Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 Deila stúdentaráðs og rektors um dönskukennarastöðuna: „Auglýsa ber stöðuna til að hreinsa af skólanum orðróm” —um að hlíf iskildi sé haldið yf ir kennurum sem sakaðir eru um að stunda innrætingu á nemendum, segir í athugasemd f rá formanni stúdentaráðs Fær Bjöm Borg draumakastalann sinn ÍSBORG Suðurlandsbraut 12. • ís — Shake. • Bananasplit. • Gamaldagsís. • ísfötur. HEITT: Kakó Pylsur Samlokur Hamborgarar NÆG BÍLASTÆÐI. Margir kannasl við tenniskappann fræga, Björn Borg. Deila tveggja systra stoppar hann af með að kaupa „draumakastalann" sinn við austur- strönd Svíþjóðar. Hann hefur boðið 3.5 milljarða kr. fyrir kastalann sem er frá þvi snemma á 18. öld. Eigendurnir, systurnar frú Ann- Charlotte Svinhufvud, 49 ára og frú Christina MeFarlane, 55 ára, sem báðar búa í London hafa rifizt síðan 1956 yfir þessari eign sem þær erfðu. Eftir sænskum lögum getur annar aðilinn selt eignina svo framarlega að hinum eigandanum séu borgaðar nægilegar bætur. Frú Svinhufvud hefur snúiðsér til hæstaréttar Svíþjóðar til þess að geta komið í veg fyrir að frú McFarlane geti selt kastalann. Á meðan er Björn Borg í Bukarest að heimsækja væntanlega tengdafor- eldra. Kærastan er auðvitað með honum. I þessu máli taldi rektor að ráðu- neyti, eða öllu heldur ráðherra, tæki aðra ákvörðun en deildarráð heim- spekideildar. í stað þess að styðja af- stöðu deildarráðs og nemenda i dönsku brýtur rektor þær leikreglur sem gilt hafa í svona málum, þ.e. að vísa málinu beint til ráðherra. Það þurfti engan að undra sem þekkti til verka hans að hann skyldi ekki styðja afstöðu nemenda. Hann.er jú þekktur fyrir að vilja ekki auka áhrif nemenda frá því sem nú er. Nemendur i dönsku hafa verið í fararbroddi hvað áhrif á val kennsluefnis snertir. í dönsku hefur uppbygging kennslunnar verið hvað lýðræðislegust. Mætti ætla að rektor hafi fundist áhrif nemenda þar full mikil. Hvers vegna rektor tekur svo gróf- lega fram fyrir hendur deildarráðs heimspekideildar verður aðeins skilið út frá þeim opinberu (og leyndu) umræðum sem átt hafa sér stað um deildina undanfarið. Þær fordóma- fullu umræður hafa fengið rektor og meirihluta háskólaráðs til þessara vinnubragða. Til að mótmæla þessum vinnubrögð- um efndu Félag dönskunema og stjórnir Samtaka stundakennara, Fé- lags stúdenta í heimspekideild, Sam- bands íslenskra námsmanna erlendis og Stúdentaráðs Háskóla íslands til fund- ar föstudaginn 23. mai í Félagsstofnun stúdenta. Þetta var vel sóttur fundur, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að stúdentar voru almennt í prófum. Á þeim fundi rituðu 124 kennarar og nemendur nöfn sín undir mótmælayfir- lýsingu gegn vinnubrögðum rektors og meirihluta háskólaráðs, vinnubrögðum sem fela í sér augljósar póUtískar of- sóknir á hendur einum kennara og sem fela í sér aðför að skoðanafrelsi og málfrelsi í skólanum. Rektor sakar okkur um trúnaðarbrot þegar við skýrum frá meðferð hans á málinu i Stúdentablaðinu. Hann og hans menn vilja eðlilega að málið sé ekki nefnt á opinberum vettvangi. Þeir hafa vafalaust óskað þess heitast að málið yrði þagað I hel. Með þökk fyrir birtinguna. Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Björn Borg hinn frægi sxnski tenniskappi vill kaupa sér kastala fvrir 3,5 millj- arða isl. króna. Hann er hér á myndinni með unnustu sinni, Marianne Simonescu. ekki að auglýsa umrædda lektorsstöðu. Leitað var til lögfræðings Háskóla ís- lands gagngert til að fá úr þvi skorið. Niðurstaða hans var sú að ekki væri nauðsynlegt að auglýsa stöðuna. Hefði mátt ætla að það dygði. Það virðist því sem rektor hafi verið það mikið kapps- mál að fá stöðuna auglýsta. Málið á sér hlið- stæðu annars staðar Ef litið er á þetta mál i heild sinni er auðséð að það er aðeins einn angi af aðför ákveðins hóps manna að lýð- ræðislegu starfi innan opinberra stofn- ana. Þessir menn vilja stífa miðstýringu og stjómun ofan frá. Nægir að nefna dæmi eins og afskipti tiltekinna út- varpsráðsmanna af starfi fréttamanna Ríkisútvarpssins. Þessir menn vilja færa völdin frá þeim sem verkin vinna í hendur fjarlægra stofnana sem oftast hafa takmarkaða þekkingu á viðkom- andi málaflokkum. II Háskóli Islands: Stúdentar deila við rektor um veitingu dönskukennarastöóu. í Morgunblaðinu þ. 28. mai sl. og í Þjóðviljanum og Dagblaðinu þ. 29. maí sl. er birt leiðrétting frá Háskóla íslands, undirrituð af Guðmundi Magnússyni rektor, vegna fréttaflutn- ings Þjóðviljans og Dagblaðsins varð- andi dönskukennslu i skólanum. Auk þess sem rektor kemur þar með órök- studdar ásakanir á hendur mér telur hann upp 7 ástæður fyrir auglýsingu umræddrar lektorstöðu í dönsku. Seinna mun verða fjallað um þessar ástæður liö fyrir Uð en hér nægir að nefna að rektor tvítekur eina ástæð- una, til þess eins að fjölga þeim að þvi er best verður séð. Á hinn bóginn kýs hann aö nefna ekki eina ástæðu sem hann nefndi áumræddum háskólaráðs- fundi 23. apríl sl. Hvers vegna hann sleppir henni er augljóst. Hún sýnir Ijóslega hvaða pólitíska afstöðu rektor hefur í þessu máli. Ástæðan sem hann sleppir er þessi: Máiiö er i hugum inurgra óneitanlega tengt umræðum um heimspekideild og dönskukennslu, þ.e. kærumálin á hendur ákveðnum kennara. Auglýsa her stöðuna til þess að hreinsa af skól- anum þann orðróm að hann haldi hlífi- skildi yfir kennurum sem sakaðir eru um að stunda innrætingu á ncmcndum. Með því að gefa þetta upp sem ástæðu lætur rektor augljóslega undan þrýst- ingi ákveðinna afla, afla sem mest hafa haft sig í frammi opinberlega á síðum Morgunblaðsins. Hver fer með rangfærslur? Rektor sakar mig um að fara rangt með afgreiðslu háskólaráðs á beiðni heimspekideildar um framlengingu á setningu lektors í dönsku. Út frá ,,leið- réttingum” rektors er ekki auðvelt að sjá hvað hann á við með þessari ásökun. Hvergi segir hann að ég hafi haft rangt eftir honum. En séu ástæður rektors fyrir auglýsingu lektorsstöð- unnar athugaðar nánar og það haft í huga hvaða ástæðu rektor sleppir sést hvernig hann reynir að slá ryki i augu lesenda. Hann sleppir þeirri ástæðu sem undirstrikar pólitíska afstöðu hans og reynir þannig að fá lesendur til að trúa því að engin pólitík sé með í spil- inu. Síðan klykkir hann út með þvi að segja að ég fari með staðlausa stafi í þeim viðtölum sem Dagblaðið og Þjóð- viljinn áttu við mig. Þetta kalla ég óvandaðan málflutning. Skv. lögum eða reglugerðum þurfti ORKUBÚ VESTFJARÐA ÚTBOÐ Tilboð óskast í að leggja fyrsta áfanga hitaveitukerfis í Bolungarvík. Útboðsgögn fást hjá tæknideild Orkubús Vestfjarða, ísafirði, sími 94—3900, gegn 50 þús. kr. skila- tryggingu. Tilboð skal senda Orkubúi Vestfjarða, Hafnar- stræti 7, ísafirði, merkt „Tilboð nr. 980” Tilboðin verða opnuð mánudaginn 23. júní kl. 14.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.