Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 17 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Stjömuleikur Bjama, Bnars og Páls: ipíumeistaramir lagð- velli í Laugardalshöll! iur Austur-Þjóðverja í tíu mánuði. ísland vann 18-15 ogjiað var frekar of Iftill sigur. Sænsku dómaramir þeim þýzku hliðhollir ekki sýnt annan eins leik lengi. Páll endurtók hinn frábæra leik, sera hann átti gegn Tatabanya í Ungverjalandi á dögunum. Páll var markhæstur með sex mörk hvert öðru glæsilegra. Bjarni skoraði fjögur glæsimörk og komst oft inn í sendingar Austur-Þjóðverja með hraða sínum og leikni. Hlutur beggja í vörn var mjög góður. Þorbergur slasaöist Risinn Gunther Dreibrot skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, 0—2 eftir 5 mín. Bjarni komst einn upp á 4. mín. en skaut í stöng. Stefán Halldórsson skor- aði fyrsta mark íslands á sjöttu mín. Ólafur H. Jónsson átti skot í stöng. Stefán náði knettinum og skoraði. Vel gert. Tveimur mín. síðar gekk Dreibrot frá Þorbergi Aðalsteinssyni. Lamdi hann niður i völlinn eins og hann gerði svo oft í fyrri leiknum, þegar Þorberg- ur var markhæstur með 5 mörk. Þor- bergur varð að yfirgefa völlinn. Kom inn á aftur, þegar nokkuð var liðið á s.h. Þó greinilega enn miður sín. Andreas Pester kom A-Þ. í 3—1 á ní- undu mín. en þá fór Páll Björgvinsson heldur betur í gang. Skoraði fjögur af næstu fimm mörkum íslands. Það gaf islenzka liðinu tóninn. Páll jafnaði i 3—3 á 12. mín. Jafnaði síðan í 4—4 eftir að Dreibrodt hafði skorað fjórða mark Þjóðverja. Pester kom A-Þ. yfir úr hraðaupphlaupi eftir misheppnað markskot Sigga Sveins, sem bætti úr í næstu sókn. Skoraði fimmta mark ís- lands og á 16. mín. kom Páll Bj. ís- landi yfir í fyrsta sinn í leiknum. Nafni hans Ólafsson og Óli H. juku muninn í 8—5 eftir 21 mín. Mikið um villur þýzku leikmannanna. Þeir skoruðu ekki mark í rúmar átta mínútur. Loks Pester það sjötta en Bjarni og Páll Ól. svöruðu nær strax, 10—6. Steindóri Gunnarssyni var vikið af velli en einum færri skoraði Bjarni, 11—6. Fimm marka munur og hann var einnig í hálf- leik, 12—7. Axel Axelsson skoraði 12. mark íslands. Sigurinn alltaf öruggur Eftir þennan frábæra hálfieik ísl. liðsins var sigurinn aldrei í hættu í þeim síðari. Steindór jók muninn í 13—7 á 34. mín. eftir að Bjarni hafði átt stang- arskot. Wahl skoraði fyrir A-Þ. en svo kom umdeilt atvik. Bjarni komst inn í sendingu. Gaf á Óla H. frían á línu. Brotið harkalega á Óla en ekkert dæmt — þó eitt augljósasta vitakast, sem maður hefur séð. Óli H. reiddist og dómararnir ráku hann þá af velli í tvær mín. En þeir þýzku misstu mann út af aðeins síðar og Bjarni kom íslandi í 14—8 eftir 38 mín. Komst enn inn í sendingu þýzku leikmannanna. Drei- brot, víti, og Wahl minnkuðu muninn í 14—10. Þá var Þorbergi vikið af velli og aftur dæmt víti á ísland. Dreibrot skaut yfir markið — og á næstu mín. gerðu snillingar ísl. liðsins út um leik- inn. Fyrst skoraði Bjarni, síðan Páll Bj. 16—10 og síðari hálfieikurinn hálfn- aður. 5EMVIÐ ÍSLANDI” eikinn ígærkvöldi leiki ísland eins og i kvöld vinni liðið B- keppnina og ég vona eindregið að Uð- inu gangi vel þar. Beztu menn islenzka liðsins fannst mér vera Björgvinsson (Páll), Guðmundsson (Bjarni) og Halldórsson (Stefán). -SSv. Þjálfari A-Þ. greip til þess ráðs að láta taka Pál Bj. úr umferð. Wolfgang Schmidt skoraði en Siggi Sveins svaraði 1— hitti loksins markið, 17—11. Tvö þýzk mörk, 17—13, og tíu mín. til leiksloka. ísl. leikmennirnir alltof leik- reyndir til að missa slfkt forskot niður. Þó reyndu sænsku dómararnir hvað þeir gátu til að rétta hlut þýzka liðsins. Það fékk þrjú vítaköst síðustu fimm mínúturnar. Döring mistókst að skora úr einu. Hitti þverslána en Dreibrot skoraði úr öðru. 17—14. Tveimur mín. fyrir leikslok losaði Páll Bj. sig við gæzlumann sinn, renndi sér síðan með tilþrifum gegnum vörn Þjóðverja. Skoraði glæsilega 18. og lokamark ís- lands í leiknum. Dreibrot skoraði úr víti fyrir A-Þ. eftir að leiktíma lauk, 18—15. Ekki villulaust Auk þeirra Bjarna, Páls og Einars markvarðar, sem áður eru nefndir, átti Ólafur H. snjallan leik í vörninni. Þeir voru fleiri góðir þar, Þorbjörn Guð- mundsson, sem skipti við Sigga Sveins eða Axel, komst vel frá sínu hlutverki — en ég er ekki frá því, að Bjarni og Páll Bj. hafi einnig verið beztu varnar- mennirnir. Aldrei skoraði úr horninu hjá Bjarna og Páll var fremstur varnar- manna. Truflaði sóknarleik gestanna mjög. Stefán Halldórsson lék vel eins og í fyrri leiknum. Steindór og Axel sæmilegir. Ekki atkvæðamiklir. Flest- um leikmönnum liðsins urðu á villur, skiljanlega, en langverst var þó útkom- an hjá þeim Sigga og Páli Ólafssyni. Þó byrjaði Palli svo vel í leiknum. Skoraði tvö mörk fljótt eftir að hann kom inn á í stað Stefáns. Lokaði hægra horninu líka betur. Það er talsvert vandamál í vörninni. Pester skoraði þar þrjú mörk — Dreibrot komst þar einnig í gegn. Þetta verður minnisstæður leikur — í heild frábær leikur íslenzka liðsins, sem gefur vonir um góðan árangur í B- keppninni í Frakklandi, sem hefst um næstu helgi. Ef til vill tvíeggjaður eins og Óli fyrirliði sagði eftir leikinn — en sigur, sem þarf að fylgja eftir. Sigurinn enn athyglisverðari fyrir þá sök hve sænsku dómararnir, Johansson og Eliasson, voru hliðhollir þýzka liðinu. Þáð fékk fimm vítaköst i leiknum — ís- land ekkert. Fjórum leikmönnum ís- lands vikið af velli, Steindóri, Óla H., Þorbergi og Páli en aðeins tveimur Þjóðverjum. Það munar um minna í dómgæzlunni. Mörk íslands í leiknum skoruðu Páll Bj. 6, Bjarni 4, Siggi Sveins 2, Páll Ól. 2, Stefán, Óli H., Axel og Steindór eitt hver. Dreibrot skoraði flest mörk A-Þ. eða 7/3. Annar heimsfrægur kappi, Frank Wahl skoraði 3 — Pester einnig, en frægasti leikmaður A-Þýzkalands, Peter Rost, skoraði aðeins eitt mark. Wolfgang Schmidt einnig eitt. Peter Hoffmann varði mikið fyrsta stundar- fjórðunginn. Síðan kom Jtirgen Rohde, sá snjalli markvörður í markið. Wieland Schmidt, frægasti mark- vörður Austur-Þýzkalands kom hins vegar ekki hingað. -hsim. JÖtóyc PARIS Sothys útsö/ustaðir Snyrtistofan Afrodita Faxastíg 7, Vestmannaeyjum Simi 2314. Apótekið Vestmannaeyjum Vestmannabraut 24 Sími 1116. Snyrtistofan Ásýnd Garðastræti 4. R. Sími 29669. Evfta, snyrtivöruverzlun Laugavegi 41, R. Sími 28828. Snyrtistofa Gróu Vesturgötu 39, R. Sími 16508. Snyrtistofan Hótel Loftlciðum Sími 25320. Snyrtistofa Ingu Stóragarði 11, Húsavík Sími41837 Topptízkan, snyrtivöruverzlun Miðbæjarmarkaðinum R. Simi 13760 Ölfusapótek Breiðumörk 23. Hveragerði Sími 4197. Hinar þekktu frönsku snyrti'vörur SOTHYS eru nú komnar á markaö hér. SOTHYS snyrtivörurnar eru of- nœmisprófaðar, án ilmefna og aðeins búnar til úr efnum náttúrunnar. SOTHYS snyrtivörurnar eru visindaleg framleiðsla, þar sem strangt eftirlit rannsóknarstofu á hrá- efnum og endanlegri framleiðslu tryggir gæðin. I upphafi lagði SOTHYS aðaláherzlu á að framleiða fyrir snvrli■ stofur, hafa þeir þar 30 ára reynslu að baki og eru braut- ryðjendur á mörgum sviðum. Til eru ýmsar meðferðir (kúrar) sem þér getið fengið á snyrtistofum og viðhaldið siðan heima. SOTHYS snyrtivörurnar eru mjög virkar ogfjölbreyttar. þar œttu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. SOTHYS tekur tillit til hinna ýmsu húðgerða. m.a. má þar nefna: FONDAMENTALK Lína fyrir unga og blandaða húð. SUPER VISAGE fyrir húð sem þarfnast raka, stvrkir einnig og nærir. EQUILIBRANTE með coUageni fyrir þurra. viðkvæma ogþreytta húð. GRAND AIR fyrir viðkvæma rjóða húð og húð með hár- æðasliti. PEA UX GRASSES erfyrirfeita og bólótta húð (acne). I öllum þessum linum er boðið upp á hreinsimjólk, andlits- vatn, krem, maska og ampellumeðferð (kúra) an auk þess er hægt að fá enn meiri fjölbreytni með COMPLI- MENTARE-linu sem inniheldur t.d. djúphreinsikrem (peeling) I mjúku kremformi, CREME 163 sportkremi. sem er mjög verjandi og tilvaliðfyrir alla sem stunda sport eða eru mikið úti við t.d. ifrosti. MASQUE 270, sem er skyndimaski og góður ef þér eruð þreyttar og þurfð á skömmum tima að hressa og slétta úr þreytumerkjum húðarinnar, t.d. fyrir samkvæmi. Sérstaklega viljum við benda á CREME PLACENTYL sem er sérstaklega græðandi og nota má fyrir allar húðgerðir. SOTHYS hefur einnig sent frá sér nýja, mjögfallega litalínu í miklu úrvali. Ef þér viljið viðhalda húðinni eða eigið við húðvandamáI að stríða, leitið þá upplýsinga og ráðlegginga hjá snyrti- stofum og verzlunum, sem bjóða upp á SOTHYS— þjónustu. Ef langt er I nœstu SOTHYS-þjónustu, skri/ið og snyrtifræðingur okkar mun veita yður allar nánari upplýsingar. Einkaumboð ó íslandi. Efnaverksmiðjan cillci/ hf Box 411,121 Reykjavík. „Geturverið tvíeggjað” „Þetta getur verið tvieggjaður sigur — en sætur var hann,” sagði Ólafur H. Jónsson, fyrirliði islenzka liðsins, eftir leikinn. „Bjartsýni manna fyrir B- keppnina verður auðvitað mikil eftir þennan sigur — en við getum ekki byggt á honum þar. Það verður barizt um hvert stig í B-keppninni. Leikurinn i heild er einn albezti leikur, sem ég hef leikið með fslenzku landsliði. Engar sveiflur — það gekk allt upp og markvarzlan var frábær. En ég vara við of mikilli bjartsýni. Pössum okkur á henni,” sagði Ólafur H. - hsím. „Þetta var frábærsigur” „Þetta var frábær sigur og áhorfend- ur áttu ekki svo litinn þátt í honum. Stuðningur þeirra var stórkostlegur,” sagði Páll Björgvinsson, ein af hetjum íslands f leiknum i gærkvöld. „Við lékum skynsamlega, yfirvegað og barátta var mikil allan timann. Markvarzlan var mjög góð hjá okkur. Jú, ég er sæmilega ánægður með minn hlut. Er maður það ekki alltaf þegar vel gengur? — En það er ekki nóg að vinna þennan leik. Við verðum að fylgja þessu eftir i B-keppninni. Að þvi verðum við að stefna,” sagði Páll. - hsím. ísland vinnur Svíþjóð — í B-keppninni með slík- um leik, sögðu sænsku dómaramir „Ef íslenzka liðið nær slíkum leik gegn Svium í B-keppninni f Frakklandi þá erum við vissir um að ísland vinnur þar,” sögðu sænsku dómararnir, Lars Erik Johansson og Kjell Elíasson, eftir sigurleik íslands á A-Þjóðverjum í gær- kvöld. „En þessir tveir leikir islenzka liðsins gegn A-Þjóðverjunum voru eins og dagur og nótt. Svo miklu betri nú hjá fsl. liðinu. Leikmenn liðsins börðust mjög vel og Iéku handbolta eins og bezt gerist i Jieiminum. íslenzka liðið er „bra lag”, það fer ekki á milli mála. Markvörðurinn, Einar Þorvarðarson, snjall og beztu útispilararnir voru nr. 7, Páll Björgvinsson og nr. 2, Ólafur H. Jónsson,” sögðu dómararnir ennfrem- ur. -hsim. Heimsmet Sören Schlegel setti heimsmet í 100 yarda hlaupi innanhúss i gær er hann hljóp vegalengdina á 9,50 sek. Gamia metið var i eign Bandaríkjamannsins Harvey Glance og var 9,54 sek. Schleg- el er A-Þjóðverji. Þá jafnaði Marita Koch heimsmet landa sins, Marlies Göhr, i 60 metra hlaupi kvenna - hljóp á 7,10 sek. Sigurður Sverrisson Ármenningur- innsigraðií5 afsexgreinum Davíð Ingason, Ármanni, var mjög sigursæll á meistaramótinu í fimleikum ; i gær, 17 ára og eldri. Sigraöi i fimm greinum af sex í karlaflokki. Krist- mundur Sigurðsson, Ármanni, sigraði i einni grein. í kvennaflokki voru Gerplu-stúlkurnar Vilborg Nielsen og Björg Ólafsdóttir sigurvegarar. Nánar: síðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.