Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 10 ElSalvador: Þrjátíu og fjórir drepnir um helgina — þrjú þúsund fallnir síðan herforingjastjómin tók við völdum í október síðastliðnum Óeirðir í E1 Salvador mögnuðust um allan helming um helgina eftir nokkurt hlé. Er talið að að minnsta kosti þrjátíu og fjórir hafi fallið viðs vegar um landið og þá aðallega í höfuðborg þessa striðsþjáða Mið- Ameríkuríkis. Eru þær tölur sam- kvæmt upplýsingum lögreglu landsins. Voru það vinstri og hægri sinnaðir öfgamenn sem stóðu fyrir morðunum. Meðal þeirra sem fundust láinir um helgina voru fimm nienn, sem áður hafði verið rænt. Meðal þeirra var barnshafandi kona. Lík þeirra fundust í San Miguel. Sjö lík fundust í borginni Santa Ana, var eitt h'kanna merkt með störfunum EM á brjósti. Skólanemi var skotinn með vélbyssu í borginni San Vicente og auk þess féllu tuttugu og einn í höfuðborg landsins, San Salvador. EM er skammstöfun á nafni hægri sinnaðra hermdarverkamanna, sem lýst hefur yfir stríði gegn vinstri sinnum. Vinstri sinnar vilja steypa her- foringjastjórninni sem ríkir í E1 Salvador síðan í október síðast- liðnum. Talið er að rúmlega þrjú þúsund manns haft fallið í landinu siðan herforingjastjórnin tók við völdum. Miklar sprengingar voru í San Salvador um helgina. Að sögn lög- reglunnar varð sprenging á skrif- stofum blaðs eins í háskólahverfinu og bankastofnun. Miklar skemmdir urðu, en engir slösuðust við spreng- ingarnar. Erlendar fréttir REUTER Fimmburar íBremen Þrítug kona i Bremen í Vestur- Þýzkalandi fæddi á föstudaginn fimmbura. Voru þetta tveir drengir og þrjár stúlkur. Ein stúlknanna er þegar látin. Hin eru I súrefniskössum. Nafn konunnar hefurekki veriðgefið upp. Tveir arabiskir borgarstjórar á vesturbakka árinnar Jórdan, en þar ráða Israelsmenn rikjum. særðust alvarlega af völdum sprenginga i fyrri viku. Á myndinni sést er öórum þeirra er ekið á sjúkrahús en þar varð að taka af honum vinstri fótinn. Annar starfsfélagi hans missti báða fætur i sprengjutilræðinu. Bandaríkin: SOVEZKURI LANDHELGI Sovézkur verksmiðjutogari var tek- inn að meintum ólöglegum veiðum innan bandarískrar efnahagslögsögu við strendur Alaska i gærkvöldi. Yfir- lýsing þessa efnis barst frá bandarisku strandgæzlunni. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur at- burður verður síðan Jimmy Carter Bandarikjaforseti bannaði öliunt sovézkum skipum veiðar innan banda- rískrar lögsögu eftir að sovézki herinn réðst inn í Afganistan. Áður höfðu gilt um veiðarnar ýmsir samningar. Áhöfn sovézka togarans mun vera um eitt hundrað manns. Fóru banda- rískir strandgæzlumenn um borð og var togaranum skipað að sigla i fylgd með strandgæzluskipinu til Kodiak á Alaska. Þar munu réttarhöld fara fram vegna meints landhelgisbrots. Sovézk fiskiskip geta veitt á nokkru hafsvæði við strendur Alaska sam- kvæmt samningi sem í gildi var á milli Bandarikjanna og Sovétríkjanna áður en til Afganistanstyrjaldarinnar kom. Sovézki verksmiðjutogarinn var hins vegar talinn vera utan þess svæðis en innan bandarískrar efnahagslögsögu. Verðhækkanir í Póllandi Afganistan: TÍU ÚR FYRRI STJÓRN TEKN- IR AF LÍFI bil hálfu ári. Stjórn Amins ríkti þar til rétt fyrir siðutu áramót er Karmal og menn hans tóku völdin í landinu með hjálp sovézkra hermanna. 1 hópi þeirra sem tilkynnt var að hefðu verið teknir af lífi var einn bræðra Amins sem áður var herstjóri í norðurhéruðum Afganistan. Annar var frændi forsetans fyrrverandi og stjórnaði leynilögreglunni. Einnig lögreglustjóri, flutningamálaráðherra, fangelsismálaráðherra auk annarra ná- inna aðstoðarmanna Amins. Ekki er fullljóst hvort Amin sjálfur var drepinn í byltingunni um síðustu áramót eða hann lézt á sóttarsæng. Leiðtogar Kommúnistaflokksins i Póllandi reyna núaðsannfæra þjóðina um að rétt sé að aflétta verðstöðvun á nokkrum mikilvægum neyzluvörum, sem gilt hefur í einn áratug. Miklir efnahagserfiðleikar steðja nú að Pól- landi og hafa skuldir landsins við riki Vestur-Evrópu aukizt mjög á undan- förnum árum. Ef úr verður er þetta þriðja tilraun pólskra stjórnvalda til að hækka neyzluvöruverð siðan árið 1970. Var það árið 1970 og 1976. í bæði skiptin urðu blóðugar óeirðir og stjórnin neyddist til að afturkalla fyrri hækk- anir að mestu. Að þessu sinni hafa stjórnvöld fullvissað almenning um að ekki muni koma til mikilla og skyndi- legra hækkana eins og reitti fólk svo mjög til reiði i fyrri skiptin. Edward Babiuch forsætisráðherra Póllands tók við völdum í febrúar síðastliðnum. Hefur hann beitt sér fyrir verulegum aðhaldsaðgerðum. Seglin hafa verið dregin saman á mörgum sviðum. Eyðslu ríkisins hafa verið sett mikil takmörk. Heimildir til bifreiða- notkunar ríkisstarfsmanna lækkaðar, fjárframlög til listamanna minnkuð mjög. Jafnframt hafa komið upp raddir að ríkisvaldið hefði ekki tök á því öllu lengur að greiða fyrir þær miklu niðurgreiðslur sem tíðkast á mat- vörum vegna banns við verðhækkun- um. Stjórnvöld i Kabul í Afganistan til- verið glæpir gegn afganska ríkinu. Af kynntu i gær að tíu háttsettir meölimir i þessum tíu sem féllu fyrir böðlunum að fyrrverandi ríkisstjórn landsins, sem þessu sinni voru tveir nánir ættingjar var undir forustu Amins forseta, hefðu fyrrverandi forseta. Hafði áður veriö verið teknir af lífi. Hefði sök þeirra tilkynnt um aftöku þeirra fyrir um það Washington: Linast á ásök- unum á Clark Stjórnin í Washington virðist gaer, að stjórnvöld vcstra væru að heldur vera að linast í þvi að ákæra kanna hvort Clark og félagar hefðu Ramsey Clark fyrrum dómsmála- brotið bandarísk lög með því að fara ráðherra Bandaríkjanna og félaga til Iran. hans fyrir að bregða sér til íran i Skilja mátti ráðherrann heimildarleysi. Clark sótti þar ráð- þannig að hann teldi ekki líkur á stefnu sem fjallaði um störf og mis- hörðum aðgerðum af hálfu stjórn- gerðir fulltrúa Bandarikjastjórnar valda vegna þessa máls. Ef Clark gegn fólki i íran á dögum keisara- væri sekur ásamt ferðafélögum stjórnarinnar þar. sinum gæti það kostað þá allt að tíu Edmund Muskie, utanríkis- ára fangelsi og tugþúsunda dollara ráðherra Bandaríkanna, sagði þó í sekt. Tólf manns létust, þar af sjö skólabörn I járnbrautarsiysi I Svlþjóð I f.vrri viku. Myndin er af slysstaðnum. Farþegalest rakst á vöruflutningalest. Orsök slyssins er ekki kunn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.