Dagblaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1980.
Símavarzla — vélritun
Óskum að ráða strax manneskju til símavörzlu
og vélritunarstarfa. Skriflegar upplýsingar ásamt
mynd óskast lagðar inn á skrifstofu okkar fyrir
15. ágúst næstkomandi.
Rolf Johansen & company,
Laugavegi 178, Reykjavík.
Raufarhafnarbúar
- ferðafólk
Fjölskyldukaffi alla sunnudaga, kakó, rjóma-
vöfflur og fleira munngæti. Verið velkomin.
Hótel Norðurljós Raufarhöfn.
BARNASKÓLINN
Á SELFOSSI
auglýsir eftir almennum kennara og tón-
menntakennara.
Uppl. hjá skólastjóra í síma 99-1498 eða
formanni skólanefndar í síma 99-1198.
Skólanefnd.
Kennarar
Tvær kennarastöður eru lausar við
Grunnskóla Akraness. Kennslugreinar al-
menn bekkjarkennsla og danska. Upplýs-
ingar hjá skólastjóra í síma 93-1388 og 93-
1938.
Umsóknarfrestur til 15. ágúst.
Skólanefnd.
Sölumaður
Við óskum að ráða duglegan sölumann sem
fyrst. Góð enskukunnátta nauðsynleg og reynsla
í sölustörfum æskileg. Vinsamlegast sækið og
fyllið út umsóknareyðublöð sem liggja frammi í
skrifstofu okkar, og skilið fyrir 15. ágúst nk.
Rolf Johansen &■ company
Laugavegi 178, Reykjavík.
-Lokað
vegna sumaríeyfa
til 11. ágúst
Varmi
Bílasprautun
Auóbrekku 53. Sími 44250.
Box180. Kbpavogi.
Göngum
ávallt vinstra
megin
á móti akandi
umferð..
||Uf*FERÐAR
Loðnumiðin undeildu við Jan Mayen:
Norðmenn komn-
ir með 11 loðnu-
báta á miðin
—íslendingar byrja ekki fyrr en í september
Norðmennirnir eru komnir á
loðnumiðin við Jan Mayen. Flugvél
Landhelgisgæzlunnar sá á mánudag-
inn ellefu norska loðnubáta á leið til
miðanna. Voru þeir þá staddir, að
sögn Guðmundar Kjærnested skip-
herra í stjórnstöð Gæzlunnar, á
gamla gráa svæðinu, sem nú er í is-
lenzkri lögsögu. Voru bátarnir ellefu
á leið norður og norðvestur. Staða
þeirra var milli 67.30 og 68.30 N br.
og 8—lOgráður V lengdar.
DB spurði Jakob Jakobsson að því
hvort líkiegt væri að Norðmenn
fyndu þarna loðnu núna. Jakob svar-
aði þvi til að i islenzkum blöðum
hefðu birzt fréttir um að norskt leit-
arskip hefði í júlimánuði fundið eitt-
hvað af loðnu á svæðinu. Nánar væri
ekki vitað um málið.
Jakob sagði að Norðmennirnir
hefðu í fyrra farið til loðnuveiða á
þessu svæði um svipað leyti og nú, en
í hittifyrra byrjuðu þeir ekki veiðar
þarna fyrr en í lok ágúst. Það ár var
það fyrsta sem þeir fóru til loðnu-
veiða við Jan Mayen og væru þvi
veiðar þeirra þar lítt mótaðar og fast-
ar venjur nánast engar orðnar enn.
Loks sagði Jakob að nú i vikunni
hæfist leiðangur sem fjallaði um
seiðarannsóknir og í leiðinni yrði
hugað að loðnu. Stjórnar Hjálmar
Vilhjálmsson þeim leiðangri héðan en
hann verður farinn i samvinnu við
Norðmenn sem koma á öðru rann-
sóknarskipi á svæðin.
Þórður Ásgeirsson, skrifstofu-
stjóri sjávarútvegsráðuneytisins,
sagði að samkvæmt nýgerðum samn-
ingum mættu Norðmenn veiða 15%
af þeim 750 þúsund tonna loðnuafla
sem ákveðið væri að leyfa í vetur.
Það þýðir 115.500 lestir í þeirra hlut.
Þóður sagði að ráðgert væri að
loðnuveiðar íslendinga hæfust um
eða eftir 5. september nk.
-A.St.
Þessi mynd var tekin nú um helgina f hvalstöðinni i Hvalfirði, þar sem starfsmenn stnðvarinnar vinna við skurð á hval sem
hvalbátarnir hafa veitt og dregið að landi.
y DB-mvnd Ragnar Th.
HVALVEIÐARIMEÐALLAGI
„Hvalvertíðin hefur hingað til verið
nokkuð í meðallagi en þokur hafa tafið
veiðar undanfarnar vikur,” sagði
Hallgrímur Jónasson hjá Hval hf. í
Hvalfirði er hann var inntur eftir gangi
hvalveiðanna. Alls hefur veiðzt 261
hvalur það sem af er vertíð en hvalver-
tiðinni lýkur yfirleitt seinnihluta sept-
embermánaðar.
Skipting þeirra hvala sem hingað til
hafa verið veiddir er á þessa lund: 216
langreyðar, 43 búrhvalir og 2 sandreyð-
ar.
Ekki hefur sézt til hvalverndunar-
manna nálægt hvalveiðunum, hvorki i
vinnslustöðinni í Hvalfjarðarbotni néá
hvalamiðunum. Hins vegar hafa svo-
nefndir „grænfriðungar” heitið þvi að
beita sér gegn hvalveiðunum á næstu
vertið, sumarið 1981.
-BH.
Greenpeace-samtökin:
Dreifa vegg-
spjaldi með
níði um landaim
Hvalfriðunarmenn í Bandaríkjunum
hafa látið prenta veggspjald þar sem ís-
lendingum er þorin Ijót saga. Er fólki
þar boðið upp á að heimsækja ísland,
,,land hvaladráparanna”. Myndir sýna
áhöfn Hvals 8 skjóta hval og draga
hann upp að skipinu. Auk þess fylgir
texti þar sem Greenpeace-samtökin
(grænfriðungar) hvetja fólk tii að vera
viðbúiö aö hunza íslenzkar afurðir sjái
íslenzk stjórnvöld ekki að sér. Hvetja
grænfriðungar fólk til að mötmæla
veiðunum við ísienzk stjórnvöld og
hætti landinn ekki veiðum að hætta þá
við að kaupa íslenzkar afurðir.
í textanum er farið nokkuð frjálslega
með sannleikann varðandi hvalveiðar
Íslendinga og auk þess sagt frá leið-
angri Rainbow Warrior á hvalamiðin.
-BH.
Hér má sjá veggspjald þeirra grænfrið-
unga sem nú mun hanga uppi viða um
Bandarfkin.