Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980. Hafþór Krislinsson matreiðslu- og kjötiðnaðarmaður i Hólagarði er þarna með fullt trog matar og þorrabakkann í vinstri hendi. DB-mynd Bjarnleifur. Sautján tegundir á bakkanum í Hólagarði Verzlunin Hólagarður í Breiðholti hefur á boðstólum þorramat á bökk- um með einum sautján tegundum. Bakkinn kostar 2900 kr. Á bökkun- um er: hangikjöt, flatbrauð, íunda-' baggi, hrútspungar, bringukollar, sviðasulta, bæði ný og súrsuð, svina- sulta, lifrarpylsa og blóðmör, síld, hvalur og rengi, hákarl, harðfiskur og smjör. Hólagarður afgreiðir einnig pantanir af þorramat til einstakiinga og fyrirtækja. Á undan- förnum árum hefur Hólagarður séð um þorramat til íslendingafélaga erlendis. — Hafþór Kristinsson mat- reiðslu- og kjötiðnaðarmaður í Hóla- garði sagði að mest af þorramatnum væri frá hinum ýmsu kjötiðnaðar- stöðvum, en súrmatinn laga þeir sjálfir, auk þess sem þeir búa lunda- bagganatilsjálfir. -A.Bj. Þ0RRAMA1UR UM ALLT LAND FRÁ KJÖTMIÐSTÖÐINNI „Við afgreiðum mjög mikið af þorramat út á land fyrir þorrablót sem þar eru haldin. Um þessa fyrstu helgi þorrans eru það um þúsund skammtar sem snæddir eru víðs vegar um landið frá okkur. Sumt eða það sem geymist fór í síðustu viku með áætlunarbilum, en við erum að afgreiða núna það sem viðkvæmara er,” sagði Hrafn Bachmann í Kjöt- miðstöðinni við Laugalæk í spjalli við DB. Þar eru einnig á boðstólum þorra- matarbakkar með einum fimmtán tegundum af gómsætum þorramat. Bakkarnir vega um 800 g og kosta 2600 kr. Hrafn sagði að því miður gæti hann ekki sýnt okkur réttu bakkana, sem eru úr plasti, þvi hann var ekki búinn að fá þá í hendur þegar okkur bar að garði. Þá er að sjálfsögðu hægt að fá allan þorramatinn ,,i lausri vigt” eins og í öðrum kjötverzlunum borgar- innar. AUur súrmaturinn er lagaður i Kjötmiðstöðinni, en annað kemut, víðs vegar af landinu eins og Hrafn Bachmann komst að orði. -A.Bj. Guðrún Björnsdóttir I Kjötmiðstöð- inni með þorrabakkann, að visu ekki eins og verður á boðstólum þar á þorranum nema hvað innihaldið er það sama. Hún er einnig með vænan hákarl. DB-mynd Bjarnleifur. Verðsamanburður á þorrabökkum Suðurver: Bakkar 800 g á 2.800 kr. kg verð 3.500 kr. Bakkar 1.600 g á 5.500 kr. kg verfl 3.438 kr. Kjötverzlun Tómasar: Bakkar 1200 g á 3.400 kr. kg verfl 2.833 kr. Hólagarður: Bakkar 1000 g VHJir: á 2.900 kr. kg verfl 2.900 kr. 1 Bakkar 900 g á 2.655 kr. kg verð 2.950 kr. Súrmatur í fötum kg verfl 1.950 kr. Kjötmiðstöðin: 1 Bakkar 800 g á 2.600 kr. kg verfl 3.250 kr. Múlakaffi: Bakkar 1200 g á 4.500 kr. kg verfl 3.750 kr. 44 MULAKAFFI I með s/nn frábæra þorramat / ÞORRAHLAÐBORÐ HLAÐBORÐSANNIR Laugardag kl. 18.30 til kl. 21.30. — Sunnudag kl. 11.30 til kl. 14.30. Adeins úrvals þorramatur Allur íslenzkur súrmatur sem nöfnum tjáir aö nefna. Auk þess hangikjöt, saltkjöt og svið m/rófustöppu eöa uppstúfí. Heitur pottréttur: Stroganoff m/hrísgrjónum. Síldarréttir og salat. Allir geta borðað baki brotnu og verðiö er þó í sérflokki. Veröiö er kr. 5.000 fyrir manninn og ókeypis fyrir börn undir 10 ára aldri. Byrjum í dag aö afgreiða okkar viðurkenndu þorra- matarkassa og eru þeir afgreiddir alla daga vikunnar. Matreiðslumenn frá okkur flytja yður matinn og framreiða hann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.