Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980. i.l9 Erlendu vinsældalistamir: Hljómsveitín Styx lætur aö sér kveða Topplögin í Englandi og Banda- ríkjunum eru hin sömu og í siöustu viku. Breytingar á tíu efstu sætunum eru fremur litlar, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Eina nýja nafnið síðan síðast er Tom Petty og Heart- breakers, sem sumir muna ef til vill eftir úr kvikmyndinni FM, sem sýnd var í Laugarásbíói á sínum tíma. Lag þeirra, Don’t Do Me Like That er nú i tíunda sæti bandaríska listans. 1 Englandi komast Nolans í fimmta sæti með lagið I’m In The Mood For Dancing. Stærsta stökkið tekur þó nýbylgjumeistarinn Joe Jackson. Lag hans, It’s Different For Girls fer úr nitjánda sæti i níunda. Þetta lag er af nýjustu LP plötu, Jeos, I’m The Man. Á henni er að finna mörg iög, sem eru betri en það, sem nú er að þokast upp á við. Á hælum Joe Jacksons eru Dr. Hook. Nýjasta tveggja laga plata þeirra, Better Love Next Time, er í tíunda sæti enska listans. Lagið er tekið af plötunni Sometimes You Win, sem nýtur mikiila vinsælda hér á landi um þessanmundir. Hljómsveitin Styx kemur nokkuð víða við sögu um þessar mundir. Lag hennar, Babe, er nú á niðurleið í Bandaríkjunutp eftir að hafa verið á topp tíu um Iangt skeið. Það er aftur á móti á uppleiö i Engiandi og á toppnum í Hong Kong. Styx er bandarísk hljómsveit, ættuð frá Chicago, og þykir í hópi hinna efni- legustu um þessar mundir. Þó að ekki fari mikið fyrir hljóm- sveitinni ABBA i fréttum um þessar mundir, er hún samt í efsta sæti tveggja lista af þeim fimm, sem birtast hér. I Þýzkalandi er það Gimme Gimme Gimme sem situr á toppnum. Hollendingar hlusta aftur á móti mest á I Have A Dream þessa vikuna. Af öðrum lögum hollenzka listans sem vert er að vekja athygli á má nefna What’s The Matter Baby,' sérlega kröftugt rokklag, sem er að finna á sólóplötu söngkonunnar Ellen Foley. Hún er sú sama og söng með Meat Loaf lögin Paradise By The Dashboard Light, You Took The Words Right Out Of My Mouth og fleiri. -ÁT- GOMUL HUOMSVEJT 0G GLÆNÝ Á NÆSTA S.A.T.T.-KVÖLDI Hljómsveitirnar Mezzoforte/ Norðurljós, Stormsveitin og að öllum líkindum Svanfriður koma fram á næsta tónlistarkvöldi Sam- taka alþýðutónlistarmanna og -tón- skálda. Það verður haldið í veitinga- húsinu Klúbbnum á þriðjudagskvöld- ið kemur. Mezzoforte og Stormsveitin eru kunnastar fyrir jasstónlist sína. Norðurljóseru nýdanshljómsveit.sem sagt er frá ánnars staðar hér á síð- unni. Svanfríður var ein aðal rokk- hljómsveit landsins fyrir nokkrum árum. Hana skipa Birgir Hrafnsson, Gunnar Hermannsson, Sigurður Karlsson og Pétur Kristjánsson. H.W. Casey, höfuðpaur hljómsveitarinnar KC & The Sunshine Band. Lag hljóm- sveitarínnar, Please Don’t Go, nýtur nú mikilla vinsælda um allan heim. Meðal annarra laga sem hljómsveitin hefur gert fræg eru That’s The Way (I Like It), It’s The Same Old Song og Boogie Shoes. Norðurljósá popphimni „Við í Mezzoforte vorum lengi búnir að velta þvj fyrir okkur að koma okkur upp danshljómsveit. Með söngvarana Guðmund Torfason og Ellenu Kristjánsdóttur er sú hljómsveit komin saman,” sagði Friðrik Karlsson gítarleikari í samtali við DB. Danshljómsveitina, sem byrjar feril sinn nú um helgina, nefna þau Norðurljós. „Guðmundur söng með okkur i hljómsveitinni Sturlungum í fyrra og’ við höfum unnið með Ellen í Ljósun- um i bænum,” sagði Friðrik. „Við höfðum óneitanlega Ljósin í huga þegar okkur datt í hug að kalla hljómsveitina Norðurljós.” Þó að liðsmenn Mezzoforte, Friðrik, Eyþór Gunnarsson, Björn Thorarensen, Jóhann Ásmundsson og Gunnlaugur Briem, séu nú allir Ellen Kristjánsdóttir söngkona Norðurljósa. Vinsælustu litíu plötumar BANDARÍKIN 1. (19) ROCK WITH YOU..... .............Michaol Jackson 2. (3) COWARD OFTHE COUNTRY...............Kenny Rogers 3. (4) DO THAT TO ME ONE MORE TIME.....Captain & Tennille 4. (7ITHE LONG RUN..............................Eagles 5. (2) PLEASE DONT GO............. KC & The Sunshine Band 6. (8) CRUISIN’........................Smokey Robinson 7. (6) BABE........................ .............Styx 8. (5) ESCAPE (THE PINA COLADA SONG)......Rupert Holmes 9. (9) LADIES NIGHT...................Kool And The Gang 10. (13) DONT DO ME LIKE THAT... Tom Petty And The Heartbreakers ENGLAND 1. (1) BRASSIN POCKET......... 2. (4) WITH YOU l'M BORN AGAIN. 3. (5) MY GIRL................ 4. (8) PLEASE DONTGO.......... 5. (11) l’M IN THE MOOD FOR DANCING. 6. (10) GREEN ONIONS.......... 7. (15) BABE.................. 8. (3) TEARS OF A CLOWN....... 9. (19) IT’S DIFFERENT FOR GIRLS. 10. (17) BETTER LOVE NEXTTIME... ............Pretenders ... Billy Prestoh & Syreeta ...............Madness . KC & The Sunshine Band ................ Nolans .... Booker T. & The MG's ...................Styx .................Beat ...........JoeJackson ..............Dr. Hook HOLLAND 1. (2) I HAVE A DREAM........................ABBA 2. (6) RAPPER’S DELIGHT...............Sugar Hill Gang 3. (3) DAVID’S SONG......................Kelly Family 4. (4) ANOTHER BRICKIN THE WALL........... Pink Floyd 5. (23) RAP-O CLAP-O.. ..................Joe Bataan 6. (7) WHAT’S THE MATTER BABY.............Ellen Foley 7. (1) WEEKEND...........................Earth & Fire 8. (16) FLY TOO HIGH.......................Janis lan 9. (5) THE LONELY SHEPHERT...James Last & George Zamfir 10. (11) WALKING ON THE MOON...............The Police HONG KONG 1. (1) BABE...................................Styx, 2. (7) DO THAT TO ME ONE MORE TIME..Captain & Tennille 3. (6) STILL............................Commodores 4. (3) PLEASE DONT GO...........KC & The Sunshine Band 5. (5) HEARTACHE TONIGHT.....................Eagles 6. (10) TOUCHE ME WHEN WE ARE DANCING..........Bana 7. (2) IF YOU REMEMBER ME.............Chris Thompson 8. (12) HALF THE WAY.................. Crystal Gayle 9. (-) WHERE WERE YOU WHENI WAS FALLINGIN LOVE.Lobo 10. (- IJANE.........................Jefferson Starship VESTUR - ÞÝZKALAND 1. (2) GIMME GIMME GIMME......................ABBA 2. (1) WE DONTTALK ANYMORE..............Cliff Richard 3. (3) A WALKIN THE PARK............Nick Straker Band 4. (6) VIDEO KILLED THE RADIO STAR.........Buggles 5. (S) 1-2-3-4 RED LIGHT.....................Teens 6. (4) IWAS MADE FOR LOVING YOU...............Kiss 7. (8) BABEITS UP TO YOU....................Smokie 8. (7) WHATEVER YOU WANT.................Status Quo 9. (14) MAYBE............................ ThomPace 10. (11) I DONT LIKE MONDAYS...........Boomtown Rats Liðsmenn hljómsveitarínnar Sturlunga, sem reyndar lifði frekar fáa daga, eru allir i Norðurljósum. Á döfinni er plata með hljómsveitinni sem Gunnar Þórðarson mun stjórna upptöku á. gengnir í danshljómsveit þýðir það ekki að Mezzoforte verði lögð niður. „Við spilum jöfnum höndum undir Mezzoforte- og Norðurljósa- nöfnunum,” sagði Friðrik. „Það hefur komið til tals að Mezzoforte taki upp aðra plötu næsta sumar. Jakob Magnússon hefur sýnt því mikinn áhuga að stjórna upptökum þeirrar plötu. Þá hefur það einnig verið orðað að Norðurljós taki upp plötu á næstunni, dægurlagaplötu. Við erum reyndar ekki enn farin að safna að okkur lögum á hana, en ég býst við að Magnús Eiríksson og iGunnar Þórðarson semji meginhluta efnisins. Sjálfir semjum við siðan éitthvað.” Norðurljós eru ein þeirra hljóm- Sveita sem koma fram á SATT-kvöldi i Klúbbnum næstkomandi þriðju- dagskvöld. Hljómsveitin verður á frjálsum markaði, skemmtir á skóla- dansleikjumogöðrumböllum. -ÁT- 3

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.