Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.06.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1980 5 Ávörp, nikkuspil og bumbur barðar á „uppákomu” Guðlaugsmanna á Bemhöftstorf unni: „Guðlaugur uppfyll- ir allar kröfur” „Við skulum vera kröfuhörð. Við hljólum að krefjasl þess að forsetinn hafi staðgóða þekkingu á fólkinu í landinu og þeim atvinnuvegum sem gera okkur kleift að búa hér. Við viljum forseta, sem þekkir sögu landsins, menningu og listir á umliðn- um öldum og í nútímanum. Við viljum forseta, sem skilur og skynjar erftðleika einstaklings og þjóðar. Við viljum forseta, sem bindur sig ekki við Bessastaði heldur gerir sér far um að koma til þjóðarinnar og kynnast henni. Við viljum drengskaparmann stað- ráðinn i að vinna þjóð sinni vel með manndóm til að taka af skarið þegar embættið leggur honum þær skyldur á herðar,” sagði Ásta Thoroddsen hjúkrunarfræðingur meðal annars í stuttu ávarpi á Bernhöftstorfunni í há- deginu á föstudaginn. Þá efndu stuðningsmenn Guðlaugs Þorvalds- sonar og Kristínar til „uppákomu” á Torfunni. Auk Ástu löluðu þau Stein- unn E. Sigurðardóttur, Þorvaldur Jónsson og Óskar Magnússon. Grettir Björnsson spilaði á harmóníku og Guðmundur Steingrimsson trommaði með. Jón Sigurbjörnsson leikari stýrði samkomunni sem stóð í hálfa klukku- stund i blíðskaparveðri sem var i höfuðstaðnum á föstudaginn. Ásta Thoroddsen lauk ávarpinu með þessurn orðum: „Kvölin er okkar að velja þann for- seta sem við teljum hæfastan. Ef grannt eru skoðaðar þær kröfur sem við gerum til forsetans þá er Ijóst að Guðlaugur Þorvaldsson uppfyllir þær allar. Val okkar allra hlýtur að vera Guðlaugur fyrir næsta forseta.” -ARH. 115. - .k#*| Kisastór mynd at frambjóóandanum var sett upp á Torfunni. Til vinstri er Grettir Björnsson meó dragspilió þanió. Stúlkan meó fánann heitir Tinna Víóisdóttir. Asta Thoroddsen hjúkrunarfræðingur flytur ávarp sitt: „Við viljum forseta sem þekkir sögu landsins, menningu og listir á umliðnum öldum og í nútimanum.” -DB-myndir: RagnarTh. Allir út að labba —á göngudegi f jölskyldunnar 14. júní „Einhver allra bezta og hollasta skemmtunin er sú að skoða fegurð landsins, einkum á sumrin. Ganga út um holl og mela, hamra og hraun, brckkur og runna og skoða plöntur og enda steina. Ganga upp á fjöll til þess að fá l'agurt útsýni og sjá fallegar plönmr. Þær gróa á efstu lindum. Mörg fjöll hér á landi eru vel löguð lil þessa.” Þannig var skrifað i Skinfaxa, rit Ungmennafélags íslands, árið 1910. Auðvitað eru þessi orð ennþá i fullu gildi þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þeim 70árum, sem liðin eru síðan þau voru skrifuð. Gönguferðir og útivera er nokkuð sem seint verður úrelt. Menn kynnast landinu sínu betur með því að ganga ttm það og auk þess er labbið nauðsynlegt til að halda við likam- legri hreysti og andlegri reisn. Ungmennafélag íslands vill leggja sinn skerf af mörkum til að efla göngugleði landsmanna. I.augar- dagurinn 14. júní nk. hefur verið út- nefndtr g mgudagur fjölskyldunnar af s'iórn UMFÍ. I fundargerð stjórn- arinnar frá 21. október stendur skrifað: „Hvert ungmennafélag skal i upphafi skipa starfshóp er velji gönguleið, helzt í nágrenni félags- svæðis. Gönguleið mætti hugsa sér 2—7 tíma gang. Hvert félag getur valið fleiri leiðir. Starfshópurinn skrifi leiðarlýsingu og verði hún fjölrituð. Munn UMFÍ aðstoða þau lelög er- þess óska. Ferðir þessar verði vel auglýstar og fólk hvatt til göngunnar og verði þær öllum opnar.” Sem sagt gott fólk: Bregðum strigaskó á betri fótinn á laugar- daginn. Sjáumst í labbinu! -ARH. Allar skraytingar unnar af fag- mönnum. liioMíwixmt HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 LETTIR KVEN SUMARSKÓR Leðurfóðraðir, með hrágúmmisóla. Lrtur: Beige. Stærð: 36-41 Verðkr. 27.800.- Litur: Natur og rauðbrúnt Stærð: 36-41 Verðkr. 22.800. Utur: Ryðrautt Strmrð: 36-41 Verðkr. 24.800. Leðurfóðraðir með hrágúmmrsóla. Lrtur: Beige. Stærð:36—41 Verökr. 27.800. PÓSTSENDUM Stigahlíð 45—47. Sími 83225. Barna- gallabuxur j Partner 106 Barna t’lauelsbu Partner 107 Barna kanvasbuxur Partner 112

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.