Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNl 1980
'17
G
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I)
Óskar, rauf tuttugu
metra múrinn f Texas
— varð annar í kúluvarpi á bandaríska háskólameistaramótinu með
20,21 metra kasti og hlaut bronsverðlaun í kringlukasti með 61,14 metra kasti.
íslendingar eiga nú tvo „tuttugu metra kúluvarpara”
Óskar Jakobsson, frjálsíþrótta-
maóurinn sterki í kúluvarpi, stóð sig
með miklum ágætum á bandariska
háskólameistaramótinu um helgina.
Hann bætti sinn fyrri árangur í kúlu-
varpi mjög mikið og sigraðist nú á 20
metra múrnum í fyrsta sinn. Óskar
kastaði lengst 20, 21 metra og hafnaði i
2. sæti á eftir bandariska blökkumann-
inum Carter, sem kastaði 20,40 metra.
Óskar stóð sig cinnig mjög vel í
kringlukastinu. Hann kastaði 61,14
metra í þeirri grein og dugði sá árangur
til siifurverðlauna á mótinu. Þar
sigraði Svíinn Goran Svensson, kastaði
61,72 metra. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir í gær og i morgun tókst DB ekki
að ná símasambandi við Óskar.
Framfarir Óskars i kúluvarpinu i
Bandarikjunum hafa verið með
ólikindum og hefur hann bætt árangur
sinn um u.þ.b. einn metra i vetur, og er
nú kominn í hóp beztu kúluvarpara
heimsins. í undankeppninni kastaði
Þrefaldursigur
Eþíópíumanna
— Kúbumenn sigursælir
íTékkóslóvakíu
Eþiópíumenn unnu þrefaldan sigur i
5 km hlaupi á sterku frjálsíþróttamóti i
Bratislava í Tékkóslóvakíu um helgina.
Sigurvegari varð hinn 35 ára gamii
lögreglumaður frá Addis Ababa, Mirus
Yifter. Hann hljóp á mjög góðum
tíma, 13:16,4 min. í 2. sæti varð landi
hans Mohammed Kedir á 13:17,5 min
og i 3. sæti varð þríðji Eþiópiumaður-
inn Eshetu Tura á 13:27,3 min.
Annars voru það Kúbumenn sem
mesta athygli vöktu á mótinu og
sigruðu þeir í sjö greinum. Silvio
Leonard sigraði bæði í 100 og 200
metra hlaupum, hljóp á 10,15 sek. og
20,75 sek. Alejandro Casanas sigraði í
110 metra grindahlaupi á á 13,39 sek.
Caridad Colona, 22 ára stúlka frá
Kúbu, náði þriðja bezta heimsárangrin-
um í spjótkasti í ár er hún sigraði í
spjótkasti með 68,04 metra kasti.
Aðrir sigrar Kúbumanna voru að
Alesandro Herrana sigraði i þrístökki,
stökk 16,88 metra, Carmen Romero
sigraði í kringlukasti kvenna, kastaði
64,62 metra og Luis Delis jafnaði
Kúbumetið i kringlukasti karla er hann
sigraði í þeirri grein með 67,84 metra
kasti.
Bandaríkjamaðurínn Benjamin
Fields sigraði í hástökki. Hann stökk
2,21 metra. Ungverjinn Miklos Nemeth
kastaði spjótinu 87,94 metra og sigraði.
Austria Vín
sigurvegari
Austria Vín varð austurrískur meist-
ari í knattspyrnu er austurrísku deilda-
keppninni lauk um helgina. í siðustu
umferð mótsins sigraði Austria Rapid
með þremur mörkum gegn tveimur.
Austria sigraði með umlalsverðum
yfirburðum á mótinu. Lokastaða efstu
liða varð þessi:
1. AustriaVin 84—39 50stig
2. Voest Linz 63—41 43 stig
3. Lask 51—34 43 slig
4. Gak 45—40 39stig
5. Rapid 46—40 35 stig
Benf ica varð
bikarmeistari
Hið heimsþekkta knattspyrnufélag
Benfica varð um helgina portúgalskur
bikarmeistarí i knattspyrnu. Benfica
sigraði Porto í úrslitaleik með einu
rnarki gegn engu. Það var sóknarleik-
maðurinn Cesar frá Brasilíu sem
skoraði eina mark leiksins.
Öskar lengst allra, bæði í kúluvarpi og
kringlukasti, 19,85 m í kúlu og 59,40 m
i kringlu.
Af öðrum árangri á mótinu má nefna
að Stanley Floyd frá Auburn Uni-
versity sigraði óvænt i 100 metra hlaupi
á frábærum tima, 10,0 sek. Hinir
heimsþekktu hlauparar Mike Robert-
son og James Sanford urðu að gera sér
annað og þriðja sætið að góðu. Báðir
hlupuþeirá 10,12sek.
Tansaniubúinn Suleiman Nyambui
sigraði í 10 km hlaupinu á 29:21,85
mín. og sigraði fyrrum heimsmethafa
frá Kenya, Samson Komombwa
(Washington State), sem hljóp á
29:27,08 mín. Norðmaðurinn Kvernmo
(Wyoming) varð þriðji. Hann hljóp á
29:43,82 min.
Svíinn Thommie Sjoholm (Texas-el
Paso) sigraði í sleggjukastinu með
68,58 metra kasti.
Sydney Maree, 23 ára Suður-Afríku-
búi, sigraði í 1500 metra hlaupinu á
3:38,64 min. og Don Paige sigraði í 800
metra hlaupinu á 1:45,81 mín.
Jeff Woodard jafnaði bandaríkja-
metið í hástökki með því að stökkva
2,32 metra. Hann gerði síðan tilraun til
að bæta nýsett heimsmet Pólverjans
Jacek Wszola og Þjóðverjans Dietman
Moegenburg, 2.35 m. Woodard reyndi
þrívegis við 2,36 m. en felldi í öll
skiptin.
Bert Cameron sigraði i 400 metra
hlaupi á 45,25 sek. og Steve Mann
sigraði í þrístökki, stökk 16,79 m. Curt
Ransford sigraði í spjótkasti. Hann
kastaði lengst 82,06 metra.
Skóli Óskars Jakobssonar „The Uni-
versity of Texas at E1 Paso” sigraði á
mótinu og munaði þar miklu um
árangur Óskars. Fyrir skólann keppti
einnig Tansaníubúinn Suleiman
Nyamþui, sem sigraði í tveimur
greinum.
Árangur Óskars um helgina þýðir að
íslendingar hafa nú eignazt tvo
„tuttugu metra kúluvarpara". íslands-
met Hreins Halldórssonar er 21,09
metrar.
-GAJ.
Með liinum frábæra árangri sínum í
Texas um helgina hefur Óskar nú
skipaö sér í hóp bezlu kúluvarpara
heimsins.
ALMENNUR
FUNDUR
fylgismanna
Aiberts Guðmundssonar
og
Brynhi/dar Jóhannsdóttur
við forsetakjörið verður hakttnn
að Hótel Sögu — Sú/nasalnum
manudaginn 9. jum nk.
kl. 20.30.
Fundarstjóri:
Gerður G. Bjarklind.
Ávörp:
Alfreð Þorsteinsson fyrrverandi borgar-
fulltrúi, Jóhanna Sigurðardóttir alþm., Jón
Magnússon hrl. og Guðmundur J. Guð-
mundsson alþm.
______.____________ /
Einsöngur:
Magnús Jónsson tenór,
með undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar.
Frú BrynhUdur Jóhannsdóttir
ávarpar fundinn.
Ræða:
A/bert Guðmundsson alþm. forsetaframbjóðandi.
Hornaf lokkur Kópavogs
leikur fyrir fundinn. Stjórnandi: Björn Guðjónsson.
Fundarslit og sameiginlegur söngur
rÉg vil elska mitf land".
n'