Dagblaðið - 07.10.1980, Síða 17

Dagblaðið - 07.10.1980, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980. r Myndlist FÍM ELUR GESTI Haustsýning Félags íslenskra myndlistarmanna er víst löngu hætt að vera sá barómeter á stöðu islenskrar myndlistar sem hún óneitanlega var fyrir rúmum áratug. Stór hluti yngri myndlistarmanna heldur sig utan félagsins af hugsjóna- ástæðum og mikilvægur kjarni eldri listamanna hefur með sérsýningum dregið sig út úr því af ástæðum, sem þeir einir eru til frásagnar um. Svo keppast enn aðrir við að halda einka- sýningar og eru þvi tæpast af- lögufærir þegar líða tekur á haustið. Afleiðingu þessarar þróunar hefur mátt líta á síðustu Haustsýningum, þar sem félagsmenn hafa verið í mikl- um minnihluta, en utanfélagsmenn ekki megnað að lyfta sýningunum upp úr meðalmennsku. Nú getur það vel verið að utan FÍM séu allt að þvi eins góðir listamenn og innan þess. En meðan gott fólk skilar sér ekki hlýtur félagið að þurfa á öllum sinum kanónum að halda, þetta eina skipti á árinu, svo almenningur dæmi samtökin ekki dauð og ómerk. Tölur oggæði Með einhverjum hætti hlýtur að vera hægt að gefa Haustsýningum sitt gamla gildi í listalífi landsins. Þótt tölur segi ekki allt, þá er samt fróðlegt að bera saman fjölda þátt- Sigurður Örlygsson — Málverk, akrýl, 1980. (DB-mvndir Einar). takenda frá ári til árs. í fyrra voru þeir 45 talsins og verkin 133, þar af voru ca. 19 félagsmenn. í ár eru þátt- takendur aðeins 33 og verkin 115 talsins, sum þeirra að vísu í mörgum hlutum. Félagsmenn eru 13 að tölu. Hér hefur átt sér stað talsverð rýrnun, ekki bara milli ára, heldur áratuginn allan, ef skoðaðar eru eldri sýningarskrár. En fjöldi þátttakenda tryggir ekki gæði, — sem betur fer. Það kemur einnig í ljóá er Haustsýningin 1979 er borin saman við núverandi sýningu. L fyrra virtist hreint upplausnarástand ríkja i vestursal Kjarvalsstaða og góð ráð drukknuðu í misgóðum. Nokkur örvænting gagntók þá okkur sem ritum um myndlist. Sjálfur held ég mig hafa grátbeðið félagið um að breyta til. Góðir gestir Hvort sem það var fyrir mínar fortölur eða annarra, þá hefur sam- setningu Haustsýningar verið breytt á þann veg að 5 listamönnum er sér- staklega boðið að sýna nokkur verk og gerir félagið vel við þá í sýningar- skrá, gefur sömuleiðis út vönduð póstkort af verkum þeirra. Þessi kjarni valinkunnra myndlistarmanna er sú sprauta, sem Haustsýningin þarl', auk þess sem sýningarnefnd Eirskúlptúr eftir Guðmund Benediktsson. panelverk, upp i loft, út um gólf og allar trissur. Hátíð fyrir augað Einangrun Leifs og sérstaða hans hér á landi hefur ekki valdið stöðnun heldur þvert á móti leyst úr læðingi ótal hugmyndir, sem hann er nú að vinna úr. Bravó Capó. . . Ásgerður Búadóttir fer ekki út í nýja sálma á þessari sýningu, en það er ávallt mik.il hátíð fyrir augað að sjá mörg verk hennar samankomin. Stærsta verk hennar hér og jafnframt eitt það nýjasta, „Sjö lífsfletir”, er áhrifa- mikið verk. Þórður Hall bætir heldur ekki ýkja miklu við sig, nema hvað ný viðhorf er að finna i teikningum eftir hann. Sáldþrykk hans eru glæsilega unnin, en þó er eins og mér finnist mannveran vera að víkja fyrir hárfinum leik með línu og liti og þar með vikur einnig innileiki sem setti sterkan svip á fyrri sáldþrykk Þórðar. Valtýr Pétursson kemur stórum betur út á þessum vettvangi en á Septem sýningu, en þó eru þessar hlutlægu myndir hans langt frá því að vera sannfærandi fyrir þyrrkings- lega lilanotkun og veika teikningu. Hálfsjötug sýnir jfyrsta sinn En þar sem honum tekst best til, t.a.m. í Þorpi (1978)j er hann kominn inn á yfirráðasvæði „kreppu- málaranna” íslensku og fer tæpast vel út úr þeim samanburði. Þegar litið er yfir aðra þátttakendur er fátt sem kemur beinlínis á óvart. Þó vil ég geta sérstaklega um framlag Val- gerðar Briem, kennara og leiðsögumanns ótal myndlistarmanna íslenskra, en hálfsjötug sýnir hún nú verk sín í fyrsta sinn. Þau eru tilbrigði um andlit, gerð með olíukrit, viðarkolum og vatnslitum og gerð af sliku fjöri og hugarorku að unun er að sjá. Aðrir listamenn yrkja sinn garð, Ágúst Petersen til dæmis, sem gerir magnaðar mannamyndir að venju. Það er einnig gaman að sjá hve faglega Bragi Hannesson vinnur með oliulitum í þetta sinn. Einar Þorláks- son virðist hafa söðlað um, yl'ir í landslagsstemmningar, og þótt hið sérkennilega litaval hans bregðist ekki, er ég ekki alveg sáttur við þessi verk. Sólíd verk eru þarna eftír Gunnar Örn og Guðberg Auðunsson og Guðmundur Björgvinsson Virðist standa á krossgötum með myndir sinar, mitt á milli raunsæis og óhlut- ' lægis. En mestu skiptir kannski að á þessari Haustsýningu er stigið lyrsta skrefið í átt til grundvallarbreytinga á sýningarforminu. Megi sú þróun halda áfram og þá fara þúsund blóm eflaust að blómstra. -Al. hefur tekist að raða góðri myndlist i kringum þennan kjarna. Að vísu er fátt stórbrotið eða mikilúðlegt að finna á sýningunni en fullt er þar af gömlum kunningjum, smágerðum og innilegum, og það loftar vel á milli þeirra. Allir boðsgestirnir njóta sín ágæt- lega á sýningunni, en þó finnst mér þeir Guðmundur Benediktsson og Leifur Breiðfjörð standa i sérstökum blóma. Eirskúlptúrar Guðmundar, sVo fínlega samsettir sem þeir eru, ólga af næstum frumstæðum krafti, slá um sig hvar semiþeireru staðsettir. Það virðast hins vegar engin takmörk fyrir þvi hvað Leifur getur gert við gler og blýfalsa og nú er hann kom- inn langt út fyrir glugga eða Leifur Breiðfiörð — Valdatafl, gler & múrsteinn, 1980. r ||- ^ ] AÐALSTEINN INGÓLFSSQN 17 - "N TANNLÆKNIR Hefi opnað tannlœkningastofu að Grensásvegi 48. Viðtalstími 13.30— 17.00. Trausti Sigurðsson, tannlæknir — Simi 31966. HEFIOPNAÐ bókhaldsskrifstofu að Suðurlandsbraut 12. Annast: Bókhaldsþjónustu Uppgjörsþjónustu Skattframtöl Fasteignasölu Lögfræðiinnheimtur Bókhaldsþjónusta Kristjáns G. Þorvaldz Suðurlandsbraut 12 — Simi 82121.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.