Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 20.03.1981, Blaðsíða 2
2 r DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1981. V Hvað varðar ríkið um Oliver Twist & Co? - er kannski samband á milli styttingar sjónvarpsdagskrárinnar og minnk- andi aðsóknar að kvikmyndahúsum? Nema finnst dularfullt hvernig dreifbýlisst yrknum er úthlutað. Opið bréf til veitinganef ndar dreifbýlisstyrkja: Eftir hvaða reglum er eiginlega farið? — og væri möguleiki að fá að sjá þær—ef þær eru þá til? Nú, þegar Húsið á sléttunni er ekki lengur á sunnudögum, má búast við að kvikmyndahúsin verði þéttsetnari. Neytandi skrifar: Sjónvarpið vantaði fé. Ríkið vantaði fé, og það fær álitlega upp- hæð af sýningum kvikmyndahúsa. Það fær nokkrar milljónir á dag i formi skemmtanaskatts, menningar- sjóðsgjalds og söluskatts. Menn- ingarsjóðsgjald er 1%, skemmtana- skattur er 15% og söluskattur er 23% eða meir. Hvernig átti að koma Sjónvarpi til hjálpar? Jú, það vildi svo til, að kvik- myndahúsaeigendur höfðu kvartað mikið yfir því, að á sunnudögum, einmitt þegar Húsið á sléttunni er sýnt, þá bregður svo við, að mikill fjöldi krakka vill heldur vera heima hjá sér og horfa á þennan þátt með öðrum krökkum eða foreldrum sínum en fara í bíó. — Þetta kom niður á tveimur sýningum kvik- myndahúsa, þ.e. kl. 3 og 5! Útvarpsráð og fleiri voru lengi búnir að velta því fyrir sér, hvernig í ósköpunum ætti nú að veröa við beiðni Sjónvarpsins við hvoru tveggja, hækkun afnotagjalda og niðurskurði á útsendingartíma og efni. En viti menn, „sunnudagur til sælu” og alltaf verður „eitthvað” til bjargar, þegar menn leggja hausinn i bleyti. Og ef menn setja hausinn í klór, þá er hægt að „klóra sig” fram úr vandanum. Þarna féllu sem sagt hagsmunir saman. Ríkið vantaði peninga, kvik- myndahúsin vantaði peninga. Niður- skurður sjónvarpsefnis á sunnudög- um skyldi það vera. — Var það nokkuð fleira? Nei, þetta var gott í bili. Allir ánægðir, nema auðvitað krakkarnir og foreldrarnir. Hvað varðar ríkið um Oliver Twist & Co.? Þetta er allt á dagvistunarheimilum frá mánudegi til laugardags hvort eð er. Brúttóverð aðgöngumiða að venju- legri 3 eða 5 sýningu er gkr. 1700, þar af er skemmtanask. ca 280,50 — söluskattur ca 390 og menningar- sjóðsgjald ca 17 gkr. eða ca 687 gkr. af hverjum miða. Segjum að kvikmyndahús hafi 600 sæti, þá fær ríkið u.þ.bi 412.000 gkr. út úr einni sýningu, en kvikmynda- húsið um 607.000 gkr. Og ef öll kvik- myndahúsin 6 eru full á 3-sýningu fær rikiö i kringum tvær og hálfa milljón gkr. í sinn hlut — bara af 3- sýningu! Helmingi meira ef líka er fullt á 5-sýningu. Ef kvikmyndahúsin hafa ekki verið full, nema að 2/3 hluta, vegna minnkandi aðsóknar þegar sjónvarp byrjaði kl. 4 á sunnudögum, þá er ekki nema von að ríkið hafi viljað gera þar á „breytingu”! — og gera gagnkvæma samninga við einn „inn- heimtumanna” þess, kvikmynda- húsin. Næsta skref ætti bara að taka strax, loka sjónvarpi alveg á sunnu- dögum. Þá kemur nú inn í kassann! Halldór Jónsson, Sviþjóð, skrifar: Nú hafa íslenzk dagblöð borizt hingað til Svíþjóðar, með 'frásögnum af leikjum islenzka handboltalands- liðsins I heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. Þar er greinilegt að von- irnar voru miklar í upphafi og von- brigðin sár í lokin. Sá leikur sem réð úrslitum fyrir árangur Íslendinga var gegn Svíum. Það er merkilegt að ekki skuli vera greint frá einni aðalorsök tapsins í þeim leik. Sviar óttuðust íslenzka liðið mikið eftir sigurinn stóra gegn Austurríki, m.a. vegna þess að þeir höfðu ekki haft tækifæri til þess að kynna sér leiki íslendinga fyrir keppnina. Það kom því sænsku liðsstjórunum þægi- Raddir lesenda Nemi skrifar: Eftir hvaða reglum er farið við út- hlutun svokallaðxa dreifbýlis- styrkja? Það virðist sem þessar reglur séu ríkisleyndarmál eða því sem næst. Væri ef til vill hægt að senda þær í skólana svo að hægt væri að berja þær augum? Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæði nemenda og kennara, í formi fyrir- lega á óvart að íslenzkir kollegar þeirra létu þeim I té myndsegulbands- upptöku af einum leik íslendinga og Frakka. Þetta örlæti fékk góða dóma I sænsku blöðunum. Þegar það kom siðan í ljós i leiknum að leikaðferð- spurna og upphringinga, fást engin svör. Gætu háttvirtir nefndarmeðlimir kannski upplýst mig um eftirfarandi atriði? Hvernig stendur á því, að tveir nemendur sem búa vestur á fjörðum, i sama firði í sama húsi, stunda nám i sama framhaldsskóla, búa við sömu aðstöðu í jafnlangan tíma, fá mis- imar voru óbreyttar varð það aðal- fréttin hér hvað íslendingar væru nú góðir strákar. Þessi vinsemd er nú gleymd og Svíar halda áfram í heims- meist arakeppninni. Sú spurning hlýtur að vakna hvort íslenzka landsliðið hafi farið í heims- háan dreifbýlisstyrk? Það er ekki bara eitt dæmi um þetta heldur mörg. Annað dæmi er um nemendur sem búa mislangt frá skóla þar sem þeir stunda nám. Sá sem býr lengra frá skólanum fær minni dreifbýlisstyrk. Mér og fleirum þykir sem algjör til- viljun ráði ferðinni í úthlutun þessara styrkja. Væri ekki möguleiki að fá að sjá þær reglur sem þarna er farið eftir ef þæreru þátil? DB-mynd S. meistarakeppnina til þess að sigra. Ef ekki, mætti í framtíðinni spara fé og fyrirhöfn með því að sitja heima og í staðinn senda væntanlegum and- stæðingum upptökur af síðustu leikj- um liðsins svo þeir geti dáðst að sí- efnilegum leikmönnum okkar. Ástæðan fyrir hrakförum handknattleikslandsliðsins í Frakklandi? LANDSUÐIÐ LÁNAÐISVÍUM UPPTÖKU AF QNUM LEIKNUM —og það þótti Svíum bera vott um drengskap en ekki mikla kænsku Hér eru landsliðsmenn og aðstandendur landsllðslns að funda um það hvaða lærdóm megi draga af hrakförunum i Frakldandl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.