Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. - MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980. - 128. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
75 milljóna króna hreppsáhyrgð án vitundar sýslunefndar:
Setur „bþrtasta vonin
hreppsfélagið á hausinn?
—stærstí skuldunautur Rangárvallahrepps undir hamarinn á næstunni
Fyrsta
helgarskákmótið:
Helgi,
Margeir og
Friðrik efstir
Helgi Ólafsson, Margeir
Pétursson og Friðrik Ólafsson
urðu efstir og jafnir með 5 vinn-
inga af 6 mögulegum á fyrsta
helgarskákmótinu, sem haldið
var um siðastliðna helgi. Þeir fá
200 þúsund krónur hver i verð-
laun fyrir árangurinn.
Helgi telst sigurvcgari í mótinu
á stigum. Hann hlaut 17,5 stig,
Margeir 17 stig og Friðrik 16,5
stig. Þátttaka Friðriks Ólafssonar
stórmeistara setti mikinn svip á
mótið og tefldi hann mjög vei að
sögn Jóhanns Þóris Jónssonar.
Hann lefldi stíft til vinnings í öll-
um skákunum en varð tvívegis að
gera sér jafntefli að góðu, gegn
Margeiri Péturssyni og íslands-
meistaranum unga, Jóhanni
Hjartarsyni. í báðum skákunum
hafði Friðrik náð betri stöðu en
lék hcnni niður i tímahraki. í
lokaumferðinni mættust stór-
meistararnir Friðrik og Guð-
mundur Sigurjónsson og vann
Friðrik í æsispennandi og vel
tefldri skák.
Röð næstu keppenda varð sem
hér segir: 4. Guðmundur Sigur-
jónsson 4,5 vinningar, 5. Jón L.
Árnason 4,5 v., 6. Hilmar Karls-
son 4,5 v., 7. Jóhann Hjartarson
4 v., 8. Sævar Bjarnason 4 v., 9.
Pálmar Breiðfjörð 3,5 v., 10.
Halldór Einarsson 3,5 v.
Næsla helgarskákmót verður
sennilega haldið um næstu
mánaðamót. Líklegt er að það
vcrði haldið að Bifröst.
•GAJ.
Óskarrauf
tuttugu metra
múrínn
Holaíhöggihjá
Hannesi
íslandsmeistar-
arÍBVteknir
íkennslustund
— sjá íþróttir
á bls. 17,18,23,
24 og 25
—sjábaksíðu
LJnnur Steinsson, fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1980, (i mióju) eftir krýninguna ó Sögu I gter. Vinstra megin vió hunu situr
tris Hreinsdóttir og hægra megin Svava Johansen. Hinar eru talió frá vinstri: Stella Kristinsdóttir (fulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar 1979), Hildigunnur Hilmarsdóttir, Kristín H.Smáradóttir, lngihjörg Jónsdóttir, Helga K. Guðmundsdóttir og
Dagmar Haraldsdóttir.
FuHtrúi ungu kynslóðarinnar kjörinn í gær:
Unnur sigraöi meö yfirburöum
— kom frá París í fyrradag, sigraði í gær og flaug aftur út í morgun
„Þetta er nú meira púlið,” sagði
hinn nýkjörni fulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar og brosti sinu breiðasta eft-
ir sigurinn í gær. „Þótt þetta hafi
verið erfitt þá er bransinn úti enn
erfiðari,” bætti hún við.
Unnur Steinsson starfar í sumar við
sýningarstörf í París hjá sama
tízkuhúsi og Kristín Waage hér
forðum. Eins og kunnugt er kynnti
Vikan keppendurna itarlega fyrir
keppnina og mynd af Unni í sturtunni í
< ■ m.
Sigurvegarinn. Unnur Steinsson, dansar
frumsaminn kaharett-dans sinn á hátíó
Ungu kynslóóarinnar I gær.
DB-mvndir: Þorri.
Vesturbæjarsundlaug var ekki fyrr
komin úr prentsmiðjunni en nokkrir
fransmenn gerðu henni tilboð. Unnur
sagði já og sér ekki eftir því.
,,Það er ofsalega skemmtilegt að
vinna þarna úti, en það er erfitt. Og þó
þessi keppni hafi tekið aðeins á mig þá
er hún leikur einn á við vinnu mína i
París.”
Keppnin um fulltrúa ungu kyn-
slóðarinnar er ekki einvörðungu
fegurðarsamkeppni, heldur líka og
ekki síður hæfileikakeppni. Unnur
sannaði svo ekki varð um villzt, að hún
er meira en andlitið eitt. Á
skemmtuninni kom hún fram og sýndi
frumsaminn dans og það atriði hefði
sómt sér i hvaða kabarett sem er í
Evrópu, svo ekki sé minnzt á fleiri
álfur.
í öðru sæti varð íris Hreinsdóttir
sem dansaði kinverskan dans með
diskótilbrigðum, og i þriðja sæti varð
Svava Johansen en hún dansaði Bleika
pardusinn, atriði sem er tilvalið fyrir
næturklúbba. Úr sínum eigin hópi kusu
stúlkurnar bezta félagann, vinsælustu
stúlkuna, og þann titil vann
Hildigunnur Hilmarsdóttir.
Unnur Steinsson mun taka þátt í
alheimskeppnimTi um fulltrúa ungu
kynslóðarinnar á Manilla á Filipseyjum
nú í haust og miðað við frammistöðu
hennar í gær megum við eins vel búast
við góðum fréttum þaðan áður en
sumariðeráenda. -FJ.