Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980.
2
r
LOKUM RUNT-
INUMOG
SPÖRUMORKU
Orkusparandi skrifar:
Nú á timum síhækkandi bensín-
verðs og orkukreppu finnst mér það
vera siðferðileg skylda allra að spara
bensín og aðra orku, sem þeir frekast
mega. Fólk ætti að fara saman í bíl i
vinnuna og leitast við að nýta eins vel
ferðir í einkabílum og kostur er. Og
eitt finnst mér að ætti að banna hið
snarasta og þaðer rúnturinn.
Það er sjón að labba niður í miðbæ
annað hvort föstudags- eða laugar-
dagskvöld og sjá hina löngu óslitnu
bílarunu, sem mjakast ofurhægt
niður Laugaveginn, Bankastrætið, út
Lækjargötuna og niður á Hallæris-
plan. Það eru ábyggiiega hundruð
bíla, sem taka þátt í þessum leik um
hverja helgi og þykir sá mestur, sem
flestar ferðirnar (rúntana) getur
farið. Varla er líft niður í Austur-
stræti og niður á Austurvelli, meðan
þessi skrúðganga marserar hjá,
bensínfnykurinn ætlar allt lifandi að
kæfa og lykt af brenndu gúmmíi
fyllir öll vit. Og þá er ónefndur
hávaðinn sem fylgir öllum þessum
átta gata tryllitækjum. Reykvíkingar,
tökum okkur saman og bönnum
rúntinn. Þannig sparaðist dýrmætur
gjaldeyrir, auk þess, sem við
myndum leggja okkar af mörkum til
að spara orku.
TÖGGURHF.
SAAB. Hinn sérstæói bíll fra Svíþjóó umbooð
BILDSHOFÐA 16 SIMI81530
RÁSFASTUR
„Löng óslitin bilaruna sem mjakast ofurhægt niður Laugaveginn,” er lýsing
bréfritara á rúntinum. DB-mynd Ragnar Th.
„Reykvfkingar, svo sannarlega eigið þið gott að búa f þcssari borg.”
Gon ER AÐ BÚA
í REYKJAVÍK
Bandarfsk kona hringdi:
Ég er hálfíslenzk kona, búsett í
New York og kom hingað til fslands
fyrir þremur vikum. Megnið af tím-
anum hef ég dvalizt i Reykjavík og er
alveg ótrúlega hrifin af borginni,
einkum þó hinu mikla öryggi, sem
í henni ríkir. Hér geta börnin,
leikið sér úti við, án þess að hafa
nokkuð að óttazt nema bílana. Vel
stæðir foreldrar þurfa ekki að lifa í
óttanum við mannrán eða önnur of-
beldisverk. Ungar stúlkur geta gengið
um garða og götur borgarinnar, eftir
að kvölda tekur, óhræddar við það
að verða nauðgað á næsta götuhorni.
Og ungir piltar geta farið sínar ferðir,
án þess að eiga það á hættu að lenda
upp á kant við einhvern óaldarlýð.
Nei, Reykvikingar, svo sannarlega
eigið þiðgott að búa i þessari borg.
Ekki er langt sfðan Njarðargata var gerð að aðalbraut og þvi ekki vfst, að allir hafi áttað sig á breytingunni.
Glannaakstur
á Laufásveginum
Bifreiðarstjóri skrifar:
í rúm 20 ár hef ég ekið í umferð-
inni í Reykjavík, og oft hefur mér
þótt ástæða til að skrifa i blöðin
vegna óskammfeilni og ruddaskapar
bifreiðarstjóra í umferðinni. En þó
blöskraði mér alveg um daginn.
Ég kom akandi upp Njarðargöt-
una, og fór frekar hægt. Þar sem
stutt er síðan gatan var gerð að aðal-
braut, er ég ekki alveg búinn að átta
mig á því ennþá, og dró ég því veru-
lega úr ferðinni er ég kom að gatna-
mótum Njarðargötu og Laufásvegar.
Það er víst éins gott að ég gerði það,
því stór og mikill kaggi kom æðandi
austur Laufásveginn, stoppaði ekki
né sló af er hann kom að horninu,
heldur jók hraðann og þaut yfir göt-
una. Mér krossbrá og snögghemlaði,
en kagginn bara fiautaði líkt og hann
ætti réttinn. Ekki munaði nema milli-
metrum að bílarnir rækjust saman,
og hefði þá ekki þurft að spyrja að
leikslokum.
Því miður tókst mér ekki að sjá
númer bílsins, ellegar hefði ég kært
hann fyrir glannaakstur.
Þá langar mig einnig að gera að
umtalsefni þá leiðinlegu áráttu ís-
lendinga, að gefa helzt ekki
stefnuljós, fyrr en búið er að beygja.
Stefnuljós á að gefa áður en beygt er,
ella koma þau að engum notum, enda
heita þau stefnuljós, en ekki beygju-
Ijós. Og i leiðinni má minna öku-
menn á að taka stefnuljósin af, strax
og þeir eru búnir að nota þau. Fátt er
hvimleiðara en að sjá bil gefa stefnu-
Ijós, og beygjasíðan ekki neitt.
NÝTT HAPPDRÆTTUÁR UNOIR JEIH ALDNIR ERUITIED
DREGIÐ í 4 FLOKKI KL.ó.OO ( DAG
Meðal vinninga:
Skemmtisnekkja aö verömæti um 18 milljónir kr. 9 vinningar til bílakaupa á
2 milljónir hver. 25 utanlandsferöir á hálfa milljón hver.
Nú má enginn gleyma aö ÍT1IÐI ER ITIÖGULEIKI
endurnýja. DÚUfTl ÖLDRUÐUÍTI
ÁHYGGJUIAU/T ÆVIKVÖLD