Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 24
Vetraráætlun Flugleida hf —Júgóslavarvilja kaupatværBoeing 727-100 þotur A meríkuflugið Flugleiða. Líklega Þ egar skipulagt afhentaríseptember Nú mun að mestu vera búið að skipuleggja áætlunarflug Flugleiða, hf., Luxemburg-Reykjavík-Banda- ríkin, þegar sumaráætlun lýkur. í þessti skvni verður miðað við Boeing 727- 20'> . sem þá myndi hafa viðkomu á Gander- eða Goosebay vegna takmarkaðs flugþols þessarar gerðar flugvélar. Er þetta fyrir- komulag að sjálfsögðu ekki miðað við hugsanlegan nýjan flugvélakost með lengra flugþoli. Tvær flugvélar Flugleiða hf. af gerðinni Boeing 727- 100 hafa verið á sölulista, eins og áður hefur komið fram. Samkvæmt heimildum, sem DB telur áreiðanlegar hefur nú fengizt viðunanlegt tilboð í báöar þessar flugvélar frá Júgóslaviu. Komi ekkert óvænt fyrir má telja sennilegt, að úr sölunni verði og að flugvélarnar verði þáafhentar 10.-15. september næstkomandi. -BS. „Látum okkur nú sjá, einhvcrn veginn svona hiýtur þetta að eiga að vera, ” virðist hann vera að hugsa með sér þessi myndarlegi maður sem Ijósmyndari DB rakst á i bllðunni I gœr. Hann hafði tyllt sér utan vegar og var að dytta aðfarartœki sinu, gamla hjólhestinum. Fram hjá brunuðu hraðskreiðari farartœki og gáfu þeim félögunum engan gaum. En orkusparandi reiðskjótinn vissi að þegar allt kœmi til alls mœttu þessar blikkbeljur vara sig er slðasti oliudropinn vœri uppurinn. Þá fyrst kœmi hans tlmi. DS/DB-mynd Kristján Ingi. ELTU UPPIOFLEYGA UNGA Á HRAÐBÁT 0G SKUTU Fjórir menn sem léku sér á hrað- báti á Svínavatni i Húnavatnssýslu á verzlunarmannafrtdaginn 4. ágúst voru staðnir að svíviröilegum og sem betur fer sjaldgæfum verknaði. Lög- reglumenn úr Reykjavik sem óku með vatninu heyrðu skothrið frá bátnum og biðu þess að báturinn kæmiað landí. l>á kom i ljós að í bátnum lágu dauðir 13 gæsarungar sem skotnir höfðu verið í sáruin, þ.e. enn ekki orðnir fleygir. Vopnið sem notað var til drápsins var riffill, 22 caliber. í mörgum tilfellum hafði skotið aðeins sært fuglana, en þeir þá verið eltir uppi og snúnir úr hálsiiðnum eða dauðrotaðir. Mennirnir á bátnum voru viða af landinu, þó einn heimamaður úr Húnavatnssýslu og annar sunnan af Fjórir menn staðnir aö Ijótum leik á Svínavatni Reykjanesi. Málið var áfhent lögregluyfir- völdum t sýslunni og fær rannsókn þar. Hið grátbroslega er að hámarks- sekt við ólöglegu fugladrápi er sam- kvæmt fuglafriðunarlögunum aðcins 25 þúsund krónur. -A.St. Nýjar aðalstöðvar Sambandsins: Ríkið kaupir Sambands- húsið undir stjómarráð — Ríkisskip vill kaupa vöruskemmuna við Geirsgötu Rikið er nú að kaupa hinar gömlu aðalstöðvar Sambandsins við Sölvhólsgötu fyrir stjórnarráðið. Sambandið mun hafa hug á því að reisa nýjar aðalstöðvar á heppilegum stað í jaðri borgarinnar. Hefur helzt veríð rætt um nágrenni Sundahafnar, þar sem áhugi er á að reisa allt að 8 hæða skrifstofu- byggingu. Horfur eru nú taldar á að leyfi borgaryfirvalda fáist fyrir lóð og til slíkrar byggingar innan tíðar. Er þá skammt í að leystur verði mikill hús- næðisvandi stjórnarráðsins með Sambandshúsinu gamla. Þá hefur verið rætt um að Skipa- útgerð rikisins kaupi vörugeymsluhús Sambandsins við Reykjavíkurhöfn, nánar tiltekið við Geirsgötu. Sambandið hefur þegar reist myndar- legt vörugeymsluhús í Sundahöfn. -BS. frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980. Sérviðræður málmiðnaðarmanna: Samkomulag um kerfis- breytingu íaugsýn Samkomulag um „kerfis- breytingar” var í augsýn í sérviðræðum málmiönaðarmanna við málm- og skipasmiðjur, þegar þessir aðilar komu aftur inn í heildarviðræður Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins. Þær kerfisbreytingar mundu fela í sér einföldun flokkaskipunar hjá málmiðnaðarmönnum. Enginn mundi lækka í kaupi, en sumir hækka við þetta. „Ætlunin er að kasta flóknu og margföldu kerfi, sem sætt hefur mikilli gagnrýni og leitt í ljós marga galla. Við ætlum að einfalda dæmið,” sagði Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands íslands, i viðtali við DB í morgun. Guðjón sagði, að ætlunin væri að taka upp 5—6 flokka ásamt aldursflokka- skiptingu, í stað aragrúa af „flokkum”. Þessir aðilar væru svo komnir í heildarviðræðurnar, af því að þar væru sömu viðfangsefnin á dag- skrá. Guðjón sagði alrangt, sem gefið er í skyn í einu blaðanna idag.aðmálm- iðnaðarmönnum hefði verið boðin 10% kauphækkun. Engin slík kauphækkun kæmi út úr þessu dæmi. Hér væri einungis um kerfisbreytingu að ræða en ekki samkomulag um al- mennar kauphækkanir. Samkomulag hefði verið í augsýn, en ekki frágengið. Mikil vinna væri við að skilgreina hina nýju flokkaog breyta „strúktúrnum”. _______________________-HH. Tveir pólskir ílandhelgi Gömlu Decca-staðsetningarkerfi var kennt um þegar flugvél Landhelgis- gæzlunnar stóð tvo pólska togara að ólöglegum veiðum 5 mílum innan við 200mílna landhelgismörkin norðaustur af landinu. Pólverjarnir hlýddu þegar fyrirmælum flugvélarinnar um að flytja sig út fyrir landhelgi. Ekki var álitið mögulegt að ná togurunum og færa þá til hafnar, þar sem 300 mílur voru til næsta varðskips. Sluppu Pólverjarnir með þetta. Talið er að togararnir hafi verið að kolmunna- veiðum. -BH. Iscargo f lýgur með kjúklinga Iscargo hefur nú náð samningurri við Lohmann AG i Þýzkalandi um allt að 24 ferðum með lifandi kjúklinga og út- ungaregg til Egyptalands, íran, íiaks og Saudi-Arabiu. Meðal borga/sem flogið verður til eru Kairo, Bagdad og Teheran. Farmurinn verður að lang- mestu leyti lestaður í Rotterdam í Hol- landi og Köln í Þýzkalandi. Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Iscargo, hefur að undan- förnu verið erlendis í samningaviðræð- um um þessa flutninga. Þá mun ákveðið að lscargo hefji vöruflutninga milli íslands og Dan- merkur meö Kastrupflugvöll sem bæki- stöð þar í landi. Gert er ráð fyrir 4—7 ferðum mánaðarlega i upphafi og að þetta vöruflutningaflug hefjist síðar í þessum mánuði. _BS> LUKKUDAGAR: 6. ÁGÚST: 23498 Vöruúttekt að eigin vali frá Liverpool. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.