Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 3 PETUR: TAKTU TILBODIESPANOL Helga Guðmundsdótlir skrifar: Ég vil aðeins vekja athygli á þvi að ef Pétur Pétursson á kost á að leika með liðinu Espanol frá Barcelona þá ætti hann að þiggja það. Ég hef verið Espanolisti i niu ár i Barcelona, með fast sæti á leikvangi þeirra þar. Ég er þess fullviss að hann yrði ánægðari með þeim, jafnvel þótt hann ætti kost á að leika með Barce- lona-liðinu, þótt í eyrum fólks á ís- landi sé Espanol ekki eins þekkt og í Evrópu. Ég vil ennfremur skjóta þvi inn i að í Barcelona er bara um þessi tvö lið að ræða og eru þau miklir keppinaut- ar. Ég vildi ógjarnan að Pétur yrði fyrir eins miklum vonbrigðum á Spáni (svo framarlega sem hann ætti kost á að fara þangað) eins og hinn snjalli leikmaður frá Danmörku, Simonsen, varð fyrir i Barcelona-lið- inu. Ég veit að Espanol mun ekki ætlast til of mikils af honum'þótt þeir munu vissulega fagna komu hans, og hlakka til þess að njóta árangurs hans. Hann mun ekki verða svikinn þar. Pétur, taktu boði Espanol svo framarlega sem þú átt nokkurn kost á því og þú munt ekki verða fyrir von- brigðum. Sigurvegarar Ála- fosshlaupsins 1921 Þór Jakobsson skrifar: Jón Ólafsson, Ránargötu 17, spyr í lesendadálkum DB 4. júni sl. um þátttakendur i gamla Álafosshlaup- inu. Visa ég til greinar, sem Hallur Simonarson, iþróttafréttaritari Dag- blaðsins, birti eftir mig á iþróttasiðu blaðsins þann 19. marz sl. Greinin fjallað einmitt um gamla Álafoss- hlaupið í tilefni endurvakningar á Vigdís Finnbogadóttir forsetafram- bjóðandi. Einstætt foreldri erí framboði 2526—6412 skrifar: Hér á síðum Dagblaðsins var fyrir stuttu deilt um tvo forsetaframbjóð- endur á grundvelli þess, hvor þeirra skildi betur stöðu einstæðra foreldra í þjóðfélaginu. Nú hagar svo til að auk þeirra er einnig i framboði hugrökk kona og mikill persónuleiki, bæði skynsöm og afburðamælsk. Hún hefur ekki ein- asta kynnt sér stöðu einstæðra for- eldra, heldur er hún í þeirra stöðu. Með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta íslands, munum við Íslendingar m.a. sigrast á þeim for- dómum, sem útiloka menn eftir frumstæðu mati á einkahögum. hlaupinu á Iþróttahátíð ÍSÍ 29. júní nk. Að visu verður Álafosshlaupið með öðru sniði en áður, miklu víð- tækara, þar sem þvi er samtimis ætl- að að vera heilsubótarskokk trimm- ara og kapphlaup æfðra langhlaup- ara. 1 fyrrnefndri grein greindi ég frá spjalli minu við þá Jóhann Jóhannes- son, Ármanni og Oddgeir Sveinsson, sem voru miklir hlauparar hér fyrr á tið. En fimm fyrstu menn i Álafoss- hlaupinu 1921 voru: 1. Þorkell Sigurðsson 2. Ingimar Jónsson 3. Ágúst Ólafsson 4. Ámundinus Jónsson 5. Sigurbjörn Árnason. Helga vill ólm að Pétur hverfi suður á Spán. HOOVER ekki bara ryksuga... Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aðeins ryksugar teppið, hann hreinsar að-auki úr því margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær ekki eins og t.d. • Klístur •Þráöarenda • Dýrahár • Sand úr botni • Bakteríumyndandi sveppa- og gerlagróöur Jafnframt ýfir hann flosið svo aö teppið er ætið sem nýtt á að líta, og það á jafnt við um snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta. Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur. HOOVER - ég banka bursta og sýg... FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 FALKINN 1904-1979 Spurning Ertu hlynntur bann- inu á myndinni Dauði prinsessu? Jón Björgvinsson sjónvarpsslarfs- maður: Mér finnst alvarlegt mál ef einstaklingar eða einstök fyrirtæki fá að ráða efni fjölmiðla. Sigrún Siguröardóttir skrifslofuslúlka: Ég er á móti hvers konar boðum og bönnum. ÍS Gunnvör Braga Sigurðardóttir dag- skrárfulltrúi: Það er harl ef litlir hópar geta komið og f :rið ofan í ákvarðanir sem færir menn hafa tekið Guðmundur Guðmundsson, vinnur hjá Hafrannsóknarstofnun: Alveg hlynntur banninu. Árni Guðmundsson uppeldisfulltrúi: Nei, ég er á móti því. Formálinn hefði alveg nægt. Gunnar Skúlason sendill: Já, ég er það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.