Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 24
fijálst, úháð dagblað „Stefanía” fjariægist: FRAMSOKN HAFNAR TILLÖGUM BENEDIKTS „Þessar tillögur eru stórt spor aftur á bak miðað við tillögur Alþýðuflokksins í vinstri viðræðun- um,” sagði Tómas Árnason alþingis- maður (F) í viðtali við DB i morgun um tillögur Benedikts Gröndal. Á fundi framkvæmdastjórnar og þing- flokks Framsóknar, sem stóð fram yfir miðnættið, var samþykkt að hafna tillögum Benedikts sem umræðugrundvelli að myndun meiri- hlutastjórnar. í samþykktinni segir að Framsóknarflokkurinn sé reiðubúinn að leggja fram endurskoðaðar tillög- ur, ef það gæti orðið til að auka líkur á stjórnarmyndun. Framsóknarmenn fetta helzt fingur út í tillögur Benedikts í landbúnaðar- málum og byggðamálum. í land- búnaðarmálum stefna tillögurnar að minnkun útflutningsbóta og styrkja til landbúnaðarins. Framsóknarmenn lita svo á að í tillögunum felist að Byggðasjóður verði lagður niður. Framsóknarmenn telja einnig að i tillögum Benedikts sé stefnt að meiri rýrnun kaupmáttar en nokkur leið verði að ná samstöðu um á vinnu- markaðinum. „Menn eru nú lengra frá þvi að mynda stjórn en var áður en tillög- urnar komu fram,” sagði einn forystumaður Framsóknar í morgun. „Líkurnar á utanþingsstjórn hafa vaxið mikið.. Viðbrögð sjálfstæðis- manna við tillögunum skýrast á þing- flokksfundi þeirra í dag. '4Eins og DB sagði í gær dró Alþýðubanðálágið sig út úr viðræð- unum. -HH. FÖSTUDAGUR 25. JAN. 1980. Fnmvörp sam- þykkt og fisk* verð fæddist Samhljóða samþykktu alþingismenn þrenn lög til grundvallar nýs fiskverðs í gærkvöldi og þá stóð ekki á yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins að semja um nýtt fiskverð. Það átti að liggja fyrir um áramót en vegna óvissu um framgang frumvarpa um olíugjald, útflutningsgjald og Aflatrygginga- sjóð, fékk nefndin itrekaðan frest til afgreiðslu. Heildarhækkunin varð um 15% að frádregnu 9% olíugjaldi og hækkar hráefniskostnaður fiskvinnslunnar um 7,3%. Skiptaverð til sjómanna hækkar um 11 % og hlutur útgerðar i fiskverði hækkar um 5,5%. Olíugjald var ákveðið 5%. Meðaltalshækkun skipta- verðs helstu botnfisktegunda var 11%. Kaupendur, seljendur og oddamaður samþykktu þessa lausn samhljóða. -GS. Fargjald fullorðinna með strætó er frá og með deginum i dag kr. 170. Barnafargjald 12 ára og yngri er kr. 40. Ríkisstjórnin lagði blessun sína yfir hækkunarbeiðnir margra opinberra stofnana og fyrirtækja í gær. Strætó- gjöld hækka um 13%, taxtar Rafmagnsveitunnar um 12%, taxtar Skipaútgerðar ríkisins um 9%, síma- gjöld um 13% taxtar Landsvirkjunar um 27% og hitaveitunnar um 20% Þá verður 16% dýrara að sækja leikhús og sinfóníutónleika. 30 miða spjöld fullorðinna með strætó kosta nú kr. 4000. Áður fengust 36 miðar fyrir þá upphæð. Minni spjöld, 6 miðar, kosta 1000 kr. 26 barnamiðar kosta 500 kr. og 30 miða spjöld aldraðra kosta kr. 2000. -ARH. Blessun lögð yfir ótal hækkunarbeiðnin Veður var skaplegt I höfuðborginni i gœr og hœgt að þvo blla. Margir voru ordmr IItt fýsilegir til aksturs vegna fósturjarðarinnar sem safnaðist utan ó lakkió. Frost og hvassviðri hafa hjólpazt að undanfarna daga við að sklta út ökutœkin ogþví erþað kœrkomið ef hægt er að skola burt óhreinindin. DB-mynd Hörður. Þingmenn úr öllum flokkum vilja stórhækka olíustyrkinn: „Fólksf lótti vofir yfir” „Verð á oliu skal greitt niður scm nægir til að oliukostnaður við kynd- ingu húsa verði eigi hærri en sem nemur 2,5 földu vegnu meðalverði hjá hitaveitum landsins, sem hafa jarðvarma að orkugjafa.” Svo segir i frumvarpi fjögurra þingmanna, úr ölltim tlokkum, sem var lagt fram í gær. „Hér er ekki einungis unt sann- girnismál að ræða heldur hagsmuna- mál þjóðarheildarinnar. Ef ekkert er aðhafzt og ekki skjótt við brugðið, vofir yfir brottflutningur fólks frá oliuhitunarsvæðunum og stórfelld byggðaröskun i landinu, öllum til óntælanlegs tjóns,” segja þingmenn- irnir í greinargerð. Verð á gasolíu til húshitunar hcfur 29,3 faldazt en olíu- styrkur hins opinbera aðeins tífaldazt síðan 197f Flutningsmenn segja, að i frum- varpinu felist, að niðurgreiðsla á verði oliu til húshitunar verði 59 prósent. Þeir nefna sem dæmi, að styrkur, sem nú er 288 þúsund á ári,. mundi hækka i 576 þúsund. í þvi dæmi mundi raunvcrulegur kyndingarkostnaður lækka um 50prósent. Flutningsmennirnir eru: Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Tómas Árnason (F), Stefán Jónsson (AB) og EiðurGuðnson(A). -HH. Einn skjólstæðinga Félagsmálastofnunar Reykjavíkur: Barði starfsstúlku niður — Félagsmálaráð íhugar hvort ástæða sé til sérstakra öryggisaðgerða fyrír starfsfólkið Kona, sem á undir Félagsmála- stofnun Reykjavikur að sækja með afkomu sina, sýndi af sér mikinn dólgshátt innan stofnunarinnar fyrir skömmu, sem endaði með þvi að hún réðst á eina starfsstúlku þar og barði hana niður. Rannsóknar- lögregla ríkisins hefur málið nú til meðferðar eftir að starfsstúlkan kærði konuna. Áður hefur hurð skollið nærri hælum að skjólstæðingar stofnunar- innar sýni starfsmönnum þar ofbeldi. í ljósi þessa siðasta atburðar sá Félagsmálaráð borgarinnar ástæðu til að ræða þetta mál sérslaklega á síðasta fundi sínum. Var þar í alvöru velt fyrir sér þeirri spurningu hvort nauðsyn bæri til að vernda starfs- menn stofnunarinnar fyrir skjól- stæðingum hennar með einhvers konar veggjum eða öryggisglerjum. Á fundinum kom m.a. fram að i hópum norrænna starfsmanna við slikar stofnanir hefur þessi mál oft borið á góma og hefur sums staðar þótt ástæða til að grípa til sérstakra öryggisráðstafana. -GS.. Pósthúsránið í Sandgerði: Rannsókn enn án árangurs Pósthúsránið í Sandgerði 2. janúar er ennþá með öllu óupplýst. Að málinu er þó hugað daglega og að rannsókn- inni starfa bæði menn frá Rannsóknar- lögreglu ríkisins og rannsóknar- lögreglumaður af Suðurnesjum. F.ngar yfirheyrslur hafa átt sér stað í málinu síðustu daga en rannsóknarlögreglu- menn endurskoða nú gögn málsins og huga að hverju því sem upp kemur og gæti snert málið. -A.Sl. LUKKUDAGAR: '25. JANÚAR 353 Vöruúttekt að eigin vali hjá’ Liverpool fyrir kr. 10.000. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.