Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 22
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚNÍ 1980 Fleirfl , FOLK fleira , FOLK Leikajass íhverri viku „Áhugi fyrir jasstónlisl er vaxandi hér á landi, á þvi er ekki vafi. Sérstaklega sýnist mér ungt fólk hafa tckið vift sér," sagði Guðmundur Ingólfsson píanóleikari og einn helzti framlínumaður islenzkra jassista. Guðmundur og félagar leika jass i hverri viku i Stúdentakjallaranum á sunnudagskvöldum og i Djúpinu á fimmtudagskvöldum. Auk þess hafa þeir spilað nokkrum sinnum jass á Borginni við góðar undirtektir undanfarið — og víðar. Sjónvarpið sýndi fyrir skömmu þátt með tónlist Guðmundar og félaga. En hvað með hljómplötu? ,,Jú, það hefur komið til tals, hvað sem úr verður. Forráðamenn Djúpsins eru með hugmyndir um að taka upp á nokkrum jasskvöldum i Djúpinu, velja úr nokkur lög og gefa út á plötu. Efnið gæti orðið frumsamiðaðhlutatil.” Eigendur Hornsins (og Djúpsins) sóttu fyrir nokkru um vínveitinga- leyfi. Enn hefur það ekki fengizt i gegnum „kerfið”. „Margir gestir á jasskvöldum i Djúpinu eru langeygir eftir vinveitingaleyfinu. Það myndi skapa aðra og betri stemmningu ef menn ættu kost á léttum vinum.” -ARH. Gunnar Þórðarson: Nœsta verk- efni? Á ég ekki bara að gera Dag- blaðspiötu? DB-mynd: Árni Páll. Iþróttafréttamenn Dagblaösins og Moggans gefa út tímaritiö SPORT: Lélegt Iþrótta- blað er kveikjan Guðmundur við hijóðfœrið: Forráðamenn Djúpsins gæia við hugmyndir um að taka upp lög á jasskvökfunum og gefa út á plötu. DB-mynd: Ragnar Guðmundur Ingólfs og félagar hafa nóg að starfa: Sportblaðið, sem einu sinni kom út og lognaði svo út, af, væni,” sagði blaðaútgefandinn áminnandi. „Þetta er annað blað og aðrir útgefendur.” Hinn aðalútgefandinn er líka íþróttafréttaritari, Guðmundur Guðjónsson á Morgunblaðinu. „íþróttablaðið er eiginlega kveikjan að þessu. Það blað þykir okkur og mörgum fleiri afspyrnu slappt rit og ekki í takt við tímann. Reyndar verður ekki annað séð en að auglýsingar ráði mestu um innihald íþróttablaðsins. Við viljum gefa úl blað með breiðara efnissvið, sam- bland af íþrótta- og útilifsblaði. tGönguferðir, hestamennska, sigl- ingar, fjallaklifur og margt fleira þess háttar er efni sem við látum okkur varða. Auk þess skrifum við auðvitað um „hefðbundnar" íþrólta- greinar, fótbolta, handbolta, frjálsar iþróttir, veiðiskap o.s.frv.” Fyrsta tölublað af SPORT er eingöngu selt í lausasölu. Næsta blað er þegar komið í vinnslu og að öllum líkindum verður bráðlega tekið við áskriftum að ritinu. Útgáfan er alfarið áhugamannaverk og auka- vinna félaganna. Siggi Sverris atast í fleiru en að þeytast milli iþróttakappleikja og lýsa þeim fyrir lesendum Dagblaðsins — og nú að gefa út SPORT. Hann er sjúklegur aðdáandi Rauða hersins í l.iverpool og hefur fest bæði myndir af goðunum og félagsfána þeirra upp á vegg nálægt ritvélinni sinni. Hann er um þessar mundir að þýða bók um Liverpool sem á að koma út fyrir árs- lok. Það á að verða hugmynda- og sagnfræðileg uppspretta fyrir fylgifiska Liverpool hér á landi um ókomna tíð. Og ekki veit ég hvort satt er, en SSv fullyrðir að þessi fiskistofn sé sá eini í islenzkri lögsögu jsem stækkar og þroskast á sama tíma og aðrir fiskistofnar eyðast upp hægt ogbitandi. -ARH, Fótbolti, guöleysi og kommún- ismi „Víða má sjá skilti sem minna á norrænan uppruna manna í borginni og margar hefðir eru komnar úr Norður-Evrópu. Þarna hefur til dæmis verið stunduð knattspyrna í mörg ár, kirkjusókn er minni en i öðrum ríkjum Bandaríkjanna og þarna er að finna fjölmennan kommúnistaflokk, allt kunnar staðreyndir úr þjóðfélögum Norður- landa. . .” (Anders Hansen blm. Moggans í grein um ferð fréttamanna á vegum Flugleiða til Seatlle i Banda- rikjunum). Alvörusjúklingur Stórslysaæfingin á Keflavíkur- flugvelli i fyrri viku mun hafa tekist með ágætum. Blaðið hefur þó frélt af einum mistökum, sem urðu á Borgar- sjúkrahúsinu i Reykjavík. Þangað streymdu sjúkrabifreiðir og bílar frá björgunarsveitum. Sjúklingarnir léku hlutverk sín afar vel og þegar komið var með þá stynjandi og kveinandi i Borgarsjúkrahúsið voru þeir flokkaðir niður eftir eðli „meiðslanna.” Þá gerðist það að komið var með mann inn og kvaðst hann vera með verki i maganum. Var honum komið fyrir innan um aðra, sem „slasast” höfðu innvortis. Þar var honum sagt að biða þangað til unnt væri að sinna honum. Maður þessi hélt áfram að nefna það við hjúkrunarfólkið að sér væri verulega illt i maganum. Var honum þá sagt að bíða bara rólegum þangað til að honum kæmi, þetta yrði allt að fara eftir skipulaginu. Heldur mun hjúkrunarfólkinu hafa brugðið, þcgar það loksins átt- aði sig á þvi að maðurmn var alvöru sjúklingur og hafði ekki verið á neinni stórslysaa'fingu. . . (Úr Suðurnesjaiiöindum) „Viðtökurnar hafa verið góðar, ég trúi ekki fyrr en ég tek á að svona blað gangi ekki,” sagði Sigurður Sverrisson Hafnftrðingur, blaðaút- gefandi, sportskríbent Dagblaðsins og æstur aödáandi Liverpool þegar FÓLK-síðan brá sér milli herbergja á ritstjórn DB i Síðumúlanum til að ná af honum tali. Siggi Sverris er annar aðalaðstandandi timaritsins SPORT sem nýlega leit dagsins ljós í fyrsta sinn. „Blandaðu þessu ekki saman við Sigurður Sverrisson (SSvJ iþróttafréttamaður og SPORT-útgefandi i riki sinu á ritstjórn Dagblaðsins. Þama verða tH kjarnyrtar týsingar á kapp- leikjum sem sportskribentum einum er iagið að semja L,Jói tækiaði Pál upp úr skónum, minútu siðar var hann aftur á ferð með hörkuneglingu rétt yfir... "o.s.frv.i. Sonur kolleg- ans fékk rósí hnappa- gatið Erlendur Jónsson, einn bókmennta- gagnrýnenda Morgunblaðsins, er ekki þekktur fyrir varfærni í meðhöndlun fyrstu Ijóðabóka ungra höfunda. En í Mbl. þann 1. júni bregður svo við að hann fer mörgum orðum og lofsamleg- um um kornungan höfund, Þorra Jóhannsson, sem er án efa allra góðra gjalda verður. Hins vegar má velta fyrir sér hvort umsögnin hefði orðið harka- legri ef höfuridur væri ekki sonur Jóhanns Hjálmarssonar, kollega Erlendar í bókmenntaskrifum Morgunblaðsins. Þú og ég syngja Á Sprengi- sandi og Sveitin milli sanda „Dansplata?— Jú, það má nefna hana þvi nafni. Hún er þó ímeiri rokkstíl en Ljúfa líf,” sagði Gunnar Þórðarson tónlistarmaður er DB innli hann frétla af nýrri plötu, sem hann er að vinna að með dúettinum Þú ogég. Á þessari plötu, sem væntanleg cr á markaðinn um mánaðamótin júli/ágúst, verða níu lög. Gunnar samdi sjálfur fjögur þeirra, Jóhann Helgason tvö og Egill Eðvarðsson eitt. Þá verða á plötunni lögin Sveitin milli sanda eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Eitt laganna hans Gunnars hefur áður komið út á plötu. Það er lagið Starlight, sem hljómsveitin Trúbrot flutti ásin- um tíma. Annað lag eftir Gunnar nefnist í útilegu. Það var einnig tekið upp með enskum texta. Hann nefnist It’s Shady Lady og fjallar unt söngkonuna Shady Owens. „Ég ætlaði að hafa Sveitina ntilli sanda á fyrri plötunni með Þú og ég, en hætti við það þvi að Brunaliðið hugðist vera með það á plötunni Útkalli,” sagði Gunnar. „Það fórst fyrir og því notaði ég tækifærið núna.” Gunnar gefur nýju plötuna út sjálfur. Hann kvaðst óviss um hvað tæki við hjá sér þegar vinnu yrði lokið við hana. „Á ég ekki bara að gera Dagblaösplötu?” spurði hann oghlóvið. -ÁT- FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.