Dagblaðið - 08.02.1980, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980.
Washington:
Hætt við frekari efna-
hagsþvinganir gegn íran
— tilboð um samstarf gegn ógnun frá Sovétríkjunum endumýjað
Stjórnin i Washington hefur lagt
allar frekari hugmyndir um efnahags-
legar þvinganir gegn stjórn írans á
hilluna, í það minnsta að sinni. Jafn-
framt hefur óformlegt tilboð um
samvinnu ríkjanna gegn sameiginleg-
um óvini, Sovélríkjunum, verið
endurnýjað. Þelta er j)ó háð því að
samkomulag náist um að gíslarnir
fimmtíu í sendiráðsbyggingunni í
Teheran verði látnir lausir.
Tilboð jietta hefur legið í loftinu
undanfarna daga en var gert opinbert
til þess að auka líkurnar á að samn-
ingar um gíslana náist sem fyrst við
hinn nýkjörna forseta irans, Bani-
Sadr.
Jimmy Carter, forseti Bandarikj-
anna, sagðist i gær vera ákveðinn í að
auka öll tengsl Bandaríkjanna við
Bandarikjamenn gera sér vonir um að samningar um frelsun gislanna i Teheran
gangi betur eftir að Bani-Sadr hefur tekið við embætti forseta trans.
ríki múhameðstrúarmanna. Kom
þetta fram í ávarpi hans á fundi með
menntaskólakennurum í Washington
af trú Múhameðs.
— Við viljum ieggja fram aðstoð
okkar við allar þær þjóðir sem vilja
vinna að friði. Við viljum berjast
gegn stórum valdablokkum. Forsel-
inn lók fram að hann væri einn úr
þeim hópi Bandaríkjamanna sem
væru reiðir við íransstjórn vegna
löku gíslanna í bandaríska sendiráð-
inu í Teheran. Slík reiði væri þó eng-
an veginn þannig að hún beindist
gegn öllu því fólki sem aðhylltist
múhameðstrú. Jimmy Carter gætti
þess vandlega að nefna aldrei íran
beint eða stjórnina þar. Gaf hann
aðeins óbeint í skyn að hann ætti við
íran er hann nefndi reiði sína.
Akvörðun Bandaríkjastjórnar um
að hætta við aukningu á viðskipta-
þvingunum hefur verið metin þannig
að aukinnar bjarlsýni gæti í
Washington um að takast megi að
semja um frelsun gíslanna í sendiráð-
inu sem búnir eru að vera í haldi í
níutiu og sjö daga. lnnrás stúdem-
anna í sendiráðið var hinn 4. nóvem-
ber síðastliðinn.
Talið er að Bani-Sadr, nýkjörinn
forseli Írans, hafi fullan hug á að ná
samkomulagi um gíslana. Ekki er þó
ljóst enn hve völd hans og áhrif verða
mikil í framlíðinni. Bani-Sadr er
þegar kominn í háværar deilur við
stúdentana sem halda sendiráðsbygg-
ingunni og ekki er heldur ljóst hvort
hann getur skipað þeim fyrir verkum.
—rr) Smurbrauðstofqn
BJORNINN
Njáisgötu 49 - Simi 15105
Það skeðurhjá Skeifunni
Óaðfinnanlegur, betri en nýr.
Simca 1508 GT árg. 1979, ekinn 9000
km. Rafknúnar rúður, útvarp +
segulb. Verð 6.500.000.
Einn mesti dekurbill sem við höfum
fengið til sölu.
Mercury Monarch árg. 1977, sjálf-
skiptur m/öllu, 6 cyl. Verð 6.100.000.
Þessi glæsilega fasteign á hjólum er til
sölu, árgerð 1978, ekinn 32.000 km,
útvarp og segulband. Bfll i 1. flokks á-
standi. Verð 7.500.000.
Til sölu Scout Traveller árgerð 1978,
ekinn 6.000 km, 8 cyl. beinskiptur með
útvarpi og segulbandi. Eyðsla ca 14
Iftrar pr 100 km. Aðallitur rauður,
mjög fallegur bfll. Verð 9,8 millj.
Skipti koma til greina.
Austin Mini árg. 1978, ekinn 20.000
km, silfurgrár með svörtum vinyltoppi.
Verð 3.100.000.
Rover 3500 árg. 1978, gulur, ekinn
28.500 km sjálfskiptur, aflstýri, afl-
hemlar, sportfelgur, segulband. Verð
9,3 millj.
Auk þess í sýnignarsa/
Mazda 929 2 dyra árg. 1977.
Mazda 929 2 dyra árg. 1975.
Range Rover árg. 1976.
Mercury Comet 2 dyra árg. 1974.
AMC Concord 2 dyra árg. 1978.
Lada 1600 árg. 1978.
Saab 99 GL sjálfsk. árg. 1978.
Ford Bronco árg. 1972
auk fjölda annarra bifreiða því aö sýningarsalur okkar
rúmar 70 bifreiðir.
Bílasa/an
--------------Skerfan----------
Skerfunni 11
Símar84848 — 35035
,
mm
Brezkur stáliðnaður er enn nær algjörlega lamaður vegna verkfalla, sem ekki sér fyrir endann á. Myndin sýnir kröfugöngu
verkfallsmanna f suðurhiuta Wales.
Lake Placid:
TAIWAN FÆR
AB KEPPA UNMR
fAna KÍNA
Dómari í Plattsburgh í New York-
ríki úrskurðaði í gær að keppendur
frá Taiwan skyldu hafa heimild til að
keppa undir kínverska fánanum og
láta leika kínverska þjóðsönginn við
sigur á vetrarólympíuleikunum i
Lake Placid. Er þá átt við þann fána
sem Taiwanstjórn notar og þann
þjóðsöng sem hún kýs að nota i nafni
Kínverska lýðveldisins. Taiwan-
stjórn, sem er skipuð þeim sem biðu
ósigur fyrir kínverskum kommúnisl-
um árið 1948, hefur ávallt talið
sig eiga að stjórna öllu á meginlandi
Kína og koma fram fyrir hönd
fólksins þar. Það var reyndar ekki
fyrr en eftir að ráðamenn í Peking og
Washington sættust að Taiwanstjórn
missti sæti Kína hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Dómsúrskurður þessi fer algjör-
lega i bága við samþykkt alþjóða-
ólympiunefndarinnar frá þvi i desem-
ber síðastliðnum. Samkvæmt henni.
áttu keppendur frá Taiwan að keppa
sem Tapeikinverjar á leikunum. Á
sama fundi voru Kínverjar eða þeir
ráðamenn sem sitja i Peking teknir
inn í alþjóðaólympiusamtökin.
Mál þetta reis vegna kröfu skíða-
manns frá Taiwan, sem krafðist þess
að vetrarólympiuleikunum yrði
frestað á meðan hann næði andlegu
jafnvægi eftir vonbrigðin yfir því að
fá ekki að keppa undir merkjum kín-
verska lýðveldisins.
Talsmaður alþjóðaólympíuleik-
anna sagði í Lake Placid i gær að nær
víst væri að þessum úrskurði dóm-
arans i Plattsburgh yrði áfrýjað til
æðri dómstóls.