Dagblaðið - 19.03.1981, Síða 16

Dagblaðið - 19.03.1981, Síða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. Smári Geirsson, þrítugur Norðfirðingur: Ritar sögu útgerðar og fisk- vinnslu á Norðfirði „Upphaflega var ætlunin að þetta yrði saga tveggja fyrirtækja, Samvinnufélags útgerðarmanna og Síldarvinnslunnar h/f, en ég gerði tillögu um að útvíkka þetta verkefni og láta það spanna almennt útgerðar- og fiskvinnslusögu Norðfjarðar,” sagði Smári Geirsson, þrítugur Norðfirðingur, í samtali við DB. Smári vinnur nú að ritun sögu út- gerðar og fiskvinnslu á Norðfirði. Hann er þjóðfélagsfræðingur frá Há- skóla íslands auk þess sem hann hefur cand. mag. próf í stjórnmála- fræðum frá háskólanum í Bergen. Þá hefur hann einnig tekið próf i uppeldis- og kennslufræðum frá HÍ. Tveir þriðju hlutar búnir „Stjórnir fyrirtækjanna tveggja Smári Geirsson: . . var skriðandi í kjöllurum og um háaloft. . fóru fram á það við mig haustiðl 1979, að ég tæki þetta verkefni að! mér og átti upphaflega að stefna að því að gefa ritið út á 50 ára afmæli. Samvinnufélags útgerðarmanna árið 1982. Þrátt fyrir að verkið sé orðið miklu viðameira en gert var ráð fyrir í! upphafi er enn stefnt að því að gefai það út á afmælinu og ætti það að| vera hægt. Ég er búinn með mjögí mikið, líklega 2/3 hluta verksins og allflesta þætti sem mest vinna fer í varðandi heimildasöfnun. Ég .er ekki í þessu einvörðungu. Á sl. vetri var ég við nám í Háskólanuml og sinnti samtímis því heimilda-' söfnun í Reykjavík. Hér í Neskaupstað sinni ég kennslu með. 7 , . ;. ' i Merkileg gögn í kjöllur- um og á háaloftum Heimildasöfnunin var mikil| vinna. Hér heima var ég skríðandi i kjöllurum qg um háaloft og fann ýmis merkileg gögn sem menn héldu að væru týnd og tröllum gefin. í Reykjavík gat ég gengið að gögnum í Landsbókasafninu og þjóðskjala- safninu. Þetta finnst mér sýna fram á hversu mikilvægt er að til séu héraðs- skjalasöfn — ýmis gögn eru í fórum einstaklinga. Fór því miklu meiri tími í þetta en þurft hefði að vera væri hér héraðsskjalasafn. Ég hef haft gott samstarf við. ýmsa menn. Guðmundur Sveinsson hefur safnað ómetanlegum upplýsingum um alla vélbáta sem héðan hafa verið gerðir út — fyrr og síðar. Af þeim hef ég haft mikið: gagn. Einnig hef ég haft mikið1 samstarf við Ögmund Helgason sagn-| fræðing, sem er að vinna að ritunj sögu Neskaupstaðar á vegum bæjar-i félagsins.” Smári var beðinn að segja stutt- lega frá upphafi útgerðar á Norðfirði. Saltfiskverkun hófst 1874 „Það má segja að fiskverkun og útgerð hér hefjist ekki sem sjálf- stæður atvinnuvegur fyrr en á síðasta aldarfjórðungi síðustu aldar. Það er ekki fyrr en árið 1874, sem almennt er’þyrjað að verka saltfisk á Austfjörðum og upp frá því tekur út- gerðin mikinn fjörkipp. Menn fara að hafa lifibrauð sitt af því að gera út og verka fisk én áður var útgerð aðeins til búdrýginda. Eftir að saltfiskverkun hefst verður hröð íbúafjölgun á Nesi við Norðfjörð sem síðar var Neshreppur og loks Neskaupstaður árið 1929. Sem dæmi má nefna að árið 1880 búa þar 70 manns, 175 árið 1895, 529 árið 1910 og árið 1930 búa 1118 manns í Neskaupstað. Stórveldi á íslenzkan mælikvarða Skýringin á því hvers vegna KRISTJAN MAR Norðfjörður byggist svo hratt upp og verður stærsti þéttbýliskjarninn á Austfjörðum er sú að hann liggur af- ar vel að fiskimiðum og betur en firðirnir í nágrenninu. Hér settust að kaupmenn sem ráku bæði fiskverkun og útgerð og voru stórveldi á islenzkan mælikvarða. Þeir fluttu hingað fólk að sunnan fyrir aldamót. Þetta volduga atvinnurekendaveldi þjappaði launafólki saman. Samvinnufélag útgerðarmanna er stofnað árið 1932 til höfuðs kaupmönnunum stóru, af smáút- gerðarmönnum, sem verkuðu afla sinn sjálfir. Tilgangurinn var að vera ekki háðir kaupmönnunum með út- flutning og öflun útgerðarvara. Kreppan fór illa með kaupménnina og báru þeir aldrei sitt barr eftir hana.” -KMU. „Skýringin á þvi hvers vegna Norðfjörður byggist svo hratt upp og verður stærsti þéttbýliskjarninn á Austfjörðum er sú að hann liggur afar vel að fiski- miðum og betur en firðirnir! nágrenninu.” DB-myndir: KMU.. Átta KR-ingar gegn níu Bretum Þessi er líka komin frá Ellert: Það var í landsleik gegn Eng- lendingum snemma á sjöunda ára- tugnum. Á þeim tíma mátti ekki skipta inn á varamanni þótt einhver meiddist. íslendingum gekk illa-og áður en varði var staðan orðin 1—0 fyrir Englendinga. Seint í fyrri hálf- leiknum misstu þeir mann út af vegna meiðsla, en bættu samt við marki fyrir hlé — aðeins 10 talsins. í hálfleik varð mönnum tíðrætt um stöðuna. Þetta hlyti að ganga betur — þeir væru bara 10. í liðinu voru m.a. 8 KR-ingar auk Rikharðs Jónssonar af Skaganum og tveggja annarra. í síðari hálfleiknum misstu Englendingar annan mann út af og voru þá aðeins 9 talsins en bættu engu að síður við tveimur mörkum. Eftir leikinn var hljóðið í mönnum þungt og Ríkharður hafði á or,ði hvernig þetta hefði eiginlega getað farið svona. Ekki stóð lengi á svari, og gall þá í Sveini Jónssyni, KR-ing: „Hvað áttum við að gera, 8 KR-ingar á móti 9 Bretum? ” Þrír bilaðir um Hafnfirðinga Voruð þið búin að heyra um Hafnfirðinginn, sem hallaði sér upp að steinvegg í heimabæ sínum? Veggurinn lét undan — sá vægir sem vitið hefur meira. Fyrir skömmu hófu Hafn- firðingar gegndarlausan innflutning á sandi að því er við höfum bezt frétt. Ætlunin mun vera að bora eftir olíu í honum. Svo var það löggan í Hafnarfirði, sem dró fyllibyttuna um langan veg, niður í Strandgötu og handtók hana þar. Ástæðan var sú, að hún vissi ekki hvort það var yfsilon í Lynghvammi eða ekki, og vildi ekki koma upp um stafsetningarfá- kunnáttu sina. Eitthvað varð hann að gera Ellert Schram, ritstjóri Vísis, getur verið spaugsamur i meira lagi og það fengu gestir á 10 ára afmælis- hófi Knattspyrnuþjálfarafélags íslands að finna fyrir skömmu. Fór ritstjórinn þar á kostum svo menn engdust sundur og saman af hlátri. Margir hverjir af því að þeir könn- uðust lítillega við atvikin,' sem sagt var frá. Við látum hér tvær litlar sögur fljóta með. Það var einhverju sinni fyrir tæpum áratug að Ellert var ráðinn þjálfari Sauðkræklinga. Hann var varla kominn til staðarins er hann var drifinn beint í leik og lenti í stórvand- ræðum. Eftir aðeins 15 mínútna leik var staðan orðin 4—0 and- stæðingunum í vil og Ellert leizt ekkert á blikuna enda aftasti maður í vörn. Rétt á eftir kom hár knöttur fyrir markið utan af kanti. Mark- vörðurinn kastaði sér með geysilegum tilþrifum en knötturinn silgdi engu að síður rakleiðis í netið. Markmaðurinn stóð nefnilega fyrir aftan markið! Ellert gekk þá aftur fyrir markið og spurði markvörðinn af hverju í ósköpunum hann stæði þar. Kauði varð vandræðalegur — vildi greinilega ekki ljóstra leyndarmáli sínu upp — en sagði svo þungbúinn: „Ég nota nefnilega gleraugu, en vildi ekki láta þig sjá það og var á leiðinni að sækja þau.” Ellert gat sosum alveg sætt sig við þessa skýringu, en spurði síðan í sömu andránni af hverju hann hefði verið að skutla sér. „Nú, eitthvað varð ég að gera, maður!” sagði hann. „Heiðursgestir kvöldsins hafa verið brúðhjón sem nýlega hafa gengið í það heilaga. Þeim er boðið upp á málsverð og á eftir höfum við fengið þau til að taka þátt í Stóru spurningunni, spurningaleik sem við erum með.” Þá sagði Halldór Árni að fastur liður Dömustundanna væri stund í stiganum. Meðal gesta sem hafa troðið þar upp má nefna Texas tríó- ið, Guðmund Ingólfsson jazzpian- ista, Margréti Pálmadóttur, sem ný- komin er frá söngnámi í Vínarborg, og Josef Fung gítarleikari frá Hong Kong. „Við erum að vona að nú séum við búnir að prufukeyra Dömustund- ina,” sagði Halldór Árni. „Á næst- unni ætlum við að auka á fjölbreytni skemmtiatriðanna enn frekar. Hver nýju atriðin eru verður bara að koma í ljös, því að nógur er hugmyndalek- inn milli skemmtistaðanna þó að við förum ekki að segja frá því í blöðum hvaða nýjungar eru á döfinni.” Og að þessum orðum sögðum glotti skemmtanastjórinn 1 Óðali for- hertur á svip. - ÁT Stóra spurnlngin er skemmtíatríði, sem vekur mikla athygll og kátínu á Dömustundunum. Hár er spilaleikur ígangi. DB-myndir: Slg. Þorri. Amundadóttír og Ævar Dungal og Alda Jónsdóttír og Helgi Steingríms- son. DÖMUSTUNDIRNAR HAFA HLOTIÐ MJÖG GÓÐAR UNDIRTEKTIR — rætt við Halldór Árna Sveinsson skemmtanastjóra ogplötusnúð íóðali „Við höfum nú staðið fyrir svo- kölluðum Lady’s Nights eða Dömu- stundum, eins og við kjósum að kalla það, þrjá síðustu sunnudaga. Þessi kvöld hafa mælzt mjög vel fyrir, svo að við ætlum að halda áfram í þeim dúr. Þó ekki nema annað hvert sunnudagskvöld, en vera með grisa- veizlur á móti,” sagði Halldór Árni Sveinsson skemmtanastjóri og plötu- snúður veitingahússins Óðals. Halldór sagði að dagskrá Dömu- stundanna væri að sjálfsögðu mest miðuð við konur þær sem leggja leið sína á veitingastaðinn. „Yfirþjónn- inn býður öllum konum upp á drykk þegar þær -koma — karlarnir verða reyndar oft ærið skrýtnir á svipinn þegar þeim er ekki boðið neitt. — Þá höfum við fengið blómabúðina Burkna til að skreyta Silfurdollara- klúbbinn og gefa konum blóm,”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.