Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980. lögð mun minni áherzla á sölu almennra verzlunarvara, þar sem við- skipti með þær er talin of sveiflu- kennd. Oliuviðskipti hafa heldur ekki komizt á dagskrá félagsins. Að sögn stjórnarformannsins hafa full- trúar þess ekki næga reynslu í þeim efnum. Félagið neitar einnig að eiga nokkur afskipti af vopnaviðskiptum. Er það eitt af meginatriðum í stefnu fyrirtækisins. Austur-Asíu félagið er því ekki síður orðið verktakafyrirtæki en kaupsýslu. Reistar eru verksmiðjur á þess vegum bæði í ríkjum þriðja heimsins og einnig í Bandaríkjunum og Evrópu. Þrátt fyrir breytingar á rekstri félagsins hefur verið haldið við ihaldssamri stefnu i starfsmannamál- um. Nýir starfsmenn eru ráðnir strax þegar þeir hafa lokið gagnfræða- skólanámi. Ganga þeir siðan i gegn- um þriggja ára nám á vegum fyrir- tækisins. Auk þess gegna þeir her- skyldu i danska hernum. Allir þeir sem ráða sig hjá Austur-Asiufélaginu verða að heita þvi að ganga ekki i hjónaband fyrr en að lokinni fyrstu dvöl þeirra erlendis á vegum félag- sins. ,,Við teljum að ef starfsmaður er reiðubúinn að gangast undir þetta skilyrði þá sé honum treystandi,'' segir Pagh stjórnarformaður. Um það bil helmingur þeirra, sem hefja störf hjá Austur-Asíufélaginu, hætta fljótlega störfum þar en hvorki meira né minna en 95% af þeim sem eftir verða starfa þar þangað til eftir- launaaldri er náð. Mogens Pagh telur að félagið sé vel undir það búið að finna og vinna upp nýja markaði á næstu árum. Hann telur þó að eitt atriði ógni mjög fram- tíðinni en það sé hins vegar algjörlega utan áhrifasviðs fyrirtækisins að ráða við það. Þar á Pragh við samkeppni Aust- ur-Evrópuþjóðanna. „Ráðamenn þar reikna ekki út framleiðslu- og rekstrarkostnað á sama hátt og gert er á vesturlöndum og þess vegna verður aldrei um eðli- lega samkeppni að ræða.” Bendir Pagh á í þessu sambandi að Sovét- menn bjóði nú flutninga á förmum milli Evrópu og Japans með járn- brautum um Síberiu, sem séu ódýrari en samsvarandi flutningar með skip- um. Meiri hluti af hagnaði Austur- Asíufélagsins kemur af rekstri verk- smiðja jafnframt sem hluti tekna af skipum fer minnkandi.Ekki erheldur neinn vafi á að félagið á eftir að hasla sér enn frekar völl á mörkuðum í hinum fjarlægari austurlöndum. Greininni i Newsweek lýkur á þvi að fullyrt er að danska Austur-Asíu- félagið, sem áður hafi verið svo lítt þekkt, verði sífellt meira í sviðsljós- inu. Kjallarinn Geir Andersen greining milli flokka og undirtök þeirra, sem í orði túlkuðu „frelsi til framfara” og annað í þeim dúr, varð undanlátsemin við andborgaralegu öflin öllum fyrirheitum yfirsterkari. Stjómmálaumræður hafa svo oftar en ekki gengið út á það eitt að verja þessa undanlátsemi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki verið eftirbátar annarra að skrifa og flytja langar varnarræður um undanlát- semina og reynt að flokka hana undir ímyndaðar „sættir og samlyndi”, hugtök, sem ná ekki eyrum þeirra, sem þegar hafa skipað sér í raðir hins „hægfara sósíalisma” annars vegar og „stefnu einstaklingsins” hins vegar. Víðsýni — ekki viðurkenningu Á sama tíma og margir sjálf- stæðismenn hafa reynt að „kyngja” hinum tormeltu útskýringum á und- anlátseminni viö kommúnista og og hin andborgaralegu öfl, hafa ýmsir forystumenn innan Sjálfstæðis- flokksins reynt að fikra sig nær and- stöðuöflunum, sem vilja persónu- frelsi og efnaleg gæði feig í þessu landi, nteð því að láta i Ijósi viður- kenningu á „félagslegu brölti” ýmiss konar, sem hægfara sósíalisma er svo nauðsyrilegt, meðan harn erað„skipuleggja framfarir”! Hve margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa ekki lagt allan sinn þingmennskumetnað í það að reyna að standa sósialistum á sporði við að eiga frumkvæði að styrkjum til svokallaðra „listamanna”, nú, eða að hinni óljósu hugmynd um „rétt- láta tekjuskiptingu”? Almenningur hcfur aldrei beðið um réttláta tekjuskiptingu,- hvað þá hnífjafna! Listamenn skapa sér „nafn” og frægð — og tekjur — með vinnu sinni eins og aðrir þjóðfélags- þegnar, ekki ölmusu. Þingmenn ættu sízt allra aðstuðla að kröfum um for- réttindi til handa cinstökum stéttum eða hagsmunahópum, að ekki sé nú talað um kröfur um „réttláta tekju- skiptingu”, sem er hið ómögulega.'— Lágmarkstekjur til handa öllum þjóðfélagsþegnum, það er allt annar handleggur og heilbrigðari. í því flokkakerfi, sem hér á landi er við lýði, illu heilli, þýðir lítt fyrir einn þeirra flokka eða forystumenn II Lærdómurínn af „Dauða prinsessu”: Hugmynd að breyt- ingu á útvarpslögum Fyrir nokkrum dögum var þess getið í hádegisfréttum ríkisútvarpsins að Sádiarabar og Bretar hefðu að nýju tekið upp eðlileg millirikjatengsl eftir timabundin rof eða snurðu. Tilefni þess að vinskapur milli þess- ara tveggja ríkisstjórna kólnaði um tima var að breska rixisuivarpið hafði gert og tekið til sýningar kvik- mynd af heimildaskáldskapartagi sem kölluð var „Dauði prinsessu”. Við þessa frétt rifjuðust upp viðskipti íslenska rikisútvarpsins við Sádi- araba, eða öllu heldur hérlenda út- sendara þeirra, af sama tilefni. Að sögn þeirra, sem séð hafa er kvikmynd þessi miðlungi góður skáldskapur og heimildagildi hennar umdeilanlegt. fslenskir sjónvarps- embættismenn töldu þó myndina for- vitnilega og efni hennar fréttnæmt og lögðu til við útvarpsráð að hún yrði sýnd. Útvarpsráð hugsaði sig vand- lega um, enda ábyrgðin þess, og féllst síðan á að myndin skyldi sýnd, en þó skyldi sá óvenjulegi háttur hafður á að islenskur formáli yrði hafður að henni, lesinn af formanni útvarps- ráðs. Þessi ákvörðun útvarpsráðs mælt- ist illa fyrir suður á Arabíuskaga þar sem Khaled konungur ræður ríkjum. Honum þykir „Dauði prinsessu” vond landkynning, auk þess sem i myndinni mun gæta gagnrýni á ara- bíska menningu og trúarbrögð spá- mannsins. Loks mun þar sitthvað gefið í skyn, og ekki allt pent, um sið- ferðisástandið hjá hinni ríkjandi fjöl- skyldu. Að þessu athuguðu er skilj- anlegt að ráðandi öflum í Sádiarabíu mislíki sýning myndarinnar. Það ofurkapp sem lagt var á að stöðva sýningar á Vesturlöndum leiddi þó oftast til þess eins að áhugi stórjókst. á þessari ómerkilegu mynd og áhorf- endur að henni urðu margfalt fleiri en ella hefði orðið. Sums staðar tókst þó að koma í veg fyrir sýningar, t.d. Kjallarinn Þorbjörn Broddason keypti fjársterkur aðili að sögn sýn- ingarréttinn í einu landi til þess að koma í veg fyrir sýningu. Hér á landi tóku Flugleiðir h.f. upp hanskann fyrir stjórn Khaleds. Ekki var það torleyst gáta hvernig Flugleiðamenn urðu fyrir þessari köllun, og var raunar engin fjöður dregin yfirþað. lllkvittnu fólki var eigi að síður skémmt yfir viðleitni talsmanna fyrir- tækisins til að sannfæra þjóðina um að „Dauði prinsessu” væri allt of óvönduð mynd fyrir hana. Menn rak ekki minni til þess að Flugleiðum h.f. hefði fyrr runnið svo til rifja lágkúrulegt menningarástand sjónvarpsins, að blaðafulltrúi fyrir- tækisins væri gerður út i siðvæðing- arherferð gegn spillandi dagskrár- efni. „Ósjálfstæð stofnun" Útvarpsráð okkar íslendinga, en „Ríkisútvarpið er ósjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins og undir eftirliti þeirra stórfyrirtækja, sem kjósa að skipta sér af rekstri hennar, hvort heldur er í eigin þágu eða sem sjálfskipaðir erindrekar erlendra ríkisstjórna.” þar sitja engir aukvisar, lagðist nú öðru sinni undir feld. Undan honum skriðið lýsti ráðið því yfir að sjálfsagt væri að hlíta fyrirmælum þeirra Khaleds og Flugleiða. Einn útvarps- ráðsmanna, Erna Ragnarsdóttir, neitaði hins vegar að láta siðvæðast. Ef til vill hefur hún lesið útvarpslögin af meiri athygli en félagar hennar í ráðinu. Þau lög hefjast eitthvað á þessa leiö: Rikisútvarpið er sjálfstæð stofnun i eigu islenska rikisins. Ýmsa hefur svo sem grunað, og það all- lengi, að ekki væri allt með feldu um þessa lagagrein. En nú þarf ekki frekar vitnanna við, þetta er gersam- lega úreltur bókstafur, þótt ekki sé hann eldri en 10 ára, og megum við vera Flugleiðum h.f. og bandamönn- um þeirra í Sádiarabiu þakklát fyrir að hafa leitt okkur í endanlegan sannleika um það. Nú megum við væntanlega búast við því að þing- mennirnir sem í útvarpsráði sitja muni flytja sameiginlegt frumvarp til breytinga á útvarpslögum strax og þing kemur saman i haust. Hin breytta lagagrein gæti t.a.m. hljóðað þannig: „Rikisútvarpið er ósjálfstæð stofnun i eigu islenska ríkisins og undir eftirliti þeirra stórfyrirtækja sem kjósa að skipta sér af rekstri hennar, hvort heldur i eigin þágu eða sem sjálfskipaðir erindrekar erlendra ríkisstjórna.” í samræmi við þetta þyrfti svo að breyta ákvæðum um samþykkt dagskrá á þá leið að ákvarðanir útvarpsráðs öðlist ekki gildi fyrr en þeir eftirlitsaðilar sem um getur í 1. gr. hafa lagt blessun sína yfir þær. Þegar þessum formsatriðum hefur verið kippt i lag mega fiestir vonandi vel við una. Boðberar frjálsrar fjöl- miðlunar (þeir sem í útvarpsráði sitja) hafa svo ekki verður um villst upplýst okkur hin um inntak og eðli þess frelsis og sjálfstæði sem þeir vilja kalla yfir okkur hin. Hinir eru eftir, ef einhverjir eru, sem líta svo á að útvarp og sjónvarp skuli vera sjálfstæð menningartæki, vernduð af lögum til að sinna hlutverki sinu utan áhrifasvæðis uppivöðslusamra inn- erlendra stórbokka, að ekki sé minnst á erlendar ríkisstjórnir. Þeir mættu að skaðlausu skýra sitt mál. Þorbjörn Broddasnn. hans að taka upp einhverja „viður- kenningarstefnu” gagnvart svörn- ustu andstöðunni, i þessu tilfelli kommúnistum. Víðsýni til vinstri getur hins vegar verið nauðsynleg, til þess að skyggnast eftir baksviði hættunnar. Fáir þingmenn borgaraflokkanna hafahaft þá víðsýni til að bera, þeir hafa ekki látið svo lítið að skyggnast eftir baksviðinu, þeir hafa hreinlega gert hættunni „heimboð” í viður- kenningarformi, —og það á „viður- kenndum pappír”! Þola ekki samanburð Stjórnmálamenn verða að hafa hæfileika, svo og þingmenn og leiðandi menn í atvinnu- og efnahags- lífi. Á þetta hefur tilfinnanlega skort hérlendis. Það ber kannski hvað bezt vitni um hæfileikaskort stjórnmála- manna, þegar þeir gera sér far um að kveða niður allar umræður um stefnubreytingu eða hugmyndafræði. Þetta gerist þó þráfaldlega innan borgaraflokkanna og einkum innan þeirra, ekki sízt Sjálfstæðisflokksins. Ungir sjálfstæðismenn hafa þó urp árabil verið mjög virkir í slíkri hug- myndafræði innan síns flokks, með útgáfustarfsemi, eigin tímarits og sér- prentunum á útdráttum bóka þekktra hagfræðinga og stjórnmála- manna. Einn merkasti bæklingur slíkrar tegundar er án efa sá, er hafði yfir- skriftina „Leiðin til ánauðar” og er útdráttur úr bók Friedrich v. Hayek. Sá boðskapur, sem bæklingurinn „Leiðin til ánauðar” flytur er í raun „viðvörunaróp til allra velviljaðra sósíalista og annarra fylgismanna opinberrar skipulagningar, til allra einlægra lýðræðissinna og frjáls- lyndra manna, um að nema staðar, líta við og hlusta eftir,” eins og segir í inngangi að þessum útdrætti. — Þennan bækling ættu raunar allir islenzkir þingmenn að hafa í skjala- bunka sínum í þingsölum og blaða í honum, þegar þeim leiðist þófið, sem er ærið oft, ef dæma má eftir fjar- veru þeirra í umræðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að A „Hvað er eðlilegra en ætlast til þess, að EHertB. Schram hafi forystu fyrir þeim samherjum í yngri aldurshópunum, sem vilja teggja Hð hinni aðkallandi baráttu gegn styrk sósíalista og sundrun sjálfstæðis?” skipa mörgum góðum efnum i stjórnmálamenn, sem treysta má til þess að láta að sér kveða. Margir þeirra standa framar hinum eldri, hvað hæfileika snertir og víðsýni í málflutningi. Menn, sem ekki hafa víðsýni til að bera eru ekki stjórn- málamenn. Menn eiga að þola samanburð, ekki fyrtast við hann. Ellert B. Schram var einn þeirra, sem kjósendur völdu i prófkjöri til trúnaðarstarfa í þágu lands og þjóðar. Af óskiljanlegum ástæðum tók hann þá ákvörðun að „gefa allt innstæðufé sitt í góðgerðarstarf- semi ”! Slíkt hefur svo sem verið gert áður, — en ekki áður á stjórn- málavettvangi í kosningum. Styrkur sósíalista vex hröðum skrefum í þessu þjóðfélagi, gagnstætt því sem hann minnkar í nálægum löndum. Sundrun sjálfstæðisins er í sjónmáli. Þjóðin þarf á hverjum þeim manni að halda, sem hefur þor og hæfileika, en ekki sízt víðsýni til þess að skyggnasl um og horfa galopnum augum á það sjúka og uppgefna þjóðfélag, sem hér er við lýði í dag. — Ellert B. Schram er einn þeirra fáu, sem sér, að tímaglasið er að tæmast og blaðinu verður að snúa við, ekki nú-na heldur nú. Hvað er eðlilegra en ætlast til þess, að stjóm- málamaður, sem „lánað” hefur fylgi sitt (um stundarsakir skulum við vona), taki upp þráðinn þar sem frá var horfið, hafi forystu fyrir þcim samherjum í yngri aldurshópunum, sem vilja leggja lið hinni aðkallandi baráttu gegn styrk sósíalista og sundrun sjálfstæðis? (>eir R. Andersen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.