Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. AGOST 1980.
í
BIABW
• Ffiwkvmd—Svainn R. EyJÓHsson. Rltstjód: Jónas Kristjánsson.
Rhstjómsrfutiúfc Haukur Hslgsson. Fréttsstjód: ómsr Vsldimsrsson.
'Skrtfstofustjód rttstjómsr Jóhsnnss RsykdsL
iþróttir HsRur Sknonsrson. Msnning: Aóslstsinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Hsndrtt Asgrtmur Páisson. Hönnun: HHmsr Kartsson..
Blsösmsnn: Anna Bjamason, AtJi Rúnar Hslldórsson, Atli Steinarsson, Ásgsir Tómasson, Bragi
Sgurósson, Dóra Stsfánsdóttir, EHn Albsrtsdóttir, Ema V. IngoWsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson,
óisfur Qsksson, Slgurflur Svsrrisson.
Ijósmyndír Ami Pál Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Svslnn Pormóflsson. Ssfn: Jón Saevar Baldvinsson.
Skrtfstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Söhistjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing
ATStjórí: Már E.M. Haftdórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11.
Aflalsimi blsflsins sr 27022 (10 linurí.
Sstning og umbrot Dagbiaflifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf„ Síðumúla 12. Prentun
Arvakur hf., Sksifunni 10. ___
Askrtftarverð á mánufll kr. 5.000. Vsrð i lausasöki kr. 250 sintakifl.
Sundrung vinnuveitenda
Ráðandi öfl í Vinnuveitendasam-
bandi íslands hafa fyrst og fremst tekið
flokkspólitíska afstöðu til kjarasamn-
inga. Fyrir þeim hefur vakað að beita
samtökunum fyrir vagn stjórnarand-
stöðunnar. Vaxandi sundrung meðal
vinnuveitenda nú gæti greitt götu kjara-
samninga.
Vinnumálasamband samvinnufélaganna hefur átt
sérviðræður við Alþýðusambandið. í þeim viðræðum
hefur miðað í átt til samkomulags. Vinnuveitendasam-
band íslands hafði á hinn bóginn þá afstöðu að taka
ekki þátt í frekari viðræðum við ASÍ — þar til nú um
helgina.
Ráðamenn í Vinnuveitendasambandinu vildu fremur
„fara í hart” en ganga til hófsamlegra kjarasamninga.
Tvímælalaust hafa ötulir „Geirsmenn” í þeirra röðum
talið átök æskilegust. Gæta ber þess, að í samningavið-
ræðunum hefur ekki verið stefnt til „kollsteypu”.
Þvert á móti hafa verið þar til umræðu litlar kaup-
hækkanir, þar sem einkum væri reynt að rétta hag
hinna lægstlaunuðu.
Vinnuveitendasambandið varð um helgina að hörfa
frá hinni hörðu afstöðu. Samband málm- og skipa-
smiðja hafði tekið sig út úr röðum vinnuveitenda og
boðað til sérstakra viðræðna við málmiðnaðarmenn.
Samband málm- og skipasmiðja braut þannig gegn
stefnu ráðandi manna í Vinnuveitendasambandinu um
stöðvun samningaviðræðna.
Málm-og skipasmiðjurnar virðast einnig hafa fallið
frá þeirri afstöðu Vinnuveitendasambandsins að taka
engar grunnkaupshækkanir í mál.
Málm- og skipasmiðjurnar munu ennfremur geta
sætt sig við, að vísitölukerfið verði ekki skert, en
skerðing þess hefur verið efst á baugi hjá Vinnuveit-
endasambandinu.
Þegar ráðandi menn í Vinnuveitendasambandinu
fréttu af „uppreisn” Sambands málm- og skipasmiðja,
munu sumir þeirra hafa viljað reka sambandið úr VSÍ.
Viturlegri afstaða varð ofan á. Vinnuveitendasam-
bandið ákvað að „bakka” úr fyrri afstöðu, og nýjar
viðræður hófust í fyrradag.
Ráðamenn Vinnuveitendasambandsins eru komnir í
mikinn vanda. Hættan er sú, að samtökin gliðni undan
stjórn þeirra.
Svo gæti farið, að samningar tækjust í kjaradeilu
málmiðnaðarmanna. Þá er líklegast, að önnur samtök
kæmu á eftir, til dæmis þannig, að næst tækjust samn-
ingar í deilu rafiðnaðarmanna og svo framvegis.
Verði vel haldið á spilum, gætu samningar tekizt
milli Vinnumálasambands samvinnufélaganna og við-
semjenda þeirra.
í þeim viðræðum er samkomulag í augsýn um leið-
réttingar á launum til samræmis við þau kjör, sem
verzlunarmenn hafa náð.
Rætt hefur verið um almenna grunnkaupshækkun
því til viðbótar, sem yrði litil. Láglaunafólk fengi meiri
kauphækkun en aðrir.
Ríkisstjórnin býður að auki upp á „félagsmála-
pakka”. Æskilegast væri, að framlag ríkisins yrði í
formi skattalækkana. „Neikvæður tekjuskattur”, það
eru framlög til hinna tekjuiægstu, kæmi til greina.
Vinnumálasambandið hefur síðustu daga gefið undir
fótinn með ,,gólf” í verðbótakerfið, sem þýddi, að
hinir launalægstu fengju í krónutölu sömu verðbætur
og þeir, sem hafa tekjur yfir ákveðnu marki.
Samningar eru því mögulegir. Sundrung vinnuveit-
enda gæti þýtt, að ráðamönnum Vinnuveitendasam-
bandsins verði ekki stætt á sinni flokkspólitísku af-
stöðu.
Danska Austur-Asíuf élagið:
STÓRVELDiÁ
KÍNAMARKAÐI
—allir starfsmenn þess ráðnir beint úr gagnf ræðaskóla
og 95% þeirra sem starfa þar f ram yf ir reynslutíma hætta
ekki fyrr en við eftirlaunaaldur
Danir hafa áhyggjur af þróun
efnahagslífs sins og sjá litla glætu
framundan í þeim efnum. Þar er nú
mjög rætt um að þörf sé á að herða
sultarólina og nú sé komið að skulda-
dögunum eftir langan tíma þar sem
eytt hafi verið meir en aflað hafi
verið.
Ekki á þetta þó við allan atvinnu-
rekstur á vegum frænda vorra. Hið
gamla fyrirtæki, Austur-Asíufélagið
blómstrar enn og er meira að segja
farið að vekja verulega athygli fyrir
góðan árangur í viðskiptum i Kina og
viðar um heim.
Í nýjasta tímariti bandariska
fréttatimaritsins Newsweek er grein
um fyrirtækið og vakin athygli á
góðum árangri þess í alþjóðlegum
viðskiptum af ýmsu tagi.
Þar segir að danska Austur-Asíu-
félagið framleiði til dæmis skelii-
nöðrur eftir italskri fyrirmynd í
Nígeríu, bruggi Carlsberg bjór i
Malasýju og reki sögunarmyllur á
Amazonsvæðinu í Suður-Ameriku.
Orðstír danskra Austur-Asíufélagsins
fer nú óðum vaxandi. Þeir forráða-
menn bandarískra og evrópskra fyrir-
tækja skipta tugum, sem á síðustu
mánuðum hafa snúið sér til aðalskrif-
stofunnar i Kaupmannahöfn.
Erindið er ávallt hið sama. Beðið er
um aðstoð við að komast inn á hinn
mikla markað í Kina.
„Við erum það vestræna fyrirtæki
sem höfum mesta reynslu af viðskipt-
um við Kína,” segir Mogens Pagh
stjórnarformaður. „Við höfum
einnig viðtækan skilning á Kínverjum
og höfum traust þeirra. Þetta er
öðrum fyrirtækjum Ijóst.”
Austur-Asíufélagið er vaxandi
fyrirtæki. Árleg sala þess samsvarar
tíunda hluta þjóðartekna Danmerk-
ur. Er salan jafnvirði um það bil 2000
milljarða íslenzkra króna á ári.
Félagið er annað stærsta fyrirtæki á
Norðurlöndunum. Starfsemi þess
nær víða um heim. Tvö hundruð og
sextíu útibú í fimmtiu löndum i fímm
heimsálfum. Starfsmenn Austur-
Asíufélagsins eru samtals þrjátiu og
sjö þúsund. Aðeins tiundi hluti sölu
félagsins fer fram í Danmörku.
Á sama tima og mörg önnur fjöl-
þjóðafyrirtæki eiga í vök að verjast
víða um heim hefur styrkur og áhrif
danska Austur-Asiufélagsins aukizt.
Mogens Pagh stjórnarformaður segir
að þar sem Danmörk sé mjög litið
land detti engum í hug að gruna þá
um græsku í viðskiptum eða á öðrum
sviðum. Pagh er 68 ára að aldri.
Hefur hann starfað hjá fyrirtækinu í
fimmtíu ár.
Engir eru eins velkomnir í fundar-
sali stjórnvalda í Kina hvort sem það
er i Kanton, Peking eða annars-
staðar, heldur en danskir fulltrúar
Austur-Asíufélagsins sem mæltir eru
á kínversku. Kínversk stjórnvöld
snúa sér oft og tíðum til félagsins
með óskir um aðstoð við ýmiss konar
framkvæmdir. Nýlega var það við
dýpkun á höfninni í Shanghai, endur-
þjálfun á áhöfnum kínverska verzl-
unarflotans og flutninga á miklu
magni af hveiti frá Kanada.
Samkvæmt frásögn Pagh stjórnar-
formanns þá er danska Austur-Asíu-
félagið einnig umboðsaðili margra
bandarískra og evrópskra stórfyrir-
tækja í Kína. Má þar nefna fyrirtæki
eins og Du Pont, Deree & Co og
Backman Instruments.
Allt eru þetta risastór fjölþjóða-
fyrirtæki. Félagið veitir einnig
mörgum öðrum fyrirtækjum aðstoð
og ráðgjöf varðandi viðskipti við
Kína. Stjórnarformaðurinn vill hins
vegar ekki gefa upp nöfn þeirra. Að
sögn eins af starfsmönnum Austur-
Asíufélagsins er það vegna þess að
mörgum forsvarsmönnum þessara
fyrirtækja kæmi það illa að fá vit-
neskju um hve mörg samkeppnis-
fyrirtækja þeirra fá einnig aðstoð og
ráðgjöf frá fulltrúum Austur-Asiu-
félagsins.
Að sögn Mogens Pagh, sem sjálfur
talar reiprennandi kínversku, má
skýra velgengni fyrirtækis hans i
Kína með einu orði, þolinmæði.
, .Maður verður að hafa þolinmæði
til að gera viðskipti í landi þar sem
liðið geta tíu ár frá því byrjað er að
vinna að samningi þar til hann er
undirritaður.”
Að sögn stjómarformanns-
ins hefur það heldur ekki sakað að
Austur-Asíufélagið lét það ávallt
ógert að eiga viðskipti við Taiwan
(Formósu) jafnvel á þeim tíma sem
slikt gaf sem beztan afrakstur. Vegna
þessa ávann félagiö sér gott orð hjá
stjórnendum í Peking og jafnhliða
fótfestu á markaði þar i framtiðinni.
Pagh segist telja að við lok þessa ára-
tugar muni viðskipti Kinverja við
aðrar þjóðir vera orðin gifurlega
mikil eða um það bil sjötiu milljarðar
dollara á ári hverju.
Þrátt fyrir að Austur-Asíufélagið
hafi mjög beint athygli sinni að Kína
og rikjum í Suðaustur-Asíu hafa
orðið verulegar breytingar hjá fyrir-
tækinu. Á siðustu árum hefur verið
Styrkur sósíal-
ista — sundr-
un sjálfstæðis
„Við búum í sjúku þjóðfélagi,
þreyttu og uppgefnu,” segir i rit-
stjórnarpistli Vísis laugardaginn 12.
júlí sl. — Landflótti er hlaupinn í
liðið og er einnig umræðuefni rit-
stjórans, Ellerts B. Schram, í þessum
pistli. Hann vitnar fyrst til ungra
knattspyrnumanna, sem flytjast úr
landi, vegna mun betri launaafkomu
en þeim stóð til boða hér heima, en
telur það þó aðeins eitt dæmið um þá
hugarfarsbreytingu, sem hér sé að
verða hjá ungu fólki almennt, sem
afleiðingu ástandsins, þess ömurlega
efnahagsástands, andlegrar streitu og
niðurdrepandi afskipta hins opinbera
af hverju því sem menn taka sér fyrir
hendur.
Undanlátsemin
umdeilda
Ritstjórinn getur trútt um talað.
Hann þekkir af samskiptum sinum
við íþróttahreyfinguna, einkum
knattspyrnu, hvernig hinir ungu
innan þessarar hreyfíngar bregðast
við, þegar þeir komast í kynni við
aðstæður og aðbúnað félaga sinna í
öðrum löndum.
Ellert B. Schram er einnig fullfær
um að ræða og meta frá sínu
sjónarhorni, hvers vegna efnilegir
menn í iþróttum ákveða að sækja
frama sinn á erlendri grund, fremur
en hérlendis, og einnig þá hugarfars-
breytingu, sem á sér staö hjá ungu
fólki almennt, vegna sífellt versnandi
lífskjara hér á landi, — svo lengi
hefur hann veriö í nálægð við þá, sem
halda um púls íslenzkra atvinnu- og
efnahagsmála, stjórnmálamennina,
— og er reyndar einn þeirra.
En' þótt fyrrverandi alþingis-
maður, en núverandi ritstjóri, Ellert
B. Schram, sé ekki þátttakandi i
stjórnmálum nú á þann beina hátt,
sem áður, er hann engu að síður einn
af þeim, sem hefur haft tækifæri til
þess, bæði I stjórn og stjórnarand-
stöðu, að hafa áhrif á þáöfugþróun,
sem allt fram á þennan dag hefur
verið að breyta þjóðfélaginu í „sjúkt,
þreytt og uppgefið” samfélag, þar
sem menn berjast við endalausa
streitu, óhóflegan framfærslu-
kostnað og óhóflega verðbólgu.
Það voru talsverð tímamót, þegar
Ellert B. Schram og raunar fleiri í
röðum yngri aldurshópa tóku sæti á
Alþingi við hlið hinna eldri og að
margra áliti stöðnuðu stjórnmála-
manna, sem margir hverjir höfðu set-
ið þar árum saman, sumir áratugi.
Það var von manna, að „margt
myndi nú breytast til batnaðar”, nýj-
ar hugmyndir sjá dagsins ljós og
framfarir i þjóðfélaginu myndu
verða verðbólgu yfirsterkari á
skömmum tima. Menn höfðu líka
fyllstu ástæðu til þess að vænta þess.
Þetta fór þó á aðra leið. Þeir eldri
réöu.
Þrátt fyrir sígildan málefnaá-