Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚNÍ 1980 39 « Útvarp Sjónvarp i Nýir þættir í útvarpi: Skemmtiþættir taka við hlut- verki sjónvarps Þegar sumarið heldur innreið sína með veðurblíðu og fuglasöng þykir hæfa að nýir þættir hefji göngu sína í útvarpi. Til að fræðast örlítið um nýjungar, höfðum við tal af Baldri Pálmasyni, dagskrárstjóra og spurðum frétta úr þeim herbúðum. Á sunnudögum verða sex nýir þættir í sumar. Róbert Arnfinnsson er nýhafinn lestur ísraelskra smá- sagna eftir skáldið Efraim Kishon, en sögur þessar eru margar bráð- smellnar. Lestrar Róberts verða sex til tíú. Sigmar B. Hauksson verður með þáttinn Þetta vil ég heyra. Sig- mar fær til sín kunna hljóðfæra- leikara til að velja lög í þáttinn og á sunnudag var Viðar Alfreðsson hornleikari gestur hans. Fararheill er annar nýr þáttur en hann er í umsjá Birnu G. Bjarnleifsdóttur. Fjallar sá um útivist og ferðamál. Þessir tveir þættir verða annan hvern sunnudag en hina dagana verður Böðvar Guð- mundsson með þætti um ákveðin byggðarlög. Þættirnir eru tveggja tima langir og fjallar Böðvar um viðkomandi byggðarlög og fær sér- fróðan mann sér til aðstoðar i þeim efnum. Loks má nefna að Óli H. Þórðarson er nýbyrjaður með léttan þátt á sunnudagskvöldum. Syrpa er nafn hans og kennir þar margra grasa. Nýr unglingaþáttur Á mánudögum og þriðjudögum er saga lesin klukkan 17.20. Á morgun hefst lestur nýrrar sögu Brauð og Fjölmargir sumarþættir verða á dag- skrá útvarps en annar dagskrárstjóra útvarps er Baldur Pálmason. DB-mynd Þorri. Skemmti- og afþreyingarefni ræður ferðinni i sumar. WKHra , irMæmm ' ' T Ææaliwffir- íjik1 \ ''b hunang, en stefnt er að þvi að velja sögur við allra hæfi. Sagan er eftir Ivan Southall, en Ingibjörg Jóns- dóttir þýddi hana. Lesari er Hjalti Rögnvaldsson. Óvist er hvort Víðsjá verður einu sinni eða tvisvar í viku hverri en sakir mannfæðar á fréttastofu útvarpsins gæti orðið nauðsynlegt að fella þriðjudagsþáttinn niður. Bjarni P. Magnússon og Ólafur Jóhannsson verða á miðvikudags- kvöldum með sérstakan unglingaþátt en sá hefur ekki enn hlotið nafn. Miðvikudagskvöldin eru sérstaklega ætluð unglingum en á eftir þættinum koma Misræmur i umsjá Þorvarðs Árnasonar og Ástráðs Haraldssonat Misræmur er tónlistarþáttur. Með því að hafa þannig fimm stundar- fjórðunga langt útvarpsefni á miðvikudagskvöldum vonast út- varpið til að geta koniið til ntóts við ungu kynslóðina. Styttri leikrit. Fimmtudagsleikritin verða á sínum stað í dagskránni en þau verða styttri en yftr veturinn. Að sögn Baldurs þykir hæfa að stytta leitfritin þegar sumarið gengur í garð. Sömu kvöld verður Sumarvaka útvarpsins en hún er lítið annað en stytt kvöld- vaka. ■ Til gamans má geta þess að 19. þessa mánaðar verður leikritið Galdra-Loftur flutt en þann dag er aldarafmæli Jóhanns Sigurjóns- sonar. Föstudagar verða notaðir til endurtekningar og verða þá m.a. endurteknir þrír sunnudagsþættir,1 þættir Birnu og Sigmars aðra vikuna en hina vikuna þáttur Böðvars. Þá verða fluttir landsbyggðatþættir á föstudögum en umsjónarmaðurinn hefur ekki verið ákveðinn. Þættirnir koma í stað Að vestan og Reykja- víkurpistils og verða tveir i hverri viku fyrir sinn landsfjórðunginn hver. Skemmtiþættir í stað sjónvarps Í júlimánuði, þegar sjónvarpið fer i sumarfri hefja göngu sina tveir nýir skemmtiþættir. Annar verður á laug- ardögum og er i umsjá Sigurðar Skúlasonar og Randvers Þorláks- sonar. Hinn verður á flakki milli daga, en þann þátl annast Hrafn Pálsson og Jörundur Guðmundsson. í vikulokin flyzt aftur um hálfa klukkustund en lengist þess í stað um 30 minútur. Sömu stjórnendur verða með hann og áður og verður hann með svipuðu sniði og verið hefur að undanförnu. Að endingu má minnast á Vissirðu það? sem er einkanlega ætlaður börnum og unglingum, þótt almennir hlustendur hafi eflaust einnig gaman af honum. Þetta er spurningaþáttur i léttum dúr, sem Guðbjörg Þórisdóttir sér um. -SA. Ófyndnar teikni- myndir og iþróttir Fátt er það sem augað gladdi í sjónvarpsdagskrá föstudagsins. Bezti liður kvöldsins kom strax að Ioknum fréttum er Baldvin Halldórsson, leikari las Timann og vatnið eftir Stein Steinarr. Ljóðið var mynd,- skreytt og undir var leikin frumsamin tónlist eftir Eyþór Þorláksson, sem féll einkar vel að Ijóðinu. Laugardagurinn var tekinn snemma, kveikt á tækinu hálf-fimm, og þess beðiö aö fimleikum og frjálsum íþróttum lyki. Bjarni Felixson á mikið hrós skilið fyrir fjölbreytta og góða iþróttaþætti. Að vísu koma tímar, cinkum yfir veturinn, þegar ekki er hægt að skilja einokun ákveðinna íþrótta- greina á þættinum. Sérstaklega á þetta viö um skiðaíþróttina, en aldrei fæ ég skilið hvers vegna nauðsynlegt er að sýna hvern einn og einasta af 30 beztu sklðamönnum hvers móts. Og til að kóróna allt saman eru sýndar báðar ferðir keppendanna. Nú Tara í hönd dimmir og langir mánuðir, ensku knattspymunni lokið og hún hefst ekki að nýju fyrr en í lok ágúst. Það er ekki annaö að gera en bíta á jaxlinn og vona áð tíminn fljúgi áfram næstu vikurnar. Og fyrr en varir er þá kominn miður ágúst og West Ham og Liverpooi komin á Wembley til að leika um góðgerðar- skjöldinn. Nýi gamanmyndaflokkurinn lofar svo sannarlega góðu. Þessir brezku þættir, sem mikið byggja á orðaleikjum, hafa ætið verið í miklu uppáhaldi hjá mér og Shelley er þar engin undantekning. Nú bíð ég spenntur eftir viðureign letingjans og húsráðanda. Síðustu kosninganótt bauð UM HELGINA sjónvarpið upp á ákaflega einkenni- legt skemmticfni. Meðal þess voru teiknimyndir Mordillo, sem á laugar- dag hrelldu enn sjónvarpsáhorf- endur. Ófyndnari teiknimyndir hef ég aldrei séð, og ég get aðeins vonað að sjónvarpið veröi bráðum uppiskroppa með teiknimyndir þess- ar. I gærkvöldi var hins vegar litið um gott efni i sjónvarpi. Þar sem ég er ákaflega litill aðdáandi einsöngslaga og aría skrúfaði ég niður i talinu er Tónstofan hófst. En þegar ég ætlaði þess i stað að hlusta á útvarpið varð ég fyrir sárum vonbrigðum. Þar var verið að leika létta tónlist og sá sinfóniuhljómsveit norska útvarpsins um leikinn. Þar á eftir fylgdi pistill Hauks ísleifssonar um hemám íslands og heimsstyrjaldarárin. Fróðlegur og góðurþáttur. -SA. Kurt Vonnegut er höfundur nýju kvöldsögunnar. KVÖLDSAGAN - útvarp kl. 21,45: Ævintýrasaga sem gerizt í nútímanum Fyrsti lestur sögunnar, Fuglafit, eftir Kurt Vonnegut, er i útvari i kvöld en Hlynur Árnason þýddi söguna. Les- ari er Anna Guðmundsdóttir. Sagan er er ævintýrasaga sem gerist í nútímanum og fjallar um fjölskyldu og tilveru hennar. Ekki verður þó gerð tilraun til að* fara nánar út í efni sögunnar því Vonnegut er erfiður höfundur og flókinn. Á ensku heitir bókin „Cat’s cradle” og er talin til visindaskáldsaga þar ytra. Kurt Vonnegut er þekktur höfundur en hans kunnasta bók er sennilega Slaugterhouse five, sem sýnd var hér um árið í einu kvikmyndahúsa borgarinnar. -SA. LÖG UNGA FÓLKSINS - útvarp kl. 20,40: Nýr umsjónarmaður tekinn við „Mér likar starfið bara ágætlega,” sagði Hildur Eiríksdóttir, en hún er nýtekin við umsjón þáttarins Lög unga fólksins. ,,Ég var ekki ráðin upp á neinn ákveðinn starfstíma, en mér finnst að maður megi ekki vera of lengi í svona starfi.” „Þátturinn finnst mér vera fjölbreyttur, öll nýjustu lögin eru leikin i honum og ég hef ekki i hyggju að breyta honum neitt. I síðustu viku bárust 80 bréf til þáttarins en ég get ekki leikið öll lögin sem beðið er um. Nei, ég held ekki að krakkar skrifi neitt verr en fullorðnir, það þarf aðeins að lesa bréfin vandlega yfir áðuren haldið er i upptöku.” Hildur sagði að Billy Joel væri lang- vinsælastur nú en næstir kæmu Johnny Logan og Áhöfnin á Halastjörnunni. -SA. þættinum Billy Joel er vinsælastur hjá ungu kynslóðinni. HÁRGREIÐSLUSTOFA í fullum rekstri til sölu. Stofan er i miðborginni I rúmgóðu húsnæði, nýlega endurbætt. Kjörið fyrir tvo hárgreiðslusveina, sem vildu sameiningu og sjálfstæði. Tilboð sendist auglýsingadeild Dagblaðsins fyrir 13/6 merkt „Hár- greiðslustofa 924”.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.