Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 15 Hæfileikakeppnin 1980 hófst á Akureyri: Evita hlaut frábærar viðtökur ASGEIR JÓMASSON — Undanrásir í Grindavík um miðjan júnf Söngleikurinn Evita fékk frábærar viðtökur á Akuri yri og llofsósi. Hér eru dansarar i einu atriði leiksins. Páll Jóhannesson sigurvcgari hæfileikakeppninnar i fvrra skemmti gestum með söng sínum. Fimm sinnum voru aðstandendur söngleiksins Evitu klappaðir fram á svið að frumsýningu í Sjálfstæðishús- inu á Akureyri lokinni á föstudags- kvöldið var. „Við erum alveg himinlif- andi yfir móttökunum bæði á Akureyri og Hofsósi,” sagði Birgir Gunnlaugs- son hljómsveitarstjóri. „Við fengum blóm úr öllum áttum. Mér þykir bara verst að ég hafði svo mikið að gera að ég mátti ekki vera að því að athuga frá hverjum minn vöndur var.” Hæftleikakeppni Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar hófst á Akureyri að þessu sinni á föstu- daginn var. Þar kepptu tvær konur um réttinn til að taka þátt i úrslitakeppn- inni í september. Halla Árnadóttir sigr- aði. í öðru sæti varð Gréta Bjarnadótt- Sigurvegari hæfileikakeppninnar á Akureyri var Halla Árnadóttir frá Dal- vik. Hún keppir á lokakvöldinu að Hótel Sögu 28. september. — Þvi miður voru ekki teknar myndir af keppendum á Hofsósi. DB-myndir: Guðmundur Svansson. ir. Sakir þess hve vel hún stóð sig hefur stjórn keppninnar ákveðið að gefa henni kost á að keppa á úrslitakvöld- inu. Á Hofsósi báru Eirikur Hilmisson og Magnús Helgason sigur úr býtum. Þeir fluttu frumsamda tónlist. Ákveðið hefur verið að efna til einn- ar forkeppni í viðbót úti á landi áður en hæfileikarallið sjálft hefst á Hótel Sögu. Suðurnesingum gefst kostur á að spreyta sig í Félagsheimilinu Festi í Grindavik laugardaginn 14. júni. Þar verður poppóperan Evita einnig sýnd, Páll Jóhannesson söngvari kemur fram og hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi áeftir. „Það er alveg bráðnauðsynlegt að halda nokkrar undanrásir úti á landi til að fá meiri breidd í lokakeppnina,” sagði Birgir Gunnlaugsson í samtali við DB. „Keppnin í fyrra var eingöngu haldin á Hótel Sögu. Við fengum mjög góðar undirtektir bæði á Akureyri og Hofsósi. Hins vegar er mjög mikið verk að koma öllum sviðsbúnaði vegna Evitu fyrir. Það tók fjórtán klukku- stundirí Sjálfstæðishúsinu.” Hæfileikakeppnin i Reykjavík hefst sunnudaginn 6. júlí og lýkur 28. sept- ember, er lokakeppnin fer fram. Um helgina á eftir, 3. og 4. október verður síðan haldin skemmtun i Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri þar sem fólkið í efstu sætunum kemur fram. Innritun í keppni sumarsins er hafin. Allar upp- lýsingar veitir Birgir Gunnlaugsson i síma 45665. hann skráir jafnframt væntanlega keppendur. -ÁT- Húsfyllir var I Sjálfstæðishúsinu á föstu- dagskvöldið var, er Evita var frumsýnd og fyrstu keppendur hæfileikarallsins reyndu með sér. Hér eru nokkrir þeirra 360 sem komu til að fylgjast með. Núer sumar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.