Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980. fleiraw FOLK ATLI RUNAR HALLDORSSON Kampa vinsfíöskur tvmr gengu um saHnn mann fri manni og höfnuðu Mís hji aidhrassum skipvarjum i Ftóabitnum Drangl útí i hornl. ■ mmsfí Hrappstjórinn i Grimsay, Bjami Magnússon, farjaóihafurtask Alþýóuleikhússins fri skipshiió upp inýja féiags- hahniiió i aynnl. Með honum i drittarvéiinni ar ÞrUnn Karisson ieikari, sem sióst í för maó ieikhúsfóikinu. Á vagninum hanga þelr Óiafur Om Thoroddsan sam fór maó hlutverk t„ Við borgum akki" auk þass að sji um leik hljóð og Bjami Ingvarsson leikari og IJósameistari. DB-myndir: Jón Bakfvin Halldórsson. Alþýðuleikhúsið sló botn í leikferð um landið með því að sýna Gríms- eyingum „ Við borgum ekki”: Kampavínsflöskur af- meyjaðar í leikslok — bátar komu snemma í höfn og allir sem vettlingi gátu valdið sóttu sýninguna dórsson sem jafnframt tók meðfylgjandi myndir fvrir DB. Brátt bergmálaði söngurinn um vistarverur Það er ekki oft sem leikhúsin „fyrir sunnan” sjá ástæðu til þess að sækja heim nyrstu byggð á fslandi, Grimsey, og flytja eyjarskeggjum sýnishorn af því sem þau bjóða íbú- um fastalandsins upp á. Er. félagarnir í Alþýðuleikhúsinu hugsuðu sem svo að list þeirra ætti jafnmikiö erindi við Grímseyinga og alla aðra. Þeir drifu þvi í leikför til Grimseyjar nú i júlí. För sem sögð er eftirminnileg bæði fyrir leikfólkið, áhöfnina á flóabátn- um Drangi og Grímseyinga sjálfa. Alþýðuleikhúsið tók Drang í þjónustu sina til að komast á áfanga- staðinn. Lagt var af stað frá Akureyri kl. 15 föstudaginn 18. júli. Ferðaveðrið var ekki eins og bezt var á kosið, þoka og dimmviðri. Því var gripiö til þess ráðs á leiðinni að starta glaum og gleði með söng og hljóðfæraslætti. Fyrir því stóðu meðal annarra þrír glaumgosar úr Svarfaðardal sem voru áhangandi leikhópnum: Kristján og Hjörleifur Hjartarsynir og Jón Baldvin Hall- Drangs og vinsælustu lögin kyrjuð trekk ofan i hvað. Til marks um stemmninguna er þaö aö erlendir Aiira stóustu sýnlngunni i „VU borgum ékki" lokið. Af þvi tílefni voru tveer boidangskampavlnsflöskur afmeyjaöer i hastí og lelkarmr og leikhúsgestír fengu að bragóa i veigunum. Þeö voru eð sjUfsögðu engar bamapiur tíl staðar i Grímsey um kvöidiö. Þé var bara að hafa komabamlð með i miðnmtursýningunal A lekUnnl tíl Grimseyjar var grlpið tíl gítars og tóku menn að syngja hi- stöfum. QHaristamk heita HJörieifur HJartarson tv. og Ólafur örn Thor- oddsen. aðskHnaði. feröamenn með skipinu, sem voru á leið til eyjarinnar norðan við heims- skautsbaug, heyrðust raula Ijúfustu laglínur fyrir munni sér og samkætt- ust leikfólkinu. Drangur kom til Grímseyjar laust fyrir klukkan níu um kvöldið. Var þá hafizt handa við að flytja hafurtask leikhússins upp í nýtt og glæsilegt félagsheimili Grímseyinga. Stóð á endum að allt var klappað og klárt á slaginu kl. 23 þegar miðnætursýning á „Viö borgum ekki” eftir Dario Fo hófst. Grímseyjarbátar höfðu komið óvenju tímanlega inn þann daginn svo að saltfiskverkun yrði búinn timanlega fyrir sýningu. Allir sem vettlingi gátu valdið voru mættir á staðinn og mál manna að jafnbreiður aldurshópur væri sjaldséður í leikhúsi. Leiksýningunni lauk á skikkanlegum tíma eins og vera bar. En þar sem þetta var jafnframt allra síðasta sýning Alþýðuleikhússins á „Við borgum ekki”, leikverki sem gengið hefur fyrir fullu húsi víöa um land lengi, þótti við hæfi að bregða út af vananum. Tvær boldangs- kampavínsflöskur voru afmeyjaðar á sviöinu og gengu siðan milli le'kara og siðan ámilli grimseyskra leikhús- gesta um allan sal. Sann.rlega óvenjulegur og heimilislegur endir á leiksýningu. Þá gekk Bjarni Magnús- son hreppsstjóri í Grímseyuppá svið, þakkaði gestunum fyrir komuna og gaf þeim fána til minningar um heim- sóknina. Að sýningu lokinni hófst gleðskapur mikill, enda nóttin ung og lífsneistaflug mikið i mannskapnum. Segir svo ekki af leikhúsfólki og á- hangendum þess fyrr eníhádeginuá laugardag. Þá var lagt úr höfn og stefnan tekin á höfuðborg Norðurlands, þessa sem stendur ná- lægt Polli og Leirum. Lagzt var að bryggju undir kvöld eftir eina „skrautlegustu ferð sem farin hefur veriðmeð þvískipi.” -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.