Dagblaðið - 09.06.1980, Síða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980
TÉKKAR ERU
SVARTSÝNIR
l.eikmenn lékkneska landsliðsins í
knaltspyrnu sem komu um helgina lil
Ítalíu til að verja Evrópumeistara-
titilinn í knattspyrnu, sem þeir unnu í
Belgrad í Júgóslavíu fyrir fjörum
árum, eru ekki bjartsýnir á að þeim
takist að leika sama leikinn aftur.
í skoðanakönnun, sem framkvæmd
var meðal leikmanna spáði aðeins einn
þeirra þvi að Tékkar myndu vinna
titilinn, V-Þýzkaland fékk sjö atkvæði
og einnig ítalia, England fékk þrjú at-
kvæði og Holland tvö.
Hins vegar spáði tölva því að
England sigraði í keppninni eftir að
hafa sigrað Holland í úrslit aleik.
íþróttafréttaritarar mötuðu tölvuna á
upplýsingum.
Liðsstjóri tékkneska landsliðsins
sagði fyrir brottförina til Ítalíu: ,,Við
höfum sett saman bezta liðið sem við
eigum völ á en við verðum að ná því
bezta út úr þvi allan tímann til að eiga
möguleika.”
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
SIGURVIUINN FLEYTTIKR-
INGUNUM ÁFRAM GEGN FH
— ungu mennirnir íliðinu voru stjörnur dagsins gegn FH í Kaplakrika í gær
KR-ingar komust aftur á sigurbraut
í gærdag er þeir lögðu áhugalausa FH-
inga að velli 2—1 á grasvellinum i
Kaplakrika. Sigur KR-inga var sann-
gjarn þegar á heildina var litið og allt
annað var nú að sjá til liðsins en gegn
Víking á dögunum. Gott spil náðist
upp á köflum — einkum upp vinstri
kantinn þar sem hinn sókndjarfi bak-
vörður, Sigurður Pétursson og Hálfdán
Örlygsson unnu oft mjög vel saman.
Hetjur KR-inga í þessum leik voru
annars ungu leikmennirnir Stefán
Jóhannsson bakvörður og Erling
Aðalsteinsson, sem átti mjög góðan
leik. Erling skoraði fyrra mark KR í
leiknum, en hið síðara gerði Sverrir
Herbertsson, sem kom inn á fyrir Jón
Oddson i s.h. FH þurfti nauðsynlega á
sigri að halda til að fylgja eftir hinum
góða sigri sinum gegn Skagamönnum,
en sigurneistinn lét aldrei sjá sig og því
fórsem fór.
Leikurinn bauð ekki upp á nein sér-
stök tækifæri — mikið um
Danir minnka
sendingar
frá Moskvu
Danska sjónvarpið hefur ákveðið að
minnka fyrirhugaðar sjónvarps-
sendingar frá ólympíuleikunum í
Moskvu í sumar um 40%, úr 130
klukkustundum í 74.
Að sögn íþróttafréttastjóra danska
sjónvarpsins er ástæðunnar fyrir þess-
ari ákvörðun að leita í því að leikarnir
verða ekki eins merkilegur viðburður
og búizt hafði verið við þar sem
nokkrar af sterkustu íþróttaþjóðum
heimsins, eins og Bandaríkin, Vestur-
Þýzkaland og Japan hafa ákveðið að
sniðganga ólympíuleikana.
miðjubarning. FH-ingar voru friskari
framan af og á 13. minútu virtist
fullkomlega löglegt mark dæmt af
þeim. Góður dómari leiksins, Róbert
Jónsson, hafði þó greinilega séð eitt-
hvað athugavert og dæmdi þvi markið
af. Heimir Bergsson fór illa að ráði
sínu á 17. minútu er hann mokaði
knettinum himinhátt yfir KR-markið i
dauðafæri. KR-ingar komu smám sam-
an meira inn í myndina og á 29. mínútu
tóku þeir forystuna.Elías Guðmunds-
son sneri þá laglega á einn varnarmann
FH og gaf vel fyrir markið. Knötturinn
fór á milli handa Friðriks markvarðar,
sem virtist myndi góma hann örugglega
og þar var Erling Aðalsteinsson mættur
og sendi boltann í netið.
Erling var FH-vörninni stöðugur
ógnvaldur og átti tvivegis skallabolta
rétt framhjá markinu. Sannarlega góð
byrjun þessa unga leikmanns, sem var
allra framherja sprækastur í 2. flokki i
fyrra. Væri vissulega gaman að sjá
hann og félaga hans Sæbjörn
Guðmundsson, sem ekki lék með i gær
vegna meiðsla í nára, róta til í vörnum
andstæðinganna. Báðir fljótir og með
góða tækni.
FH-ingar mættu frískir til leiks eftir
hlé og ekki voru liðnar nema 11 min. af
síðari hálfleiknum er þeir jöfnuðu.
Pálmi Jónsson fékk þá góða stungu-
sendingu inn fyrir allt of staða vörn KR
og skoraði laglega þrátt fyrir góða til-
burði Stefáns i markinu. Tveimur
mínútum síðar bjargaði Benedikt
Guðbjartsson, sem kom inn fyrir Atla
Alexandersson sem meiddist, meistara-
lega á marklinu og á 61. minútu sýndi
Stefán einstæð viðbrögð er hann varði
fast skot Pálma af örstuttu færi. Þar
sofnaði KR-vörnin, sem annars gaf
ekki oft höggfæri á sér, illilega á
verðinum.
Um miðjan hálfleikinn kom Sverrir
Herbertsson inn á fyrir Jón Oddsson,
SJOUNDISIGUR
BELGANNA í RÖD
Belgar sem mæta Englendingum
siðar í vikunni i átta landa úrslitum
Evrópukeppninnar í knattspyrnu unnu
Rúmena á laugardag í vináttu landsleik
í Rúmeníu með 2 mörkum gegn I.
Þetta var sjöundi sigur belgíska
iandsliðsins í röA.
Rúmenar höfAu forystuna í leikhléi,
1_0, og var þaA Rodian Camataru sem
skoraAi markiA meA skalla á 25.
mínútu leiksins.
Svo kann aA fara aA þetta mark
kosti markvörA Belga landsliAssætiA í
úrslitakeppninni á Italíu því aA hann
var tekinn úr liAinu í hálfleik og inn
kom í hans staA Jean Marie Pfaff.
Jean Ceulemans jafnaAi fyrir Belga
á 47. mínútu meA skalla eftir auka-
spyrnu sem Wilfried Van Moer tók.
Þremur mínútum fyrir leikslok skoraAi
Francaois van der Elst sigurmark
Belga, en hann hefur nú gengiA til liAs
viA hiA þekkta bandaríska knatt-
spyrnufélag New York Cosmos.
Brasilía sigr-
aði í unglinga-
keppninni
Brasilía sigraAi Frakkland meA 2—1
eftir framlengdan leik í úrslitaleik
alþjóAlegu unglingakeppninnar í knatt-
spyrnu í Toulon í Frakklandi u*n
helgina.
LokastaAan i keppninni varA þessi:
I. Brasilía, 2, Frakkland, 3.
Tékkóslóvakía, 4. Sovétrikin, 5.
Holland, 6. Rúmenía, 7. Kína, 8.
Mexíkó.
sem var slakur í leiknum. Koma Sverris
i framlínuna hleypti miklu fjöri í
leikinn og það var einmitt Sverrir
sjálfur sem skoraði sigurmark KR á 74.
mínútu. Hásending kom þá fyrir
markið og Sverrir skoraði mjög fallegt
nrark með viðstöðulausu skoti af
markteig — óverjandi fyrir Friðrik
Jónsson, markvörð FH.
Eftir markið leystist leikurinn niikið
upp og KR-ingar lögðu ofurkapp á að
halda fengnum hlut, enda mótið farið
fyrir bí hjá þeim ef leikurinn tapaðist.
FH-ingar sóttu fast lokakaflann, en
tókst ekki að vinna bug á Stefáni í
markinu, sem átti mjög góðan leik.
Það var fyrst og fremst sigurviljinn
sem færði KR þessi tvö stig en liðið
leikur enn ekki eins vel og það gerði í
fyrra. Er ekki óvarlegt að álykta að
hinar ströngu vetraræfingar leikmanna
sitji ennþá i þeim og þreyta þjaki þá.
Stefán átti mjög góðan leik í markinu,
sent fyrr sagði og þá var Sigurður
Pétursson mjög sterkur í bakvarðar-
stöðunni. Ottó var að vanda sterkur en
Börkur mætti vanda sig meira
stundum. Erling var manna beztur i
framlinunni og þá átti Dáni góða
spretti en týndist inn á milli eins og títt
er um kantmenn. Hjá FH voru þeir
Valþór, Viðar og Þórir beztir en þeir
Pálmi og Heimir áttu góða spretti inn á
milli. Pálmi ætti þó að hleypa i sig
meira keppnisskapi því á köflum virðist
hreinlega, sem hann nenni ekkert að
standa í þessu. Góður dómari var Ró-
bert Jónsson.
-SSv.
þú ert, eöa œtlar
að byggja...
...þá
kynntu þér
BYGGINGARKERFIÐ
sem sparar tíma og peninga, færanlegir skil-
veggir fyrir heimili, iðnaðar- og skrifstofu-
húsnæði og verzlanir.
Bylting
r
i
bygg-
ingar
iðnaði
Gerum tílboð í uppsetningu
FramleiAandi:
HANNES GUNNARSSON
Þorlákshöfn.
Simi
Hönnun og einkaleyf isvernd:
WQnnfi RÁÐGJÖF 0G
-36ZU HÚNNUN S/F
Minningin um landið
er Hraun keramik
Hv.
GLIT
HÖFÐABAKKA9
REYKJAVÍK
SÍMI 85411