Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980.
7
NewYork:
OLLUM ÍRÖNSKU FÖNG-
UNUM SLEPPT ÚR HAUN
—allir nema tveir höfðu fullgild vegabréfogfáað dvelja áfram í Bandaríkjunum
Allir nema tveir hinna eitt hundrað
níutiu og tveggja írönsku þegna sem
verið hafa í haldi í New York.að und-
anförnu fá að fara frjálsir ferða
sinna. Eru þeir allir með fullgild
vegabréf og hafa heimild til að dvelja
í Bandaríkjunum. Var þetta tilkynnt
af innflytjendayfirvöldum í New
York í gærkvöldi.
Þeim tveimur írönum sem ekki
hafa fullgild vegabréf verður einnig
sleppt en þá gegn tryggingu.
íranirhir voru handteknir í
Washington um fyrri helgi vegna
óeirða sem brutust út er þeir fögnuðu
dauða fyrrum keisara í íran. Voru
þeir fluttir til New York og látnir
dúsa þar í fangelsi á meðan vegabréf
þeirra voru rannsökuð. Við handtök-
una neituðu íranirnir að gefa upp
nöfn sín. Voru þarna á ferðinni
stuðningsmenn Khomeini trúarleið-
toga í íran og andstæðingar. 172
karlar og 20 konur voru handtekin.
Kom til átaka á milli þessara hópa.
Til mikilla fjöldafunda kom í
Teheran i íran i gær vegna handtöku
írananna í Bandaríkjunum. Fullyrð-
ingar komu fram um að þeir hefðu
sætt illri meöferð og jafnframt verið
pyntaðir. Tók Khomeiní sjálfur undir
þessar fullyrðingar. Vegna handtök-
unnar samþykkti íranska þingið að
fresta öllum umræðum um hvað gera
eigi við gíslana úr bandaríska
sendiráðinu í Teheran.
Bandarikjastjórn hefur harðlega
mótmælt öllum ásökunum um illa
meðferð á írönsku föngunum. Sumir
þeirra munu hafa farið i hungurverk-
fall til að mótmæla handtökunum.
Fólkið neitaði að segja til nafns í
fyrstu eins og áður sagði. Síðar liðk-
aðist um málbeinið og hefur þeim nú
öllum verið sleppt. Engin viðbrögð
höfðu i morgun borizt frá Teheran
við þessum fregnum.
Bandaríkin:
CarterogKennedy
jafnoft
framísjónvarpi
Carter Bandaríkjaforseti og Kennedy
öldungadeildarþingmaður hafa orðið
sammála um að koma jafnoft fram í
sjónvarpi vikuna meðan þing demó-
krata, sem á að útnefna forsetaefni
þeirra, situr á rökstólum. Báðir
kváðust þeir fullvissir um aðdemókrat-
ar mundu sameinast einhuga um þann
frambjóðanda sem næði tilskildum
meirihluta.
Carter forseti fer í dag til New York
og hittir að máli kjósendur í hópi svert-
ingja.
Aukintengsl Iraks
ogSaudi-Arabíu
Khalid konungur Saudi-Arabíu og
Saddam Hussein forseti íraks hafa átt
viðræður um að auka tengsl þessara
tveggja stærstu olíuútflutningsríkja.
Hussein forseti fer í sina fyrstu heim-
sókn til Tiyadh innan skamms og er
það í fyrsta sinn eftir byltinguna í Bag-
dað 1958 að íranskur forseti heimsækir
Saudi-Arabiu.
HEILIR
ÚR
GEIM-
FERD
Sovétmenn sendu á loft geimfar
hinn 23. fyrri mánaðar. Hefði
það varla þótt tiðindum sæta ef
annar geimfaranna hefði ekki
verið frá Vietnam. Allt gekk að
óskum og hafa kapparnir nú
snúið aftur til jarðar. Myndin
sýnir er fréttamenn ræddu við
geimfarana eftir ferðina. Pham
Tuan frá Vietnam er til vinstri en
foringi ferðarinnar, Sovét-
maðurinn Viktor Gorbatko til
hægri.
BuenosAires:
Jaf ntef li í níundu
umferðískákinni
Stórmeistararnir Viktor Kortsnoj og
Lev Polugajevsky gerðu jafntefli í
níundu skák sinni í undanúrslitum
heimsmeistarakeppninnar í Buenos
Aires í gær.
Áttunda einvígisskák þeirra verður
tefld i dag en hún hafði lent í bið. Hún
kann aö ráða úrslitum í einvíginu.
Báðir hafa þeir unnið eina skák hvor.
Mexíkó:
Sextánfarast
íbifreiðaslysi
Sextán manns létu lífið og tuttugu og
fimm slösuðust þegar rútubifreið ók á
brú í nágrenni Piedras Negras, 400 km
vestur af Mexico City, í gærdag.
ITMV
BLAÐSÖLUBÖRN
Blaðsöluböm óskastí
Breiðholt — Vesturbœ —
Hlíðar — Fossvog — Kleppsholt —
Laugarnes — Kópavog — Garðabœ —
Hafnarfjörð.
Ath.: Blöðin eru keyrð heim til ykkar seinni part miðvikudags, og
um leið sótt uppgjör frá síðasta blaði.
SIMI27022 - VIKAN AFGREIÐSLA