Dagblaðið - 25.01.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1980.
REIKNA MEÐ AÐ SENDA ÚT ÁnA
ÞÚS. ÞORRAMATARSKAMMTA í ÁR
V
— Þorrahlaðborð um helgar í Múlakaffi
„Við höfum oröið greinilega varir
við vaxandi áhuga á þorramatnum. í
fyrra afgreiddum við út um 6—7000
matarskammta og gerum ráð fyrir að
þetta verði ekki undir 8000 í ár,”
sagði yfirmatreiðslumaðurinn í
Múlakaffi, Lárus Loftsson í samtali
við DB. — Var meira en litið matar-
legt í vinnslusölum Múlakaffis í gær,
þegar okkur bar að garði. Margar
tunnur fullar af súrmat, sem búinn er
að vera í sýru síðan í haust.
,,Við búum allan þorramatinn til
sjálfir á haustin nema blóðmörinn og
Iifrarpylsuna,” sagði Lárus. Það eru
hvorki meira né minna en ellefu
matreiðslumenn sem leggja hönd á
plóginn við matreiðsluna í Múlakaffi
enda staðurinn vinsæll, svo varla er
hægt að fá bílastæði i nágrenninu í
hádeginu.
,,Að þessu sinni verðum við með
þá nýbreytni að hafa á boðstólum
hlaðborð með þorramat um helgar.
Getur þá hver og einn borðað að vild
af réttunum fyrir 5000 kr. Við erum
einnig með á boðstólum bakka með
þorramat, sem fólk getur tekið með
sér heim. Á bökkunum eru um
sautján tegundir, bakkarnir vega um
1200g og kosta 4.500 kr.
Við önnumst þorrablót um allan
I.árus Loftsson yfirmatreiðslumaður
er þarna að raða gómsætum þorra-
matnum á trog.
< M DB-mynd Bjarnleifur.
i
SÚRMATURINN ÍPLASTFÖT-
UM í VÍDI í STARMÝRINNI
„Við leggjum áherzlu á að hafa á
boðstólum súrmat í eins og tveggja
litra fötum, auk þess sem allur hinn
hefðbundni þorramatur er jal'nan
fyrir hendi. Að auki höfum við á
boðstólum þorrabakka,” sagði
éiríkur Sigurðsson kaupmaður í Víði
i Starmýri 2.
„Okkur finnst að bakkarnir séu
meira ætlaðir fyrir vinnustaði en ef
fólk ætlar að borða þorramatinn
heima hjá sér finnst okkur óþarfi að
fólk sé að kaupa brauð, flatkökur og
smjör úti í bæ, flestir ciga það heima
hjá sér. Við höfum cinnig a boðstól-
um sneitt, soðið hangikjöt á bakka.
Verðinu verður stillt í hóf, það
verður aðeins hærra en hrátt kjöt, en
kemst ekki í hálfkvisti við niður-
skorið áleggshangikjöt.”
Einnig er nýmæli hjá Víði að þar er
rófustappa á í smekklegum plastdós-
um.
Þorrabakkarnir í Víði eru með tólf
til fjórtán tegundum. Þeir eru seldir
eftir vigt og kostar kg 2.950 kr.
Algeng vigt á bakka er t.d. 900 g og
kostar slíkur bakki 2655 kr.
Súrföturnar eru eins og tveggja lítra
og kosta 1950 kr. og 3900 kr. F.f súr-
maturinn er keyptur í fötunum þarl'
ekki nauðsynlega að Ijúka við hann
samdægurs heldur má geyma föt-
urnar í kæli í þó nokkurn tíma.
Eiríkur sagði að eingöngu væri notuð
mjólkurmysa til þess að sýra með og
gæfi hún mjög góða raun.
Pétur Valsson, einn af fjórum kjötiðnaðarmönnum Víðis, er þarna með úr-
valið af þorramatnum. í verzluninni eru að auki starfandí tveir matreiðslu-
menn en verzlunin sér um alla kjötvinnslu og matseld fyrir útibúið, Víði í
Austurstræti. DB-mynd Bjamleifur.
Fjölskyldu- 4% tveggja
manna bakkar á boð-
stólum í Suðurveri
„Við leggjum meiri áherzlu á að
selja þorramatinn „i lausu”, eftir
vigt, þá getur hver og einn valið það
sem hann vill. En við verðum einnig
með þorrabakka á boðstólum. Fólk
getur valið um tvær stærðir, fjöl-
skyldubakka, sem ætlaðir eru fyrir
fjóra á 5.500 kr. og minni bakka, sem
ætlaðir fyrir tvo á 2.800 kr. Á bökk-
unum eru tiu tegundir af hefðbundn-
um þorramat," sagði Björn Björns-
son í Kjötbúð Suðurvers í spjalli við
DB.
í Suðurveri var mikið og gott
úrval af alls konar tilreiddri sild auk
hins hefðbundna þorramatar.
-A.Bj.
bæ og þá kostar skammturinn frá og sjáum þannig um allt sem til
4800 upp i 5000 kr. Við Iátum jafnan þarf,” sagði Lárus Loftsson.
matreiðslumann fylgja með matnum -A.Bj.
Þorsteinn Waagfjörð og Hilmar Svavarsson, verzlunarstjóri hjá Tómasi, með
stóreflis þorratrog. Þorsteinn heldur á stóreflis hákarlsbeitu.
DB-mynd Bjarnleifur.
Sumir taka forskot
á sæluna og aðrir
borða þorramat
f ram á góu
„Búðin er sneisafull af gómsætum
þorramat. Við höfum á boðstólum
þorrabakka með um sautján tegund-
um af þorramat, þeir vigta um 1200 g
og kosta 3.400 kr„” sagði Garðar
Svavarsson kaupmaður i einni elztu
kjötverzlun borgarinnar, Kjötbúð
Tómasar.
Hjá Tómasi útbúa þeir allan súr-
matinn sjálfir. Þeir senda mikið af
þorramat til íslendingafélaga
erlendis, aðallega til Danmerkur og
Svíþjóðar. Nú þegar er búið að panta
fyrir sjö hundruð manns, en Garðar
gerði ráð fyrir áð matarskammtarnir
sem hann sendi til útlanda á þessum
þorra færu yfir eitt þúsund.
vÞorramaturinn dreifist á allan
þorrann. Sumir taka forskot á
sæluna og eru þegar búnir að fá sér
þorramat en aðrir eru með þorrablót
allt fram á góu,” sagði Garðar
Svavarsson.
Kjötverzlun Tómasar afgreiðir
einnig þorramat fyrir „blót” hér
innanlands. Meðalverð á- skammti í
hundrað manna blót sagði Garðar að
kæmi út á 3.800 kr. Þá eru auk hins
hefðbundna þorramatar kartöflur i
uppstúfi, rófustappa o.fi. -A.Bj.
Ingunn Ingimarsdóttir í Kjötbúð Suðurvers er þarna með fjölskyldubakkann
annars vegar og tveggja manna bakkann hins vegar. Áætlaður skammtur á
mann á bökkunum er 375—400 g.
DB-mynd Bjarnleifur.