Dagblaðið - 31.10.1980, Page 16

Dagblaðið - 31.10.1980, Page 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Að hugsa stórt Yfirlitssýning Braga Ásgeirssonar „Það skiptir mestu máli að hugsa stórt í litlu landi ” segir Bragi Ás- geirsson í formála sýningarskrár, en þau orð virðist hann hafa haft að leiðarljósi við samsetningu sýningar sinnar, og fyrir vikið er hún einhver umfangsmesta yfirlitssýning sem haldin hefur verið að Kjarvalsstöð- um. En sem endranær leggur Bragi sinn sérstaka skilning í hugtakið „stór”, — hér virðist það þýða sama og ,,magn”. Sýningin er nefnilega við það að sprengja utan af sér hús-r næðið og er eftir því illa skipulögð og hengd. Verk er að finna í myrkum hornum, bak við bita, alls staðar þar sem auðan blett er að finna. Leiti gesturinn hjálpar í sýningarskrá, þá kemst hann að því að bæði er listi yfir verk ófullkominn og annar texti lítill vegvísir, tilvitnanir í skáidin Rilke og Rudyard Kipling, um hina „miklu og eilífu fegurð” veraldarinnar og gildi þess að „gefast aldrei upp”. Mikill menningar- viðburður í stað þess að sýna og sanna að listamaðurinn sé einfær um að gera úttekt á ferli sínum, til þess þurfi hann engar liststofnanir eða uppá-‘ þrengjandi „fræðinga”, þá sannar þessi sýning hið gagnstæöa. Eins og Hnignun Það kemur sem sagt í ljós aö Bragi er meiri listamaður en margir héldu, frjórri, fjölhæfari og ötulli, þá helst framan af eða á tímabilinu 1950— 1965. Ennfremur sést vel aö ferill hans er mun samfelldari og rökrænni en haldið hefur veriö, hvert tímabil á sér eðlilegan aðdraganda í þvi fyrra. Sömuleiðis verður það lýðum ljóst sem margan renndi grun í, að sterk Bragi Ásgeirsson — Vor, 1956. Óður til hins hreina f latar Bragi Ásgeirsson — Sjálfsmynd, 1951. hún er saman sett, er hún með ein- dæmum erfið yfirferðar og bestu myndir hverfa i alls konar smælki sem litlu máli skiptir. Raunar finnst mér sem Bragi sé. alltaf að halda minni háttar yfirlits- sýningar, að blanda saman gömlum myndum og nýjum. A.m.k. man ég ekki eftir þeirri einkasýningu hans þar sem glænýjar myndir eingöngu hafa verið til sýnis. En eftir nokkrar umferðir um sali, ganga og öll skúmaskot Kjarvalsstaða hlýtur óvil- hallur sýningargestur samt sem áður að álykta að sýning Braga (eða „Heimur augans”) sé mikill menn- ingarviðburður og það þrátt fyrir ýmiss konar vafasöm uppátæki lista- mannsins sem ég hef áður kvartað um og nenni ekki að rifast yfir hér: útlitssnyrting og breyting mynda og litun gamalla teikninga. merki hnignunar er að finna I þeim verkum Braga sem gerð eru síöast- liðin fimmtán ár eða svo, — að sjálf- sögðu með virðingarverðum undan- tekningum. Smátt og smátt virðist sem öll dirfska, öll leit, öll átök víki fyrir glassúr og meira og minna stöðl- uðum endurtekningum, en að sama skapi verður listamaðurinn meiri fyrir sér á opinberum vettvangi, hörundsár um orðstír sinn og „stöðu innan íslenskrar myndlistar”, ill- skeyttur mjög ef á hann er deilt. Maður andstæðna Hvers konar listrænan persónu- leika hafa verk hans svo að geyma? Miklar andstæður: geðríkan en við- kvæman expressjönista, í senn vinnu- saman og eftirlátan við sjálfan sig, munúðarfullan (eins og lærimeistar- inn, Jón Engilberts), nýjungagjarnan en þó fastheldinn á klassísk viðhorf. Bráðþroska hefur Bragi verið í list- inni, þvi myndir eftir hann tvitugan eru gerðar af miklu öryggi. Stíllinn er stílfærður, massífur expressjónismi af norrænum toga og þótt á sýning- unni sé of mikið af máluðum módel- stúdíum, þá bera þær vott hárfinu auga listamannsins og fimlegu hand- bragði. Svo bregður fyrir hugljómun í verkum hans, — mynd eins og Stúlkurnar í Última er t.d. fullveðja, expressjónismi. Ef nefna ætti eitt sterkt einkenni á þessum æskuverk- um Braga, þ.e. frá ca. 1949—52, þá er það hin dæmalaust örugga teikn- ing og hún kemur honum til góða . þegar hann skyndilega söðlar um og gerist þátttakandi i hinu geómetríska málverki sem gekk yfir íslenska myndlist fráca. 1952—56. Bragi Ásgeirsson — Kona, steinprent, 1956. Sjálfum hefur mér ætíð fundist teikningin sterkasta hliðin á listferli Braga og ég er ekki frá því að sú ákvörðun hans aö hlaupa yfir teikn- inguna og vinna beint á flöt með lími, aðskotahlutum og málningu, hafi reynst list hans dýrkeypt. Hin ís- lenska geómetría er að mestu fremur þyrrkingsleg list, óður til hins hreina litflatar. En eins og Sverri Haralds- syni forðum tekst Braga að víkka þær forsendur allar og í höndum þeirra beggja verður hún svo sprelllif- andi að enn geislar af henni. Ástæðan er m.a. þokkafull teikning- in og hin sterka rúmtilfinning sem fram kemur i verkunum. Fletir eru ekki njörvaðir niður, heldur er eins og þeir svífi í lausu lofti, titri og dansi til og frá. Þó er Braga hættara við skreytitöktum en Sverri, myndirnar fyllast af smágerðum doppum eða krúsidúllum, litirnir verða hvellir. Mér þykir lika athyglisvert hve oft Bragi lætur sér ekki nægja forskrift „konkret” listar, heldur leitar fyrir sér í flatarmálsfræði kúbismans eins og hún gerist hreinlegust. Snertikennd En þótt myndir af þessu tagi virðist mörg ljósár frá upphleyptum mynd- um hans, þá er það í raun mjög snemma sem rik snertikennd kemur fram í verkum Braga. í Myndbygging frá 1954 notar hann t.d. sand um- hverfis þungamiðju myndarinnar og hann heldur áfram að höfða til snert- ingar af og til, hugsanlega vegna beinna eða óbeinna áhrifa frá kúb- isma. Á alþjóðlegu myndlistarsviði gerist svo ýmislegt á þessum árum sem kann að hafa ýtt enn frekar undir þessa tilhneigingu Braga, t.d. samsetningar Rauschenbergs og strigamyndir ítalans Burri. Fataefni og klæðnaður verður mikilvægur hluti af myndum hans þegar komið er undir 1960, sömuleiðis er mynd- ramminn orðinn virkur hluti hverrar myndar. En þá er eins og fari að gæta ósamræmis í stöku mynd. Lista- maðurinn tekur til handargagns föt eða eitthvað annað, en í stað þess að spila á áferð, liti eða önnur einkenni þessara aðskotahluta, — eins og Burri gerir t.d. með striga sinn, þá hylur Bragi þá alveg með málningu þannig að þeir hverfa á fletinum, verða aðeins örður eða misræmur. Tau og tappar Það er lögun myndflatar fremur en litstyrkur sem virðist skipta hann meginmáli á þessu stigi málsins, og út úr þeim ígrundunum koma hinar mörgu einlita myndir, með töppum, listum, kubbum eða öðru því sem listamaðurinn tínir upp af förnum vegi. Þrátt fyrir tilraunir hans sjálfs á prenti til að flokka taumyndir sínar og tappaverk undir íslenskt frum- Popp, stenst sú skilgreining engan veginn, því bæði er það að innviðir þessara mynda tengjast ekki fjölföld- unar eða fjölmiðlafílósófíunni á nokkurn hátt, auk þess sem öll ein- kenni þeirra hafa verið afmáð, yfir- máluð. Satt að segja hef ég aldrei skilið tilganginn með þessum frá- hrindandi myndverkum, sætbeiskt lituðum og einlita. En undarlegt er að um þetta leyti, ca. 1%2—63, er ferill Braga i grafík í rauninni á enda. Þar er framlag hans til íslenskrar myndlistar óumdeilan- legt og jafnvel afgerandi fyrir hina ungu grafíklist. Dúkkur og klukkur Bragi er byrjaður í grafik ca. 1952- 3, heldur henni áfram til ca. 1961. Þar rekur hver stórmyndin aðra, einkum i steinprenti, en auk þess eru þarna sáldþrykk, akvatintur og dúk- ristur, allt í háum gæðaflokki. Þarna helst allt í hendur, glimrandi teikn- ing, hárfínt formskyn og voldugt, Iæsilegt inntak. Hvað sem annars veldur því að Bragi gefur grafík upp á bátinn um þetta leyti, þá tafði sú ákvörðun án efa þróun íslenskrar grafiklistar um mörg ár. Ekki tekst mér að sjá nákvæmlega hvenær Bragi kemst út úr þeim ógöngum sem tappamyndirnar .eru, hættir að yfirmála og tekur þess í stað að lima hluti beint á myndflöt, en likast til gerist það 1%4—65. Smátt og smátt halda innreið sína þeir gripir sem sett hafa einna mest mark á myndverk Braga hin siðari ár: dúkkur, skordýr, klukkur, leikföng og vist er að þessi þróun leysir úr læð- ingi hið ljóðræna í Braga — aldrei fjarri eldri myndum hans — og það er helst að manni detti í hug nýr súr- realismi þegar maður skoðar mörg þessara verka. Ósamræmi En þótt mörg áhrifamikil mynd- verk komi út úr þessum vinnu- brögðum, þá gætir stundum ósam- ræmis milli inntaks og vinnslu, rétt eins og í tau- og tappamyndunum. Brúður eru t.d. óhemju sterk tákn í mynd, — fyrir börn, sakleysið, æskuna o.s.frv. og þegar þær eru limlestar í myndlfeti fer vart hjá því að áhorfandi lesi ofbeldi út úr mvnd- unum eða ádeilu á ofbeldi. En þegar búið er að hella yfr þessi mögnuðu tákn gljáandi lími, glimmer, gull eða bronsmálningu, þá er áhrifamáttur þeirra farinn til fjandans, þær verða að dauðum formum, bólum á mynd- fleti. Bragi eyðileggur einnig fyrir sér með því að beita „íkon” aðferðinni, þ.e. að staðsetja helstu áherslur mynda á þeim miðjum, þannjg að allt mótvægi skortir, ekkert gerist við aðra skoðun. Að stokka upp spilin En um þessa risasýningu Braga væri hægt að fara mörgum orðum i viðbót, — um teikningar hans af konum, við Áfanga Jóns Helgasonar o.fl. Sýningin er í senn mikil upplyft- ing og sorglegur vitnisburður — heimild um feril sem byrjar glæsi- lega, en hefur ekki þróast í samræmi við það upphaf. En sjálfur hefur Bragi lýst því yfir að hann væri með þessu fyrirtæki sínu að stokka upp spilin og ætlaði að draga af því þæ.r ályktanir sem gætu komið honum til góða í framtíðinni. Fylgja honum góðar óskir allra sem unna íslenskri myndlist. -AI Bragi Asgeirsson, — Frelsi handa börnum heims, 1979. (DB-myndir: Gunnar Örn).

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.