Dagblaðið - 26.04.1980, Page 4

Dagblaðið - 26.04.1980, Page 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980. DB á neytendamarkaði Neytendasamtökin fái gjaldskrárbreyt- ingar til umsagnar „Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök, sem hafa unnið sér rétt til að koma fram fyrir hönd neytenda á ýmsum sviðum. Með þessari tillögu er ríkisstjórninni falið að láta ríkis- stofnanir leita umsagnar samtakanna á gjaldskrárbreytingum, en slíkt stuðlar að sterkari stöðu Neytenda- samtakanna almenningi til hags- bóta,” segir m.a. i greinargerð er fylgir tillögu til þingsályktunar um að þjónustustofnunum ríkisins verði gert skylt að senda allar gjaldskrár- breytingar til umsagnar Neytenda- samtakanna. Það er Friðrik Sophus- son sem ber þessa tillögu fram. Hagsmunir neytenda Segja má að þarna sé um mikið hagsmunamál neytenda að ræða. Æ ofan í æ hefur komið á daginn að gjaldskrárbreytingar opinberra þjón- ustustofnana hafa verið gerðar þar sem beinlínis er „svindlað” á neyt- endum. Stjórn Neytendasamtakanna hefur margsinnis farið fram á að fá gjaldskrárbreytingar til efnislegrar umsagnar áður en þær eru samþykkt- ar. Hefur slíkt ekki fengizt hingað til.' í greinargerðinni með tillögunni segir ennfremur: „Verðlagsyfirvöld fá til umsagnar og samþykktar hækkunarbeiðnir á gjaldskrám opinberra stofnana. Hins vegar er minna hugað að samsetningu gjaldanna og tilfærslu milli gjalda- liða gjaldskránna. Nýlegt dæmi um slíka breytingu eru áform Pósts og síma um breytingar á skrefatalningu símtala.” -A.Bj. Hækkun á matariiðn- um 52,59% milli ára ,Kæra neytendasíða. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég hef haldið saman því sem fer i „annað” ætla ég að gera örlitla grein fyrir þvi sem þar er. Fyrir rafmagn og hita kr. 55.000, bensin 28.500, föt 48.500, áskriftary gjald af blöðum og timaritum 12.500, afnotagj. 12.160, tóbak 48.000, hreinsun á fötum, klipping, páska- egg, framköllun á myndum, árgjald í félagi, aðgöngumiðar á árshátíð o.fl. 73.073. Samtalskr. 277.733. í mat og hreinlætisvörur fóru 183.272. Til gamans má geta þess að í marz 1979 var sami liður að upphæð kr. 84.540. Að vísu hefur heimilis- fólkinu fjölgað um einn áárinu. Að lokum þakka ég kærlega allan fróðleik og óska rteytendasiðunni allra heilla. Kveðja, R.B.” Svar: ” Við þökkum R.B., sem búsett er fyrir austan fjall, góðar óskir. Við reiknuðum út hve mikil hækkunin varð hjá henni á meðaltalinu á mann frá marz 1979 þar til í ár. í fyrra var meðaltalið á mann 28.180 kr„ en í ár 45.818 kr. Reiknast okkur til að þarna sé um 52,59% hækkun á milli ára! - A.Bj. Upplýsingaseöill til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðií. Þánnig eruð þér orðinn "vlrkur þáttiakandi í upplýsingamiðluh meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilistæki. Kostnaöur í marzmánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr W I IKiV Fjöldi heimilisfólks 4 14 3 ií BC 6 VHIk " 7 8o 'A 10 ■© 3 H A ■® ÞVOTTAMERKING- AR A FATNAÐI Á tilbúnum fatnaði eru oftast nær merkingar um þvottameðferð og strauningu efnisins. Til eru þeir sem ekki kunna skil á þessum merking- um. Fara hér eftir skýringar: 1. Má ekki strauja. — Notað á efni sem eyðileggjast við strauningu. 2. Má aðeins þvo í höndunum. 3. Má þvo í þvottavél. Hitastig á þvottaprógrammi er gefið upp, í þessu tilfelli er það t.d. 60°. 4. Máekki láta i hreinsun. 5. Þolir hreinsun. Bókstafurinn inni í hringnum gefur til kynna hvaða hreinsiefni má nota. 1 þessu tilfelli (A) má nota alla hreinsivökva. 6. Má strauja. Punktarnir þrír þýða að efnið þoli heitt straujárn (allt að 200°C). 7. Má strauja. Tveir punktar þýða að járnið má ekki vera heitara en að 150°C. 8. Má þurrka í þurrkara. 9. Þolir ekki klór. 10. Má strauja. Einn punktur þýðir að járnið má ekki vera nema rétt lolgt, eða allt að 110°C. J l. Ekki þurrka í þurrkara. 12. Má fara í hreinsun. Bókstafur- inn í hringnum (P) er til glöggvunar fyrir starfsmenn hreinsunarinnar. 13. Þolir ekki þvott. 14. Má nota klór með aðgát. 15. Má fara i hreinsun. Bókstafur- inn segir til um hreinsiefnið sem efnið þolir. ,L6. Þolir hreinsun, með sérstakri að- gát. Strikið undir hringnum þýðir alltaf að sýna verður sérstaka aðgát í' meðferð efnisins. Margir hafa látið i ijós undrun sina yftr þvf hve erlendur barnamatur i krukkum sé dýr hér á landi. Mismunandi verð é barnamat í krukkum „Kæra neytendasíða! Ég get ekki orða bundizt. Ég er með sex mánaða gamalt barn og kaupi handa því barnamat \ krukk- um. Það er að segja Heinz barna- mauk. Ég hef keypt það i nokkrum verzl- unum og hef þurft að borga mjög mismunandi verð fyrir hverja krukku. Undanfarið hef ég keypt krukkurnar á: 113 kr., 118 kr., 132 kr., 135 kr„ 170 kr„ 189 kr. og 205 kr. Hvernig fær þetta staðizt? J.K.G., Reykjavik.” Svar: Sennilegasta skýringin á þessu mis- munandi verði á barnamatnum er hið séríslenzka fyrirbrigði gengissig! í hvert skipti sem ný sending kemur af barnamatnum i verzlanir kemur nýtt verð. Ógjörningur er að fylgjast með því hvað þessi vörutegund „á” að kosta. Einnig getur komið til greina að einhverjir kaupmenn notfæri sér ekki fulla álagningu. Það kom fram í verðkönnun sem gerð var á vegum Verðlagsstofnunarinnar á dögunum að til eru verzlanir í höfuðborginni sem eru áberandi ódýrari en aðrar m.a. vegna þess að ekki er notuð full álagning á vörurnar. - A.Bj. Raddir neytenda Sendið marz-seðilinn inn Nú liður senn að lokum þessa mán- aðar. Hér kemur síðasti marz-seðill- inn. Sæmilegar heimtur hafa verið á seðlum, en þó vantar nokkuð mikið upp á að þeir sem voru með i febrúar hafi allir skilað sér. — Fyllið út seðil- inn og sendið okkur hið snarasta.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.