Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 1
friálst,
úháð
dagblað
6. ÁRG. — MIÐVIKUDAGÚR 6. ÁGÚST 1980. — 176. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Dýrum heim-
ilismunum
ræntúr
mannlausum
íbúðum
Grunur leikurá um
tilvéru skipulegs skart-
gripaþjófaflokks
íhöfuðborginni
Um helgina varð uppvíst um innbrot
og stuld úr að minnsta kosti tveimur
húsum við Tjarnargötuna í Reykjavík.
Búa í húsum þessum landsþekktir
menn sem eiga gróin og vel búin heim-
ili. Voru íbúðirnar báðar mannlausar
er aðförin var að þeim gerð og talið lík-
legt að þjófarnir hafi gengið úr skugga
um það áöur.
Úr íbúðunum var stolið verðmætum
heimilismunum úr dýrum málmum.
Eru slíkir hlutir að sjálfsögðu auðselj-
anlegir fyrir gott verð þó góður af-
sláttur yrði gefinn til að koma þeim í
peninga fljótt.
Rannsóknarlögreglan hefur lagt
kapp á rannsókn þessa máls og þegar
yfirheyrt nokkra grunaða. Óstaðfestar
fréttir segja að játning sé fengin um
innbrotið og stuldinn úr öðru húsinu,
en ekki náðist i rannsóknarlögreglu-
stjóra í morgun til að fá staðfestingu
eða frekari upplýsingar.
íbúar í hverfinu óttast að upp sé ris-
inn skipulagður þjófaflokkur, sem nú
leiti fyrir sér aðallega um ránsfeng á
sviði skartgripa og annarra dýrra hluta
sem fljótt megi koma í peninga.
- A.Sl.
FÍKNIEFNA-
ÞORSTI
KNÝRTIL
ÞJÓFNAÐAR
Um miðjan dag í gær varð uppvist
um innbrot í mb. Sæborgu RE 20
sem var i Reykjavíkurhöfn. Var
aðkoman Ijót og eyðileggingin mikil
og öll gerð í leit að lyfjum sem nota
mætti til aö ná vímuástandi. Mikið
var rótað i stýrishúsi bátsins og síðan
gengið að gúmmibát skipsins. Var
gúmbáturinn skorinn þvers og kruss
og gereyðilagður. Sýnilega var aðför-
in gerð til að komast í lyfjakassa
bátsins. Málið er í rannsókn.
- A.St.
Vigdís Finnbogadóttir,
forseti:
Fyrsti dagur-
inná
skrifstofunni
Dagleg önn tekur nú við hjú forseta
Islands Vigdlsi Finnbogadðttur eftir
innsetningu I embœtti og fyrsta emb-
œttisverk að Hrafnseyri. I gœr var
fyrsti hefðbundni vinnudagurinn ú
skrifstofu forsetans I stjórnarrúðinu.
Myndin var tekin er Vigdls gekk úr
skrifstofunni með bllstjóra slnum, að
lokinni vinnu þar.
DB-mynd Bjarnleifur.
LANGT, GRATT OG AFTUR
ÚR ÞESSU DÖKKUR HALI
—segir Sigurður Adalsteinsson flugstjóri sem sá furöuhlutinn. „ Greinilegt
aöþetta var ekki nein missýn”—sjá bls. 9
0K TYNDIMAÐURINN UM
GRAFNING FYRRA SUNNUDAG?
—Util og óskipuleg leit höfd í frammi og auglýsingar aó mestu látnar nægja
—sjábls.5