Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980. C Útvarp 23 Sjónvarp s> Kristur nam staðar íEbólí—sjónvarp kl. 21,50: Lífskjör og menning fólks f ftölsku fjaílaþorpi Kl. 21.50 í kvöld er fyrsti þáttur af fjórum í ílölskum myndaflokki, Kristur nam staðar í Ebólí, sem gerður er eftir samnefndri sögu Carlo Levi. Sagan hefst árið 1935. Carlo Levi, sem lokið hefur embættisprófi í læknisfræði og er listamaður, hefur lent upp á kant við stjórnvöld fasista1 á Ítalíu. Hann er búsettur í Toronto, í norðurhluta landsins, en er dæmdur í þriggja ára útlegð í afskekktu fjalla- þorpi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Að sögn þýðandans, Þuríðar Magnúsdóttur, lýsir myndin því sem á dagana drífur í fjallaþorpinu, kjörum fólksins sem þar býr og menningu. Atburðirnir sem greint er frá gerðust í raun og veru. Bók Levis, Kristur nam staðar í Ebólí, var þýdd á íslenzku fyrir mörgum árum af Jóni Óskari. Hún var auk þess lesin í útvarp nú i vor. -GM. KJARNIMÁLSINS — útvarp kl. 22,35: Heimir Pálsson menntaskólakennari. Eru Islendingar bókmenntaþjóð? Kl. 22.35 í kvöld er þáttur Ernis Snorrasonar og Sigmars Haukssonar, Kjarni málsins, ádagskrá i útvarpi. Að þessu sinni er til umræðu „bók- menntirnar og þjóðin”. Til viðræðu eru fengnir Vésteinn Ólason dósent og Heimir Pálsson menntaskólakennari. Um islendinga er gjarnan sagt að þeir séu bókmenntaþjóð og til marks um það er nefnt að hér séu fleiri bókabúðir á hvern einstakling og fleiri bækur keyptar miðað við höfðatölu en gerist og gengur með öðrum þjóðum. Til eru þeirsem draga i efa að af þessu megi draga veigamiklar ályktanir. Og nýlega hefur bandarískur félagsfræð- ingur leitt það í Ijós í bókinni „lceland. The First New Society” að fáir íslend- ingar séu vel lesnir í arfi sínum, forn- bókmenntunum. Það verður því gaman að heyra hvað bókmenntafræðingarnir hafa um þessi mál að segja. -GM. Vésteinn Ólason dósent. Útvarp kl. 19,35: Háskólakórinn kveður sér hljóðs Að loknum lestri frétta og tilkynninga í útvarpi i kvöld kveður Háskólakórinn sér hljóðs og syngur i tæpa klukkustund. Á dagskránni eru hvort tveggja islenzk lög og erlend. Stjórnandi er Rut L. Magnússon. GM. w I GÆRKVÖLDI KARLAKÓRAR RÍSA HÆST —áíslandiogíWales Eins og gefur að skilja eru ólympíuleikarnir í Moskvu talsverðir að fyrirferð í sjónvarpinu þessa dag- ana, hafandi verið í útvarpinu meðan á þeim stóð. Þrátt fyrir áhuga í lág- marki á íþróttabölinu stóð ég sjálfan mig að því í gærkvöld að hafa lúmskt gaman af að horfa með öðru auganu á aðskiljanlegar íþróttakeppnir. Spennan samfara keppninni kom vel í ljós en e.t.v. var það bara liturinn og „sýningin” sem slik sem ég hafði gaman af að horfa á. Alla vega er talsvert skrautlegt að horfa á útsend- inguna fráMoskvu. Þátturinn Félagsmál og vinna heyrðist mér lofa góðu, þarna var vikið að ýmsum nauðsynjamálum. Getur þáttur af þessu tagi verið afar gagnlegur við að kynna launafólki réttindi þess og hvað betur má fara í félagsstarfi, t.d. verkalýðsfélaga. Landsbyggðarþáttur að norðan var prýðis innlegg í annars reykvíska dag- skrá. Vafalaust fellur þáttur af þessu tagi í góðan jarðveg, ekki hvað sízt þar sem hann er unninn. Velska skáldið Dylan Thomas las upp hjá Birni Th. Björnssyni á Hljóðbergi í gærkvöld. Að vísu fór lestur skáldsins nokkuð fyrir ofan garð og neðan hjá mér, e.t.v. má kenna þar um lélegri upptöku, a.m.k. komst lesturinn ekki til skila inn í mitt viðtæki nema með braki og brestum og ógnar dósahljóði. Dró þetta úr kraftmikilli hlustun. Eins og í beinu framhaldi af lestri Thomas kom karlakórasöngur frá Wales, hvort sem tilviljun réð eða ásetningur. Var það vel við hæfi. Um gæði söngsins treysti ég mér ekki til að dæma en athyglisvert er að karla- kóramenning stendur líkast til hvergi á jafnháu stigi og í Wales og einnig einmitt á tslandi. Elnn úr hópi Els Comediants á Laugaveginum. Uppákomur leikhópsins vöktu mikla athygli i Reykjavík meðan á Listahátið stóð. ELS COMEDIANTS - sjónvarp kl. 20,45: Voru orðin þreytt á stof n- analeikhúsinu Sýning spænska Ieikflokksins Els Comediants i Þjóðleikhúsinu á lista- hátíð fi. júní sl. er á dagskrá í sjón- varpi í kvöld kl. 20.45. Katalónski hópurinn sem stendur að Els Comediants var orðinn þreyttur á stofnanaleikhúsi og leikhúsi hins talaða orðs, og vildi leita nýrra leiða og forma innan leiklistar. Því var það að lögð var ákveðnari áherzla á leikræna og sjón- ræna tilburði en gerist og gengur og í sama skyni var leikhúsatburðurinn færður úr leikhúsbyggingunni og út á götu meðal fólksins. Götuleikir eru ein- mitt sérkenni Els Comediants eins og Reykvíkingar urðu varir við fyrr í sumar. Það kemur þó fyrir að þeir leika listir sínar innanhúss, en ekki of lengi í einu. Menn minnast þess að í lok sýn- ingarinnar í Þjóðleikhúsinu hélt hópur- inn út á götu og upp á Arnarhól þar sem haldið var áfram leik og dansi. -GM. Kínverskir hjólbardar Warrior og Double Coin 750-16-6 Kr. 69.900 mafl slöngu 700-16-8 Kr. 71.100 með siöngu 650-16-8 Kr. 59.900 mafl slöngu 650-16-6 Kr. 54.900 mafl slöngu 550/590-15-4 Kr. 31.600 mafl slöngu 560-15-4 Kr. 29.200 mefl slöngu 640-15-6 Kr. 42.600 mefl slöngu 750-14-6 Kr. 48.200 mefl slöngu 640-14-4 Kr. 33.800 mefl slöngu 600-12-4 Kr. 25.700 mefl slöngu 550/520-12-4 Kr. 22.800 mefl slöngu 1100-20-14 Kr. 237.050 mefl slöngu 1000-20-14 Kr. 208.500 mefl slöngu 900-20-14 Kr. 173.700 mafl slöngu 900-20-12 Kr. 160.300 mafl slöngu Verfl ó Blönduósi. Fást hjá umboðsmönnum víða um land. Þrír út- sölustaðir í Reykjavík. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Einkaumboð ó íslandi. Reynir sf., Blönduósi. Sími 95—4400.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.