullan hug á keppni og sömu- leiðis Tryggvi Tryggvason á 24 feta Fjord báti. Tryggvi og Daði eiga eftir að velja sér aðstoðarmenn, eftir því sem Jónas vissi bezt í morgun. Allir eru þessit menn í Sæfara, félagi sportbátaeigenda á ísafirði. -GS NÍU KINDUR DRÁPUST Á VEGUM VIÐ REYKJAVÍK — Ástandid batnar stöðugt varðandi dýraslysa á vegum Níu kindur voru drcpnar á stofn- brautum þjóðvegakerfisins í grennd við Reykjavík sl. sumar. Voru sjö þeirra á Suðurlandsvegi en tvær á Vesturlands- vegi. Á árinu 1978 drápust 12 kindur á þessum sömu vegum. Tryggvi Friðlaugsson, lögregluvarð- stjóri i Árbæjarstöð, hefur haldið skrá um slys á dýrum í umferðinni undan- farin ár. Skrá Tryggva sýnir að ástandið í þessum málum batnar stöðugt. Sem dæmi má nefna að 1976 voru _I8 kindur drepnar af bílum á vegum við Reykjavík og þrjú hross. Á sl. ári er ekki vitað um nema eitt hross sem bíll ók utan í. Var slysið ekki talið ökumanni að kenna og hrossið meiddist lítið. Af þeim 9 skiptum, þar sem keyrðar voru niður kindur á sl. sumri, gáfu bíl- stjórar sig fram i 7 tilvikum. Tvær kindur fundust niðureknar á Suður- landsvegi og vissi enginn hver hafði átt þarhlutað. -A.St. Skákþing Reykjavíkur: Jóhann og Haraldur enn með „fullt hús” Jóhann Hjartarson og Haraldur Haraldsson eru efstir og jafnir að lokn- um 6 umferðum á skákþingi Reykja- víkur. Þeir hafa unnið allar sinar skákir og hafa 6 vinninga. í 6. umferð vann Jóhann Björn Sigurjónsson og Haraldur vann Guð- mund Ágústsson. Þeir Björn og Guðmundur eru i 3.—4. sæti mcð 5 vinninga. AIls eru keppendur 86 á mótinu og tefldar verða 11 umferðir eftir Monrad- kerfi. 7. umferð verður tefld í kvöld og þá leiða þeir Jóhann og Haraldur saman hesta sína. - GAJ Kvennahátíð á laugardaginn: Verðlaunaleikrit og óvæntar uppákomur Rauðsokkahreyfingin efnir til mik- illar kvennahátíðar nú á laugardag- inn. Hátíðin, sem er á tíunda starfs- ári hreyfingarinnar, á að vera sú fyrsta af árlegum slík um hátiðum. Hátiðin hefst í Tónabæ klukkan 10 að morgni og lýkur henni klukkan þrjú að nóttu í Fáksheimilinu. Í Tónabæ verður ýmislegt gert til skemmtunar og fróðleiks. Nefna má sem dæmi að skáldkonur lesa úr verkum sínum og flutt verður verð- launaleikritið Vals eftir Jón Hjartar- son. Þá syngja bæði rauðsokkar og aðrir og bóndakona úr Ölfusinu flytur ávarp. Á milli atriða verða svo óvæntar uppákomur ef tími gefst til. í Fáksheimilinu verður húsið opnað klukkan níu. Klukkan tíu hefst söngdagskrá en að henni lok- inni verður dansað til klukkan þrjú. Öllum er heimilt að koma bæði í Tónabæ og Fáksheimilið. Miðar verða seldir á staðnum og kostar 1500 fyrir daginn og 2000 fyrir kvöldið. Barnagæzla verður á vegum fóstru- nema í Tónabæ. - I)S UM UÓNSKÁLD i gær komst einhver púki í fyrirsögn stað verður fantastiskur að fanatískur. og nokkur orð greinar eftir mig um bók Við þetta breytast áherzlur greinarinn- Guðbergs Bergssonar. Fyrirsögnin átti ar. að vera UM LJÓNSKÁLD og á einum - Al Föngulegur hópur kvenna fylgdi Olafi heitnum á Gilsbakka til grafar. Hér sjást nokkrar prúðbúnar skiptast á orðum undir kirkjuvegg. Upptaka á jarðarfararatriðinu I Land og synir fór fram I Tjarnarkirkju I Svarfaðardal. DB-mynd: ARH Land og synir frumsýnd í kvöld: EF 30 ÞUS. MANNS BREGÐA SÉR í BÍÓ — þá er fyrírtækinu borgið „Við þurfum að fá 30 þúsund manns á sýningar til að fyrirtækið standi örugglega undir sér. Miða- verðinu er stiljt i hóf til að sem flestir geti séð sér fært með góðu móti að sjá myndina,” sagði Jón Hermanns- son, framleiðandi kvikmyndarinnar Land og synir. Land og synir verður frumsýnd samtímis í Austurbæjarbíói og á Dal- vík í kvöld kl. 9. Á morgun er fyrir- hugað að hafa 4 sýningar í viðbót á Dalvik. Að þvi búnu hafnar það ein- tak myndarinnar á Akureyri. Sýningar þar i bæ hefjast á sunnudag. Sýn- ingar í Austurbæjarbíói verða kl. 5, 7 og 9 á næstunni. Miðaverð er kr. 2500. Til samanburðar má geta þess að leikhúsmiði kostar kr. 4000. Að sögn Jóns er kostnaður við gerð kvikmyndarinnar nálægt 65 milljónum króna. Hún var að mestu tekin upp i Svarfaðardal sl. sumar á 35 mm litfilmu. Kvikmyndun stóð yfir i tæpa tvo mánuði og sýningar- tími myndarinnar er 94 mínútur. - ARH Ríkisstjóm Islands um mál Sakharovs: „SKYLAUST BR0T A ALÞJOÐ- LEGUM SKULDBINDINGUM” „Aðgerðir sovézkra stjórnvalda varða ekki aðeins borgara Sovétrikj- anna. Þær eru skýlaust brot á alþjóð- legum skuldbindingum og steinn i götu þeirrar viðleitni að bæta sambúð rikja i Evrópu og draga úr spennu i heimin- um,” segir í yfirlýsingu íslenzku rikis- stjórnarinnar frá í gær. „Á undanförnum vikum og mánuðum hafa fréttir borizt frá Moskvu um handfökur og brottflutn- ing margra þeirra hugrökku karla og kvenna í Sovétríkjunum, sem leyft hafa sér að gagnrýna þjóðfélagskerfi Sovét- ríkjanna og virðingarleysi valdhafanna fyrir almennum mannréttindum,” segir i yftrlýsingunni. „Þessi herferð gegn frjálsri hugsun hefur nú ná5 hámarki með aðför sovézkra stjórnvalda að merkisbera hennar, Andrei Sakharov, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1975 vegna baráttu sinnar fyrir aukn- um mannréttindum í heimalandi sínu.” - HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.