Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980.
Erlendar
fréttir
ElSalvador: jr p gr
ÞRJATIU FALLAI
HÖFUÐBORGINNIA
□NUM SÓLARHRING
Lík þrjátíu og eins manns hefur
fundizt í San Salvador, höfuðborg
Mið-Ameríkuríkisins San Salvador,
og nágrenni á síðastliðnum sólar-
hring, að sögn lögreglunnar þar.
Óeirðir og órói virðist stöðugt fara
vaxandi í El Salvador og öll völd fær-
ast meir og meir í hendur öfgaflokka
til vinstri og hægri.
Meðal hinna föllnu voru að sögn
lögreglunnar 4 menn sem fundust
látnir fyrir utan kvikmyndahús i
höfuðborginni. Hjá líkunum lá miði
þar sem skýrt var frá því að morðin
hefðu verið framin af hægri sinnum
vegna þess að hinir látnu hefðu tekið
þátt í ráninu á suðu.-afríska sendi-
herranum Archibald Dunn.
Ekki er vitað hverjir hafa staðið að
morðunum á hinum tuttugu og sjö
fórnardýrunum. Archibald Dunn
sendiherra var rænt í nóvember
síðastliðnum. Var krafizt tuttugu
milljóna dollara lausnargjalds fyrir
hann. Það hefur ekki verið greitt og
sendiherrann er enn ófundinn.
Fyrir nokkrum dögum gekk 14 ára
piltur á hönd öryggisvörðum stjórn-
arinnar. Skýrði hann svo frá að hann
hefði ákveðið að yfirgefa félaga sína í
samtökum sem kalla sig herdeild
stúdenta í E1 Salvador. Hafi þess
verið krafizt af piltinum, að hans
sögn, að hann sannaði trúmennsku
sína með þvi að ráða móður sinni
bana.
Talið er að fjögur þúsund manns
hafi farizt i óeirðum í E1 Salvador
það sem af er þessu ári. Frjálslyndir
herforingjar tóku völdin í landinu í
október síðastliðnum. Hafa þeir beitt
sér fyrir róttækum breytingum í land-
búnaði og efnahagsmálum El
Salvador.
Sameinuðu þjóðirnar:
Kanarbeita
neitunarvaldi til
vemdarlsrael
Múhameðstrúarmenn á þingi Sam-
einuðu þjóðanna hafa samið tillögu
sem lögð verður fyriröryggisráð sam-
takanna. Þar er lagt til að beitt verði
allsherjar viðskiptabanni gegn ísrael
vegna þess að stjórnvöld þar hafa
ákveðið að sameinuð Jerúsalem verði
höfuðborg ísraelsrikis. Vitað er að
Bandaríkjamenn munu beita neitunar-
valdi til að hindra samþykkt tillögunn-
ar.
FYRSTA SEGL-
OLÍUSKIPH)
Fyrsta oliuskipið sem er knúið seglum hljóp af
stokkunum fyrir nokkrum dögum i Imamura skipa-
smiðastöðinni i Kure i Japan. Skipinu var gefið
nafnið Shin-Altoku Maru. Það verður knúið tveim
seglum, sem sjást samanbrotin á myndinni. Auk
þess verður fullkominn vélarbúnaður um borð.
Orkueyðslu skipsins er aðeins sögð vera helmingur á
við venjulegt skip af sömu stærð. Áhöfn verður
aðeins átta manns. Seglunum er stjórnað með raf-
eindabúnaði sem breiðir úr seglunum á sjálfvirkan
hátt, þegar vindur er nægur.
Ráðherra Muga-
bes vidridmn morö
áhvftumbónda
Einn af ráðherrum í ríkisstjórn
Mugabes forsætisráðherra Zimbabwe
(sem áður var nefnt Ródesía) er talinn
viðriðinn morð á hvítum bónda þar.
Ráðherrann heitir Edgar Tekere.
Mætti hann ekki til annarrar yfir-
heyrslunnar í gær. Ráöherrann féllst þó
á að mæta eftir að lögreglulið hafði
umkringt heimili hans.
Tekere, sem er ráðherra sem fer með
mál sem varða vinnuafl, er talinn einn
róttækasti ráðherrann i stjórn
Mugabes. Ekki er ljóst á hvern hátt
ráðherrann er talinn tengjast morðinu á
bóndanum sem var hvítur. Var hann
skotinn til bana á heimili sinu nærri
Salisbury á mánudaginn var. Sáust
tvær bifreiðir aka á brott frá býli hans.
Var Tekere ráðherra einn þeirra,
sem fyrstur var yfirheyrður vegna þessa
máls. Þykir það nokkurt áfall fyrir
ríkisstjórn Mugabes sem hefur lagt
mikla áherzlu á að fá alþjóðlega viður-
kenningu sem lýðræðisleg stjóm
Zimbabwe. Tekere gegnir embætti
aðalritara ríkisstjórnarinnar.
40 ÞÚSUND MINNAST
HIROSIMA-SPRENGJU
Nærri fjörutíu þúsund manns
voru viöstaddir athöfn í borginni
Hiroshima í Japan í morgun. Var þar
minnzt fyrstu atómsprengjunnar,
sem varpað var í styrjöld. Var at-
burðarins minnzt með einnar
mínútna þögn en í gær voru þrjátíu
og fimm ár siðan atómsprengjunni
var varpað úr bandarískri herflug-
vél yfir borginni.
Takeshi Araki, borgarstjóri í
Hiroshima, sem lifði af sprenginguna
hinn 6. ágúst árið 1945, skoraði á
risaveldin, Sovétríkin og Bandarikin,
að beita sér fyrir heimsfriði i fram-
tíðinni.
Talið er að um það bil tvö
hundruð þúsund manns hafi farizt er
atómsprengjunni var varpað á
Hiroshima. Sams konar athöfn
verður haldin í borginni Nagasaki í
Japan á laugardaginn. Þar var
annarri atómsprengju varpað. Létust
74 þúsund manns en síðan lauk
styrjöldinni með uppgjöf Japana
hinn 15. ágúst 1945.
Fellibylurinn:
Allen stefnirá Jamaica
Fellibylurinn Allen virðist ætla að
verða einn sá mesti sinnar tegundar yfir
Karabiska hafmu á þessari öld. Stefnir
hann nú að Jamaica á 275 kílómetra
hraða á klukkustund. Þegar er vitað að
nitján manns hafa látizt af völdum
fellibylsins á öðrum eyjum í Karabiska
hafinu. Öryggissveitir á Jamaica eru nú
við öllu búnar. Allt flug til landsins
hefur verið stöðvað og kertum og
olíuljósum dreift meðal almennings
auk annarra nauðsynlegra gagna ef í
harðbakkann slær.
Jarðstöð símayfirvalda á Jamaica
hefur verið lokað, fjölskipti við útlönd
takmörkuð og allt gert til að reyna að
koma í veg fyrir að hin dýrmætu fjar-
skiptatæki verði fellibylnum Allen að
bráð.
Mestur skaðinn hefur oðið á
eyjunni St. Lucia þar sem margir hafa
farizt sem og i Dóminikanska
lýðveldinu. Allen er talinn stefna yfir
Haiti og Kúbu.
Fánar í hálfa stöng
Fánar verða í hálfa stöng á Ítaliu í
dag. Þar rikir þjóðarsorg vegna hinna
sjötíu og sex sem létust í sprengju-
tilræðinu á aðaljárnbrautarstöðinni í
Bologna á laugardaginn var. Forseti
landsins.Sandro Pertini, mun verða i
forustu syrgjendanna.
f gærkvöldi var upplýst um fyrsta
aðilann sem grunaður er um að hafa
staðið að sprengjutilræðinu. Er það 22
ára gamall félagi í nýfasista-
hreyfingunni, Marco Affatigato að
nafni. Sá var dæmdur til þriggja ára
fangelsisvistar í fyrra fyrir að hafa
aðstoðað félaga sinn eftir að sá síðar-
nefndi hafði myrt tvo lögreglumenn.
Heitir hann Mario Tutti. Afplánar
hann nú lífstiðar fangelsi. Rétt fyrir
sprenginguna í Bologna var tilkynnt að
hann yrði aðalverj'andi i máli vegna
sprengjutilræðis nærri Bologna árið
1974 þar sem tólf manns létu lífið.
Carl Sörensen danski kvikmyndatökumaðurinn kominn hcilu og höldnu til Dan-
merkur og er fagnað af konu sinni Mirellu.
CA$ABLANCA
KLAMMYND
Danski kvikmyndatökumaðurinn
Carl Sörensen kom um síðustu helgi
frá iran en þar var hann i fangelsi í
eina viku ásamt tyrkneskum félaga
sinum. Voru þeir skyndilega hand-
teknir og færðir í Evin fangelsið í
Teheran. Þar var þeim hótað öllu illu
ef þeir játuðu ekki á sig ýmsar sakir.
Þar á meðal voru njósnir og
innflutningur klámmynda. Dananum
og Tyrkjanum var bæði hótað lífláti
og auk þess var þvi lofað aö hausinn
yrði skorinn af þeim ef þeir létu ekki
eins og verðir þeirra óskuðu.
í sjö nætur urðu þeir að sofa á
persneskum teppum á gólfi fang-
elsisins. Að lokum voru þeir látnir
lausir og sleppt úr landi. Ekki virðast
ásakanirnar um njósnir hafa sannazt
á þá félaga. Um hina ásökunina, inn-
flutning klámmynda, er það að segja,
að hún byggðist á nokkrum mynd-
um, sem Carl Sörensen hafði
meðferðis. Voru þær úr kvik-
myndinni Casablanca en þar
léku þau Ingrid Bergman og Huprey
Bogart aðalhlutverkin.