Dagblaðið - 07.10.1980, Page 13

Dagblaðið - 07.10.1980, Page 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980. 13 nefnilega orð, sem gjarnan hefur verið í útvarpsfregnum notað þegar sauðmeinlausir meykóngar setjast að völdum, s.s. í Hollandi, Danmörku og Bretlandi, og að auki þá farið að réttum lögum og lýðræðishefðum. Hægri - Vinstri Sennilega líður ekki nokkur dagur svo, að landslýður fái ekki skýrslur um að þetta eða hitt hafi verið að gerast í heimsstjórnmálunum á vegum hægri eða vinstri manna. Hitt er aftur talsvert vafamál, hvort menn almennt átta sig á inntaki þeirrar klisju, ef nokkurt er. Þessi dilka- dráttur á fólki eftir skoðunum eða hegðun er vissulega orðinn svo flók- inn, að erfitt er að átta sig á. Þegar þar við bætist, að alls konar „Flóða- labbar” leggja sig fram um að nota hugtökin til að villa um fyrir fólki með því að nota þau í ákaflega mis- munandi gildum, er ekki góðs að vænta. Sarpa er að segja um orðið lýðræði. Höfum við ekki varaðvitni að þvi, að áratugum saman hefur almenn- ingur, (alþýða manna) verið beinlínis svívirtur með því kenna við hann blóðstokkin einræðisríki víða um heim með því að kalla þau í fréttum alþýðulýöveldi?! sbr. hin umkomu- lausu leppriki austantjalds, sem flest hafa verið þrúguð undir tússneska blóðveldið með vopnavaldi eða svtk- um og þar sem fólkið á engan rétt annan en að súpa bikar niður- lægingarinnar í botn með því að þegja við öllu röngu. Og jafnvel þó menn á þann hátt afsali sér öllum manndómi, er það engin trygging fyrir því að hljóta lífs- og lima grið ef valdhöfunum býður svo við að horfa. Uppreisnir! — Frelsisbarátta! Þetta eru orðin, sem gjarnast eru notuð til þess að túlka lífshræringar fólks, sem í örvæntingu sinni reynir að brjótast undan harðstjórn og kúgun með einhverjum ráðum. En það er nú ekki svo vel, að ætið sé hægt að átta sig á þvi, hvað af þessu er hvað, samkvæmt fréttatúlk- unum. Sumir forsprakkar þessara hreyf- inga eru umsvifalaust hafnir upp sem einstæðar frelsishetjur og aðdáunar- verðar, þó blóð meðbræðranna velli upp úr hverju þeirra spori, s.s. Che Guevara nokkur fyrir vestan haf og Yasser Arafat fyrir austan. Svo eru aftur aðrir kallaðir bara ótíndir uppreisnarmenn fyrir sama hlut og er nærtækasta dæmið um Afganiog Kúrda, sem ekki mátti minna kosta en kalla til sjálfan rússneska herinn til að þrúga þá til hlýðni við vald- hafana. Vitanlega mætti æra óstöðugan, ef vitna ætti í allar furðufréttir af þessu tagi, sem okkur berast á öldum ljós- vakans bæði í myndum og máli. Hitt verður aldrei nægilega áréttað, að fréttamat, sem fólk á — að minnsta kosti — rétt á að sé sem hlutlægast i ríkisfjölmiðlum, er mikið trúnaðar- mál. Þar á vitanlega alls ekki að koma til samúð eða andúð frétta- manns með þvi sem er að gerast og frá er sagt. Þetta kann að þykja tíörð krafa, en fullkomlega réttmæt samt. Hugtakarugl Líklega hefur varla nokkurt hugtak borið jafnskarðan hlut frá borðieinsog lýðræði. Auðvitað hafa alls konar einræðisdindlar — innan lands hér og utan — gengið fastast fram í því að rugla fólk í ríminu um inntak þess. Þar hafa kommúnistar og aðrir iðglíkar þeirra verið fremstir í flokki. Við, sem höfum getað fylgzt með tilburðum þeirra í þessu efni í hálfa öld eða meira, höfum vissulega oft orðið þrumulostnir yfir hvað þeim hefur tekizt að vefjahéðni að höfði vitiborinna manna, hvað þá hinna miðurgefnu. Engum á að geta dulizt, að grund- völlur undir lýðræðisskipulagi er auðvitað frelsi og mannréttindi, sem aldrei má fótum troða, nema verr fari. En við að horfa og hlusta á dásöm- un þeirra á hinu rússneska einræðis- blóðveldi, þar sem kosningar fóru og væntanlega fara fram um einn fram- bjóðanda á hverjum stað og Stalin sálugi taldi það hið æðsta lýðræði, auk þess sem menn voru murkaðir niður í svívirtar grafir eftir geðþótta Kjallarinn Oddur A. Sigurjónsson hans, hefði það átt að vekja mönnum furðu og hrylling í stað þess að lofa það og prísa, sb.r. núverandi Nóbels- skáld okkar i Gerska æfintýrinu? Siðari tima tilburðir þessara fugla með hinn svo nefnda Evrópu- kommúnisma eru svo sem litið björgulegri, enda er nú orðið næsta hljótt um hann. Allra aumlegast er þó, að ekki verður betur séð en að þeim þyki það einhver málsbót, ef einhverjir aðrir geri sig seka um brot eða brotabrot af sviplíkum glæpaverkum og hinn grúsiski, prestlærði þjóðvegaræningi meðan hann var og hét. Vissulegaer fráleitt, að fréttamenn þegi yfir ódæðisverkum, hverjir sem fremja þau, og auðvitað getur það illa skartað á einum, sem skömm er að hjá hinum. Hitt er og fráleitt að spila einhvers konar „Svarta Pétur” með fregnum um illvirki þjóða eða ein- staklinga. Hér hefur nú aðeins verið drepið á fátt eitt af þvi, sem athugavert má þykja um fréttamat og túlkun á voru landi og verður látið við það sitja í bili. Oddur A. Sigurjónsson ^ „Auðvitað ætti að vera þarflaust að geta þess, að þeir telja sig hafa rænt völdunum til þess að styrkja lýðræðið!” Kjallarinn Hrafn Ssmundsson Það vita allir, sem vilja vita, að um aldamótin eða fyrr, verður komið allt annað þjóöfélag á Íslandi. Þá munu Islendingar, eins og aðrar tækni- væddar þjóðir, verða knúðir til að dreifa peningunum á lófaldur fólksins, hvort sem þeim líkar það betureða verr. Fornminjar í heilabúi Opinberir starfsmenn stigu fyrsta skynsamlega skrefið í lífeyrismálun- um. Þeir slökuðu á klónni og grófu krónutölupólitíkina og færðu samningageröina yfir á skynsamlegt og vitrænt svið. Þeir lögðu einfaldan grunn i lífeyrismálunum fyrir verka- lýðshreyfinguna að byggja á. Þessum möguleika ætlar verkalýðshreyfingin að klúðra, vegna. fornminja sem forusta hennar geymir i heilabúi sinu. Dreifing peninganna Málið snýst ekki um það hvort líf- eyrissjóðirnir geti greitt lífeyri á 21. öldinni. Málið snýst um það hvort tekin verði sú stefna nú i samningun- um, sem sveigir þróun lifeyris og atvinnumála og kaupgjaldsmála á rétta braut. Málið snýst um það að sveigja þjóðfélagið til réttlætis og jafnaðar i framtíðinni. Tækniþjóðfélögin eiga til þess aðeins eina leið. Þau verða nú þegar aö byrja að dreifa peningamagninu á ævi fólksins. Þau verða nú þegar að hefja undirbúning styttri vinnudags og styttri starfsævi. Rís ekki undir ábyrgð Ef verkalýðshreyfingin klúðrar þessu tækifæri, hefur hún tekið mikla ábyrgð á sínar herðar. Ég efast um að hún rísi undir þeirri ábyrgð. Hrafn Sæmundsson prentarl. „Tækniþjóðfélögin verða nú þegar að byrja að dreifa peningamagninu á ævi fólksins.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.