Dagblaðið - 26.04.1980, Qupperneq 20
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. APRlL 1980.
20 í
Messur
Gudsþjónustur i Reykjavfkurprófastsdæmi
sunnudaginn 27. april 1980.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma ij
safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Altaris
gönguathöfn fyrir fermingarbörn og aðstandendur
þeirra kl. hálfníu síðd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Fermingarguðsþj
ónustur í Bústaðakirkju kl. 10.30 og kl. 13.30. Sr. Jón
Bjarman.
BtlSTAÐAKIRKJA: Fermingar Breiðholtssóknar kl.
10.30 og 13.30. Safnaðarstjóm.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í
safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. II. Ferming
arguösþjónusta I Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
DÖMKIRKJAN: Kl. II messa. Sr. Hjalti
Guðmundsson. Kl. 2. Fermingarmessa Fella og
Hólasóknar. Sr. Hreinn Hjartarson.
FELLA- og HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur:
Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h.
Sunnudagur: Barnasamkoma i Fcllaskóla kl. 11 árd.
Fermingarguðsþjónusta í Dómkirkjunni kl. 2. Sr.
Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Sunnudagaskólinn fer i
heimsókn í Breiðholtssókn. Börn mæti kl. 10 árd.
Guðsþjónusta kl. 2 — altarisganga. Organleikari: Jón
G. Þórarinsson. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRtMSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. II. Sr.
Ragnar Fjalar I^russon. Guðsþjónusta kl. 2. Sr.
Erlendur Sigmundsson messar. Sr. Karl Sigurbjörns
son. Kirkjuskólinn fer i ferðalag kl. 2 á laugardag.'
Þriðjud. Bænaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Beðið fyriri
sjúkum.
LANDSPlTALINN: Messa kl. 10. Sr. Erlendur Sig-j
mundsson messar. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. II.
Messa kl. 2. Sr. Arngrimur Jónsson. Organleikari
Orthulf Prunner.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kárs
nesskóla kl. 11 árd. Fermingarguðsþjónusta í Kópa |
vogskirkju kl. 10.30 árd. Sr. Arni Pálsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl.
II. Jón Helgi, Sigurður Sigurgeirsson, Kristján og
sóknarpresturinn sjá um stundina. Guðsþjónusta kl.
2. Sóknarprestur.
LAUGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. II.
Messa kl. 14. Aðalsaínaðarfundur strax eftir messu.
Þriðjud. 29. apríl. Bænaguðsþjónusta kl. 18 og
æskulýðsfundur kl. 20.30. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11 árd. í Félags |
heimilinu. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson.
FRtKIRKJAN t REYKJAVlK: Messa kl. 2.1
Organleikari Sigurður Isólfsson. Prestur sr. Kristjánl
Róbertsson.
MOSFELLSPRESTAKALL: Messa aö Mosfellii
sunnudag kl. 14. Hestamönnum Harðar sérstaklega;
boðið að koma ríöandi til kirkju. Eftir messu verða1
seldar veitingar. Sóknarprestur.
NVJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitisbraut 58:
Messa sunnudag kl. 11 og 17. Kaffi á eítir,
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fermingarmessur kl.
10.30 f.h. og 2 e.h. Sóknarprestur.
Tonleikar
Háskólatónleikar
Sjöttu Háskólatónleikar vetrarins verða haldnir'
laugardaginn 26. apríl 1980. Tónleikarnir verðaj
haldnir I Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og|
■ hefjast kl. 17. Aðgangur er öllum heimill.
Á þessum tónleikum leika hjónin Ursula Ingólfsson j
Fassbind og Ketill Ingólfsson fjórhent á píanó auk1
tónverka fyrir tvö píanó. Til er talsverður fjöldi tón
verka fyrir píanó og tvo flytjendur en mörg þeirra eru1
píanóútsetningar á tónverkum sem upphaflega voruj
samin fyrir önnur hljóðfæri. Verkin sem flutt verða á
þessum tónleikum eru hins vegar öll upphaflega samin |
fyrir píanó þó að sum þeirra hafi síðar verið umrituð
fyrir hljómsveitarflutning.
Á efnisskránni eru Mars i D dúr og Fúga i e moll
eftir Franz Schubert, Sónata í D dúr og Fúga í c moll
eftir W.A. Mozart og Tilbrigði í B-dúr um stef eftir
Joseph Haydn eftir Johannes Brahms.
Leiklist
LAUGARDAGUR
ÞJÓÐLEIKHtlSIÐ: Sumargestir kl. 20.
IÐNÓ: Er þetta ekki mitt lif? kl. 20.30.
Sýningar
DJtJPIÐ, Hafnarstræti (Hornið): Brian Pilkington,
málverk & teikningar. Opnar laugardag.
ÁSMUNDARSALUR v/Freyjugötu: Hannes
Lárusson, myndverk og gjörningar.
GALLERt SUÐURGATA 7: Engm sýning um
helgina.
Náttúrulækningafélag
íslands og tímaritið
Heilsuvernd
Ráðstefnan verður haldin að Laufásvegi 12 laugar
daginn 26. apríl kl. 14. Framsögumenn verða:
Sigurður Þráinsson kennri við Garðyrkjuskóla
ríkisins, Halldór Svetíisson, plöntsjúkdómafræðingur,
Guðfinnur Jakobsson, garðyrkjustjóri og matvæla
fræðingur frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Að loknum frásöguerindum verða hring
borðsumræður, þar sem áheyrendum gefst kostur á að
koma spurningum og athugasemdum á framfæri.
Allir áhugamenn eru velkomnir.
LAUGARDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir og diskótek.
HOLLYWOOD: Diskótek.
HÓTEL BORG: Lokaöeinkasamkvæmi.
HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar ásamt söngkonunni Maríu Helenu.
Mimisbar: Gunnar Axelsson leikur á píanó. Stjörnu-
salur: Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur
klæðnaður.
INGÓLFSCATÉ: Gömlu dansarnir.
KLUBBURINN: Hljómsveitin Goðgá og diskótek á
tveimur hæðum.
LEIKHtlSKJALLARINN: Hljómsveitin Thalia.
LINDARBÆR: Gömlu dansarnir. Hljómsveit Jóns
Sigurðssonar ásamt söngkonunni Mattý Jóhanns og
Grétari Guðmundssyni.
ÓÐAL: Diskótek.
SIGTÓN: Hljómsveitin Pónik og diskótek. Gísli
Sveinn Loftsson.
ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Galdrakarlar og diskótek.
Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur
klæðnaður.
SUNNUDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir.
HOLLYWOOD: Diskótek.
HÓTEL BORG: Gömlu dansarnir. Hljómsveit Jóns
Sigurðssonar ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve
HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Iðja með kaffiboð fyrir
félagsmenn 65 ára og eldri. Mímisbar: Gunnar Axels
son leikur á pianó. Stjörnusalur: Matur framreiddur
fyrir matargesti. Snyrtilegur klæðnaður.
HREYFILSHUSIÐ: Gömlu dansarnir.
ÓÐAL: Diskótek.
ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Galdrakarlar og diskótek.
Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur
klæðnaður.
Iþróttir ^
Reykjavíkurmótið
í knattspyrnu
LAUGARDAGUR
MELAVÖLLUR
Ármann — Fylkirkl. 14.
Aðaifundir
Aðalfundur
Flugleiða hf
verður haldinn mánudaginn 28. april i Kristalsal
Hótels Loftleiöa og hefst kl. 13:30. Dagskrá: 1. Venju-
lega aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins-
2. Breytingar á samþykktum félagsins. 3. önnur mál.
Tökum að okkur
hreingerningar á íbúðum, stiga-;
göngum, opinberum. skrifstofum, o.fl. (
Einnig gluggahreinsun, gólfhreinsun oíí
gólfbón hreinsun. Tökum líka
hreingerningar utanbæjar. Þorsteinn,1
símar 31597 og 20498.
ÞriC hreingerningar, teppahreinsun. ’
Tökum að okkur hreingerningar á íbúð-,
um, stigagöngum og stofnunum, einnig
teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél,
sem hreinsar með mjög góðum árangri.j
Vanir menn. Uppl. í síma 33049 ogi
8^086. Haukur og Guðmundur.
Rreingerningastöðin
Hólmbræðiy._ önnumst_ hverg kongr
Tireingerningar, stórar og smáar, í
Reykjavik og nágrenni. Einnig i skipum.
Höfum nýja, frábæra teppahreinsunar-
vél. Símar 19017 og 28058. Ólafur
Hólm.
Hreingerningafélagið Hólmbræður.
Unnið á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu
fyrir sama verð. Margra ára örugg
þjónusta. Einnig teppa- og húsgagna-
hreinsun með nýjum vélum. Símar
50774 og 51372.
ökukennsla
ökukennsla — æfingatimar. i
Lærið að aka bifreið á skjótan og
öruggan hátt. Engir lágmarkstímar.
Kenni á Mazda 323. Sigurður Þormar
ökukennari, Sunnuflöt 13, sími 45122.
Ökukennsla — æfingatímar.
Get nú aftur bætt við nokkrum nem-
endum. Kenni á Mazda 626 hardtópp
'79. ökuskóli og prófgögn sé þess óskað.
Hallfriður Stefánsdóttir, sími 81349.
Lærið að aka bil —
—vinna og ánægja mannsins krefst þess.
ökuskóli Guðjóns Andréssonar býður
upp á þolinmæði og skilar yður færum í
umferðina. ökuskóli Guðjóns
Andréssonar býður yður velkomin. Sími
18387 eða 11720.
Ökukennsla, æfingartimar, bifhjólapróf.
Kenni á nýjan Audi, nemendur greiði
aðeins tekna tíma, engir lágmarkstimar,
nemendur geta byrjað strax. ökuskóli
og öll prófgögn ef óskað er. Magnús
Helgason, sími 66660.
Ökukennsla, æfingartimar.
Get aftur bætt við nemendum. Kenni á
hinn vinsæla Mazda 626 ’80, R-306.
Nemendur greiða aðeins tekna tíma.
Greiðslukjör ef óskað er. Kristján
Sigurðsson, sími 24158.
Ökukennsla-æfingatimar.
Kenni á Volvo ’80. Nýir nemendur geta
byrjað strax. Engir skyldutímar,
nemendur greiði aðeins tekna tíma.
Uppl. í síma 40694. Gunnar Jónasson.
GEIMGIÐ
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
NR. 76 - 22. APRfL 1980 * gjaldeyrir
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 443,00 444,10* 488,51*
1 Sterlingspund 993,50 996,00* 1096,60*
1 Kanadadollar 374,26 375,15* 412,87*
100 Danskar krónur 7646,15 7666,15* 8431,87*
100 Norskar krónur 8801,00 8822,90* 9706,19*
100 Sœnskar krónur 10200,30 10225,60* 11248,16*
100 Finnsk mörk 11654,85 11683,75* 12852,13*
100 Franskir frankar 10247,50 10273,00* 11300,30*
100 Bolg. frankar 1485,10 1488,80* 1837,68*
100 Svissn. frankar 25555,20 25618,70* 28180,57*
1Q0 Gyllini 21710,40 21764,30* 23940,73*
100 V-þýzk mörk 23863,40 23922,60* 26314,86*
100 Lfrur 50,91 50,04* 56,14*
100 Austurr. Sch.' 3352,25 3360,55* 3696,61*
100 Escudos 884,65 888,85* 975,54*
100 Pesetar ^ 619,40 620,90* 682,99*
100 Yen 177,40 177,84* 196,62*
1 Sérstök dráttarréttindi 563,70 565,10* ^:
* Breyting frá síðustu skróningu. * Símsvari vegna gengisskráningar 22190.
Kleikarfklfpu
Frá því I jánúar hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt
ærslaleikinn Klerkar i klípu á miðnætursýningum i
Austurbæjarbiói og eru sýningar orðnar 20 á þessum|
stutta tima. Sýningargestir nálgast 15. þúsundið.
Sýningum fer nú fækkandi þar sem skammt er til
jeikársloka. Sýnt er á laugardagskvöidum kl. 23.30. |
Höfundur er Philip King og er leikurinn sýndur í
leikstjórn Sigurðar Karlssonar. Hlutverkin eru í
höndum Sögu Jónsdóttur, Jóns Hjartarsonar, Soffiu
Jakobsdóttur, Margrétar Ólafsdóttur, Haralds G.
Haraldssonar, Kjartans Ragnarssonar, Guðmundar
Pálssonar, Steindórs Hjörleifssonar og Sigurðar
Karlssonar.
Örnefnastofnun
fœr gjafir
Kirkju- og kennslumálaráðuneytið norska hefur sent
örnefnastofnunun Þjóðminjasafns að gjöf tvö stór
norsk ritverk: hið fágæta og afar verðmæta norska
fornbréfasafn, Diplomataríum Norvegicum, samtals
21 bindi, og 13 bindi, sem komin eru út af ritverkinu
Bygd og by i Noreg. Rit þessi eru mikilvæg hjálpar
gögn við rannsókn íslenzkra og norskra örnefna.
Basar
Haldinn verður basar á vegum nemenda Myndlista-
og handíðaskóla Islands í Bernhöftstorfunni
föstudaginn 25. april, laugardaginn 26. og
sunnudaginn 27. april frá kl. 10—18.
Kettir í óskilum I
Hjá Kattavinafélaginu eru i óskilum tveir högnar.
Annar eru svartur, en hvitur á trýni og fótum með
dökka hálsól. Hálsólin er með rauðum og hvitum
^steinum. Hann kom frá Kópavogi. Hinn er ungur og
svartur. Simi Kattavinafélagsins er 14594.
Tilkynning frá
félaginu Anglia
Stjórn Anglia mælist til að félagar fjölmenni við
kvöldverð á Hótel Loftleiðum laugardaginn 26. april.
Breska vikan verður þá í fullum gangi. Þátt-
tökutilkynning hjá veitingastjóra.
Hjónaklúbbur
Hveragerðis
Síðastliðið haust var haldinn stofnfundur hjóna- og
paraklúbbs Hveragerðis og nágrennis. Á þeim fundi
voru samþykkt lög klúbbsins og kosin stjórn. For-
maður er Steinn Kárason garðyrkjufræðingur.
I lögum klúbbsins segir, að tilgangur hans sé að
stuðla að heilbrigðu og þroskandi félags og skemmt-
analífi enda sé áfengi stillt í hóf.
Fyrsta skemmtun klúbbsins var siðan haldin i þess-
um anda upp úr siðastliðnum áramótum og þótti tak-
ast með afbrigðum vel. Skemmtiatriði voru heima-
fengin. T.d. söng söngsveit klúbbsins og leikfélagið
sýndi atriði úr Möppudýragarðinum.
Starfsáætlun árið 1980 liggur nú fyrir og verður.
Vetur konungur kvaddur með glaum og gleði siðasta
vetrardag.
1 júni verður svo hlöðuball með fyrra fallinu og loks
stórdansleikur í september. Þá er áætlað aö fara i stutt
ferðalag með börn félagsmanna i júní og tileinka ferð-
ina ári trésins.
öllum kostnaði er haldið í lágmarki og kostar t.a.m.
aðeins fjögur þúsund krónur inn á næsta dansleik
klúbbsins, sem þykir víst ekki mikið á dýrtíðartimum.
Skráðir klúbbfélagar eru 86.
„Tungi hjól sól allt
nema nema staðar"
Ut er komin Ijóðabókin „tungl hjól sól allt nema nema
staðar” eftir Martin Götuskeggja. I bókinni sem er 16
siður eru 9 Ijóð, myndskreytt af Guðrúnu Eddu-og R.
Crumb. Höfundur er sagður vera fæddur og uppalinn,
vel menntaður, vel læs og sæmilega vel brenglaður. en
bókin er tileinkuð A. Baader og S. Ciesielski. Bókin er
prentuð í Letri.
Flaututónleikar í sal
Tónlistarskólans
Birna Bragadóttir heldur flaututónleika i sal Tónlistar-
skólans í Reykjavík 27. apríl kl. 14.30. Er það burtfar-
arpróf hennar frá skólanum. Á efnisskrá eru verk eftir
Hándel, Bach, Roussel og Reinecke. Þórunn H.
Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Velunnarar
skólans eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hlut-
höfum á aðalskrífstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli
frá og með 21. apríl nk. og lýkur laugardáginn 26.
april. Athugið að atkvæðaseðlar verða afgreiddir
laugardaginn 26. aprílkl. 10— 17.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi,
skulu vera komnar i hendur stjórnarinnar eigi síðar en
7 dögum fyrir aðalfund. Tekið skal fram að fyrri um-
boð til að mæta á aðalfundi Flugleiða hf. eru fallin úr
giidi og er þvi nauðsynlegt að framvisa nýjum
umboðum hafi hluthafar hug á að láta aðra mæta fyrir
sig á aðalfundinum.
Fumlir
Frá Guðspekifélaginu
I kvöld kl. 21 verður Halldór Haraldsson meðerindi.
Hugleiöingar um Svami Vivekanda.
Kvenfélag Óháða
safnaðarins
Fundur verður laugardaginn 26. apríl kl. 15 i Kirkju
bæ. Kvöldferöalag rætt. Kaffiveitingar.
Fræðslufundur í
Skógræktarstöðinni
Fræðslufundur verður haldinn í Skógræktarstöðinni I
Fossvogi, í dag, laugardag 26. apríl kl. 2 e.h. Þar
verður sérstaklega leiðbeint með uppeldi á trjám og
runnum, svo sem sáning umplöntun, græðlinga-
klipping og fjölgun plantna á þann hátt. Þá verður
sýnikennsla i klippingu og snyrtingu runna, gróður-
setning trjáplantna og færsla stærri trjáa.
Sigurður Blöndal skógræktarstjóri, Hulda Valtýs-
dóttir framkvæmdastjóri Árs trésins ásamt sér-
fræðingum Skógræktarfélagsins verða til viðtals um
skógrækt og trjárækt.
Jafnframt þessari fræðslu verður hægt að fá ýmsa
bæklinga og rit um trjárækt og garðrækt á staðnum.
Kvikmyndasýningar verða i húsi félagsins frá kl.
3—5. Sýndar verða skógræktarmyndir.
r Ferds ,lög a
Útivistarferðir
Sunnud. 27.4. kl. 13
Grænadyngja — Sog, létt ganga I fylgd með Jóni Jóns-
syni jarðfræðingi, sem manna bezt þekkir Reykjanes
skagann. Verð 3000 kr., frítt f. börn m. fullorðnum.
Fariðfrá BSl, bensínsölu (i Hafnarf. v. kirkjugarðinn).
Landmannalaugar (5 dagar) 30.4—4.5. Gengið (á skíð-
um) frá Sigöldu. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Farseðlar
áskrifstofu Utivistar, Lækjarg. 6a,sími 14606.
Fyrirlestur umöryggismál
Svíþjóðar
Hádegisverðarfundur verður haldinn í Átthaga-
salnum (i suðurenda Hótel Sögu) laugaraginn 26. april
1980. Fundurinn hefstkl. 12. Ræðumaður verður dr.
Ake Sparring, forstjóri sænsku utanríkismála-'
stofnunarinnar.
Fyrirlestur hans, sem verður fluttur á ensku, nefnist
öryggismál Svíþjóðar og tengsl þeirra við önnur
Norðurlönd og Atlantshafssvæðið. Ræðumaður mun
svara spurningum fundargesta.
Félagsmenn í SVS og Varðbergi eru hvattir til þess
1 að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti.
Kaffiboð Iðju
Iðja heldur kaffiboð fyrir félagsmenn sína 65 ára og
eldri. Kaffiboðið verður haldið i Súlnasal Hótel Sögu
sunnudaginn 27. april kl. 15.
Skemmtikvöld Framsóknar-
félaganna í Reykjavík
Framsóknarfélögin í Reykjavík gangast fyrir skemmti
kvöldi laugardaginn 26. apríl. Hefst það með borð
haldi kl. 19.30*í Hótel Heklu. Veizlustjóri verður »
Hrólfur Halldórsson, formaður Framsóknarfélags
Reykjavikur. Karon sýningarflokkurinn heldur tízku
sýningu. Töframaðurinn Baldur Brjánsson sýnir listir
sinar nýkominn frá London. Hljómsveitin Ásar leikur
gömlu og nýju dansana. Allir velkomnir á meðan hús
rúm leyfir. Upplýsingar í síma 24480.
Kvæðamannafélagið
Iðunn
Munið kaffikvöldiö að Hallveigarstöðum i kvöld,
laugardag 26. apríl kl. 20. Velunnarar félagsins eru
velkomnir.
Stjórnin.
Heimdallur opnar
atvinnumiðlun
Vegna mikilla erfiöleika ungs fólks viö að finna sér
sumaratvinnu hefur stjórn Heimdallar SUS opnað at
vinnumiðlun í Reykjavík.
Allt ungt fólk kannast við hversu erfitt þaö reynist
oft að fá einhverja atvinnu yfir sumarmánuðina
Stjóm Heimdallar telur að með skipulögðu starfi sí
hægt að ráða nokkra bót á þessu. Byrjað er að taka
fólk’niður á skrá og leita að vinnu fyrir það hjá at
vinnurekendum.
Heimdallur SUS Reykjavík ætla sér með þessu
starfi, auk þess að útvega skólafólki atvinnu, að opna
umræður um þessi mál og leita varanlegra úrbóta.
Þess er vænzt að hægt verði að fá forystumenn laun
þegasamtaka og vinnuveitenda til aö tjá sig um málið.
Skólafólk, hafið samband viðskrifstofu Heimdallai
öll kvöld í síma 82900—82098 eða komið við aí’
Háaleitisbraut 1,2. hæð(Valhöll).
Málakennarar
halda ráðstefnu
t júní nk. efna Samtök Islenzkra málakennara og hlið-
stæð félög annars staðar á Norðurlöndum til ráð-
stefnu í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin i tilefni
norræns málaárs og hefur Norræni menningarsjóður
inn veitt styrk I þeim tilgangi. Áætlað er að um 200
kennarar hvaðanæva á Norðurlöndum muni taka þátt
í henni. Ráðstefnunni hafa verið valin kjörorðin MÁL
— HEIMUR — MANNFÉLAG og verður einkúm
tekið fyrir að rannsaka og ræða mikilvægi málakennsl-
unnar fyrir nemenduma, jafnt á starfsvettvangi sem i
persónulegum viðskiptum.
Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru meðal færustu sér
fræðinga i Evrópu hver á sinu sviði, og ennfremur
munu koma þar fram fulltrúar atvinnulífsins, sem
gera munu grein fyrir nauðsyn málakunnáttu innan
hinna ýmsu atvinnugreina.