Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 36
Stærsti skuldunautur Rangárvallahrepps undir hamarinn: 75 millj. hreppsábyrgð án vitundar sýslunefndar —fjárhagsáætlun aðeins helmingi hærri — eignir „ björtustu vonar” atvinnulífs á Hellu veðsettar upp í topp „Sýslunefnd þarf að samþykkja hreppsábyrgðir ef þær fara yfir viss' mörk. Þessar tölur sem þú nefnir koma mér mjög á óvart, ég hélt satt að segja að þær væru miklu lægri. Sýslunefndarfundurverður hjá okkur í næstu viku og mun ég þá taka þetta mál upp þar og rannsaka það,” sagði Sigurður Óskarsson sýslunefndarmaður í viðtali við DB er hann var spurður um þær gífurlegu hreppsábyrgðir sem Rangárvalla- hreppur hefur veitt fyrirtækinu Helluprent hf. á Hellu. Á síðastliðnu hausti veitti hreppsnefnd Rangárvallaýslu fyrir- tækinu Helluprent hf. hreppsábyrgð upp á 52,5 milljónir króna. Áður hafði hreppurinn samþykkt 23 milljón króna hreppsábyrgð fyrir þetta sama fyrirtæki. llla horfir nú fyrir hreppnum, þar sem við Helluprenti hf. blasir nauðungar- uppboð, skv. upplýsingum, sem DB hefuraflað sér. Samkvæmt þeim upplýsingum er húseign fyrirtækisins veðsett í topp eins og sagt er — áhvílandi veðskuldir hússins eru tæpar 100 milljónir króna. Skiptist það að mest milli Byggðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Rangárvallahrepps eða rétt liðlega tvöföld ábyrgðarupphæðin. Þá hefur DB einnig frétt, að fjárhagsáætlun hreppsins árið 1979 hafi verið 160 milljónir. ,,Ég ætla að kanna þetta mál og mér ber skylda til þess,” sagði Sigurður. „Það er ekkert launungar- mál að miklar vonir voru bundnar við þetta fyrirtæki í byrjun í sam- bandi við vinnumarkaðinn. Því mið- ur hafa þær vonir ekki staðizt.” Þá hafði DB einnig samband við sýslumann, en hann kvaðst ekkert geta tjáð sig um þetta mál, þar eð það hefði ekki borizt sýslunefnd. Fasteignamat húss Helluprents hf. er rúmar 80 milljónir og bruna- bótamat 163 milljónir. Algengast er að leyfa að veðsetja fyrir allt að helmingi brunabótamats, í þessu tilfelli er upphæðin nærri 2/3 hluta matsins). Oddviti hreppsins, sem DB hafði ennfremur samband við út af þessu máli sagði að fyrirtækið væri ekki búið að nota ábyrgðina alla. Hreppurinn veitti ekki ábyrgð nema að hafa næga tryggingu sagði hann. Ekki eru allir á sama máli og oddvitinn og hefur DB fregnað að óánægja sé á Hellu og í nágrenni með þessa samþykkt hreppsins. Óánægja hefur einnig verið meðal starfsmanna fyrirtækisins og munu uppsagnir vera mjög tíðar. Helluprent hf. hefur nú starfað i rúm tvö ár og að söen kunnugra eru sterkar líkur á að það eigi eftir að enda avi sina áður en varir og setja hreppinn i verulegar fjárhags- kröggur. -ELA. IngvarGíslason menntamálaráöherra: „Tel að út- varpsráð haf i gert form- lega rétt” — þegar myndin Dauði prinsessuvartekin útafdagskrá „Ég hef ekki talið þetta ríkis- sljórnarmál,” sagði lngvar Glslason menntamálaráðherra i mórgun er DB spurði hann álits á niðurfellingu sjónvarpsmyndarinnar Dauði prins- essu. „Ég hafna því að hafa nokkur afskipti af þessu máli,” sagði ráðherra. „Ég tel að útvarpsráð hafi gert formlega rétt , þar sem það hefur umsjón rneð dagskrá útvarps og sjónvarps. Ég get því virt niður- stöðuna. Það er ákaflega hættulegt að yfir- völd ráðskist með cfni í útvarpi. Sem ráðherra tel ég að þetta komi mér ekki við. Ég er algerlega á móti slíkri ritskoðun ráðherra. Það verður að treysta þeim mönnum sem hafa verið valdir til þess að hafa umsjón með þessum fjölmiðlum.” -JH. Tilboð Ragnars Arnaldstil BSRB: Kaup- hækkun ílægstu flokkum Kauphækkun til hinna iægstlaun- uðu innan Bandalags starfsmanna rikis og bæja er þungamiðjan í tilboöi, sem Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra mun gera BSRB á morgun. Kauphækkunin í tilboðinu er lítil, örfá prósent. Auk þess felur tilboðið í sér tillögur um vísitölukerfi. Þar er svo kaliað „gólf” á verðbótum, þannig að hinir lægst launuðu hagnast. Þetta er þannig, að sett er ákveðið tekjumark, sem verðbóta- prósentan miðast við, og allir sem eru undir markinu fá sömu visitölu- hækkun. Þetta er i fyrsta sinn í núverandi samningum, að fjármálaráöherra kemur með tilboð um kaupliði. Áður hefur hann tekið undir nokkrar kröfur un.ftlagsle réttindi og felast í tilboðinu urba'tut a því sviði einnig. -HH. „Gangiþér allt íhaginn, ” sagði hafnfirzka konan við Vigdísi aðfundinum loknum ogfékk klapp á öxlina frá frambjóðandanum í staðinn. DB-mynd: -ARH. Troðfullt hús á stuðningsmannasamkomu Vigdísar í Hafnarfirði: „Ágætlega frambærí- leg og vel menntuð" „Vigdís er ágætlega frambærileg og vel menntuð, hefur hlýja og aðlaðandi framkomu, á auðvelt með að umgangast fólk af öllum stéttum. Þess vegna er hún sigurstranglegust frambjóðenda. Ekki vegna þess að hún er kona heldur þrátt fvriraðhún sé kona!” sagði Þorbjörg Samúels- dóttir verkakona í ávarpi á stuðnings- mannasamkomu Vigdísar Finnboga- dóttur í veitingahúsinu Gafl-inn i Hafnarfirði í gærkvöldi. Salarkynni veitingahússins voru setin eins þétt og unnt var, auk þess sem fólk stóð hvar sem því var við komið. Kristján Bersi Ólafsson skólameistari i Flens- borg stjórnaði fundinum. Steingrím- ur Gautur Kristjánsson borgar- dómari talaði um kosningastarfið í Hafnarfirði og Ólafur Ólafss. stýri- maður ávarpaði samkomuna auk Þorbjargar. Þá var flutt vönduð og athyglisverð tónlistardagsskrá. Sigurður Rúnar Jónsson.Jóhanna Linnet og Ingveldur Ólafsdóttir fluttu lög úr innlendum og erlendum söngleikjum. Þórarinn Sigurbergsson og Páll Eyjólfsson flutu klassíska gítartónlist. Vigdís Finnbogadóttir flutti ræðu og svaraði fyrirspurnum. Einn fund- armanna benti á að Vigdís hefði í út- varpsviðtali tekið svo til orða: „Ef svo óliklega vill til aðég verði kjörin. . .” og spurði hvort ummælin sýndu „meðfætt lítillæti frambjóðandans eða vantrú á hagstæð úrslit í kosningunum.” „Svarið sýndi meðfætt lítillæti. En nú hefur mér snúist hugur. Ég er lOdögum eldri!” svaraði Vigdís. -ARH. frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980. Verður frysti- húsunum lokað? — stjórn SH ræðir máliðáfundiídag Á fundi stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem haldinn verður í dag kl. 14, kemur m.a. til umræðu hvort ástæða sé til að stöðva rekstur frystihúsa um land allt, að sögn Eyjólfs ísfelds Eyjólfssonar, forstjóra SH, i morgun. Erftðleikar hraðfrystiiðnaðarins hafa aukizt mjög að undanförnu vegna hækkunar fiskverðs, óvenjulegrar birgðasöfnunar í frystigeymslum víða um land og sölutregðu og verð- lækkunar á mörkuðum erlendis eins og DB hefur rakið að undanförnu. Eyjólfur Ísfeld kvað enga ákveðna tillögu um stöðvun frystihúsanna liggja fyrir stjórnarfundinum, en málin yrðu ræddalmennt. -GM. 12% hækkun ríkisins voru lokaðar i morgun vegna hækkunar áfengis og tóbaks. Eins og siðast hækkaði varningurinn um tólf prósent. Vodkaflaskan hækkar því nú úr 12 þúsund krónum í 13.500. íslenzkt brennivín kostar nú 10.000, en kostaði áður níu þúsund. Algengustu tegundir af viskii hækka úr 12.500 i fjórtán þúsund. Sígarettupakki kostaði í gær 1.015 kr„ nú 1.135. Sé tekið dæmi um tvær vindlategundir, þá kostaði London Docks 1490 krónur en hækkar nú í 1670. Fauna kostuðu fjórtán hundruð og hækka upp í 1.570. Áfengi og tóbak hækkuðu siðast 12. marz. -ÁT- FriðfinnurÓlafs- son látinn Friðfinnur Ólafsson fyrrum for- stjóri Háskólabíós er látinn, 63 ára að aldri. Friðfinnur lauk kandidatsprófi frá viðskiptafræðideild Háskólans 1941 og starfaði að því loknu hjá Viðskiptanefnd og síðar Viðskiptaráði. Forstjóri Tjarnarbíós var hann í mörg ár og forstjóri Háskólabíós frá 1961 þar til fyrir skömmu. Friðfinnur gegndi margvíslegum nefndarstörfum og sat i stjórn fjölmargra félaga. Hann átti um skeið sæti í miðstjórn Alþýðuflokksins. LUKKUDAGAR:" 8. júni 6321 Henson xfingagalli. 9. júní 3420 Kodak Pocket A1 myndavél. Vinningshafar hringi í síma 33622. tóbaks Útsölur Áfengis- og TÖGGUR ? UMBOÐIÐ SÍMI 81530

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.